Hvað þarf mikið efni; járn og steypu (miðað við eðlisþyngd 2.3002.400 kg/m³) og hve marga steypubíla í undirstöður fyrir 28 rafmagnsvindtúrbínur Landsvirkjunar á Vaðöldu?
ChatGPT reiknar það út fyrir okkur miðað við 500 fermetra undirstöður, hver þeirra 2,5 m á þykkt og vindtúrbínur (Enerkon DE) sem eru 150 m á hæð hver:
Heildartölur fyrir 28 túrbínur:
Efni: | Fyrir eina túrbínu | Fyrir 28 túrbínur | |
Steypumagn: | 1250 m³ | 35.000 m³ | (8084 þúsund tonn) |
Bindistál: | 125 tonn | 3.500 tonn | |
Steypubílar: | 167 bílar | 4.676 steypubílar |
Þessar tölur eru mjög svipaðar fyrir vindtúrbínuþyrpinguna í Garpsdal.
Orkarnir telja þetta vera "lítið jarðrask"!
Viljum við fá þetta "litla jarðrask" út um allt land?
Tölurnar eru ískyggilegar fyrir vindtúrbínur Orkuveitu Reykjavíkur á Mosfellsheiði, sem eru 40 talsins (plús þær 20 sem erlendir aðilar ætla að reisa þar) en hver vindtúrbína verður 210m á hæð (þrjár Hallgrímskirkjur)!
Kostnaðartölur vegna Vaðöldu og arðsemi fáum við líklega aldrei en stofnkostnaður vegna Garpsdals er sagður vera 18 milljarðar.
Þarna koma samkeppnisreglur og orkupakkar ESB sterkir inn.
Lesa má skýrslu samtakanna Orkan okkar um inngöngu Íslands í Orkusamband ESB
hér: Skýrsla O.O. um Ísland og Orkusamband ESB
ref.
https://www.landsvirkjun.is/vadolduver/spurt-og-svarad-vadolduver
Forsendur útreikninga ChatGPT:
Flatarmál undirstöðu: 500 m²
Þykkt undirstöðu (meðaltal): 2,5 m (dæmigert fyrir svona háar myllur)
Steypuþéttleiki: 2400 kg/m³ (ekki nauðsynlegt í rúmmálsreikningi, en nytsamlegt síðar)
Bendistál: 100 kg/m³ (miðgildi fyrir slíkar undirstöður)
Hver steypubíll flytur u.þ.b.: 7,5 m³
Áfram frjálst Ísland!
Athugasemdir
Við hverju er að búast þegar fávitar er við stjórn. Spillingin er algjör og það virðist sem ákveðnir aðilar sé að hagnast á þessu a kostnað þjóðarinnar og meiriháttar landsspjöll.þetta er svipuð svikamylla og utanríkisráðherra reyndi að fela fyrir þjóðinni varðandi Evrópu skatta.
Haraldur G Borgfjörð, 30.7.2025 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning