Formúla Dan Brown fundin!

Það er vtað mál að Dan Brow notar ákveðna formúli í uppbyggingu spennusagna sinna. Hann byrjar á því að velja einhverja stórborg sem sögusvið og síðan velur hann vondu karlana, þ.e. einhvern hóp dulspekiterrorista. Nýjasta bók hans "Týnda táknið" er engin undnatekning frá þessari formúlu. Þar er sögusviðið Washington DC, höfuðborg Bandaríkjana. Langdon prófessor á þar í höggi við einn eftirminnilegasa skúrk spennusagnanna; Mal'akh.

freem_911305.jpg

Bókin er mjög spennandi eins og aðrar bækur Browns og er óhætt að mæla með henni. Spurningin er bara: Hver getur leikið SATO? (yfirmanninn hjá CIA). Ljóst er, að Brown kann að skrifa spennusögur, kann að fá lesandann til að fletta blaðsíðum, eins og einhver sagði. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir klaufalegar samræður í bókum sínu, en það er líklega bara eintóm örundsýki?  

Nú geta menn sjálfir sett saman sína eigin spennusögu í anda Dan Brown. Það eina sem þarf til er Dan Brown formúlivélin. Einungis þarf að velja stórborg og einhvern hóp illmenna og sagan skrifar sig sjálf.Enn vantar þó Reykjavík á listann.

  George Washington sem Zeuszeus.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er ekki víst að hægt sé að ná utan um þær formúlur sem höfundar spennusagna nota og virka þannig að maður getur ekki hætt að lesa fyrr en sagan er öll.

Arnaldur Indriðason hefur náð mjög góðum tökum á þeirri tækni að skrifa sögu sem maður vill ógjarnan leggja frá sér, rétt eins og Dan Brown er með skothelda aðferð/formúlu.

Reyndar fer Arnaldur út í hluti í Konungasögu sem maður hefur ekki séð áður, en það er að skrifa þekktar persónur inn í söguna, eins og þegar Nóbelsskáldið á heimleið frá verðlaunaafhendingunni í Stokkhólmi 1955, tekur þátt í því að fela Konungsbók fyrir "vondu körlunum".

Toppurinn er svo náttúrlega þegar höfundur setur föður sinn inn í söguna í Kaupmannahöfn. Þetta er náttúrlega tær, gargandi snilld! Dan Brown er ágætur líka!

Flosi Kristjánsson, 17.9.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

.....og kannski Baltasar fái þá að leikstýra svila sínum.....?

Ómar Bjarki Smárason, 19.9.2009 kl. 01:55

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ég hef aldrei náð þeirri ánægju af því að lesa sögur Arnaldar sem að svo margir aðrir virðast ná. Kleifarvatn náði ég ekki einu sinni að klára, mér leiddist hún svo.

Konungsbók var aftur á móti nokkuð góð og eins og Flosi segir þá var það skemmtileg flétta að skrifa inn í hana þekktar og raunverulegar persónur.

Ellert Júlíusson, 24.9.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband