26.12.2008
Bloggið - Enn einn dauði höfundar?
"Bloggið er misvel skrifað og mér sýnist í svipinn að það sé bara huglægnisvíma sem rennur óhindruð inn í sýndarveruleikann. Það er engin ögun í þessum skrifum. Bloggið er veita fyrir skjótfengnar skoðanir, það er allt látið vaða enda er allt jafn gilt. En þetta er auðvitað það hættulegasta sem maður gerir, að gagnrýna bloggara sem skipta þúsundum og hafa vökult auga með fjölmiðlum. Maður á sennilega von á aftöku í Netheimum."
"En það fylgir kannski þessum upplausnartímum að vandvirknin er ekki upphafin, heldur eiga menn að kýla á það, segja það sem þeim finnst. Að því leyti getur bloggið verið enn einn dauði höfundarins. Bloggarar geta líka haft miklu meiri áhrif á fólk en rithöfundar. Þeir ná til jafnmargra lesenda á einum mánuði og rithöfundur alla ævi."
pistill dagsins er fenginn að láni frá Steinari Braga
viðtal í Lesbók Mbl, 7. desember 2002 (tilvitnun frá Binna)
Undirritaður mælir eindregið með "Konur", nýjustu bók Steinars Braga til að afsanna kenningu hans og þar með sanna um leið, að hann hefur í rauninni rétt fyrir sér.
(Þversagnir þurfa ekki endilega alltaf að vera mjög mótsagnerkenndar, er það nokkuð?)
Athugasemdir
Blogg er ekki bókmenntir og út í hött að setja það undir slíkan kvarða, t.d. hvað vandvirkni varðar. En ekki er þar allt jafn gilt fremur en í daglegu tali. Sumt skiptir meira máli en annað eftir eðli sínu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 17:01
Vandvirk gagnrýni á lélegt blogg gæti flokkast undir bókmenntir þótt hún sé á blogginu.
Júlíus Valsson, 26.12.2008 kl. 18:03
Sælir báðir tveir.
Ekki ætla ég að trúa því að fólk setji sig á stalla hvað er leshæft eða ekki
því að ein setning frá Heimskingja getur byllt heiminum. !
Góðar stundir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 22:26
Ekki má gleyma þeim þætti að sumir skrifa einfaldlega vel og aðrir illa. Steinar Bragi myndi í bloggi stíla betur en margur Moggabloggarinn þó að auðvitað leggi hann ætíð meira í skáldsögur sínar en hann myndi leggja í blogg. Bloggið sem slíkt er hvorki gott né slæmt, gæðin fara auðvitað eftir því hver slær á lyklaborðið hverju sinni.
ábs (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.