20.7.2008
Hræðilegt klúður - Ólistrænn háskóli?
Nú liggja fyrir tillögur að nýbyggingu Listaháskólans við Laugaveg. Gerir þær ráð fyrir því að öll gömlu timburhúsin á reitnum hverfi, utan eitt. Í málefnasamningi núverandi meirihluta borgarstjórnar stendur hins vegar að leitað verði leiða til að "varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins og miðborgarinnar eins og kostur er".
Dæmi hver fyrir sig. Af myndum af dæma eru hér komnar sömu hugmyndir og arkitektar höfðu er þeir teiknuðu á sínum tíma húsin á horni Ármúla og Háaleitisbrautar í Reykjavík. Þessi hús á nú að rífa vegna ljótleika þeirra. Að mínu mati eru þetta hreint skelfilegar tillögur og slá jafnvel út verðlaunatillögurnar að framtíðarskipulagi Vatnsmýrarinnar. Voru þær þó slæmar.
ps
Set hér inn eina nýlega mynd frá náttúru Íslands til að menn geti hvílt augun og endurstillt þau eftir að hafa horft á þessa hörmung hér að ofan.
..og önnur í sama tilgangi:
Flokkur: Dægurmál | Breytt 21.7.2008 kl. 16:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Spurt er
Bloggvinir
- elinora
- silfrid
- alit
- jakobsmagg
- nimbus
- ragjo
- ragnarna
- jensgud
- ekg
- theld
- soley
- hux
- pallvil
- nonniblogg
- habbakriss
- esv
- tomasha
- gudridur
- kristjanb
- dullur
- duddi-bondi
- fridjon
- viggo
- pollyanna
- gesturgunnarsson
- agbjarn
- mariaannakristjansdottir
- hafstein
- astamoller
- hk
- kolbrunb
- ea
- ingo
- thordursteinngudmunds
- svei
- oskir
- blues
- einherji
- eggmann
- stinajohanns
- stebbifr
- kari-hardarson
- svanurmd
- bjarnihardar
- annabjo
- agustolafur
- ingabesta
- grazyna
- naglinn
- eldjarn
- gp
- elvira
- arh
- bene
- doggpals
- birgir
- jullibrjans
- arnim
- nielsfinsen
- bjorkv
- katrinsnaeholm
- gretaulfs
- ingahel
- heidistrand
- blavatn
- lydurarnason
- saethorhelgi
- bogi
- plotubudin
- malacai
- annaandulka
- kruttina
- arnarthorjonsson
- arnthorhelgason
- ahi
- armannkr
- bjarnimax
- bjorn-geir
- bokakaffid
- gattin
- contact
- egill
- esgesg
- eliasbe
- ameliafanney
- magnadur
- lillo
- morgunn
- lucas
- gudjonelias
- muggi69
- gunnarpalsson
- hhbe
- vulkan
- blekpenni
- limran
- byssuvinir
- gegnstridi
- hjaltisig
- ingaghall
- daliaa
- ingibjorgelsa
- jea
- johanneliasson
- jonbjarnason
- jonmagnusson
- thjodarskutan
- jobbisig
- credo
- kerlings
- loftslag
- loopman
- strakamamman
- martasmarta
- omarbjarki
- omargeirsson
- perlaoghvolparnir
- pjeturstefans
- ransu
- schmidt
- rosaadalsteinsdottir
- undirborginni
- salmann
- salvor
- siggisig
- siggith
- zunzilla
- stebbi7
- stjornuskodun
- svatli
- toshiki
- tommihs
- th
- valdimarjohannesson
- skolli
- vilhjalmurarnason
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- valdinn
- icekeiko
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 260
- Sl. sólarhring: 262
- Sl. viku: 1122
- Frá upphafi: 403450
Annað
- Innlit í dag: 234
- Innlit sl. viku: 1004
- Gestir í dag: 231
- IP-tölur í dag: 226
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hrikalega ljótt! Það á að viðhalda gamla sjarmanum í Reykjavík með því að endurgera timburhúsin sem voru á Laugaveginum eða þá reisa nýjar byggingar í eldri stíl eins og hótelið sem var reist á horni Aðalstrætis. Ég er nú af "yngri kynslóðinni" og mér finnst þessar gráu steypubyggingar sem allir arkitektar eru svo hrifnir af nú til dags algjör viðbjóður og hrein tímaskekkja. Nýju hverfin hérna í Reykjavík minna frekar á kommúnistahverfi heldur en nýstárlega hönnun...
Frumburðurinn (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 16:03
Rétt hjá þér! Ég ók nýlega um Reykjavík með ungum Bandaríkjamanni og sýndi honum stoltur nýju hverfin í Reykjavík. Hann var mjög undrandi á því að þar færu ný hverfi. "I thougt these (buildings) were from the Communist era."
Júlíus Valsson, 20.7.2008 kl. 16:15
Ekki veitti af þessari síðustu mynd þinni, eftir hörmungar myndirnar á undan!!! Ég bara get ekki trúað að þetta sé raunverulega að gerast .... þetta er bara grín er það ekki ?? Það getur ekki neinum heilvita mönnum dottið í hug að gera þetta - er það nokkuð???
Ég tek heilshugar undir með "Frumburðinum" hér á undan - ALGJÖRLEGA
Edda (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:49
Reykjavík er ein ljótasta borg í heimi, og það er illt ef menn ætla að halda áfram með ljót hús í miðbænum.
Hvernig er það, læra ekki allir íslenskir arkitektar erlendis? Sjá þeir ekki fallegar byggingar á námsárum sínum? Hvers vegna byggja íslendingar bara ljót hús? Spyr fávís konan.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 21.7.2008 kl. 08:32
Ég skil ekkert í því, að mann skuli enn vera að biðja nútíma teiknara / Arkitekta, að hanna hús, sem standa eiga í Miðborginni. EÞtta lið er nánast upp til hópa ófært um, að horfa í stutta stund framhjá Spáni eða öðrum sólríkum stöðum, hvar stórar svalir óvarðar eru móðins og nýtilegar fyrir fólk.
Samúelsson skildi eftir sig hrúgu af flottum teikningum og þar er brunnur, sem gætti verið gott að brúka.
Sá hugmeynd hans af húsi sem stæði á reitnum frá þessari hörmung sem heitir Ráðhúsið og að Kirkjustræti, það er flott hús að utan og í stíl við 30´ húsin svosem Hotel Borg ofl.
Nei þetta lið er gersamlega hugsunarlaust á stíl og nýtingu.
Listaháskólinn þarf fallega byggingu, sem róar augað en stingur ekki í það.
Hefur þú á ævi þinni séð ljótari opinbera byggingu en Norræna Húsið?? ÞEtta er eins og bensínstöðvarhús, með smurstöð, á að líta, frá Sóleyjargötunni. ÞAð sem átti að vera ,,Segl" (þetta sem kemur upp úr þakinu fjólu blátt að lit eða eitthver svipaður litur) er ekkert annað en hækkun , líkt og er stundum sett á þök, þegar bílalyftur er settar í húsin eftirá.
Miðbæjaríhaldið
íhald af Guðsnáð
Bjarni Kjartansson, 21.7.2008 kl. 09:20
Vonandi verður þetta ekki byggt þarna.
Hólmdís Hjartardóttir, 21.7.2008 kl. 11:00
Já, hvers vegna má aldrei smíða neitt í klassískum stíl?
Júlíus Valsson, 21.7.2008 kl. 11:09
Um götumynd Laugavegar...
Áður en fleiri tjá sig um hve götumynd Laugavegar er hræðileg hér á myndunum fyrir ofan, þá er rétt að benda á að þetta er Hverfisgata sem þið eruð að horfa á, annars vegar í austur og hins vegar í vestur.
Það er kúnst að fella nútímaarkitektúr að gömlum stíl. Mér sýnist LHÍ ætla að takast það, en bíð með að dæma það fyrr en ég hef séð sýninguna sem nú er í gangi. Það er fullt af fallegum nýju arkitéktúr í Reyjkjavík, Ráðhúsið, Hæstiréttur, viðbyggingin við Alþingishúsið, allt dæmi um nýjan stíl sem fellur inn í gamla borgarmynd.
Magnús Karl Magnússon, 21.7.2008 kl. 11:35
Það skiptir ekki máli, Laugavegur eða Hverfisgata. Sama samansafnið af nútíma smekkleysu.
Frumburðurinn (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 11:40
Laugavegur eða Hverfisgata finns mér ekki skipta máli. Þetta hús er jafn hræðilega ljótt ásýndum. Gæti e.t.v. gengið sem nýt fangelsi á Hólmsheiði.
Nú á að reisa nýtt hótel á horni Vonarstrætis og Lækjargötu. Af myndum af dæma tekur útlit þess mið af Gaggó Vest og fleiri byggingum í nágrenninu. Þetta er til fyrirmyndar.
Júlíus Valsson, 21.7.2008 kl. 15:46
Hefur enginn í borgarstjórn lesið "Nýju fötin keisarans"?
Maður spyr sig...
Jón Ragnarsson, 21.7.2008 kl. 18:35
Júlíus!.
