13.5.2008
Hver á sér sína Herđubreiđ
Á ţessu merkisári hefđi listamađurinn Stefán Jónsson frá Möđrudal - Stórval - orđiđ 100 ára en hann var fćddur áriđ 1908. Stefán var sérstakur persónuleiki og setti svip sinn á miđbć Reykjavíkur ţar sem hann lék gjarnan á harmónikku og seldi málverkin sín, sem fáir sýndu áhuga. Í New York hefđi hann eflaust orđiđ frćgur, en ţar er engin Herđubreiđ. Á sumrin vann hann viđ garđyrkjustörf og m.a sló gras međ orfi og ljá í Gamla kirkjugarđinum. Stefán flutti heyiđ á gamaldags sendisveinahjóli, sem viđ dáđumst ađ. Hann var alltaf til í ađ spjalla viđ okkur krakkana og gauka ađ okkur sögum, vísum og rímum sem hann sönglađi međ sinni sérstöku hásu en háu röddu. Röddina hafđi hann misst er hann varđ úti á Mývatnsörćfum og kól á raddböndunum. Honum tókst ţó ađ bjarga lífi sínu međ ţví ađ grafa sig í fönn. Til ađ sofna ekki söng hann vđ raust í fönninni "Ó Blessuđ vertu sumarsól". Hann var mikill sögumađur.
"Allt fer einhvern veginn
enginn veit hvađ er best. ´
Tvisvar verđur sá feginn
sem á steininn sest."
Hér er hćgt ađ heyra Stefán syngja smávegis.
Frćgastur er hann líklega fyrir myndina "Vorleikur", sem hann sýndi á Lćkjartorgi en sem Lögreglan gerđi upptćka ţar sem hún ţótti á ţeim tíma of djörf en hún sýndi stóđhest og meri í fjölgunarstellingum. Ţćtti fremur sakleysisleg í dag. Stefán var ávallt stoltur af ţessari mynd og gaman vćri ađ vita hvar hún er nú niđurkomin. Ekki er hún stór.
Mig langar til ađ vekja athygli á frábćrri bók um myndlist Stefáns, sem kom út á síđasta ári og nefnist "Herđubreiđ at Home, The Herđubreiđ paintings of Stefán V. Jónsson aka STÓRVAL" og er eftir Roni Horn, sem er kannski ţýskur túristi og Íslandsvinur en sem ólst upp í New York. (Nafniđ á bókinni er spunniđ út frá einu kvćđi Emily Dickinson er ţar er kemur fyrir hugtakiđ "Vesuvius at Home", líklega í annari merkingu, og ţó..).
Í ţessari bók eru fjölmargar ljósmyndir af málverkum Stefáns sem flest eru frá Herđubreiđ. Ţađ sem gerir ţessa bók sérstaka er ađ allar ljósmyndirnar eru teknar heima hjá eigendum málverkanna og sýna ţau í sínu "náttúrulega" umhverfi. Bókin er mjög skemmtileg og sýnir hve Stefán var sannur í list sinni og hve margir kunna nú til dags ađ meta myndirnar hans, sem er vel. Stefán var heill og sannur mađur og hélt ávallt tryggđ viđ stóru ástina í lífi sínu, fjalliđ Herđubreiđ. Menn mćttu vel taka hann sér til fyrirmyndar. Myndir hans af drottningu fjallanna eru einstakar í listasögu heimsins. Bók Roni litlu er svona.. Mikiđ ég vildi ađ ég hefđi fengiđ ţessa hugmynd sjálfur-bók.
ps
Pjétur Hafstein Lárusson skáld og rithöfundur gaf áriđ 1980 út samtalsbók ţar sem hann rćddi viđ Stefán. Bókin heitir "Fjallakúnstner", útgefandi Örn og Örlygur 1980
Egill Eđvarđsson gerđi frábćra heimildarmynd um síđustu mánuđina í lífi Stefáns og ćtti RÚV ađ endursýna ţessa mynd í tilefni aldarafmćlis hans (eđa ţeir verđi ađ öđrum kosti algjörlega einkavćddir).
Athugasemdir
hún er hol ađ innan......
Hólmdís Hjartardóttir, 14.5.2008 kl. 00:33
...ţá hljómar hún betur
Júlíus Valsson, 14.5.2008 kl. 01:31
Bíkin Lífskúnstner segir frá eftir Pjetur Hafstein er ein af mínum uppáhaldsbókum, alveg hreint meinfyndin og bráđskemmtileg.
Stefán (IP-tala skráđ) 14.5.2008 kl. 11:36
Enn ber mér ađ ţakka.
Lyktin og hljómarnir koma til mín ú rminningunni.
Karlinn sat og spilađi í portinu á bakviđ Selbúđirnar.
Fjörulykt, graslykt, angan af brumi trjáa, asvaltlykt, pínu ryk, karbólín, Sólin vildi vera međ í geiminu hvort vćri snemma morguns eđa var ţađ seint ađ nóttu, var ekki viss.
Karlinn söng eđa gól, brosandi og lífsglađur.
Söngfuglinn angúađist viđ Begga Rúblu, taldi ónćđi af nćturgestum hans.
Sagđi okkur sögur af gođumlíkum gćđingum eystra.
Hafđi sýn margra heima í einu.
Mamma fćdd 1908
Pabbi 1912
ég 1951
frumburđurinn 1977
amma 1877
öld á milli
Tímarnir mađur minn.
Nú getum viđ skanterast milli heimsálfa án hiks á SAMA tíma.
Ţarf ekki ađ bíđa botnsins í lettersbréfi, sem berst kanske ekki fyrr en međ Vorinu.
Fréttir um lítilsverđa hluti samstundis.
Engin biđ, allt strax.
Takk og aftur takk.
Morgninum reddađ.
Miđbćjaríhaldiđ
Bjarni Kjartansson, 14.5.2008 kl. 11:53
Ég man vel eftir Stefán ţega ég var ađ vinna á eyrinni sem unglingur, ţegar hann kom á fimmtudögum niđur á höfn, ađ heimsćkja eyrarkallana, Ţeir fengu ţá útborgađ og ţá kom hann og spilađi á nikkuna og söng, og alltaf ađ selja myndir. Hann var alltaf á svörtu reiđhjóli međ körfu, mjög minnisstćđur karakter.
Frikkinn, 14.5.2008 kl. 21:34
Takk fyrir góđa ábendingu. Stefán var skemmtilegur viđrćđu, útskýrđi fyrir okkur mćđgunum mjög vel sýningu sína, međ fullt af kindum og hermönnum, í SÚM, greinilega fyrir ansi löngu, fyrst hann vćri orđinn 100 ára núna. Ţađ finnst mér reyndar ótrúlegt ţví ég man eftir ađ hafa hitt pabba hans, ţegar ég var 9 ára. Hann var líka merkilegur, sýndi okkur kirkjuna og söng og spilađi á orgeliđ međ ótrúlegum hljóđum. Best var ţó ţegar hann rak fyrst hausinn inn um bílgluggann. Fóstri minn kynnti sig, mömmu sem konu sína og svo sagđi hún ađ ég vćri dóttir hennar. ,,Dóttir ţín, kannski," sagđi Jón, ,,en ekki dóttir hans!" Sem betur fór vissum viđ ţađ öll, annars hefđi eflaust komiđ upp vandrćđaleg stađa. Hann sagđist sjá ţetta af kindum, ađ afkvćmin vćru aldrei međ ljósari augu en foreldrarnir, og alla vega var pabbi međ ljósblá augu eins og ég, ţannig ađ kenningin hélt hvađ okkur varđađi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.5.2008 kl. 19:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.