Að hætta

Mönnum reynist oft erfitt að hætta, þrátt fyrir fögur fyrirheit og einbeittan vilja. Að hætta við að hætta er ekki óalgengur kvilli. Ótrúlega margir hafa hætt að reykja og drekka. Í alvöru.

Og síðan hætt við að hætta.

Nú hóta sumir því að hætta að lesa Moggann. Stíga á stokk og strengja þess heit.

Sannleikurinn er sá að ALLIR munu lesa Moggann og blaðið á morgun (eða hinn) verður líklega mest lesna dagblaðið í Evrópu (miðað við fjölda lesenda að sjálfsögðu).

Nú VERÐA allir að lesa Moggann. Hvort sem menn eru með eða á móti.

Spurningin er bara: Hvar og hvernig?

quit.jpg

"Það er engin leið að hætta"...
Stuðmenn

 

Keep it simple!
BB King


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú hittir naglann á höfuðið. Í dag taka allir undir með Stuðmönnum; það er engin leið að hætta. Líka þeir sem segjast vera hættir.

Ragnhildur Kolka, 24.9.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er auðvelt að hætta, en erfitt að byrja ekki aftur. Þannig verður það væntanlega með Moggann eins og tóbakið og áfengið......

Ómar Bjarki Smárason, 24.9.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Góður Júlíus, sammála þér

Katrín Linda Óskarsdóttir, 25.9.2009 kl. 00:44

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er næsta viss um að þú hefur rétt fyrir þér.

Þvaður sem er skrifað með það að markmiði að sem flestum falli í geð og engum í mót, er enda lítt eftirsóknarvert.

G. Tómas Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 12:54

5 identicon

Góður. Þetta held ég að verði nákvæmlega málið. Fólk mun sakna minningargreinanna svo mikið að það gerist áskrifendur aftur eftir nokkra mánuði.

Anna (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband