23.3.2009
Snúa bakinu við Saab
Sænsku flugvélaverksmiðjurnar Saab framleiddu sinn fyrsta bíl árið 1947, Saab 92. Bíllinn var að mörgu leyti afar nútímalegur, með framhjóladrifi, tvígengisvél, öryggisgrind og straumlínulagaður. Sabb bifreiðarnar hafa ávallt haft orð á sér fyrir að vera sterkar, sparneytnar og öruggar. Margir muna eflaust eftir Saab 95, sem var mjög vinsæl bifreið hér á landi. Saab 99 kom fram með fyrstu túrbóbílvélina árið 1977.
Nú hefur Saab í Svíþjóð beðið sænska ríkið um fjárhagsaðstoð. Ríkið hefur svarað: "Markaðurinn er frjáls og það er hann sem ræður. Ríkið hefur engann áhuga á því að eignast bílaverksmiðjur".
Sænsk yfirvöld hafa reyndar lengi gagnrýnt björgunartilraunir annarra ríkja, sem hafa reynt að endurlífga bílaverksmiðjur sínar. Saab er nú í eigu General Morors og mörgum Svíum þykir sem framleiðslan snúist nú fremur um magn en gæði. Gömlu Saab verksmiðjurnar voru einmitt þekktar fyrir hugvit og gæði. Margir Svíar hafna hugmyndafræði GM. Líkt og VOLVO og ABBA er Saab hluti af sjálfsímynd sænsku þjóðarinnar. En væntanlega ekki mikið lengur.
Nema markaðurinn sjái að sér.
Saab 92, árg 1953
Athugasemdir
Saab er ekki merkilegur bíll í dag. Byggður á Opel krami og hefur gjörsamlega misst sína sérstöðu og gæði.
Ég átti marga Saaba í röð, og síðasti alvöru Saabinn sem ég átti var Saab 9000 Túrbó árgerð 1992.
Sá sem kom á eftir honum var í rauninni Opel Vectra í smá sparifötum, algjert drasl
Björn G (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 20:55
Leiðinlegt að sjá gamla og rótgróna bíla fara. Og góður pistill.
EE elle (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 09:58
saab 9000 var samvinna saab, lancia og talbot.. en helv góður bíll.
Saab er dáinn..
Óskar Þorkelsson, 29.3.2009 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.