10.10.2007
Þegar hitnar í kolunum
Önnur möguleg áhrif hýnunar jarðar á heilsufar:
* Aukin tíðni smitsjúkdóma, sem berast með skordýrum svo sem malaríu, dengue fever, heilabólgu, Lyme sjúkdóms o.fl. Hætta er á aukinni útbreiðslu moskítóflugunnar.
* Búast má við aukinni tíðni sjúkdóma af völdum sníkjudýra og vegna sýktra matvæla t.d. kóleru.
* Aukning á tíðni slysa af völdum náttúruhamfara svo sem fellibylja og flóða.
* Vannæring og vatnsskortur (menn muna væntanlega hvernig ástandið var í New Orleans eftir fellibylinn Katrínu haustið 2005). Aðrar raskanir á vistkerfinu. Nú er rauðátan t.d horfin.
* Ófyrirséðar afleiðingar aukinna fólksflutininga og fólksfjölgunar á ákveðnum svæðum.
Hugsanlegt er, að Ísland verði eftirsótt til búsetu með hækkandi hitastigi. Hvað geta Íslendingar gert? Aðal atriðið er að gera sér grein fyrir því að breytingarnar eru óumflýanlegar. Vísindaheimurinn virðist almennt sammála um það, að maðurinn hafi orsakað hlýnun jarðar. Ekki skal ég dæma um það en eins og allir vita, hafa skipst á hita- og kuldaskeið á jörðinni. Hér er gert ráð fyrir, að vísindamennirnir hafi rétt fyrir sér. Það gæti reynst fara á annan veg.
Hlýnun jarðar er hins vegar staðreynd og líkega er of seint að snúa þeirri þróun við. Það eina sem vit er í, er að gera sér grein fyrir þeim breytingum, sem í vændum eru og undirbúa sig vel fyrir komandi röskun á umhverfi og heilsufari. Aukin fræðsla til almennings er liður í því.
Jákvæðar afleiðngar hlýnunar jarðar væru efni í aðra grein. E.t.v. er hér útrásartækifæri fyrir okkur eða einhver svöl viðskiptatækifæri?
Fimm ára í dag
Fer út í skóginn
að skoða haustlitina.
Brakar í laufi.
Hef fimm ára bonsai
tré á borðinu mínu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.