Vegið að þjóðinni úr launsátri í skjóli EES

"4. gr. laganna orðast svo:
Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum."
Veit íslenska þjóðin hvaða launráð er verið að brugga henni á Alþingi Íslendinga?
Hvernig komst þetta frumvarp í gegn um þingflokk Sjálfstæðisflokksins???
ees
1392/153 stjórnarfrumvarp: Evrópska efnahægssvæðið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Drög að frumvarpinu hafa legið fyrir í samráðsgátt stjórnvalda frá því í febrúar. Þau eru afrakstur vinnu tveggja starfshópa sem hafa verið skipaðir á síðustu fimm árum. Ríkisstjórnin samþykkti í fyrra að skipa síðari starfshópinn til að semja frumvarpið.

Það er ekki eins og málinu hafi verið haldið leyndu.

Bókun 35 hefur verið hluti af EES-samningnum frá því að hann var undirritaður árið 1993 en með því lofaði Ísland að innleiða hana í íslensk lög. Lengi hefur legið fyrir að það var ekki rétt gert á sínum tíma og er frumvarpinu ætlað að bæta úr því.

Það þarf ekki samþykki Sjálfstæðisflokksins til að efna löngu gerða þjóðréttarskuldbindingu. Frumvarpið er reyndar lagt fram af ráðherra úr þeim flokki og samræmist fyllilega þá stefnu hans í Evrópumálum að standa vörð um EES-samstarfið.

Hvernig eru það "launráð" að efna samning loks að fullu 30 árum eftir undirritun hans?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2023 kl. 18:56

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk Júlíus, -þú ert landvættur.

Ertu óllæs Guðmundur, eða ertu orðin eins og hver annar leppalúði sem telur þér skylt að snúa út úr því út á hvað EES hefur verið sagt af löggjafanum ganga út á til þessa? -Blessaður sýndu frekar og sannaðu  lagaspekina þína á þinni síðu frekar en að vaða um síður annarra með út úr snúninga.

Magnús Sigurðsson, 13.4.2023 kl. 20:20

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Afsakaðu Júlíus, ég mátti til, mér er mikið niðri fyrir þegar fals er annars vegar.

Magnús Sigurðsson, 13.4.2023 kl. 20:24

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Magnús.

Ég er ágætlega læs og búinn að lesa frumvarpið ásamt ítarlegri greinargerð sem fylgir því og útskýrir málið mjög vel.

Það er ekki ætlun mín að snúa út úr neinu, þvert á móti að leiðrétta ákveðinn misskilning sem virðist hafa breiðst út um þetta frumvarp og út á hvað það raunverulega gengur.

Hér að ofan er því til dæmis haldið fram að verið sé að brugga þjóðinni einhver launráð, sem er ekki rétt því málið hefur lengi legið frammi fyrir opnum tjöldum.

Það eru engin launráð að tryggja Íslendingum þau réttindi sem þeir eiga að njóta en hafa því miður farið á mis við í mörgum tilfellum vegna þeirrar röngu innleiðingar sem nú á að leiðrétta.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2023 kl. 21:12

5 Smámynd: Júlíus Valsson

RÚV, útvarp allra landsmanna sem nýtir um 8 þúsund milljónir á ári, mest af fé skattborgaranna til að breiða út fagnaðarerindi ríkistjórnarinnar og ESB, hefur gjörsamlega brugðist hlutverki sínu sem öryggisventill þjóðarinnar. Íslendingar hafa ekki hugmynd um hvað bíður þeirra með inngöngu í ESB sem nú er nánast fullkomnuð. Frumvarp orkupakkaráðherrans var laumað í gegn um þingflokksfundi XD nánast án nokkurrar umræðu undir hræðslugæðum formannsins. RÚV beitir þöggun og jaðarsetningu dirfist menn að kvarta undan lýðræðishalla, skerðingu á fullveldi þjóðarinnar og brotum á stjórnarskránni. Ef þetta er ekki að vega frelsi okkar Íslendinga úr launsátri og með svikum þá er erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér hvað annað það getur verið. Eiginhagsmunir og aftur eiginhagsmunir þeirra sem fara með peningavaldið stjórna för. Þessum mönnum er skítsama um land og þjóð. Pereat!

Júlíus Valsson, 13.4.2023 kl. 21:23

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðmundur ef þú heldur að launsátur og launráð séu það sama þá ertu ólæs.

Þar að auki snýst umræðan ekki um það hvaða frumvarp núverandi löggjafaþing er að brugga til að snúa sig út úr því sem sagt var að EES samningurinn gengi út á 1993.

Það er flestu fullkunnugt um, sem eru að tjá sig um launsátur, að EES samningurinn 1993 var ekki góður, enda fengu kjósendur ekkert um hann að segja, og  hefði aldrei farið í gegn ef fólk hefði almennt lesið hann. 

Ekki einu sinni Jón Baldvin mælir með þessum samningi í dag. Lærðu því að lesa og hættu að snúa út úr fyrir öðrum, eða rökstuddu þvæluna í þér heima hjá þér.

Afsakaðu aftur Júlíus.

Magnús Sigurðsson, 13.4.2023 kl. 21:33

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk Magnús fyrir stuðning við málstaðinn. Þjóðin þarf að vakna og stíga á stokk. Þetta gengur ekki lengur. Við erum að verða skoðana- og áhrifalausir leiguliðar í eigin landi. Hvað kom fyrir Íslendinga? Fjöldasturlun?  

Júlíus Valsson, 13.4.2023 kl. 21:36

8 Smámynd: Júlíus Valsson

https://www.visir.is/g/20232366410d

Júlíus Valsson, 13.4.2023 kl. 21:40

9 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Röng innleiðing skrifar Guðmundur, sem nú á að leiðrétta. Hann skrifar einnig að nú eigi Íslendingar að fá að njóta meiri réttinda þar af leiðandi. Gott og blessað ef það er nú satt. 

Síðan er þetta spurning um skilning á orðum, hvað er launráð eða ekki? Samkvæmt orðanna hljóðanna er þetta ekki launráð að því leytinu til að ekki er um fullkomið leyndarmál að ræða heldur hefur athyglin ekki verið nægileg á þessu. Hverjum er þar um að kenna?

Þetta hefur ekki farið hátt. Fjölmiðlamenn sýna þessu engan áhuga. Er ekki þannig hægt að kalla þetta launráð og baktjaldamakk, þegar stjórnmálamenn stjórna landinu og koma málum í gegn án umræðu í þinginu og án þess að almenningur hafi verið upplýstur um það af fjölmiðlum?

Guðmundur skrifar um að þetta samræmist stefnu Sjálfstæðisflokksins um að standa vörð um EES-samstarfið.

Jú, upphaflega var EES-samningurinn stolt margra. Fyrst Jón Baldvin er nú farinn að segja að sá samningur sem var skrifað undir 1993 sé allt annar samningur í dag hljóta fleiri að hafa skipt um skoðun gagnvart málinu og ekki sízt innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem slík sjónarmið hafa verið sterkust.

Menn vilja ekki rugga bátnum í ríkisstjórninni. Eins og Sigmundur Davíð hefur sagt, þessi stjórn var mynduð til að halda völdum, ekki til að gera góða hluti, miklu frekar til að gera vonda hluti undir fögru yfirskini, en allt snýst það um valdafíkn í raun.

Það eru ekki margir fjölmiðlar eftir með gagnrýna umræðu, það er Útvarp Saga, Fréttin, Morgunblaðið, og sennilega einhverjir fleiri í mýflugumynd einstaka sinnum. RÚV annaðhvort þegir eða stendur með valdinu, svo einfalt er það. Maður fær grunnfréttir úr RÚV en tekur takmarkað mark á þeim útaf pólitísku slagsíðunni.

Það hefur þó komið fram einstaka sinnum að menn hafa sagt að Evrópusambandið er að verða sífellt ólýðræðislegra batterí (fyrirbæri). Vill Guðmundur ekki viðurkenna það? Hvað með Breta og hvernig ESB hefur ekki gert þeim auðvelt fyrir að fara út?

Ég held að það sé bara alveg ljóst, að miðstjórnin í Evrópusambandinu herðir tökin.

Þessar nýjustu innleiðingar munu trúlega minnka völd okkar Íslendinga frekar en að auka þau.

Guðmundur Ásgeirsson getur haft rétt fyrir sér með það að full innganga í ESB veiti aukin réttindi Á PAPPÍRUNUM, eða þessi nýja innleiðing, en það þarf þá að ganga á eftir því og hafa ákveðna og sterka utanríkisráðherra til þess. Er Þórdís Kolbrún þannig? Manni finnst það ekki alveg.

Launsátur eða launráð, leynimakk, þöggun, sama hvernig það er orðað, það eru langflestir orðnir sofandi um svona mál. Ráðherrar eru orðnir stimplavélar fyrir ESB og Nató. 

Ég er sammála síðuhafa og Magnúsi, en nú er hægt að vinna gegn þjóðinni án þess að brjóta lög. Fyrir allra augum fer óhæfan fram og lögum er búið að breyta þannig að almenningur er viljalaust verkfæri.

Hvernig er hægt að vekja almenning til vitundar og hefja nýja sjálfstæðisbaráttu eins og Fjölnismenn háðu? Hvernig er hægt að láta almenning sig þetta varða?

 

Ingólfur Sigurðsson, 14.4.2023 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband