Nýtt veirulyf - Peramivir

Obama forseti Bandaríkjanna lýsti yfir neyðarástandi s.l. föstudag þ. 23. október vegna svínaflensunnar. Hér er fyrst og fremst um að ræða fyrirbyggjandi ráðstöfun fremur en að breyting hafi orðið á útbreiðslu eða eðli veikinnar.  Svínaflensan svokallaða er nú orðin útbreidd í í 46 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Þessi yfirlýsing Obama auðveldar heilbrigðisyfirvöldum þar í landi að glíma við sjúkdóminn og afleiðingar hans. Viss hætta er fyrir hendi að veikin breiðist út með slíkum hraða og þunga, að hún hreinlega kaffæri starfsemi heilbrigðisstofnana. Um er að ræða svipaðar raðstafanir og menn hafa gripið til þegar fellibylir hafa riðið yfir. Svínaflensan leggst harðast á unga einstaklinga öfugt við "hefðbundnar" flensur sem koma harðast niður á eldri og lasburða einstaklingum. Um 1.000 einstaklingar hafa nú látist úr veikinni í Bandaríkjunum en til samanburðar má geta þess, að um 36.000 einstaklingar látast þar á hverju ári úr "venjulegri" flensu.    

Sama dag og Obama birti yfirlýsingu sína gaf FDA (Lyfjastofnun USA) þarlendum læknum formlegt leyfi til að nota nýtt veirulyf, sem enn er á tilraunastigi og sem nefnist Peramivir, sem framleitt er af Biocryst Pharmaceuticals Inc. Þetta þýðir m.a. að læknar á sjúkrahúsumgeta gefið þeim sjúklingum, sem ekki af einhverjum ástæðum hafa ekki gagn af veirulyfjunum Tamiflu og Relenza, þetta nýja lyf í æð.

Peramivir
er svokallaður neuraminidase inhibitor, sem hefur hamlandi áhrif á ensýmið  neuraminidase og hindrar þannig að nýir inflúensuvírusar dreifi sér út frá sýktum frumum líkamans. Góðu fréttirnar eru þær að nýja lyfið virðist vera enn kröftugra en eldri veirulyf í sama flokki og gagnast jafnvel við fuglaflensunni hættulegu, a.m.k. í tilraunaglösum.  

Nú er bara að panta slatta af Peramivir fyrir landsmenn!

peramivir.jpg

 

 

 

Keep it simple!

BB King

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband