Gleðigangan

Í dag gleðjast samkynhneigðir alla leið frá Hlemmi og niður á Torg. Gangan myndar langan hala, sem sveiflast við sambataktinn, flestum til gleði. Hommar og lesbíur hafa ástæðu til að fagna. Þau eru ekki lengur ofsótt af yfirvöldum. Þau eru frjáls. Almenningur tekur þátt í gleðinni af heilum hug.
Þó eru nokkrir, sem ekki geta tekið þátt í gleðnni. Þeir láta sér nægja að hlusta á sömbuna úr fjarlægð þar sem hún ómar á milli húsa í skuggahverfum borgarinnar. Þar sitja fatlaður, öryrkjar og aldraðir, sem ekki hafa efni á dýru dragi. Þetta fólk hefur engan gleðihala til að sveifla, einungis misþunga skuldahala. Það horfir á græna tölvustafi á vasareiknivél, sem gefa til kynna hvað það þarf að endurgreiða á mánuði vegna ofgreiddra bóta. Þeirra er þrautargangan.

bn2197_7.jpg
Keep it simple

BB King

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband