Sameiningartákn

Undanfarið hafa þær raddir gerst háværari sem halda því fram að íslensku þjóðina skorti sárlega sameiningartákn. Skorti nú leiðtoga, sem er fyrirmynd annarra, vekur von í brjósti og sem leiðir okkur áfram að sameiginlegu takmarki. Að okkur skorti leiðtoga, sem með eigin athöfnum og æði, sýni í verki hvers við erum megnug, þegar við stöndum saman sem þjóðarheild og að þegar á reynir geti bröltið upp pýramída valds og græðgi vikið um stund fyrir þjóðarhagsmunum. 

Slík stund var í gærkveldi.

Þjóðin sameinaðist um eitt markmið. Að bæta hag þeirra, sem eiga um sárt að binda vegna sjúkdóma og slysa. Þar kom fram nýtt sameiningartákn þjóðarinnar en úr þeirri átt þangað sem fáir þora að líta, nema þegar þeir neyðast til þess. Úr þeim skika mannlífsins þar sem lífið snýst ekki um hæstu launin eða glæsilegasta bústaðinn eða fínustu veislurnar. Þar sem lífið snýst frekar um að geta stigið í fæturna, með reisn.

Edda Heiðrún Bachmann leikkona sýndi okkur á sannfærandi hátt hvaða eiginleikum leiðtogi og sameiningartákn þjóðarinnar þarf að vera gæddur. Góð og þörf lexía hjá þér Edda Heiðrún! Um stund reis þjóðin upp og stóð saman vegna þín.
Til hamingju!  

fotlun.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Hjartanlega sammála! Edda Heiðrún er frábær fyrirmynd.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 26.9.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Hún fær minn aðal titil...sem er að vera nagli!!!

Ellert Júlíusson, 2.10.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband