Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur kynnt áform um byggingu og rekstur vindorkuþyrpingar við Dyraveg á Mosfellsheiði. Áform OR felast í uppbyggingu allt að 108 MW vindorkuþyrpingu á 7,2 km2 svæði við Dyraveg á Mosfellsheiði. Gert er ráð fyrir að reisa 15 vindtúrbínur á framkvæmdasvæðinu og að afl hverrar verði 7,2 MW. Hæð vindtúrbínanna verður mest 210 m, með vélarhús í 125 m hæð og spaðalengd 87,5 m. Við hverja vindtúrbínu þarf steypta undirstöðu (allt að 30 m í þvermál og 3-4 m á þykkt), 1.500 m2 kranaplan og 5.000 m geymslusvæði. Leggja þarf 1,3-4,5 km aðkomuveg að svæðinu frá Nesjavallaleið eða Þjóðvegi 1. Einnig þarf þjónustuvegi að hverri vindmyllu, alls um 8-12 km að lengd og 4-4,5 m breiðir.
Dyravegur
Dyravegur er forn þjóðleið sem liggur um Hengilssvæðið á Suðvesturlandi, milli Mosfellsheiðar og Grímsness. Leiðin liggur um Dyrafjöll, sem eru móbergshryggir norðan Hengils, og er nafnið dregið af náttúrulegum dyrum eða þröngum skarði milli tveggja þverhníptra hamra sem vegurinn liggur í gegnum. Í dag er Dyravegur vinsæl gönguleið fyrir útivistarfólk en þar liggur einnig gömul friðlýst reiðgata sem liggur í gegnum fyrirhugað framkvæmdasvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Hengilssvæðið austur af framkvæmdasvæðinu er á náttúruminjaskrá.
Leiðin er um 20,4 km löng og tekur um 8 klukkustundir að ganga. Hún hefst við Elliðakot í Mosfellsdal og liggur um Dyrafjöll að Dyradal. Dyravegur er bæði söguleg og náttúrufarslega áhugaverð leið sem býður upp á einstaka gönguferð um móbergsfjöll, jarðhitasvæði og sögulegar slóðir. Leiðin hentar vel fyrir þá sem hafa áhuga á útivist, jarðfræði og sögu Íslands.
Víðátta og óröskuð náttúra Íslands er dýrgripur
Víðátta, óröskuð náttúra og óbyrgt útsýni, eru ekki bara einkenni íslensks landslags þetta eru einnig djúpstæð íslensk gildi sem hafa mikil áhrif á menningu, sjálfsmynd og upplifun fólks á Íslandi. Víðáttan skapar sterka tilfinningu fyrir frelsi og ró. Þú horfir yfir opið land þar sem ekkert þrengir að sjónsviði, og það hefur djúp áhrif á andlega líðan þína. Hún er líka hluti af menningarlegri sjálfsmynd Íslendinga hugmyndin um að geta ferðast óhindrað um landið, án mikilla ummerkja manna. Í ferðaþjónustu er víðáttan eitt af því sem ferðamenn dást mest að þessi óendanlegi opni heimur.
Orkuveita Reykjavíkur hyggst reisa 15 vindtúrbínur á Dyravegi og mun hver þeirra verða 210 metrar á hæð. Svo stórar vindmyllur munu sjást mjög víða frá. Þær verða áberandi í sjónlínu, jafnvel á stórum svæðum. Þær brjóta upp náttúrulega sjónlínu fólk missir möguleikann á að horfa yfir ósnortin fjöll, heiðar og dali. Það dylst engum að vindtúrbínuþyrpingar með svo stórum mannvirkjum og á þessu svæði, sem er í 280 m hæð yfir sjávarmáli mun verða mjög áberandi lýti í náttúrunni og raska því náttúrulega umhverfi og víðsýni sem þar ríkir í dag. Ímynd landsvæðisins breytist frá því að vera í hugum fólks óröskuð náttúra og ákjósanlegt svæði til útivistar í að verða forljótt og truflandi iðnaðarsvæði sem vekur upp ótta meðal viðkvæmra. Svona skrímsli eiga einfaldlega ekki heima í íslenskri náttúru.
Vatnsvernd
Framkvæmdasvæði Orkuveitu Reykjavíkur er innan fjarsvæðis vatnsverndar, sem þýðir að framkvæmdir eru háðar reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Gera þarf sérstakt áhættumat vegna mögulegra mengunaráhrifa á grunnvatn áður en framkvæmdir geta hafist. Í þessu sambandi verður sérstaklega að gæta að ákvæðum Vatnaáætlunar Íslands 2022 2027, Vatnalaga nr. 15 20. júní 1923 og reglugerðar 796/1999 um varnir gegn mengun vatns.
Grunnvatns- og yfirborðsmengun frá vindtúrbínuþyrpingum er sterkur áhættuþáttur. T.d. geta vegagerð og undirstöður raskað yfirborði og gróðri, sem getur leitt til jarðvegsrofs. Þegar óvarinn jarðvegur skolast út í ár, læki eða vötn getur hann valdið: Drullu- og leirmengun í vatni, sem getur skaðað fisk og vatnalíf og tæmingu torf- og mýrlendis, sem hefur áhrif á náttúrulegan vatnsbúskap svæðisins.
Þungavélar sem notaðar eru við framkvæmdir nota smurolíu, dísil og önnur efni. Ef leki verður eða eldsneyti kemst í jarðveg eða grunnvatn getur það mengað vatnsból og skaðað vistkerfi sem treysta á hreint yfirborðs- eða grunnvatn eins og er raunin á þessu svæði.
Skv. upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur mun hver vindtúrbína þurfa steinsteypta, (járnbenta) undirstöðu sem er 30m að ummáli og um 4m að þykkt. Hver undirstaða þarf því um 2.827 rúmmetra af steypu (ef reiknað er með þéttleika (eðlismassa) venjulegrar steypu: ≈ 24002500 kg/m³). Hver vindtúrbína mun því þurfa 7.215 tonn af steypu (283 steypubílar!). Þessar tölur má svo margfalda fyrir 15 vindtúrbínur.
Undirstaða hverrar vindtúrbínu mun innihalda sement og önnur efni sem geta haft áhrif á sýrustig (pH) og samsetningu grunnvatnsins og á framkvæmdatíma getur úrkoma skolað efnasamböndum úr steypusvæðum og breytt vatnsjafnvægi á viðkvæmum svæðum.
Rask á votlendi getur leitt til þess að vatnsflæði breytist eða hverfi og mýrar þorni upp eða breytist í rennandi vatn, sem hefur áhrif á vatnalíf og koldíoxíðlosun. Þetta getur einnig haft óbein áhrif á grunnvatn, þar sem endurnýjun þess fer oft fram í mýrum og ám.
Nýlega ákvað Orkuveita Reykjavíkur að banna umferð bifreiða á vatnsverndarsvæði Reykjavíkur í Heiðmörk. Það skýtur því skökku við að leyfa gífurlega umferð steypubíla og jarðvegstækja á vatnsverndarsvæðinu á Dyravegi, þó svo það sé jaðarsvæði.
Kolefnisfótspor
Ljóst er að sú risaframkvæmd sem Orkuveita Reykjavíkur áætlar á Dyravegi mun skilja eftir sig risastórt kolefnisfótspor. Uppreiknað heildarkolefnisfótspor fyrir eina vindtúrbínu gæti litið svona út:
- Framleiðsla vindtúrbínu: 1.251.5 tonn CO2.
- Flutningur og uppsetning: 300600 tonn CO2.
- Bygging undirstöðu (steypa og járn): 9,00011,000 tonn CO2.
Heildarkolefnisfótspor fyrir eina 210 metra háa vindtúrbínu með undirstöðu og flutningi til Íslands eru áætlað að vera: 10,600−12,100 tonn CO2.
Eru vindtúrbínur góð fjárfesting?
Reykvískir skattgreiðendur hafa ekki við að hrista hausinn yfir heimskulegum áhættufjárfestinum Orkuveitu Reykjavíkur, sem sumar hverjar samrýmast alls ekki kjarnastarfsemi fyrirtækisins, en sem óþarft er að rekja nánar hér. Ljóst er að það útheimtir gífurlegt fjármagn að reisa vindtúrbínuþyrpingu eins og þá sem hér um ræðir og að orkuframleiðsla sú sem ætlað er að þar fari fram muni þurfa á að halda stöðugri og aðgengilegri viðbótarvaraorku t.d. frá vatnsafls- eða varmaaflsvirkjun, sem ekki er þó enn í sjónmáli og með öllu óljóst hver verður. Hæpið er að bygging slíkrar þyrpingar sem hér um ræðir verði arðbær við núverandi raforkuverð og stóla verður því á framtíðar verðhækkanir raforkunnar og/eða lagningu sæstrengs til ESB. Einnig verður væntanlega að ganga út frá því að ETS-kerfi ESB verði við haldið að mestu óbreyttu á komandi árum sem alls ekki er þó öruggt hvað þá verðið á losunarheimildum.
Nýlega hélt sænskur hagfræðingur, Christian Steinbeck fyrirlestur í sænska þinginu (Riksdagen) um arðsemi vindtúrbínuþyrpinga þar í landi. (sjá slóð á YouTube myndband hans hér að neðan).
Í fyrirlestri sínum segir hann frá ítarlegri greiningu á arðsemi og framtíð vindorku í Svíþjóð og lætur þar í ljós verulegar áhyggjur af þróun kostnaðar og arðsemi. Hann ræðir þar um ýmis fjármálagögn sem safnað var úr gagnagrunni þar sem fylgist með 90% sænskra vindorkuvera á árunum 2017 til 2023 þar sem í ljós kemur stöðuga hækkun framleiðslukostnaðar þrátt fyrir vaxandi tekjur, sem hefur leitt til umtalsverðs fjárhagslegs taps. Steinbeck leggur áherslu á að núverandi fjárfestingar í vindorku séu óskilvirkar til lengri tíma og bendir á að í framtíðinni sé líklegt að grípa þurfi til ríkisafskipta til að bjarga vindtúrbínuverkefnum í rekstrarvanda. Fram kemur einnig að talsverð lækkun hefur orðið á fasteignaverði á svæðum með vindtúrbínuþyrpingum og í nágrenni þeirra.
Vindtúrbínuþyrpingar Lagaumhverfi
Skv. Upplýsingum á heimasíðu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verða sérstök lög sett um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Áhersla verður lögð á að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verður að tryggja afhendingaröryggi. Ráðuneytið telur afar mikilvægt er að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og tillit verði tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Í því samhengi verður tekin afstaða til gjaldtöku fyrir slíka nýtingu. Vinnu við frumvarp og þingsályktun um stefnu stjórnvalda um nýtingu vindorku á landi er lokið og hefur hvoru tveggja verið lagt fram á Alþingi en ekki tókst að ljúka afgreiðslu þeirra fyrir þinglok.
Ljóst er því að enn liggur ekki fyrir heildarlöggjöf um vindtúrbínur á Íslandi. Ekki að furða þótt margir rembist eins og rjúpa við staur að koma sinni ár fyrir borð á meðan Vilta-Vestrið ræður ríkjum í vindorkumálum hér á landi. Hverjum er Alþingi annars að hygla með þessum slóðahætti?
Niðurlag
Víðátta, óröskuð náttúra og óbyrgt útsýni eru ekki bara fagurfræðilegir þættir þau eru menningarleg, umhverfisleg og andleg gildi sem móta bæði upplifun einstaklinga og sjálfsmynd þjóðarinnar. Þau eru líka verðmæti sem þarf að standa vörð um í skipulagi, ferðamennsku og náttúruvernd.
Stórar vindtúrbínur hafa djúpstæð neikvæð áhrif á íslenska náttúru:
- Þær breyta útliti landsins og skerða ósnortið útsýni,
- Þær raska vistkerfum og náttúrulegri upplifun,
- Þær grafa undan því sem margir telja helsta auðlind Íslands: óbyggðir, víðáttu og friðhelga náttúru.
Ég mótmæli þessum áformum Orkuveitu Reykjavíkur aðallega vegna þess náttúrurasks og sjónmengunar sem fylgja fyrirhuguðum vindtúrbínum. Þær verða eins og risavaxin aðskotadýr úr fornöld í íslenskri náttúru og Íslendingar hafa fjölmarga aðra mun hagstæðari valkosti til orkuöflunar.
Ég mótmæli því einnig harðlega að verið sé að skipuleggja og hefja vinnu við vindtúrbínuþyrpingu við Dyraveg í Sveitarfélaginu Ölfusi (á grænu máli "vindorkugarð") áður en heildarlöggjöf um vindorku hefur endanlega verið samin og samþykkt af Alþingi Íslendinga. Annað eru svik við íbúa Reykjavíkur og nágrennis og í raun alla Íslendinga. Nær væri að flýta setningu laga um nýtingu vindorkunnar og að menn virði þau lög. Orkuveita Reykjavíkur ætti að einbeita sér að öðrum þarfari, skynsamari og mun arðbærari verkefnum en því sem hér er til umræðu.
Heimildir:
Skipulagsgátt:
https://skipulagsgatt.is/issues/2025/454
Vindkraftens gigantiska förluster - Christian Steinbecks föredrag i Riksdagen
Vatnalög nr. 15 20. júní 1923
https://www.althingi.is/lagas/nuna/1923015.html
Reglugerð 796/1999 um varnir gegn mengun vatns.
https://island.is/reglugerdir/nr/0796-1999
Vatnaáætlun Íslands 2022 - 2027
https://www.ust.is/library/sida/haf-og-vatn/Vatna%C3%A1%C3%A6tlun%202022-2027%20-%20Copy%20(1).pdf
Hrakfarir sænskra vintúrbínuverkefna
https://finance.yahoo.com/news/investors-learn-brutal-lesson-swedens-050008371.html
Dægurmál | Breytt 23.4.2025 kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2025
Er Torfajökull að rumska?
Torfajökull gaus síðast árið 1480 en það sama ár fæddist landkönnuðurin Ferdinand Magellan og Domenico Ghirlandajo málaði þá heilagan Jeremías með gleraugu, (en hann hefur síðan verið verndardýrlingur gleraugnasmiða). Jökullinn er nefndur eftir Torfa Jónssyni frá Klofa á Landi í Rangárvallasýslu, sem átti í stríði við marga og vann sér það m.a. til frægðar að taka Lénharð fógeta af lífi. Vegna drepsóttar sem upp kom flutist hann búferlum frá Klofa og upp á Landmannaafrétt rétt við Tofajökul.
Ari Trausti jarðfræðingur segir þetta um Torfajökulsvæðið:
"Einkenni Torfajökulsmegineldstöðvarinnar, auk stórrar öskju, eru útbreiddar myndanir úr kísilríku (súru) bergi. Sprungukerfi Bárðabungu og norðurhluti öskju Torfajökuls skarast og gliðnunarhrinur í því fyrrnefnda kalla fram óróa og jafnvel eldgos í því síðarnefnda. Þannig var með jarðeldana í kringum árið 100 og 877. Einnig 1477 en þá gaus hressilega þar sem nú eru Veiðivötn (í Bárðarbungukerfinu) og í litlum mæli á Torfajökulssvæðinu (m.a. rann þá Laugahraun). Alltíðar jarðskjálftahrinur ganga yfir Torfajökulssvæðið og vísa til þess að við verðum að gera þar ráð fyrir eldsumbrotum fyrr eða síðar."
Torfajökulseldstöðin er um margt merkileg. Askjan, sem er stærsta askja landsins nær yfir 200 ferkílómetra! og er miðja hennar við Hrafntinnusker. Merki eru um gríðarlega öflug þeytigos í kerfinu sem hafa skilað allt að 20 km3 af gosefnum. Angi úr Bárðarbungukerfinu teygir sig inn í Torfajökulskerfið og hefur valdið endurteknum kvikuinnskotum í það. Kvika getur einnig borist úr vestri, úr Vatnafjallakerfinu, sem hugsanlega tengist Heklu. Atburðarrásin virðist endurtaka sig nokkuð reglulega á 6700 ára fresti, fyrst um árið 100, síðan árið 870 og síðast árið 1480 og ætti því að vera farið að styttast í nýtt gos.
Hugsanlegt er, að aukinn óróleiki í Bárðarbungu undanfarna tvo áratugi geti á endanum leitt til öflugrar gos og rekhrinu á þessum slóðum. Mun Torfarisinn nú vera að vakna til lífsins öllum að óvörum? Það gæti vissulega orðið sögulegt...
![]() |
heimildir:
http://www.eldgos.is/torfajokull
https://kjarninn.is/skodun/eldgos-og-jardskjalftar
Þeim sem hafa áhuga á jarðfræði Torfajökulssvæðinu skal bent á ítarlega skýrslu Orkustofnunar frá 2001: Í Torfajökli
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frumvarp ESB-sinna um innleiðingu Bókunar 35 við EES:
4. gr. laganna orðast svo:
Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum ef þau eru ósamrýmanleg öðrum stjórnvaldsfyrirmælum.
Íslendingar geta að sjálfsögðu áfram sett sín eigin lög en Hæstiréttur mun þó dæma eftir bókstaf ESB nema Alþingi hafi ákveðið annað, sem hefur þó engin áhrif því Hæstiréttur mun samt sem áður dæma ESB í vil þar sem reglur ESB hafa forgang fram yfir íslensk lög og dómarar Hæstaréttar hafa ekki lesið stjórnarskrá íslenska lýðveldisins síðan í menntaskóla.
Flókið?
Nei alls ekki.
![]() |
ESB-sinnar á Íslandi hafa leyst þetta vandamál með blóðflokkunum:
1) Ef viðkomandi er í blóðflokki A þá gilda íslensk lög, nema Alþingi ákveði annað sem gildir þó ekki.
2) Ef viðkomandi er í blóðflokki B, þá gilda reglur ESB framar íslenskum lögum. Alltaf!
3) AB blóðflokkur: Hæstiréttur varpar hlutkesti um það hvort reglur ESB eða hvort íslensk lög gilda. ESB-reglur gilda þó framar samt sem áður.
4) O blóðflokkur: Hræðilegt ástand! Algjör lögleysa og kaos. Hlutaðeigendur heygja einvígi enda O blóðflokkur algengasti blóðflokkurinn og nóg blóð til í Blóðbankanum. Nóg frammi.
Sigurvegarinn fær fría ferð til Brussel þar sem Selenskí og Maccarón taka vel á móti honum. Ef særður má hann ekki þvo af sér blóðbletti fyrir myndatöku. ESB reglur gilda, sama hvor vinnur einvígið. Sá dauði fær ESB-heiðursmerki fyrir að hafa staðið tryggan vörð um herðvæðingu ESB og baráttuna fyrir fullveldi Ùkraínu, réttlæti og friði í heiminum og fyrir það að sporna gegn hamfarahlýnun.
Ekkert er minnst á fullveldi Íslands. Hverjum er ekki sama um það?
Dægurmál | Breytt 7.4.2025 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins:
"21. gr.
Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til."
"Varnarsammningur embættismanns utanríkisráðuneytisins við Bandaríkin hefur ekkert laga stjórnskipulagt gildi. Hann er ógildur og ráðuneytinu til skammar.
Skyldi Gulli muna eftir 3. orkupakkanum?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allir þeir sem setið hafa inni á Litla-Hrauni þekkja vel þann raunveruleika, sem þar blasir við nýjum vistmönnum. Eins og í öðrum fangelsum fá menn fljótlega verklega kennslu í þeim lögmálum sem þar gilda og þeim aðferðum sem menn kunna og beita. Yngri fangar læra af hinum eldri og forhertu. Gildir þar einu hvort menn hafa áhuga á að kynna sér bankarán, fjár- og umboðssvik eða bara venjuleg rán, dópsmygl og þess háttar föndur. Menn læra mjög fljótt að þú svíkur einfaldlega ekki þá sem komu þér þarna inn og bíða þolinmóðir eftir þér fyrir utan girðinguna. Allir vita hvað þá gerist. Þú ert því trúr þínum lífsgildum, glæpakóða og þínum glæpflokki. Reynt er þó af megni af yfirvöldum að halda byrjendum í afbrotum aðskildum frá hinum eldri svo vistin innan veggja fangelsisins verði þeim til betrunar.
![]() |
Fallegt bæjarstæði að Litla-Hrauni |
Nýir alþingismenn fá hins vegar að valsa um innan veggja Alþingis og þeim er ekki markvisst haldið frá hinum eldri, reynslumeiri og forhertari. Þeir læra því fljótt hvernig nýta má dvölina þar í eigin þágu, vina sinna og fjölskyldu. Haldin eru námskeið og farið í fræðsluferðir til vinveittra ríkja þar sem menn læra að ræna banka og sjóði og selja landið og auðlindir þess með lagasetningum og reglugerðum og drita niður vindmyllum og smávirkjunum, spæna upp landið og leggja sæstreng og gefa vildarvinum sínum milljarða allt í því heilaga nafni loftslagsmál. Vinsælt er að hagnast á innherjaupplýsingum t.d. frá orkufyrirtækjum og með því að greiða götu þeirra innlendra og erlendra aðila sem vilja selja landið og/eða menga það með innfluttri iðnaðarmengun, vítissóda eða viðarkurli sem er dælt í jörðina ("í þéttbýli" nota bene) eða varpað hafið. Oft dugar að múta innlendum eftirlitsstofnunum svo sem Hafró.
![]() |
Alþingi Íslendinga (mynd dv.is) |
Menn læra þar að auki af eldri þingmönnum á Alþingi hvernig á brjóta lög landsins jafnvel stjórnarskrána og svíkja stefnu síns eigin flokks, samflokksmenn og sannfæringu nánast án þess að nokkur taki eftir því. Þeir sem komu þér þarna inn munu ekki bíða eftir þér á Austurvelli þegar þú sleppur út. Þú getur því andað rólega.
Margt hefur áunnist með þessu hugarfari og er landið og auðlindir þess nú að miklu leyti nú komnar í eigu alvöru erlendra glæpaflokka þar sem gilda sömu lögmál og á Litla-Hrauni: Þú kjaftar ekki frá og stelur ekki frá okkur.
...eða eins og ungi þingmaðurinn, nýkjörinn til setu á Alþingi, sagði nýlega við fréttamann RÚV af því tilefni að hann vann drengskapareið að stjórnarskránni:
"Ég veit ekki hvað ég er að gera hér? Er eitthvað eftir á þessu landi til að ræna."
Tökum Litla-Hraun til fyrirmyndar og höldum ungum þingmönnum aðskildum frá hinum eldri!
Dægurmál | Breytt 20.2.2025 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2025
Fjárplæging hreinleikans
"Sofandahætti og aumingjaskap íslenskra ráðamanna í umhverfismálum er viðbrugðið. Ísland er tiltölulega hreint og óspjallað land en regluverk varðandi umhverfismál, einkum hvað varðar innflutta mengun, er algjörlega í molum og fer versnandi."
Vítissódi (NaOH) er rammur basi og þegar hann er leystur upp í vatni myndast mikill hiti. Vítissódi er afar ætandi og hættulegt efni og þekkja margir hann sem öflugan stíflueyði. Kolefnisspor efnisins er 1.12kg CO2e/kg.
Vítissóda varpað í hafið við Cape Cod
Yfirvöld í Massachusetts í Bandaríkjunum stöðvuðu í ágúst 2024 áætlanir vísindamanna um að varpa yfir 130 tonnum af vítissóda ásamt litarefni í hafið umhverfis Cape Cod vegna mögulegra skaðlegra áhrifa á lífríkið á þessu svæði einkum á svifið og aðrar smærri lífverur, bæði á eggja- og lifrustigi. Tilraunin gekk út á að kanna hvort hafið fangaði meira af CO2 ef vítissóda væri varpað í sjóinn til að hækka sýrustig sjávar (Ph), allt í nafni loftslagsmála og hamfarahlýnunar.
![]() |
Vítissóda og litarefni varpað í hafið |
Ísland, ruslahaugur Norðursins
Sofandahætti og aumingjaskap íslenskra ráðamanna í umhverfismálum er viðbrugðið. Ísland er tiltölulega hreint og óspjallað land en regluverk varðandi umhverfismál, einkum hvað varðar innflutta mengun, er algjörlega í molum og fer versnandi. T.d. er ekki langt síðan að Alþingi samþykkti lög sem leyfa innflutning á eitursulli frá útlöndum til niðurdælingar í þéttbýli, Já þú last rétt, í þéttbýli! Kolefniskrakkarnir leita því gjarnan til Íslands með tilraunir sínar í loftslagsmálum sem ekki er hægt að framkvæma í öðrum siðmenntuðum löndum.
![]() |
20.000 tonn af viðarkurli á Grundartanga bíða eftir brennslu |
Skemmst er að minnast gjörsamlega galinnar tilraunastarfsemi Running Tide sem varpaði tugþúsundum tonna af kanadísku viðarkurli með steypuídýfu í hafið umhverfis Ísland. Um 20.000 tonn af viðarkurlinu enduðu reyndar að lokum sem eldsmatur í brennsluofni járnbrennslunnar á Grundartanga þar sem því er brennt í nafni loftslagsmála og orkuskipta. Enginn spyr um kolefnissporið af því ævintýri, sem ekki virðist enn hafa haft áhrif á hitastig jarðar. Sem betur fer!
![]() |
Nú hafa sömu kolefniskrakkarnir og sem sannfærðu a.m.k. þrjá íslenska ráðherra um snilld sína í loftslagsmálum með viðarkurlinu, ákveðið að nurla saman nýjum fjárstyrkjum í því skyni að varpa í hafið í Hvalfirði 30 tonnum (200 tonnum útþynnt) af vítissóda. Krakkarnir hafa þegar greitt Hafrannsóknarstofnum styrk upp á um 100 milljónir. Skýringin er líklega sú að starfsmaður Hafró er í ráðgjafaráði fyrirtækisins Rastar, sem stendur fyrir tilrauninni. Málið er reyndar nú á borði utanríkisráðuneytisins en miðað við fyrri reynslu af slíkum málum m.a. Coda Terminal tilrauninni á Hafnfirðingum, er einsýnt að ráðuneytin líta á Ísland sem ruslahaug Norðursins þar sem kolefniskrakkarnir fá að leika sér að vild gegn ríflegum greiðslum í styrkjaformi og skattaafslætti vegna rannsókna og nýsköpunar. Ekki er verra ef ríflegur styrkur frá ESB fylgir með í bakpokanum.
Hreint land. Fagurt land!
Ref.
https://is.wikipedia.org/wiki/Vítissódi
https://phys.org/news/2024-08-cape-cod-scientists-delay-controversial.html
https://www.mvtimes.com/2024/07/18/climate-change-lye-possible-solution-near-vineyard/
https://news.mongabay.com/2024/10/controversial-us-marine-geoengineering-test-delayed-until-next-year/
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vattenfall, sem er í eigu sænska ríkisins, hefur hætt við áform sín um mikla kolefnis föngun og -förgun.
Aðalástæðan fyrir því að að stöðva þessar framkvæmdir, sem áttu að hefjast árið 2028, er óþroskaður markaður fyrir kolefnisföngun. Verkefnið miðaði að því að fanga allt að 150.000 tonn af CO2 árlega frá lífmassaorkuveri í Jordbro, sem er smábær suður af Stokkhólmi, til förgunar í Norðursjó.
Innan við ári eftir að umhverfisleyfisumsókn var lögð fram tilkynnti Vattenfall stöðvun á þessu stórkostlega BECCS verkefni (bioenergy with carbon capture and storage.
Skv. upplýsingum Vattenfall var upphaflega ætlunin að fanga CO2 frá orkuverinu í Jordbro, en í ljós kom að núverandi markaðsaðstæður eru ekki hagstæðar til þess vegna verulegrar óvissu og skorts á efnahagslegri hagkvæmni. Til að ná markmiðum sínum um hlutleysi í loftslagsmálum, ákvað fyrirtækið í staðinn að losa sig við kolaorkuver sín og seldi Nordjyllandsværket árið 2015 og þýsku verksmiðjurnar árið eftir.
Á undanförnum árum hafa ESB og aðildarríki þess lagt auknar áherslur á CCS tækni með auknum stuðningi. Danmörk eyrnamerkti t.d. nýlega 4,1 milljarði dollara og sænska ríkisstjórnin samþykkti nýlega 3,2 milljarða dollara styrk til kolefnisfangaverkefna.
![]() |
Lífmassaverksmiðnan í Jordbro |
Þrátt fyrir þessa þróun hefur Vattenfall komist að þeirri niðurstöðu að markaður fyrir CCS sé enn ekki nógu þroskaður til að verkefnið í Jordbro verði fram haldið. Fyrirtækið hafði upphaflega áformað að geyma koltvísýringinn sem var fangaður, líklega á sjó í Norðursjó eða hugsanlega á landi í Danmörku en slík áform um niðurdælingu CO2 þar í landi eru nú úr sögunni vegna mikillar mótstöðu íbúanna.
Á síðustu vikum hafa nokkrir af stærstu bönkum Bandaríkjanna og Kanada dregið sig út úr Net Zero Banking Alliance (NZBA).
Þessir risabankar í USA og Kanada hafa greint stöðuna og eru nú að forða sér frá fyrirséðu tapi ef ekki hruni á hlutabréfum í græna orkugeiranum. Lágt verð á koltvísýringi er einnig merki um að græna bólan sé um það bil að springa.
Ref.
https://www.svd.se/a/RzEGlW/vattenfall-stoppar-koldioxidinfangning
https://swedenherald.com/article/vattenfall-stops-carbon-dioxide-capture
https://energywatch.com/EnergyNews/Cleantech/article17691839.ece
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2025
Er græna bólan sprungin?
Því hefur ítrekað verið haldið fram, að "grænar orkulausnir", sólar- og vindorka lækki orkuverðið. Þessu er akkúrat öfugt farið. Þau lönd sem hafa sett upp flestar vindtúrbínur og sólarsellur verða að innheimta hæsta orkuverðið. Öll vindorkuver í Svíþjóð eru í dag rekin með tapi. Ástandið í Noregi er skelfilegt og í Þýskalandi rífa menn nú niður vindtúrbínur og eru í staðinn að opna nýjar kolanámur. Samt sem áður er runnið á eins konar vindorkuæði á Íslandi og kolefniskrakkarnir ætla einnig að efnast vel á "grænum lausnum" svo sem kolefnis- föngun og förgun. Allt i nafni loftslagsmála og orkuskipta.
![]() |
Grænar lausnir eru mjög dýrar |
Net Zero Banking Alliance (NZBA) er samstarfsverkefni fjármálastofnana og Sameinuðu þjóðanna, sem var sett á laggirnar árið 2021, miðar að því að ná fram kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Þetta verkefni dró fljótt til sín nokkra af stærstu bönkum heimsins, sem höfðu skýr markmið með áherslu á að samþætta sjálfbæra starfshætti, samræma útlán, fjárfestingar og fjármagnsmarkaði og að stuðla að hinu háleita "núllmarkmiði" Sameinuðu þjóðanna.
Á síðustu vikum hafa þó nokkrir af stærstu bönkum Bandaríkjanna dregið sig út úr Net Zero Banking Alliance (NZBA). Þessir bankar eru Goldman Sachs, Morgan Stanley, Citigroup, Wells Fargo og Bank of America og nú síðast JPMorgan Chase og stærstu bankar Kanada: BMO, National Bank, TD Bank Group and CIBC.
Þessir risabankar í USA og Kanada hafa greint stöðuna og eru nú að forða sér frá fyrirséðu tapi ef ekki hruni á hlutabréfum í græna orkugeiranum. Græna bólan er nefnilega alveg komin að því að springa eins og allar bólur sem grundaðar eru á pólitískri hugmyndafræði sem aftur byggir á blekkingum og fölsuðum gögnum um meinta hlýnun af mannavöldum.
Aðrir bankar munu nú hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja fé í slík verkefni, sem byggja á því að borga þarf fyrir að sleppa CO2 út í andrúmsloftið. Slík losun er nú ókeypis í USA (Trump: "Drill, baby, drill!) í Kína, Indlandi og öllum hinum löndum þessa heims nema í örfáum löndum ESB. Þessar "grænu orkulausnir" eru þegar allt kemur til alls eitt risavaxið svindl, "Ponzy scheme". Nýr forseti Bandaríkjanna mun væntanlega hafa gífurleg áhrif á grænu bóluna, jafnvel sprengja hana fljótlega.
Hér á Íslandi er okkur talið trú um að vindtúrbínur lækki raforkuverð og að það að flytja milljónir tonna af útblæstri frá mengandi iðnaði í ESB og dæla honum niður í jarðlög og grunnvatnið á Íslandi muni hafa áhrif á hitastig jarðar til lækkunar. Risabankarnir eru nú hættir að trúa þessari dellu og minni bankar munu fylgja þeirra fordæmi. Búast má því við að erfitt geti reynst að fá fjárfesta í delluverkefni eins og tilraunaverkefni CarbFix á Hafnfirðingum, sem nefnist Coda Terminal. Reykjavíkurborg / Orkuveitan hefur þegar fjárfest 7 milljörðum í þetta verkefni og áætlar að fjárfesta nokkrum tugum milljarða til viðbótar á næstu árum. Coda Terminal er ætlað að bjarga Reykjavíkurborg frá gjaldþroti.
Nú er spurning um það hver er svo djarfur að þora að fjárfesta í Coda Terminal áður en græna bólan springur?
![]() |
4 of Canada's biggest banks leave Mark Carney-led climate initiative
Friðrik Hansen Guðmundsson færsla á FB
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í september 2003 greiddi sænska þjóðin atkvæði um það hvort hún vildi halda sænsku krónunni eða taka upp evruna. Mikill meirihluti, 55,9 prósent, vildi halda krónunni. Ákvörðunin var tekin eftir mikla og víðtæka umræðu og var kjörsókn mjög mikil eða 82%. Andstaðan við evruna hefur aukist með tímanum. Málið hefur þó lengi verið umdeilt í Svíþjóð einkum vegna gengissigs sænsku krónunnar gagnvart evru (um 10% á undanförnum fimm árum). Skv. Maastricth samkomulaginu frá 1992 er öllum aðildarríkjum ESB (nema Danmörku) skylt að taka upp evru.
Helstu rök Svía fyrir því að halda sænsku krónunni
- Sænski seðlabankinn getur rekið sína eigin vaxtastefnu, sem er klæðskerasniðin að sænska hagkerfinu. Vextir í Svíþjóð geta þannig verið frábrugðnir vöxtum Seðlabanka Evrópu (ECB) þegar innlendar aðstæður krefjast þess, til dæmis ef sænska hagkerfið lendir í einhvers konar heimatilbúinni kreppu.
- Reynslan frá árunum 2006 til 2014, leiddi í ljós fleiri kosti við að halda sænsku krónunni. Krónan veikist yfirleitt í tengslum við efnahagskreppur en það getur raunar verið mikill kostur fyrir efnahaginn og stutt við hagkerfið því vörur sænskra útflutningsfyrirtækja verða ódýrari þegar krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þetta auðveldar þeim að selja vörur til annarra landa. Þetta hefur m.a. valdið því að Svíþjóð stóð sig mun betur en mörg önnur lönd í alþjóðlegu fjármálakreppunni vegna veikingar sænsku krónunnar, sem virkaði sem höggdeyfir. Sömu sögu má segja um Ísland og íslensku krónuna.
- Ef Svíar taka upp evru geta þeir ekki lengur yfirtekið banka eins og þeir gerðu í fyrri bankakreppum.
- Rannsóknir benda til þess að Svíþjóð sé mjög ofarlega á lista yfir þau lönd sem önnur ESB-ríki vilja eiga samstarf við, þó svo Svíar séu utan evrunnar.
- Sænski seðlabankinn (Riksbanken) spáir því að gengi sænsku krónunnar muni styrkjast í náinni framtíð. Sænska krónan sé nú vanmetin en mikill meirihluti gjaldeyrisviðskipta með sænsku króna fer fram erlendis m.a. í London, eins og gildir um aðra gjaldmiðla.
- Efnahagslíf Svíþjóðar hefur verið mjög stöðugt og verðbólga verið tiltölulega lág. Aðild að evrunni gæti orðið til þess að Svíþjóð verði fyrir alvarlegum neikvæðum áhrifum af efnahagslegum óstöðugleika annarra evruríkja, ástand sem Svíþjóð hefði ekki fulla stjórn á.
Reynsla Finna
Um mitt ár 2000 stóð efnahagur Finnlands frammi fyrir miklum vandamálum þegar snjallsímar komu fyrst á markað. Fram að þeim tíma hafði Nokia verið stærsti farsímaframleiðandi heims en með nýjum framleiðendum lenti Nokia í miklum erfiðleikum í samkeppninni einkum við iPhone frá Apple. Það olli miklum vandamálum fyrir finnska farsímarisann Nokia, en á sama tíma dró starfræn þróun mikið úr blaðalestri sem skapaði alvarleg vandamál fyrir pappírsiðnaðinn í Finnlandi vegna minnkandi eftirspurnar eftir pappír.
Niðurstaðan var sú, að atvinnuleysi jókst og Finnland neyddist til að taka háar fjárhæðir að láni til að styðja við efnahagslífið. Þrátt fyrir hvatann af þeim ráðstöfunum hefur efnahagur Finnlands vaxið minna og hægar en í öðrum Norðurlöndum eftir fjármálakreppuna, auk þess sem ríkisskuldir eru þar mun hærri.
Þróunin hefði aldrei orðið eins slæm fyrir Finna ef landið hefði kosið að standa utan evrunnar vegna þess að eigin gjaldmiðill, eins og sá sænski, hefði veikst á kreppuárunum og þannig hjálpað útflutningsiðnaði landsins. Segja má með sanni að það hafi verið evran sem setti Nokia á hausinn. Útlitið er því ansi dökkt fyrir Finnland þegar næsta efnahagskreppa skellur á. Annar ókostur við að vera hluti af evrunni sá að Svíar neyðast þá til að aðstoða önnur evruríki ef ný efnahagskreppa kæmi upp í Evrópu.
Miðað við hversu mikið Finnland þurfti að aðstoða Grikkland í evrukreppunni hefur það verið áætlað að Svíþjóð sem evruland myndi neyðast til að ábyrgjast lán að jafnvirði 1.5002.000 milljarða sænskra króna ef til dæmis Frakkland eða Ítalía lenda í svipuðum vandræðum, sem jafngildir um eins árs skatttekjum sænska ríkisins.
Bankasamband Evrópu
Aðild að ESB og upptaka evru fylgir þátttaka í Bankastofnun Evrópu (e. European Banking Authority, EBA) eða Bankasambandi Evrópu. Reglur ESB banna alfarið ríkjum sambandsins að yfirtaka banka í kreppu, en það var einmitt slík yfirtaka, sem hafði þau jákvæðu áhrif að Svíþjóð komst tiltölulega heilu og höldnu út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni, eins og þegar sænska ríkið yfirtók fjárfestingarbankana Carnegie og Max Matthiessen í fjármálakreppunni árið 2008. Ef Svíar taka upp evru þá tapa þeir tækifærinu til að bregðast við á sama hátt og í fyrri bankakreppum. Þetta skilja flestir Íslendingar mæta vel!
![]() |
Íslenska krónan stendur sig mjög vel |
Velgengni Svía er sænsku krónunni að þakka að verulegu leyti
Rannsóknir benda til þess að Svíþjóð sé mjög ofarlega á lista yfir þau lönd sem önnur ESB-ríki vilja eiga samstarf við, þrátt fyrir að Svíar séu utan evrunnar. Sumir sænskir hagfræðingar halda því þó fram, að hvorki krónan né evran séu kraftaverkauppskriftir að efnahagslegum árangri. Innan evrusvæðisins hafi það breyst hvaða ríkjum hafi gengið vel og hvaða ríki hafi átt í erfiðleikum frá því að evran var tekin upp fyrir rúmum tuttugu árum. Menn verði sífellt sannfærðari um að aðrir þættir í efnahagsstefnu lands, eins og skattkerfi, viðskiptaumhverfi og regluumhverfi, skipta meira máli fyrir vöxt og framleiðni en val á gjaldmiðli. Sænski seðlabankinn (Riksbanken) spáir því að gengi sænsku krónunnar muni styrkjast í náinni framtíð. Sænska krónan sé nú vanmetin en mikill meirihluti gjaldeyrisviðskipta með sænsku krónuna fer fram erlendis m.a. í London, eins og með aðra gjaldmiðla. Efnahagur landsins sé þó ekki háður gengi sænsku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Málið er flóknara en það.
Norðurlandakróna í farvatninu?
Athyglisvert er að norska og sænska krónan eru í dag næstum nákvæmlega sama virði. Báðir gjaldmiðlanir hafa lækkað um það bil sömu upphæð gagnvart evru og dollar, þrátt fyrir að Noregur sé með eitt sterkasta hagkerfi heims. Samanlagt eru Norðurlöndin með mjög sterkt hagkerfi, stærra og sterkara en Rússland. Mikilvægt er því að Norðurlönd efli samstarf sitt á ýmsum sviðum samfélagsins, ekki síst í efnahagsmálum, sem er mun mikilvægara en að Svíar afhendi Seðlabanka Evrópu (ECB) í Frankfurt vald yfir gjaldmiðlinum. Tími er kominn tími til að fara að ræða sameiginlegan norrænan gjaldmiðil eins og lagt hefur verið til. Öflug Norðurlönd eru hagfeld fyrir okkur sjálf, fyrir Evrópu og umheiminn!
Áfram íslenska krónan!
Ref.
Svenska Dagbladet (svd.se)
Sverikes Riksbank (riksbank.se)
Jämtlands Tidning (www.jamtlandstidning.se)
Vildarvinir íslensku krónunnar (www.facebook.com/groups/297737180647028/)
Dægurmál | Breytt 15.1.2025 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Framsóknarflokkurinn, ásamt öðrum stjórnmálaflokkum í fráfarandi ríkisstjórn, stóð fyrir innleiðingu samkeppnisreglna og orkupakka ESB. Þar er raforkan okkar skilgreind sem hver önnur vara (eins og kaffi, ávextir og skór) en ekki sjálfsögð þjónusta eins og áður. Raforkan lýtur því markaðs- og samkeppnislögmálum ESB eins og aðrar vörur. Frjálst flæði vöru, fjármagns, fólks og þjónustu, þ.e. fjórfrelsið er greipt í stjórnarskrá ESB. Frjálst flæði raforku yfir landamæri er þar með talið.
Allur þingflokkur Framsóknarflokksins samþykkti innleiðingu 3. orkupakka ESB árið 2019, allir sem einn. Spurning vaknar hvort þingmenn Framsóknar hafi skilið til fulls hvað þeir voru að samþykkja? Þingmenn VG höfðu t.d. ekki hugmynd um það. Þriðji orkupakki ESB skyldar nefnilega stjórnvöld til að tryggja og auðvelda aðgengi nýrra raforkuframleiðenda til að tryggja og auðvelda aðgengi nýrra að markaðnum og þróa raforkumarkaðinn til aukinnar hagkvæmni og skilvirkni og að ryðja úr vegi öllum hindrunum fyrir raforkutenginum á milli landa.
Í samræmi við ákvæði orkupakkanna hefur verið sett á fót hér á landi markaðstorg fyrir raforkuviðskipti; Elma orkuviðskipti, sem eru í eigu Landsnets og Vonarskarð, sem er einkarekið. Nú þurfa heimili og lítil fyrirtæki að keppa við stórfyrirtæki um raforkuna á uppboðsmarkaði.
ESB-sinnar hér á landi fagna því að sjálfsögðu.
Halla Hrund Logadóttir f.v. Orkumálastjóri skrifaði þ. 17. nóvember 2024 grein á visir.is 1) þar sem hún segir m.a.:
Raforka er ekki bara vara sem seld er til hæstbjóðanda. Hún er lífæð samfélagsins, grundvöllur daglegs lífs og atvinnurekstrar. Nú þarf að tryggja að allir njóti góðs af henni. Líka venjuleg fyrirtæki, garðyrkjubændur og heimilin í landinu. Viljum við verða verstöð fyrir erlenda fjárfestingasjóði, þar sem við seljum auðlindir okkar sem hrávöru til hæstbjóðanda, eða viljum við byggja upp fjölbreytt atvinnulíf sem styður við nýsköpun, minni fyrirtæki, virðisaukandi framleiðslu og gjaldeyrissparandi starfsemi? Þetta er ekki aðeins spurning um hagnað eða markaðslögmál þetta er spurning um stefnu, gildi og framtíðarsýn fyrir Ísland.
![]() |
Þarna heldur f.v. Orkumálastjóri því blákalt fram, að raforkan sé alls ekki vara sem ekki sé hægt að selja á uppboðsmarkaði og að stefna (líklega stefna Framsóknar) geti bjargað ástandinu. Nú er það svo, að Framsóknarflokkurinn gerði á síðasta kjörtímabili algjörlega misheppnaða tilraun til að skáka eigin misgjörðum með því að ganga í berhögg við ákvæði EES-samningsins og setja lög um forgangsorku til heimilanna 2). Þeir eru greinilega enn ekki búnir að fatta EES og telja að þetta ætti ekki að vera mikið vandamál þar sem heimilin nota einungis um 5% af raforkuframleiðslunni. Frumvarpið var þó gert afturreka og stólpagrín gert að flutningsmanni þess. Ráðherra orkumála sagði t.d. að það væri mun skynsamlegra að treysta á samfélagsvitund orkufyrirtækjanna!
Landsvirkjun er langstærsti framleiðandi raforku hér á landi. Ef svo stór framleiðandi raforkunnar er skyldaður til að tryggja ákveðnum viðskiptavinum ákveðið magn, þá tryggir það í raun yfirburði þess kaupanda gagnvart seljendum, raforkumiðlum, afætum og öðrum milliliðum og ekki síst öðrum framleiðendum raforkunnar. Frumvarpið gekk hins vegar út á það að aftengja raforkuna frá lögmálum hins frjálsa markaðar, m.ö.o. markaðslögmálin voru tekin úr sambandi. Þetta stangast algjörlega á við ákvæði EES-samningsins.
Þriðji orkupakki ESB gerir reyndar ráð fyrir að yfirvöldum sé heimilt að skylda fyrirtæki til að sinna heimilum og fyrirtækjum við vissar efnahagslegar aðstæður (neyðarástand) en þá þarf að skilgreina vel það ástand og þær skyldur og ástæður þurfa að vera gagnsæjar, án mismununar, sannprófanlegar og tryggja jafnan aðgang raforkufyrirtækja að neytendum. Ekki er þó með neinu móti hægt með íslenskum lögum að mismuna hópum viðskiptavina eftir því hvaða magn og verð þeir borga á raforkumarkaði.
Nú vaknar sú spurning hvernig f.v. Orkumálastjóri, Halla Hrund Logadóttir ætlar sem þingmaður Framsóknar eða jafnvel sem nýr orkumálaráðherra að aftengja framleiðslu og sölu á raforku frá markaðslögmálum ESB? Segja upp EES? Segja Ísland frá orkupökkum ESB?
...eða er kannski bara best að treysta áfram á samfélagsvitund orkufyrirtækjanna?
Ps. Undirritaður hefur ítrekað beint fyrirspurnum um þessi atriði til Höllu Hrundar en hún hefur enn ekki svarað þeim.
ref.
1) https://www.visir.is/g/20242650864d/-hvenaer-var-thetta-samtal-vid-thjodina-tekid-spurdi-gardyrkjubondinn
2) https://www.althingi.is/altext/154/s/0635.html
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)