1.11.2008
Rafrćn rök bítils
Fáir tónlistarmenn hafa notiđ eins mikillar velgegni og virđingar og gamli bítillinn Paul McCartney. Fáir hafa valdiđ eins miklum vonbrigđum. Wingsćvintýri hans flugu bókstaflega út um gluggann. Hann er nú aftur mćttur á svćđiđ eftir langt hlé. Ţađ er greinilegt ađ kvennamálin hafa ekki alveg gert út af viđ sköpunargáfuna hjá karlinum, ţótt Sćmundi gamla hafi ţar veriđ slengt hćttulega langt fram á rúmstokkinn.
Nýja platan hans nefnist "Electric Arguments" og er hún gefin út af hljómsveit hans The Fireman. Platan kemur vćntanlega út ţ. 17. nóvember n.k. (ţ. 25. nóvember í USA). Mér skilst ađ ţetta sé 3. plata hljómsveitarinnar. Hún er ađ sjálfsögđu tekin upp í Abbey Road hljóđverinu. Hvert lag var ađ sögn samiđ og tekiđ upp á einum og sama degi. ţađ er stundum eins og Jeff Lynn hafi kíkt smávegis inn í hljóđveriđ.
Paul kemur mjög skemmtilega á óvart á ţessari plötu. Hann er ţarna í samvinnu međ bassaleikara hljómsveitarinnar The Killing Joke, Martin "Youth" Glover. Á plötunni eru 13. mjög ólík lög en ţau falla ţó öll vel inn í heildarmyndina. Mörg lögin eru međ grípandi laglínum, sem minnir á gömlu góđu dagana (Universal Here, Everlasting Now).
Einnig bregđur fyrir ţjóđlagaáhrifum, danstakti og jafnvel hörđu rokki ("Nothing Too Much Just Out of Sight"), sem slúđurblöđin í U.K. segja ađ sé sneiđ til fyrrverandi eiginkonu bítilsins, Heather Mills. Sum lögin á plötunni minna um margt á Hvíta albúm Bítlanna. Ţetta er ţó engin Bítlaplata og alls ekki nein Wingsplata. Hvert lag fer sína eigin leiđir og kveikir nýja elda. Lögin kafna ekki í mođreik ţar er jafnvel ađ finna blús og gospel.
Electric Arguments sýnir ađ Paul er alls ekki af baki dottinn. Hann getur enn komiđ okkur á óvart og hann getur ađlagađ sig ađ nýjum tímum. Ţađ er ánćgjulegt ađ heyra, hve einföld hugmynd getur leitt til heillar tónsmíđar og ţađ er engu líkara en ađ menn séu ađ djamma í hljóđverinu og leika sér eins og á Abbey Road plötunni. Menningarvitar kalla ţessa plötu "póstmóderníska Bítlaplötu". Akkúrat. Hún er á köflum dálítiđ dularfull, sérstaklega um miđbikiđ en lögunum er haldiđ saman í rafrćnu, rökrćnu samhengi međ smá Bítlalími. Sum lögin gćtu veriđ úr nýjustu Harry Pottermyndinni en önnur úr James Bond. Platan leynir á sér og ţađ ţarf ađ hlusta á hana aftur og aftur.
Mćli eindregiđ međ ţessari nýju plötu Pauls. Hún á eftir ađ heyrast víđa. Ţetta er besta plata hans síđan hann gerđi sína fyrstu sólóplötu sem hét einfaldlega "Paul McCartney". Sá gamli kann enn ađ rokka.
Lagalisti:
1. Nothing Too Much Just Out Of Sight
2. Two Magpies
3. Sing The Changes
4. Traveling Light
5. Highway
6. Light From Your Lighthouse
7. Sun Is Shining
8. Dance Til Were High
9. Lifelong Passion
10. Is This Love?
11. Lovers In A Dream
12. Universal Here, Everlasting Now
13. Don't Stop Running
Athugasemdir
Heill og sćll.
Hvar náđir ţú í gripinn?
Kveđja,
Sjúl.
Sjúl. (IP-tala skráđ) 2.11.2008 kl. 22:51
Youth
Júlíus Valsson, 3.11.2008 kl. 01:37
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.