Sem læknir og góður drengur, mátt þú ekki setja svona lagað fram.
1. Aukin refsing fælist í því að búa í svona ljótu húsi, fyrir alla með snefil af smekk.
Refsiauki er ekki sjálfsagður við hvaða broti sem er.
2. Ef vista ætti menn í svona umhverfi lengi, (líkt og á við um suma afbrotamenn)
er verulega óvíst um andlegt jafnvægi. Refsing sem þeim er gerð, á ekki og
má ekki vera svo grimm, það samræmist illa okkar liberal sýn á betrun.
3. Stundum er talað um, að ,,menntun" sé hamlandi fyrir suma. Þetta tilfelli sannar það. Q.E.D.
Klassíkkin er einmitt það, KLASSÍKK.
Aristokratið hefur for faen SMEKK, þarf ekki að fara í teikniskóla til þess. Ræktunin hefur verið í aldir og gefið af sér vissan grunn, líkt og í ræktun annarra spendýra, því við erum ekkert annað þegar öllu er á botninn hvolft. Cultivated er sagt um sumt, afdregið er svo orðið Kúltúr.
Sumsé, það þarf að RÆKTA smekk og annað fínlegra, það LÆRIST illa.
Miðbæjaríhaldið
með óforbertanlegar skoðanir miðað við anno 2008
Bjarni Kjartansson, 22.7.2008 kl. 08:59
Þetta er algjör horror. Þetta rústar m.a. götumyndina sem borgarstjóri segir að beri að varðveita. Undarlegt að segja það en rústa henni samt. Ég skil ekki forsvarsmenn Listaháskólans, af öllum stofnunum, að taka þetta í mál.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 20:47
Sigríður Hulda Richardsdóttir:
Ég verð að taka undir með þér, Reykjavík er ljótasta borg sem ég hef komið til og eru þær að verða nokkrar. Ég held að ástæðan fyrir því að Íslendingar byggja yfirleitt bara ljót hús er fádæma fortíðarhyggja, það má ekki byggja hús sem ögra, sem eru öðruvísi. Þau þurfa alltaf að "falla að" einhverjum gömlum fúnum ryðkláfum, jafnvel þegar byggð eru ný hverfi. Þess vegna er enn verið að byggja "kommúnískar blokkir", þær verða nefnilega að vera eins og gamli hryllingurinn.
Það er ákaflega einfalt að "hanna" ný hús sem falla vel inn í miðbæinn. Fyrst þarf að skella upp hálfsokknum kjallara úr ódýrri, helst svolítið stórgrýttri steinsteypu, síðan er mótatimbrið sem notað var við kjallarasmíðina notað til að slá upp trékassa ofan á hann með bröttu hallandi þaki og amk einum kvisti á hvorri hlið þaksins. Allir gluggar verða að vera "franskir" með amk fjórum litlum rúðum, helst sex, alls ekki tvöfalt gler. Utan á þetta er svo neglt gamalt bárujárn, helst að það sé byrjað að ryðga pínulítið og málað rautt, blátt eða grænt. Gluggakarmarnir og krossarnir í gluggunum verða undantekningalaust að vera hvítir, helst málað aðeins inn á rúðurnar. Inngangurinn verður svo að sjálfsögðu að vera á hlið hússins með tröppum upp fyrir kjallarahæðina og annar inngangur grafinn hálfa leið niður undir tröppunum. Á stærri húsunum eru tveir svona inngangar, einn á hvorri hlið. Ef tækist síðan að fá eitthvað misskilið ljóðskáld til að búa í einu kvistherberginu án hita og rafmagns í eins og einn vetur er komið hús sem fólk getur verið sátt við í miðbæinn. Það gæti dugað að fá skáldið til að æla og míga utan í húsið tvisvar eða þrisvar ef ekki tekst að fá það til að búa í húsinu.
Með þessu væri komið hús sem "fellur að umhverfinu", lítur út fyrir að vera hannað og byggt í byrjun 20. aldar og ekki er "nútíma smekkleysa".
Gulli (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 23:51
Ég var lengi búinn að velta fyrir mér hvar ég hafði séð þetta form áður og það rann upp fyrir mér þegar þú nefndir húsið á horni Ármúla og Háaleitisbrautar í Reykjavík :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.8.2008 kl. 13:46
Þakka skemmtilegar athugasemdir. Ég er í rauninni sammála Sigríði Huldu að mörgu leyti. Vandamálið með nýja Listaháskólanum er að húsið er einfaldlega forljótt og allt of stórt a.m.k. á þessum stað.
Júlíus Valsson, 2.8.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.