Hvetur bloggið til stjórnleysis?

Ráðherra í ríkisstjórn Gordons Browns, Hazel Blairs heldur því fram í fullri alvöru, að bloggarar séu að grafa undan lýðræðinu í landinu skv. grein eftir blaðamanninn Ed Howker, sem var birt í netútgáfu breska dagblaðsins The Indipendent þann 6. nóvember 2008. Frú Blairs heldur því fram, að þeir sem skrifi (les:bloggi) um pólitísk málefni á Netinu séu upp til hópa einstaklingar, sem hafi mikla andúð á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Bloggið sé einungis til þess fallið að vekja upp almenna andúð og örvæntingu. Ráðherrann virðist halda þvi fram, að það séu fyrst og fremst hægri öfgamenn sem nú blogga um stjórnmál í Bretlandi.
blears.jpg

 

"Hættið að blogga, bjánarnir ykkar!"

 


Blaðamaðurinn bendir hins vegar réttilega á, að margir stjórnmálamenn haldi sjálfir úti vinsælum bloggsíðum svo sem John Redwood MP, Nadine Dorries MP og jafnvel sjálfur utanríkisráðherra Breta, David Milliband. Einnig bendir hann á þá staðreynd, að bloggið hefur einungis verið við lýði þann tíma sem vinstri stjórnir hafi setið við völd í landinu. Velta megi því fyrir sér hvernig bloggheimurinn hefði tekið á málunum hefði hægri stjórn setið við völd á síðustu árum. 

Hvernig er þessu háttað hér á landi? Stuðla bloggarar að stjórnleysi eða veita þeir stjórnmálamönnum nauðsynlegt aðhald? Ljóst er, að blogg sem og önnur tjáningarform geta verið skoðanamyndandi. Bloggið er ein af birtingarmyndum lýðræðisins og tjáningarfrelsis. Margir halda því fram, að Barack Obama hefði ekki orðið forseti Bandaríkjanna án aðstoðar Netsins og að hin mikla kjörsókn þar í landi sýni áhuga almennings á stjórnmálum og þar með á lýðræðinu.

Hér á landi þar sem hefðbundnir fjölmiðlar eru komnir í eigu fárra eða jafnvel eins og sama aðila, er eðlilegt að menn spyrji sig að þessu. Flestir eru fyrir löngu farnir að átta sig á því að frétt í fjölmiðlum er ekki bara frétt, heldur eitthvað annað og meira. Frjálsir og óháðri fjölmiðlar heyra nú sögunni til. Það er helst Útvarp Saga og blogg Egils Helgasonar, sem halda nú uppi merki og skoðunum litla mannsins.
Bloggið er óhjákvæmilegt afsprengi lýðræðisins og viðheldur því með frjálsri umræðu og eðlilegum skoðanaskiptum. Það má auðvitað misnota sem önnur tjáningarform.
Ráðherrar Breta mega hafa sína eingin skoðanir á blogginu, þeir ná ekki að grafa undan lýðræðinu með því, þó svo skoðanir þeirra séu öfgakenndar. Svo einfalt er það

"Keep it simple"
BB King 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spriklið og bloggið meðan þið getið, það er komið að kveldi lýðræðisins.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: braveheart

Góðan dag. 

Já svona vill þetta gjarnan verða þegar vinstrimenn komast til valda.  Þeir hafa verið við völd í Bretlandi árum saman.  Sett bresku þjóðina í hlekki eftirlitsmyndavéla og regluverks sem á sér fáar hliðstæður á vesturlöndum nema þá helst í Svíþjóð. 

Þetta er þessi hugmyndafræði um að allt verði að vera uppi á yfirborðinu sem færir þegnana í hlekki.  Þetta afskræmir lýðræðið og setur á það óæskileg bönd.  Þetta er matreitt í þegnana á diskum þjóðaröryggis.  Við setjumst svo til borðs bláeyg og fórnarkostnaðurinn er frelsið.

braveheart, 9.11.2008 kl. 10:26

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bloggið er eina ljósið í svartmyrkri stórfyrirtækjafjölmiðlanna.

Villi Asgeirsson, 9.11.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bloggið er frábært, þar fær maður að vita hvað venjulegt fólk er að hugsa.

Hvað heldur þú að taki við, Gullvagn?

  1. Sal sér hún standa
    sólu fegra,
    gulli þaktan
    á Gimlé.
    Þar skulu dyggvar
    dróttir byggja
    og um aldurdaga
    yndis njóta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 11:39

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er auðvitað 65. erindi Völuspár, skil ekki af hverju talan kemur út sem 1. !

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 11:40

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

6-5=1

Villi Asgeirsson, 12.11.2008 kl. 12:45

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Villi, þetta gerist líka þegar ég set önnur erindi inn...

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband