Magic Slim á Blúshátíð

Blúshátíð Reykjavíkur hófst í gær með því að Ásgeir Óskarsson yfirtrymbill og Stuðmaður var kosinn blúsmaður ársins 2008 og heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur. Trommarinn vill stundum gleymast enda felur hann sig gjarnan a bak við settið. Geiri er þó einn af okkar traustustu tónlistarmönnum og hefur verið óþreytandi við að þenja húðirnar á blústónleikum í áratugi. Titillinn er því mjög verðskuldaður. Til hamingju Geiri!
Hann spilaði síðan nokkur lög með dóttur sinni Margrét, Bjögga Gísla og Tomma og saman mynduðu þau "Bandið hans Pabba". Margrét er ekki bara efnilegur blúsari, hún og er frábær söngkona.

Þá tóku við tveir hressir blúsarar frá Norge; Jolly Jumper & Big Moe frá Noregi.

Að lokum kom hinn sjötugi blúsari frá Chicago, Magic Slim ásamt hjómsveit, The Teardrops.  Sá gamli skapaði rífandi stemmningu í Chicago stíl og var bandið mjög þétt og kraftmikið. Karlinn spilaði mest með tveimur puttum og spilaði í dúr þegar hinir spiluðu í moll en var mjög skemmtilegur. Tónleikarnir enduðu með blúsjammi þar sem þátt tóku m.a. Dóri, Deitra Farr og Jolly Jumper ásamt Magic Slim o.fl. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magic Slim er bara kanon...

Ég er einmitt ad faara á tónleika med honum hér í jyderup DK. á laugardaginn.

Hlakka voda til.Hann var líka hér fyrir ca ári sídan og spiladi fyrir fullu húsi og stemmingin rosaleg.

kv Gudrún Jyderup dk

Gudrun Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 07:59

2 identicon

Gargandi snild, ég vildi að ég hefði verið þarna!

Valsól (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband