13.10.2007
Höfuðverkur -Veldur hver á heldur?
Geta lyf, sem tekin eru við höfuðverk valdið enn meiri höfuðverk? Já, það gera þau skv. bandaríska taugalækninum Stepen D Silberstein, sem manna mest hefur rannsakað þrálátan höfuðverk. Um 4% Bandaríkjamanna búa við daglega höfuðverki og má búast við svipaðri tíðni hér á landi.
Menn hafa lengi talið að meginþorra höfuðverkja megi rekja til sjúkdóma í tönnum, andlegrar spennu, vöðvabólgu og erfðaþátta. Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós, að um 50% langvinns migrenis og um 25% allra höfuðverkja eru í raun eins konar timburmenn eftir verkjalyfjanotkun. Menn taka verkjalyf við höfuðverk og vakan síðan upp við enn meiri höfuðverk og þá skapast vítahringur meiri verkja og aukinnar verkjalyfjanotkunar. Þeir sem eru með migrene eru sérstaklega viðkvæmir fyrir þessu.
Helstu hættumerki og mikillar verkjalyfjanotkunar eru:
1) Tíður höðurverkur (í meira en 15 daga í hverjum mánuði), og sem fara versnandi.
2) Mikil verkjalyfjanotkun í a.m.k. 3 mánuði.
3) Ofnotkun verkjalyfja er skilgreind sem notkun þeirra í 15 daga eða oftar í hverjum mánuði þ.e. að jafnaði annan hvern dag eða oftar.
Eina raunhæfa leiðin til að komast að því, hvort það eru verkjalyf, sem valda höfuðverknum er að hætta að taka þau og athuga hvað gerist.
Bara timburmenn?
Oft getur það verið höfuðverkur að greina orsakirnar.
Painkiller headache
Silberstein and Welch
Neurology.2002; 59: 972-974
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þessa fræðslu og þetta útskýrir margt fyrir mér. Sannkalladur vítahríngur.
Ég hef komist af því að svefntruflanir og vökvaskortur getur haft mikla sök. Líka þarf að muna að drekka nógu mikið vatn með verkalyfjunum.
og ég tek ekki svoleiðis áhættu.
Ef ég tek ekki Imigran við mígreni heldur höfuðverkurinn áfram, hann hefur lengst varað samfellt í 4 sólarhringa
Heidi Strand, 14.10.2007 kl. 13:47
Þakka þér kærlega Júlíus fyrir þessar upplýsingar tengdar tíðum höfuðverkjaköstum. Þau hrjá mig einmitt verulega og hefur svo verið í rúmlega hálft ár. Ég fæ höfuðverkinn oftar en ég hef hann ekki og hann byrjar alla jafnan á nóttunni og stendur fram á næsta síðdegi, en líklega myndi hann vara lengur ef ég tæki ekki verkjalyf á þeim tímapunkti því þá held ég ekki út lengur þótt ég vildi. Ég tek einnig lyf á kvöldin sem læknir ávísaði mér vegna alvarlegra svefntruflana sem hafa væntanlega hafa leitt til vefjagigtar. Það er ekki svefnlyf. Ég hef haft höfuðverkina mun lengur en frá þeim tíma sem ég fór að taka inn það lyf.
Já, það er skelfilega erfitt að eiga við þessa höfuðverki, en hvernig á leikmaður að vita hvað best sé að gera í stöðunni og hvað sé afleiðing af hverju? Ég væri tilbúin að prófa ýmislegt!
Hildur M. Herbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.