22.3.2009
Evran orðin of sterk?
Sterk evra ógnar nú efnahagi margra Evrópulanda. Þetta hefur mjög aukið þrýstinginn á Seðlabanka Evrópu til að lækka gengi evrunnar líkt og gert var á sínum tíma við dollarann, enska pundið og svissneska fránkann. Hátt gengi evrunnar hefur letjandi áhrif á útflutning og það hægir á allri innanlandsframleiðslu og eykur enn á atvinnuleysi. Ef gengi evrunnar hækkar enn meira, getur það haft mjög neikvæð áhrif í mörgum evrulöndum, sem þegar eru í miklum efnahagslegum kröggum.
Megin ástæðan fyrir hækkun evrunnar er aukið innflæði US dollara, svisnesskra fránka og UK punda vegna tilrauna viðkomandi ríkja til að endurlífga lánamarkaðinn, sem aftur eykur verðbólguna. Menn bíða því spenntir eftir næstu vibrögðum ráðamana í Frankfurt. Margir stjórnmálamenn Evrópu óttast afleiðingarnar og það misvægi sem getur skapast milli Evrópuríkja t.d. breskar vörur færu að streyma í auknum mæli út á markaðinn vegna lækkunar pundsins gagnvart evru. Einnig finnst mörgum evrusinnum að Evrópulöndin líði of mikið fyrir efnahagsvandamál heimsins í heild og ráðstafana þar að lútandi.
E.t.v. er þarna einhver vonarglæta fyrir krónuna?
Megin ástæðan fyrir hækkun evrunnar er aukið innflæði US dollara, svisnesskra fránka og UK punda vegna tilrauna viðkomandi ríkja til að endurlífga lánamarkaðinn, sem aftur eykur verðbólguna. Menn bíða því spenntir eftir næstu vibrögðum ráðamana í Frankfurt. Margir stjórnmálamenn Evrópu óttast afleiðingarnar og það misvægi sem getur skapast milli Evrópuríkja t.d. breskar vörur færu að streyma í auknum mæli út á markaðinn vegna lækkunar pundsins gagnvart evru. Einnig finnst mörgum evrusinnum að Evrópulöndin líði of mikið fyrir efnahagsvandamál heimsins í heild og ráðstafana þar að lútandi.
E.t.v. er þarna einhver vonarglæta fyrir krónuna?
ref. www.nytimes.com
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.