Hunang gegn hósta?

 cough

Menn hafa löngum verið fremur latir við að sanna eða afsanna vísindalega áhrifamátt gamalla húsráða við sjúkdómum og kvillum enda eru slíkar rannsóknir oft flóknar og kostnaðarsamar. 

Þann 3. desember 2007 birtist grein í tímaritinu Archives of Pediatrics & Adolescent Medicine þar sem fjallað var um niðurstöður rannsókna á áhrifum hunangs við hósta í sýkingum í efri öndunarvegum barna. 
Rannsóknin, sem var að hluta tvíblind og gerð á slembiúrtaki (partially double-blinded, randomized study) beindist að því að bera saman áhrif: 1) hunangs, 2) hóstamixtúru með hunangsbragði sem innihélt virka efnið dextromethorphan (sambærilegt við Dexomet mixtúru) og 3) engrar meðferðar hjá 105 börnum og unglingum á aldrinum 2ja til 18 ára en öll þjáðust þau af hósta vegna sýkingar í efri öndunarvegum.  Hunangið og hóstamixtúran voru gefin um 30 mín fyrir svefn en þriðji hópurinn fékk enga meðferð.  Í ljós kom, að mest dró úr hósta og óþægindum frá öndunarfærum hjá þeim hópi sem fengið hafði hunangið fyrir svefn.  Fram kemur í greininni að notað var dökkt afbrigði af hunangi (buckwheat honey) og að einungis var gefinn einn skammtur (líklega er hér átt við eina teskeið eða svo) af hunanginu.  Hunangið reyndist betur en hóstamixtúran og mun betur en engin meðferð.  Almennt er talið óhætt að gefa börnum eldri en 12 mánaða hunang ef ekkert annað mælir gegn því. Börn geta hins vegar fengið talsverðar honeyaukaverkanir af dextromethorphani.

        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hunang,heitt vatn og sítróna virkar, hef áratugareynslu. Stroh er samt miklu betra.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.1.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Linda litla

Ég hef alltaf heyrt að sítrónuvatn með hunangi slái vel á hósta og einnig sítrónuvatn með sykri.

Linda litla, 10.1.2008 kl. 01:29

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Grænt te með hunangi út í,  hefur svínvirkað á minn hósta.

Sigríður Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Lýsi, bæði ,,franskt" og íslenskt duga best.

Þanni ger að íslenska preparatið er gefið daglega til að koma í VEG fyrir sýkingu en franska ,,lýsið" (oft nefnt við hérað í Frakklandi) brúkað ef sýking hefur orðið á þá rétt fyrir svefn. 

Íslenska lýsið er tekið inn, svona um það bil ein góð matskeið á morgnanna, þaður en haldið er til vinnu.  Hið franska er eins og áður er sagt, tekið inn fyrir svefn, að vinnu lokinni.  Doesering fer eftir smekk en ekki minna en góður slurkur ( um 60 ml. 

Ekki er til siðs, að gefa börnum franska lýsið.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 15.1.2008 kl. 10:28

5 identicon

Sammála Bjarna 

Talandi um náttúruleg lyf þá var ég búinn að þjást af 20 tegundum ofnæmis með öllum einkennum; beinverkjum, asthma, slæmu handexemi, augnþrota og nefrennsli.

Þar sem ég er bysna sjálfbjarga á flestum sviðum (þarf ekki iðnaðarmenn)  þá háði þetta mér talsvert við flest sem ég tók mér fyrir hendur. Auk þess voru flensur þær sem voru í gangi þá stundina alltaf finnanlegar hjá mér. Ég hafði ekki mikla trú á náttúrulyfjum og bruddi Prednisólon af græðgi, við ofnæminu, auk allra hugsanlegra sýklalyfja við flensunum.

Svo gerist það að mér er gefinn pakki af Rauðu Eðal Ginsengi frá Kóreu, glas af Maraþon vítamíni, og þorskalýsisbokka og skipað að taka 2 Ginseng, 2 maraþon og slurk af lýsi á dag og sleppa Prednisóloninu og Pencillininu.

Og viti menn ég hef ekki orðið var við ofnæmiseinkennin neitt að ráði síðan og ég er ekki að hlífa mér við ofnæmisvökunum slæ gras og finn mig vel í stóra fallega garðinum mínum sem var bannsvæði áður. Og hvað flensum viðkemur þá hef ég ekki meldað mig veikann síðan að ég byrjaði á þessum bætiefnum, og er ég þó sem kennari í fyrsta flokks aðstöðu til að fiska upp pestir.

Og í þessum orðum rituðum kjassa ég 3 aðra ofnæmisvalda, litlu hundana mína, og kisu og fer svo að hitta helling af öðrum öfnæmisvöldum upp í hesthúsi á eftir allt án óþæginda. En ef ég sleppi einhverju úr blöndunni þá kemur ofnæmið á fullu aftur á u.þ.b. viku

Hunang þykir mér gott út í teið mitt þegar ég er að kenna, og röddin er alltaf hrein og fín og engin þreyta í hálsi eins og svo oft áður en ég lagði kaffinu og tók til við teið, og þar fór hellings hvítasykur með.

Ég mæli með þessu engar aukaverkanir

Kveðja

Leifur

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 17:09

6 identicon

Sæll Júlli,

Mæli með hunangi, engin spurning. Mæli líka með myndinni the Bee Movie sem ég skellti mér á með strákunum mínum í gær. Frábær mynd sem sýnir líka hversu hunangið er mikilvægt og gott.

Róbert Schmidt

Robbi Schmidt (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband