Lýðræðið - Aukin óreiða?

Það er ekki sjálfgefið að búa við lýðræði.

Lýðræði, sem við búum við í dag er rökrétt afleiðing aldagamallar þróunar. Sumir myndu eflaust segja að lýðræðið sé einfaldlega afsprengi skipulagðrar óreiðu (organized chaos), líkt og flest annað í þessum heimi. Sérhvert kerfi leitar nefnilega að ástandi með sem mestri óreiðu. Lýðræðið ber vissulega í sér meiri óreiðu en einræðið. Hvað tekur þá við af lýðræðinu? Ofurlýðræði eða bara stjórnleysi? Býr þar meiri óreiða en í lýðræði?

Vitið þér enn eða hvat....  

demokrati_769118.jpgLýðræðið hefur tvær hliðar. 

Annars vegar er um að ræða tiltekna stjórnskipan, sem gerir fólki kleyft að velja valdhafa á friðsaman hátt. Hins vegar er lýðræði aðferð fyrir meirihlutann til að taka bindandi ákvarðanir.

Meirihlutinn ræður, öfugt við það sem gildir við einræði, harðstjórn eða stjórnleysi.

Bindandi ákvarðanir eiga þó einungis þeir að taka, sem hagsmuna eiga að gæta og allir sem málið varðar eiga að geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri og meta þá kosti, sem í boði eru. 

Hvert atkvæði á lokastigi t.d. í lýðræðislegum kosningum á að vega jafnt (sic).

Lýðræðið hefur sínar takmarkanir. Það er afar seinlegt. Án lýðræðis má í raun bregðast mun hraðar við ýmiss konar vandamálum, sem að steðja. 

hacking_democracy_769121.jpg
Styrkur lýðræðis

Styrkur lýðræðisins ræðst af þeim leiðum, sem við búum yfir sem þjóð til að rökræða sameiginleg hagsmunamál. Hér skipta t.d. óháðir og faglegir fjölmiðlar sköpum. Forsenda þess að hægt sé að gera greinarmun á réttmætum og óréttmætum mismun þegnanna er að allar staðreyndir máls séu almenningi kunnar. Þar leika eftirlitsstofnanir, sem tryggja eiga að lýðræðislegar leikreglur séu virtar einnig lykilhlutverk. Mikilvægt er í lýðræðisríkjum að valdhafar forðist ofstjórn. Raunverulegt lýðræði er í eðli sýnu frjálslynt. Þar er hinum frjálsa einstaklingi er skipað hærra en stofnunum samfélagsins.

democracy1_769126.jpg
Gallar lýðræðis

Lýðræðið þvælst stundum fyrir. Það er svifaseint. Anthony Giddens lýsti því árið 1999 í Runaway World að helsta mótsögn lýðræðisins er sú, að á sama tíma og það breiðist út gætir aukinnar óánægju með það í rótgrónum lýðræðisríkjum. Óánægjan beinist þó fremur að fulltrúum lýðræðisins, þ.e. stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum, en lýðræðinu sjálfu. Ríkisstjórnir og stjórnmálaflokkar eru oft ófærir um að taka á ýmsum þeim málaflokkum, sem brenna á fólki. Hann telur því að það sé nauðsynlegt að dýpka lýðræðið, þ.e. lýðræðisvæða það með því að gera stjórnkerfið gagnsærra og framselja valdið til lægstu mögulegu stjórnsýslustiga.

Hvar stöndum við nú? Er hægt að auka áhrif og völd einstaklingsins?

Íslendingar og önnur Norðurlönd búa við fulltrúalýðræði. Það er ljóst, að andstaða við ákvörðun lýðræðislega kosinna valdhafa þarf ekki að vera ólýðræðisleg ekki síst þar sem ákvörðun sem tekin er af lýðræðislega kjörnum valdhafa þarf ekki endilega að vera lýðræðisleg. 

Rætt hefur verið um að taka upp svokallað “íbúalýðræði”.  Þetta er tæknilega mögulegt með aukinni Netvæðingu og hefur þegar verið reynt í nokrum Evrópuríkjum. Hægt er að kjósa einstaklinga til setu á alþingi, jafnvel óháð eða þvert á pólitíska flokka, veita þeim umboð til að fara með löggjafarvald og  stjórnsýslu undir leiðsögn kjósenda og með ráðgjöf frá sjálfstæðum sérfræðingum. Þá þyrfti að meta störf þeirra reglulega og endurkalla umboð þeirra sem ekki standa sig. Einnig er möguleiki á að koma á þjóðaratkvæðagreiðslum og skipa í ráð og nefndir með aðkomu og samþykki almennings. Hér á landi er menntunarstig hátt og nær allir hafa aðgang að tölvum. 

velja_769128.jpgÞað er því einungis tímaspursmál hvenær hinn almenni borgari fer að taka í auknum mæli þátt í stjórn landins. Því fylgir hins vegar aukin ábyrgð hans á öllum sviðum þjóðlífsins. Afar mikilvægt er að auka upplýsingaflæði og tjáskipti á milli stjórnmálamanna og kjósenda og auka traust þeirra síðarnefndu á þeim fyrrnefndu. 

"Kerfið", sem öll önnur kerfi, heldur árfam að leita eftir ástandi með sem mestri óreiðu og sem mestri innri orku, sem eykst með tímanum. Hugtakið "jafnvægi" á nefnilega ekki við hér, þar sem kerfið hefur áfram að þróast og innri orka þess að aukast. Innstreymið og áreitið eykst. Segja má, að hér sé óreiðan í raun mælikvarði á innri orku. Orku, verðmæti, sem ekki er lengur aðgengileg. Sumir eru jafnvel farnir að telja þessa óaðgengilegu innri orku til verðmæta. A.m.k. þar til í október 2008.  
boltzmann.jpg



Legsteinn Ludwiks Boltzmanns
(hin fræga formúla hans

 S = k \, \log W
er greypt í steininn)   

 

ps
pólitíska óreiðu er þó ekki auðvelt að skilgreina en ljóst er að innri orkan þ.e. óreiðan eykst þegar stuðningur minnkar

...democracy will in practice lead to the destruction of a people's true values. And this also serves to explain how it is that people with a great past from the time when they surrender themselves to the unlimited, democratic rule of the masses slowly lose their former position; for the outstanding achievements of individuals...are now rendered practically ineffective through the oppression of mere numbers. (Rauschning 785) –A. Hitler

rigsdag_769129.jpg
ref.

http://www.island.is/menning-og-mannlif/borgarinn-og-lydraedid/lydraedi/
http://www3.hi.is/~opj/hvad-er-lydraedi.pdf
http://hugsandi.is/articles/um-markadshyggju-og-lydraedi-i-skolastarfi/
http://www.framtid.is/?i=15
http://www.visindi.is/index.php?aAction=showMore&nID=225&topCat=4
http://en.wikipedia.org/wiki/Direct_democracy
http://www.borg.hi.is/Giddens.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Anthony_Giddens
http://eyjan.is/silfuregils/2008/11/29/um-vald/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband