26.7.2008
Örvæntingarfull leit að verðmætum
Mannkindin er dularfull skepna. Ein helsta blekking nútímans er þróunin. Við höfum ekkert breyst, ekkert þróast í tímans rás og eigum enn við sömu vandamál að etja og "frummaðurinn", sem málaði hellamyndir sínar í iðrum Frakklands. Hugarfar mannsins og tíðarandi speglast á hverjum tima í ýmsu, þó einkum í listsköpun okkar. Sem betur fer er smekkur manna misjafn. Margir myndu eflaust kjósa hellaristur framan á peningaskápnum, aðrir Andy Warhol. Á síðari tímum hefur einföld list verið móðins. Fáir áttu von á því að Björk yrði heimsfræg. Kristján bróðir minn keypti af henni litabók fyrir 100 kall. Nú kostar þessi sama bók nokkur hundruð þúsund á eBay. Enginn bjóst við því að íslenskur álfasöngur yrði heimsfrægur en nú syngur Sigurrós í eyrum stríðsmanna í Írak til að þeir haldi sönsum í æsingnum. Nú safna menn Stefáni frá Möðrudal og Ísleifi Konráðssyni. Menn leita örvæntingarfullir að nýrri stjörnu. Einfaldri stjörnu. Ekta stjörnu, ekki gervistjörnu. Menn eru að leita til upprunans og gefa skít í þróunina.
Nú er ný stjarna fundin. Það er ekki Cortez, það er ekki í Hollý og ekki í helli. Það er á Sólheimum í Grímsnesi. Myndir bernska málarans Einars Baldurssonar seljast þar eins og heitar lummur og biðlisti er eftir myndum hans. Til hamingju Einar! Menn eins og þú gefa lífinu gildi og sýna okur að mannkindin er ekki svo vonlaust fyrirbæri. Menn leita of oft langt yfir skammt að sönnum verðmætum. Við þurfum stundum að líta okkur nær í þeirri leit.
Einar og umboðamaðurinn
Mynd: Mbl/Rax
Nú er ný stjarna fundin. Það er ekki Cortez, það er ekki í Hollý og ekki í helli. Það er á Sólheimum í Grímsnesi. Myndir bernska málarans Einars Baldurssonar seljast þar eins og heitar lummur og biðlisti er eftir myndum hans. Til hamingju Einar! Menn eins og þú gefa lífinu gildi og sýna okur að mannkindin er ekki svo vonlaust fyrirbæri. Menn leita of oft langt yfir skammt að sönnum verðmætum. Við þurfum stundum að líta okkur nær í þeirri leit.
Einar og umboðamaðurinn
Mynd: Mbl/Rax
Athugasemdir
Já naivistarnar blíva því þeir eru "ekta"
Hólmdís Hjartardóttir, 27.7.2008 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.