Nýstúdentar 2009

Hann notaði heyrnartæki og gekk við staf. Rektor leiddi hann að púltinu og það ískraði hátt í heyrnartækinu, þegar hann gekk að hljóðnemanum. Líkaminn virtist uppgefinn en andinn var lifandi. Stúdentaárgangur 1944 var ekki stór en hann var stoltur. Stoltur af uppruna sínum og afrekum þjóðarinnar.

"Vorið 1944 vorum við full af bjartsýni á framtíð landsins. Við vorum ákaflega stolt af árangri þjóðarinnar í baráttunni fyrir sjálfstæðinu. Framtíðin var björt og við vorum uppfull af glæsilegum áformum. Eldmóðurinn var slíkur, að við hefðum vaðið eld og brennistein fyrir litla landið okkar."

Rödd gamla mannsins titraði eilítið er hann leit yfir salinn. Nýstúdentarnir virtust uppteknir við að mynda hvert annað með GSM símum og senda SMS.

Þau áttu öll eftir að vaða eld og brennistein.

sulfur.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband