16.3.2009
Saman, alla lífsins leið
Það er ávallt merkileg tíðindi, þegar Bob Dylan sendir frá sér nýja plötu. Þann 28. apríl n.k. kemur út í USA platan "Together Through Life". Platan inniheldur 11 ný lög frá gömlu kempunni. Fáir höfðu búist við nýrri plötu frá honum svo fljótt eftir að hann gaf út síðustu plötuna sína Modern Times (2006) fyrir um þremur árum. Yfirleitt hafa liðið 4-6 ár milli platna hans "Time Out Of Mind" (1997) "Love And Theft" (2001).
Sagan segir, að franski kvikmyndaleiksjórinn Olivier Dahan, sem m.a. leikstýrði kvikmyndinni um Edith Piaf, hafi beðið Dylan um að semja lag fyrir nýja kvikmynd sína "My Own Love Song", sem fjallar um söngvara í hjólastól sem ferðast frá Kansas City til New Orleans (Forest Whitaker og Renee Zellweger). Dylan dúkkaði þá upp með lagið "Life Is Hard", sem er ballaða í anda gömlu meistarana frá 3. áratug síðustu aldar. Dylan segir sjálfur í viðtali, að hljómurinn á plötunni sé "gamaldage en um leið ásækinn, rétt eins og tannpína". Hann nefnir áhrifavalda ens og Howlin' Wolf og Muddy Waters. Í rauninni þurfti hann ekki nema semja eitt lag fyrir myndina, sem aðalsöguhetjan syngur undir lok hennar og kom hann þá með lagið "Life is hard". Hann hélt hins vegar áfram að semja fleiri lög, sem eru eins konar ást-í-meinum söngvar, þar sem harmónikkan leikur stórt hlutverk í öllum þeirra. Það er svipuð stemmning á þessari plötu og í "Modern times", þ.e. lögin hljóma eins og þau séu tekin upp "life" í hljóðverinu en harmónikkan gefur lögunum ákveðna kaffihúsastemmningu og smá rómantík í kaupbæti.
Dylan gefur plötuna sjálfur út undir alter-egó nafninusínu "Jack Frost". Hann segist vera undir sterkum áhrifum frá plötum gömlu CHESS útgáfunnar.
Ekki eru þó öll kurl komin til grafar varðandi þessa plötu en heimildir telja að önnur lög á nýju plötunni séu: (hér eru helstu niðurstöður þrotlausar rannsóknarvinnu á Netinu)
1) Beyond Here Lies Nothin Hér má hlusta á lagið
Þetta lag minnir mjög á "All your love" eftir Otis Rush and Willie Dixon, sem The Bluesbrakers gerðu frægt um árið með Eric Clapton. Klassískur blús (Am7 - Dm7 - Em7).
2) Life Is Hard - Lagið sem líklega varð kveikjan að hinum lögunum á plötunni; "I need strength to fight that world outside," and "I'm on my guard / Admitting life is hard / Without you baby".
3) My Wife's Hometown - Chicago blues, sem minnir á Muddy Waters. Þar gerir Dylan grín að kreppunni: "State gone broke, the county's dry/Don't be lookin' at me with that evil eye"
4) If you Ever Go To Houston
5) Forgetful Heart
6) Jolene - Þetta er nýtt lag, ekki skelfilega Dolly Parton lagið fræga
7) This Dream of You
8) Shake Shake Mama - "I'm motherless / I'm fatherless / Almost friendless too". Líkega orð að sönnu.
9) I Feel A Change Coming On - Hér má hlusta á lagið
"I'm listening to Billy Joe Shaver / I'm reading James Joyce / Some people they tell me / I've got the blood of the land in my voice."
10) It's All Good - Boogie blús í anda John Lee Hooker. "Brick by brick, they tear you down/A teacup of water is enough to drown"
Þeir sem hafa heyrt þessa plötu lofa hana í hástert og telja hana vænlegan kandidat fyrir bestu rokkplötu ársins. Síðustu tvær plötur hans Time Out Of Mind og Modern Times fengu mjög góða dóma og seldist sú síðarnefnda í metupplagi þó sjálfur haldi ég meira upp á þá fyrri.
Við bíðun spennt eftir 46. plötu Bob Dylans. Hann er nú orðinn "löggilt gamalmenni". Spurning hvort titillinn hafi tilvísun til innihalds laganna eða hvort komið sé að endalokum? Bregður þar fyrir kunnri kaldhæðni? "Empire Burlesque" var jú frábær titill á plötu einkum ef tekið er tillit til þeirrar jákvæðu umfjöllunar, sem hún fékk fyrirfram.
Skyldi nú kveða við nýjan tón hjá Dylan?
Sjá nánar á www.bobdylan.com
Viðbót þ. 22. mars 2009
Heyrst hefur að De Luxe útgáfa sé í vændum (2 CD + 1 DVD):
Bob Dylan - Together Through Life (Deluxe Edition) Track List :
Disc: 1
1. Beyond Here Lies Nothin
2. Life Is Hard
3. My Wifes Home Town
4. If You Ever Go To Houston
5. Forgetful Heart
6. Jolene
7. This Dream Of You
8. Shake Shake Mama
9. I Feel A Change Comin On
10. Its All Good
Disc: 2
1. Howdy Neighbor (J. Morris) - Porter Wagoner & The Wagonmasters(Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
2. Dont Take Everybody To Be Your Friend (M.Gabler/R. Tharpe) - Sister Rosetta Tharpe (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
3. Diamonds Are A Girls Best Friend (L. Robin/J. Styne) - T Bone Burnett(Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
4. La Valse De Amitie (O. Guidry) - Doc Guidry(Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
5. Make Friends (E. Mcgraw) - Moon Mulligan (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
6. My Next Door Neighbor (J. McCain) - Jerry McCain (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
7. Lets Invite Them Over (O. Wheeler) - George Jones & Melba Montgomery (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
8. My Friends (C. Burnett/S. Ling) - Howlin Wolf (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
9. Last Night (W. Jones) - Little Walter (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
10. Youve Got a Friend (C. King) - Carole King (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
11. Bad Neighborhood (Caronna/M. Rebennack) - Ronnie & The Delinquents (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
12. Neighbours (M. Jagger/K. Richards) - The Rolling Stones(Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
13. Too Many Parties and Too Many Pals (B. Rose/M. Dixon/R. Henderson) - Hank Williams as Luke the Drifter (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
14. Why Cant We Be Friends (S. Allen/H. Brown/M. Dickerson/J. Goldstein/L. Jordan /C. Miller/H. Scott/L. Oskar) - War (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
Disc: 3
1. Roy Silver (DVD content)
2. The Lost Interview (DVD content)
Athugasemdir
Frábært yfirlit, takk!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.3.2009 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.