12.12.2008
Í miðju Vetrarbrautarinnar er svarthol
Margir heilluðust á sínum tíma af kenningum danska eðlisfræðingsins Niel Bohr um atómið. Hann setti fram þá kenningu að rafeindir atómsins væru á tilteknum hvolfum í kringum kjarnann. Skv. kenningunni getur hvert hvolf hýst ákveðinn fjölda rafeinda. Menn sáu í kenningum hans vissa samsvörun við gang himitunglanna. "As above so below", macrocosmos = microcosmos o.s.frv. Sumir töldu jafnvel sólkerfið okkar vera atóm í borðfæti eldhúsborðs einhvers risa.
Það er "langseilni krafturinn", sem heldur bæði atóminu og himintunglunum saman í kerfi. Þyngdarkrafturinn frá sólinni veikist með fjarlægðinni frá henni í öðru veldi. Ef fjarlægð hlutar frá sólu tvöfaldast þá verður krafturinn frá henni einn fjórði af upphaflegum krafti. Þetta má tengja við rúmfræði; yfirborð kúlu fjórfaldast þegar geisli hennar tvöfaldast. Kraftar sem haga sér á þennan hátt eru kallaðir langseilnir, því að til eru annars konar kraftar sem veikjast miklu hraðar með fjarlægð. Rafkrafturinn á rafeind í atómi frá kjarnanum er háður fjarlægðinni á sama hátt; hann er semsagt líka langseilinn. En þar með er upptalið það sem sameiginlegt er þessum kerfum.
Eftir 16 ára þrotlausa vinnu hafa nú þýskir stjárnfræðinga við Max-Planck stofnunina uppgötvað risastórt svarthol í miðju Vetrarbrautarinnar, sem sólkerfi okkar tilheyrir. Þetta svarthol mun vera um fjórum milljón sinnum þyngra en sólin og er það í 27 þúsund ljósára fjarlægð frá okkur. Nýlega birtust ótrúlegar myndir af þessu svartholi á heimasíðu ESO, þ.e. European Organisation for Astronomical Research in the Southern Hemisphere.
Á þessum myndum má greina hreyfingar stjarna í kring um svartholið. Þessar hreyfingar stjarnanna minna óneitanlega á hreyfingar rafeinda í kring um atómið í líkani Bohrs þó svo sú samlíking sé í raun dálítið ævintýraleg. Dæmi nú hver fyrir sig. Niels gamli Bohr hefði eflaust verið hrifinn af þessu sjónarspili. Kannski er þetta bara borðfótur?
Þessar frábæru (hreyfi-) myndir má sjá hér.
Heimildir:
Vísindavefurinn
Efnafræði, Bláa bókin eftir Þóri Ólafsson
www.eso.org
Athugasemdir
Get nú ekki annað sagt að um mig hafi farið smá hrollur þegar ég sá þessa mynd. Alveg magnað myndskeið sem minnir mann á hversu ósköp smá við erum og hversu stór alheimurinn nú er!
Ellert Júlíusson, 12.12.2008 kl. 18:09
Þetta segir okkur að í hverri frumu líkama okkar eru heilu Vetrarbrautirnar og allt er knúið af svartholum :)
Rakst um daginn á ansi áhugaverðan fyrirlestur á GoggleVideo þar sem Nassim nokkur Haramein fjallar um þessa og skylda hluti á mjög skilmerkilegan hátt - í 8 klukkutíma!!! - en vel þess virði...
http://video.google.com/videosearch?q=nassim+haramein&emb=0&aq=1&oq=nassim#
Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.12.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.