13.10.2009
Fréttir af A(H1N1)v-veirunni
Ráðgjafarnefnd Bandaríkjaforseta (President's Council of Advisors) gerir ráð fyrir að helmingur íbúa Bandaríkjanna smitist af 2009 H1N1 inflúensuveirunni. Gert er ráð fyrir að um 1.8 milljón manna þurfi að dveljast á sjúkrahúsin vegna veikinnar og að um 30,000-90,000 muni látast vegna hennar.
Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland þá má reikna með að um 1.800 manns þurfi á sjúkrahúsvist að halda hér á landi og að veikin muni leiða til um 30 til 90 dauðsfalla. Taka verður þessum tölum með miklum fyrirvara þar sem aðstæður eru ekki sambærilegar hér á landi og í Bandaríkjunum.
Áhættuhópar/áhættuþættir hér á landi, þ.e. þeir sem af einhverjum undirliggjandi ástæðum geta veikst alvarlega eru eftirfarandi:
Alvarlegir hjartasjúkdómar einkum hjartabilun, alvarlegir kransæðasjúkdómar og alvarlegir meðfæddir hjartagallar með vinstra til hægra flæði.
Alvarlegir lungnasjúkdómar þ.á.m astmi sem þarfnast stöðugrar fyrirbyggjandi lyfjameðferðar.
Alvarlegir efnaskiptasjúkdómar einkum insúlínháð sykursýki og barksteraskortur.
Tauga- og vöðvasjúkdómar sem valda truflun á öndunarhæfni.
Alvarleg nýrnabilun.
Alvarlegir lifrarsjúkdómar sem valda skorpulifur og/eða lifrarbilun.
Alvarlegir ónæmisbrestir
Fjölskyldur barna yngri en 6 mánaða sem eru með ofangreinda sjúkdóma
Þungaðar konur en rannsóknir hafa sýnt að þær eru í aukinni áhættu að sýkjast alvarlega af völdum inflúensunnar.
Offita (>40 BMI).
Fólk með ofangreinda áhættuþætti ættu skilyrðislaust að láta bólusetja sig ef ekkert annað mælir gegn því.
Bólusetning gegn A(H1N1)v leggst ofan á þá árlegu inflúensubólusetningu, sem hefst í október. Bólusetningin er að því leyti sérstök, að hún fer einungis fram á heilsugæslustöðvum, á Landspítalanum og á F.S.A. Bóluefnið er vandmeðfarið og líklega þarf að bólusetja hvern einstakling tvisvar á 3- 4 fjórum vikum til að tryggja hámarksónæmi eða vernd gegn inflúensunni. Bóluefnið kemur í 10 skammta glösum og þarf að halda því kældu. Það kemur í tvennu lagi, mótefnavakinn er sér og þarf að blanda honum saman við ónæmisglæðinn þannig að umfangið við bólusetninguna er talsvert og kallar á góða skipulagningu og fjölda starfsfólks.
Ekki er ástæða til annars en að reikna með því að veirulyf (Tamiflu og Relenza) verki á veiruna sé meðferð hafin innan 48 tíma frá því einkenna veikinnar verður vart. Búast má við, að flest alvarleg tilvik vegna veikinnar verði vegna bakteríusýkinga (f.o.f. í lungum), sem yfirleitt er hægt að ráða við með sýklalyfjum.
Heimildir:
(President's Council of Advisors on Science and Technology. U.S. Preparations for 2009-H1N1 Influenza. August 7, 2009. Available at: http://www.whitehouse.gov/assets/documents/PCAST_H1N1_Report.pdf Accessed September 16, 2009.)
Lyfjatíðindi, 4.tbl. 16. árg. 2009
"Keep it simple!"
BB King
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.