Vöggudauði

Vöggudauði er hörmulegur atburður. Nýleg bresk rannsókn frá háskólunum í Bristol og Warwick leiddi í ljós, að yfir helming tilvika vöggudauða mátti rekja til þess, að ungabarn svaf í rúmi foreldra sinna. Hættan á vöggudauða er enn meiri ef foreldrar eru undir áhrifum áfengis og/eða slævandi lyfja. 

Rannsóknin náði til barna á nýburaaldri til 2ja ára aldurs og stóð yfir í fjögur ár á suðvesturhluta Englands.  Öruggasti svefnstaðurinn fyrir ungabörn er í vöggu við rúmstokk foreldra sinna.  Foreldrum er nú ráðlagt að láta ungabörn sofa á bakinu í vöggunni og mikilvægt er að láta þau aftur í vögguna eftir að þeim hefur verið gefið að næturlagi í stað þess að foreldri sofni með þau á sófa eða í stól. 

Nánar er hægt að lesa um þessa rannsókn hér.

preventing_cot_death.jpg
Önnur orsök vöggudauða er m.a. talin vera truflun á heilastarfsemi ungbarna, sem veldur því að líkami þeirra skynjar ekki súrefnisskort með eðlilegum hætti. Um það má lesa hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Einhvers staðar las ég líka að verið gæti að gömul dýna í barnarúmi eða vöggu hefði áhrif. Sjálfsagt að nota rúm og vöggur fyrir mörg börn í sömu fjölskyldu en huga að því að skipta um dýnu ef hún er ekki nýleg og láta hreinsa eldri dýnu ef hún er notuð.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 16.10.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband