Ný bókabúð

Mál og Menning er flutt þ.e bækurnar og fólkið en nafnið var skilið eftir. Húsið á Skólavörðustígnum hýsti áður banka og auðvitað stóran peningaskáp.

Hvernig er best að lýsa nýrri bókabúð? Þar er að finna bækur, blöð, tímarit, ritföng, endalausar hillur, starfsfólk, viðskiptavini, kaffistofu, allt þetta venjulega og hefðbundna, sem tilheyrir bókabúð. Það voru margar nýjar bækur í hillunum, sem ég hafið ekki séð áður. Framsæknar og metnaðarfullar bækur. Óþekktar bækur. Einnig eldri og betur þekktar bækur. Sumar jafnvel orðnar klassískar. Djarfar bækur, feimnar bækur. Bækur um fugla og bækur um steina. Undir einum staflanum fundust jafnvel gamlir vinir, sígildar listaverkabækur, sem alltaf er gaman að rekast á og sem maður hefur vanrækt. En sem gaman væri að kynna sér aftur. 

Mál og Menning heitir nú Penninn eða  Eymundsson. Penninn heitir áfram Penninn eða Eymundsson en glænýja bókabúðin á Laugaveginum þar sem Mál og Menning var áður til húsa heitir nú Mál og Menning.

Eitthvað dularfullt og dálítið svona Kaupthinking...

Ég óska eigendum og starfsfólkinu til hamingju með nýju bókabúðina!  Og bestu kveðjur til hinna

books_sculpture.jpg
Books as sculpture
     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það verður spennandi að kíkja á þessar búðir báðar tvær. Alltaf skemmtilegast að fara í bókabúðir

Ragnhildur Jónsdóttir, 22.8.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ha, bíddu...Mál og menning var seld einhverjum sem hélt nafninu Mál og menning. En Mál og menning varð Penninn? Ég skil ekki...

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.9.2009 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband