Um bábiljur í læknisfræði

Tímarit breskra lækna, British Medical Journal -BMJ, hefur það fyrir árlegan sið að tileinka síðasta tölublað ársins sniðugheitum í læknisfræði.  Í ár er blaðið að venju svo sneisafullt af læknaskopi og bágbyljum (veikindagríni)

(Innskot: Einu alvöru íslensku læknabrandararnir er að finna í bók Ólafs Halldórssonar á Akureyri, sem heitir "Læknabrandarar" og sem gefin var út af Skjaldborg árið 1984 með teikningum eftir Kristinn G. Jóhannsson. Þeir læknabrandarar, sem ekki fengu að birtast í þessari klassísku bók eru bara hreint ekkert fyndnir).

Í þessu fyrrnefnda hefti BMJ er að finna áhugaverða grein um ýmsar þekktar bábiljur í læknisfræði:
Glassofwater
1)  Menn eigi að drekka a.m.k. 8 glös af vatni á dag.
Sumir hafa haldi því fram, að menn eigi að drekka um 2-2,5 lítra af vatni á dag og er þetta almennt viðhorf. Sannleikurinn er sá að vatnsþamb getur verið varasamt, ekki síst fyrir þá sem eru með hjartabilun og bjúgsöfnun. Almennt má miða við 1ml af vatni á hverja kaloríu, sem neytt er af fæði. Meginhluti þess vatns, sem menn þurfa yfir daginn er að finna í almennum neysluvörum og tilbúinni fæðu og þeim drykkjum, sem menn neyta yfir daginn, jafnvel kaffi (hjúkk!). Þess ber þó að geta, að hjá  gömlu fólki minnkar oft þorstatilfinningin með aldrinum og menn eiga það til að þorna upp á gamalsaldri. Grein í CNN

brain2 Við notum einungis um 10% af heilanum.
 Þetta kann að vera rétt varðandi vissa stjórnmálamenn, lækna og fjölmiðlafólk en rannsóknir benda til þess að hjá venjulegu fólki er ALLUR heilinn virkur. Þetta kemur vist mörgum á óvart.







hair-nails3)  Hár og neglur vaxa fram yfir dauða og gröf
Johnny Carson sagði eitt sinn: "Hár og neglur halda áfram að vaxa í þrjá daga eftir dauðann en rafhlaðan í símanum deyr út". Hann hafði rétt fyrir hvað varðar rafhlöðuna. Hins vegar veldur þurrkur í húðinni umhverfis neglur og hár eftir dauðann oft þeirri sjónhverfingu að hár og neglur virðast lengjast. Slíkur raunverulegur vöxtur þarfnast hins vegar flókins samspils hormóna líkamans sem ekki er lengur til staðar í dauðum líkama.

 




books4)  Lestur í rökkri skemmir sjónina
Það getur verið erfitt að sjá skýrt þ.e. "fókusera" í lélegri birtu  og menn blikka sjaldnar augunum sem aftur getur leitt til þurrkstilfinningar og ónota í augunum. Það er hins vegar ákaflega ólíklegt að léleg birtuskilyrði geti skaðað sjónina. 






shaving_cream5)  Rakstur eykur hárvöxt og gerir hárin grófari og dekkri.
Þessi bágbylja hefur selt mörg tonn af ýmiss konar háreyðingarkremum. Það var ljóst árið 1928 að þetta er hrein vitleysa. Konur geta því haldið áfram að raka á sér fótleggina (ef þær svo óska) með góðri samvisku.  Rakstur fjarlægir einungis þann hluta hársins sem er þegar dauður og hefur þannig á engan hátt áhrif á hárrótina sjálfa eða hárvöxtinn.

 

 

6)  Kalkúnaát veldur syfju. 
Menn halda að kalkúnakjöt innihaldi óvenju mikið af amínósýrunni tryptophani, sem aftur getur valdið mikilli syfju.  Þetta er ekki rétt, því ekki er óvenju mikið af þessari amínósýru í kalkúnakjöti.   Kalkúnaát veldur því ekki meiri syfju en annar matur. Hins vegar getur þungur matur almennt dregið úr blóðflæði til heilans og þannig valdið syfju, sérstaklega ef neytt er víns með matnum.

ham_turkey

 

 

 

 

 

 

 

 

 

GLEÐILEGT ÁR 2008!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Socialstyrelsen í Sverige hélt því fram í fullri alvöru fyrir nokkrum árum, að allir ættu að borða a.m.k. 6 brauðsneiðar af grófu brauði á dag. Helst fleiri.
Átta glös af vatni + 6 brauðsneiðar, hmmm.....

...hvað segja endurnar á tjörninni í dag?

Júlíus Valsson, 6.1.2008 kl. 14:53

2 identicon

Þetta er bábilja, ekki bágbylja...

Málfræðifasistinn (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Erlingur...þú ert ágætur alveg.  Mæli með að menn kíki á bloggsíðu þessa mikla trúmanns, til að skilja fullyrðingu hans.

Á meðan geta áhugasamir skoðað þetta myndbrot um hvað Homeopathy er í raun og veru.  Kannski er Elingur að vísa í Placebo effectinn, sem er skemmtilega virkur meðal ofurtrúaðra, sem og annarra örvæntra sála.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2008 kl. 02:15

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég treysti læknisfræðinni 101%.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 10:00

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég nota nú bara 1 % af mínum heila.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.1.2008 kl. 17:57

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Erlingur:  Þú sagðir án frekari rökstuðnings að hómópatían væri að ná MIKLU betri árangri en læknar eru að ná.  Þetta er náttúrlega hlægilegt eins og margt, sem þú trúir á (Biblíukóðann og svo ertu að reikna út heisendi eftir innviðum Keopspíramídans t.d.)

Ég þori nánast að hengja mig upp á að vinur þinn læknirinn skrifar ekki upp á þessa fullyrðingu þína.  Nálastungur eru jú viðurkenndar af ýmsum og þykja ná árangri t.d. við sársauka ofl. Það segir samt ekkert um Hómópatíu eða annað rakalaust kukl.  Það er eins og að segja að fyrst að magnyl er gott við hausverk, sé bismarkbrjóstsykur það líka.  Það er alveg með ólíkindum hvað fólk er lagið við það að leggja saman 2+2 og fá út simsalabimm.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2008 kl. 04:01

7 identicon

Þetta er með því besta sem birst hefur á veraldarvefnum - alla vega það besta sem birst hefur á bloggi. Mér finnst að þú eigir að hringja í eitthvert blað og selja þeim þessa grein. Svona myndu allir lesa. Kalkúnaátið og það að ekki megi raka hár á fótleggjum er bara brot af því bulli sem gengur og allir trúa. Áfram Júlíus, áfram! Segðu okkur meira! Þú ert frábær

Anna (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 14:50

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk Anna!
Sínum augum lítur hver silfrið

Júlíus Valsson, 10.1.2008 kl. 15:51

9 Smámynd: Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir

Venjuleg hár koma saman í spíss í endann, svona eins og gras. Rakvélar skera náttúrlega þvert á hárin þannig að þau virka miklu grófari og meira áberandi þegar þau vaxa aftur.

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir, 22.1.2008 kl. 20:48

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Já Anna Th og sólin og fleira gerir óskorin hár ljósari með tímanum.

Júlíus Valsson, 22.1.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband