9.4.2009
Taktur og tregi uppi á Esju
Willie "Big eyes" Smith og Krister Palais
Willie "Big eye" Smith er með kunnari núlifandi blúsurum vesanhafs. Hann fæddist árið 1936 i bbænum Helena, Arkansas. Seitján ára gamall flæktist hann til Chicago þar sem hann heyrði í Muddy Waters í fyrsta sinn og heillaðist af blústónlist. Hann lék jafnhliða á munnhörpu og trommur og árið 1954 stofnaði hann tríó með trommaranum Clifton James. Á sama tíma lék hann á munnhörpu með mörgum kunnum blúsköppum svo sem Bo Diddley, Arthur "Big Boy" Spires og Johnny Shines.
Hann lék á trommur um tíma með Little Hudson's Red Devil Trio en einnig með Muddy Waters og varð fastur trommuleikari með Muddy árið 1961.
Um skeið vann hann fyrir sér með því að vinna á veitingastöðum og með því að aka leigubíl. Hann hóf síðan aftur að spila með Muddy Waters en síðar einnig með the Legendary Blues Band með Pinetop Perkins, Louis Myers, Calvin Jones, Jerry Portnoy, Buddy Guy, Howlin' Wolf, Junior Wells, Bob Dylan, the Rolling Stones, Cindy Laupher, Eric Clapton og Vinum Dóra.
Hann kemur m.a. fram í myndunum The Last Waltz The Blues Brothers ( með John Lee Hooker). Ekki furða þótt Willie haldi stundum á munnhörpunni sinni eins og trommukjuðum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Athugasemdir
95 ára og reykir enn. Fáið þennan mann til að trúa því að reykingar séu banvænar.
Sverrir Einarsson, 10.4.2009 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.