Blóðprufur auka lífslíkur

Regluleg skimun með einfaldri blóðprufu, þar sem mældur er styrkur sértækra mótefna gegn blöðruhálskirtli í blóði karla (þ.e. mæling á s-PSA; serum prostata specific antigen) eykur lífslíkur þeirra sem greinast með blöðruhálskirtislkrabbamein um 20%.

Þetta kemur fram í nýlegri alþjóðlegri rannsókn, sem gerð var á 162.000 einstaklingum í 7 Evrópulöndum. Þetta er stæsta rannsókn sem gerð hefur verið til þessa á gagnsemi skimprófa til snemmgreiningar á sjúkdómnum. Um helmingur þátttakenda gekkst undir þetta blóðpróf fjórða hvert ár en hinn helmingurinn ekki. Þessi árangur er svipaður og árangurinn af reglulegri brjóstamyndatöku (mammografi) við leit að brjóstakrabbameini hjá konum.     

 prostate.gif

 

ref. 
New England Journal of Medicine (2009: 26;1320–8)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mjög góðar upplýsingar!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.3.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband