10.4.2008
Samdi Hannes Hólmsteinn upphafsstefið?
Nei, svo var reyndar ekki. Maður gæti þó haldið það eftir að hafa horft á hinn frábæra sjónvarpsþátt Egils Helgasonar, Kiljuna. Nafn þáttarins er reyndar skemmtilegur orðaleikur.
Kynningarstef þáttarins er hins vegar skemmtilegur tónaleikur, því þar er komið hvorki meira né minna en hið fræga bítlastef úr laginu "Paperback Writer". Snjall tónaleikur og orðaleikur í senn þar sem þátturinn fjallar jú m.a um kiljuskrif. Stefið er aðlagað og staðfært að íslenskum aðstæðum að því er virðist með sömu aðferðum og Hannes Hólmsteinn Gissurarson beytti á texta Nóbelskáldssins og fékk bágt fyrir. Svo skemmtilega vill til, að sá sem skrifar sig sem höfund stefsins heitir Jón Ólafsson. Sá hinn sami virðist hafa gleymt að geta hinna raunverulegu höfunda stefsins, þ.e Bítlanna. Honum hefur þótt það óþarfi, stefið þekkja allir. Og allir hlusta á Bítlana, og allri þekkja Bítlalögin og allir þekkja stefið úr Paperback Writer, meira að segja Hannes. Og Jón líka. Þetta vita menn, en svona getur þetta allt verið undarlegt...
...hvað gerir Útvarpsstjóri nú?
Michael Jackson?
Sony?
"If you really like it you can have the rights
It could make a milion for you overnight
If you must return it you can send it here"
úr paperback Writer eftir Lennon/McCartney
birt án góðfúslegs leyfis höfunda
Athugasemdir
Ertu að meina að Jón Ólafs sé að stela frá Bítlunum *hóst*.
Ég flokka þetta sem handvömm og fljótfærni áfram Jón Ólafs en ekki Hannes Hólmsteinn æðsti talsmaður einkaframtaksins sem þó lifir á ríkisjötunni manna best.
Sverrir Einarsson, 10.4.2008 kl. 10:00
Nóbelsskáldin "fá að láni", hinir óbreyttu "stela".
Júlíus Valsson, 10.4.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.