Kvikuhólf - draumsýn ein?

Nýleg grein í New Scientist dregur í efa tilvist kvikuhólfa undir jarðskorpunni, sem menn hafa lengi ímyndað sér að séu til staðar í eldfjöllum einkum þar sem er að finna "heita reiti" (e:hot spots) eins og á Íslandi og á Havaíeyjum.  Eins og kunnugt er, hefur Ísland þá sérstöðu að þar fer saman heitur reitur og landrek. Er þetta einstakt í heiminum.  Vitnar tímaritið í niðurstöður jarðskjálftamælinga á Íslandi (seismic imaging), sem bendi til þess, að kvikan geti stigið á mjög óreglulegan hátt upp á yfirborð jarðar og þurfi alls ekki að fylgja neinu þekktu mynstri eða safnast í kvikuhólf a.m.k ekki í því formi sem áður var talið.  Í þessu skyni hafa þeir búið til líkan úr misþykku sýrópi, sem hitað er upp til að líkja eftir kvikuhreyfingum í iðrum jarðar og í gegn um jarðskorpuna. Skv. þessari kenningu á kvikan að geta sullað og bullað í jarðskorpunni líkt og heitt síróp í potti. Slíkar hreyfingar (kvikukraum?) geta eflaust verið orsök jarðskjálfta í vissum tilvikum. Áhugavert ekki satt?

hekla_800

Hekla í júlí 2008

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband