Sönn saga af útrásarvíkingum

Eftirfarandi sögu fékk ég frá starfsbróður mínum í Noregi (nöfnum og staðháttum breytt):

"Það er gríðarlegur sparnaður hjá okkur hér í Noregi og í raun í öllu heilbrigðiskerfinu. Það gríðarlegur halli 1,3 miljarðar Nkr á Oslo Universitetssykehus eins og fyrirbærið heitir núna en þetta er í raun langstærsta sjúkrahús Norðurlanda með um 23.000 starfsmönnum (Ullevål, Rikshospitalet, Radiumhospitalet, Aker sykehus). Kreppan kom aldrei hingað og í raun er farið að aflýsa henni en það er ekki eins og smjör drjúpi af hverju strái hér í Noregi eins og ætla mætti þegar maður les fréttir frá Íslandi. 
...
Það er farið að bera á miklum fólksflutningi íslendinga hingað.  Það eru nú um 6.700 Íslendingar í Noregi.  Álagið á íslenska prestinum hér er þvílíkt.  Safnaðarstjórinn og tveir aðrir tóku upp á því að hafa vaktsíma og skiptast á viku í senn til að taka álagið af prestinum sem er kona sem á sjálf lítil börn sjálf. Þetta er  vegna fólks sem kemur frá Íslandi nánast alslaust og illa undirbúið. Hann var segja mér frá fölskyldu íslenskri ung hjón með tvö börn 3ja og 8 mánaða sem var búið að hafast við í tjaldi síðustu 3-4vikur hérna fyrir utan Ósló þeas í Drammen og var alveg peningalaust.  Það kom á sinni bifreið sem það flutti út til Danmerkur þar sem það ætlaði upphaflega og hafði sent peninga á undan sér til einhverjar íslenskrar konu þar sem sveik þau og bara stal þessu.  Í Danmörku var ekkert neina vinnu að fá og síðan komu þau hingað þar sem enga hjálp var þar að fá.  Þessi vesalings fjölskilda kom náttúrulega að lokuðum dyrum í sendiráðum Íslands í bæði Danmörku og Noregi þar sem sendiráðin hafa nánast ekkert fé og eru í söluferli að mér hefur skilist.  Sendiráðin fá fjárveitingar í íslenskum peningum og ná rétt að hokra og geta ekki hjálpað neitt geta rétt haldið sér uppi með að borga rafmagn og laun.
Kunningi minn er búinn að vera hér í Noregi lengi og hefur góð sambönd við marga útgerðaraðila hér í Noregi hann gat sem betur fer greitt götu þeirra. Komið þeim í húsaskjól og fór með þau á félagsmálastofnunina hér sem lét þeim í hendur  peninga  fyrir mat, gistingu og bensíni á leið þeirra norður til Norður Noregs, þar sem hann hafði komið heimilisföðurnum í vinnu á togara hjá kunningja sínum norskum sem einnig hafði skaffað gott húsnæði fyrir þau.  Já þau héldu norður núna á laugardaginn og þökkuðu honum hjálpina með tárin í augunum.   Já þetta er ein sagan af því miður ótrúlega mörgum hörmungarsögum sem maður hefur heyrt síðustu vikur.  Kunningi minn var meira að segja búinn að ræða við nokkra vinnuveitendur í Norður og Vesturhluta Noregs þar sem vantar vinnufúsar hendur til að geta sent Íslendinga sem lenda á vergangi hér á Óslóarsvæðinu.

Ég sá í íslensku fréttunum að það á að fara að skera niður þjónustuna á Landspítalanum með ráðningabanni og uppsögnum á lausráðnu starfsfólki, því miður held ég að þetta sé aðeins byrjunin á niðurskurðinum sem er varanlegur en ekki neitt tímabundið fyrirbæri á Íslandi.

....Held að fólk þurfi nánast að fá viðvörun. 
Þessi síðasta útrás Íslendinga virðist oft bæði lítt hugsuð og byggist á fyrirhyggjuleysi og innistæðulausri bjartsýni.  Það eru ótal dæmi um að fólk fari úr öskunni í eldinn.
Einn smiður sem ég þekki vel, Íslendingur l búsettur hér í nokkuð mörg ár, duglegur og framtaksamur og auglýsti fyrir skömmu eftir smiðum frá Íslndi, það voru margir sem hringdu en þeir voru fæstir ánægðir með launin enda er hér borgaður skattur og grunnlaun smiða eru ekkert hærri á Norgi en á Íslandi núna eftir hrunið.  Þau voru svo mikið hærri fyrir hrunið.  Það fór svo að af þessum stóra hópi sem hafði samband við hann, hélt að það hefði verið milli 100 og 200 manns var enginn sem kom.  Menn létu liggja að þvi að það væri betra á Íslandi á atvinnuleysistryggingum og að vinna á svörtu skattlaust en að vinna og borga skatt hér í Noregi.

Kveðjur...."


oslo.jpg



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"Hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, var rekið með 45 milljarða króna tekjuhalla..."

 stendur í mogganum. Þetta verður ekki lagfært nema með því að ganga á lífeyri landsmanna. Fyrr eða síðar mun atvinnuleysistryggingasjóður þorna upp.

Gísli Ingvarsson, 7.9.2009 kl. 12:28

2 identicon

Hvaða hálfviti fer til Noregs án þess að vera fyrirfram með vinnu eða á leið í skóla?

Oddur Sturluson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:34

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er frekar sláandi frásögn. Oddur, sumir eru bara orðnir örvæntingarfullir og gera þá jafnvel óskynsamlega hluti. Gott að þú ert ekki hálfviti.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.9.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband