Hann lék á sínum tíma m.a. með Sonny Boy Williamson, Earl Hooker, Muddy Waters, Hubert Sumlin og Willie "Big Eyes" Smith, sem nú leikur með honum á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica Hótelinu dagana 7. til 9. apríl 2009.
Pinetop Perkins kom fyrst til Íslands árið 1992 og spilaði þá á Púlsinum við Vitastíg og var það ógleymanlegt þeim sem á hlýddu. Í framhaldi af þeim tónleikum kom út platan "Pinetop Perkins with the Blue Ice Band", sem fékk afburða dóma og mörg verðlaun. Þá var kappinn áttrætt gamalmenni. Hann hætti um svipað leyti að þamba whisky (eftir að hafa spilað í fertugsafmælinu hans Sigga Þórodds) en reykir enn eins og skorsteinn. Hann er einn mest verðlaunaði núlifandi blúsarinn að BB undanskildum.
Nú er hann 95 ára og hefur aldrei verið betri og í að spila blúsaðann Boogie-Woogie. Og Willie "Big Eyes" Smith (fæddur árið 1936 í bænum Helena í Arkansas) var einnig hreint frábær í gærkveldi ásamt Vinum Dóra. Þeir kappar ætla að spila öll blúskvöldin og láta því ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur. Willie hefur komið víða við og m.a. spilað með Muddy Waters, Guy, Junior Wells, Rolling Stones, Bob Dylan og Eric Clapton, Bítlunum, Cindy Laupher og Vinum Dóra.
Ekki má gleyma blúsdívunni Deitra Farr, sem nú enn og aftur heimsækir Ísland. Hún kom fram ásamt eiginmanni sínum Krister, mjóa sænska bassaleikaranum í Nordic All Stars Blues Ban. Dóri Braga kynnti þau um árið á blúsballi í Noregi og það varð til blúsást við fyrsta tón.
Vinir Dóra eru að verað eitt besta blúsband sem menn geta fundið, þó víða sé leitað. Gummi Pé er þvílíkur snillingur að hann hefur ekki sjálfur enn ekki upgötvað eigin snilld. Hann er t.d nokkrum gæðaflokkum ofar sjálfum E.C.
Á blúshátíðinni í kvöld á Nordica verða m.a. á sviðinu með köppunum Blúsmenn Andreu og Mugison.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Athugasemdir
veistu hvort hótel Nordica er gamla Esja.
Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2009 kl. 04:23
Jebb
Júlíus Valsson, 8.4.2009 kl. 09:50
Fínar myndir (enda ertu með vél til þess arna)
Vona að þú hafir skemmt þér jafn vel og ég.
Ísdrottningin (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:06
Takk fyrir Júlíus.
Flottar myndir og frábærir tónleikar.
Sigurður Karl Ágústsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 15:00
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA
nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn
Æl, sjoveikur
Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:40
Pinetop sagði mér að hann hefði engan áhuga lengur á pólitísku dægurþrasi.
Júlíus Valsson, 9.4.2009 kl. 02:09
Og ég sem heilsaði þér í Bónus en þú auðvitað tókst ekki undir.
Sverrir Einarsson, 9.4.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.