12.9.2025
Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum?
Íslendingar ættu að stórefla tengslin við Grænland og styðja af fullum krafti og af heilum hug við sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. Höldum með Grænlendingum!
Grænland og Danmörk
Í Napóleonsstyrjöldinni veðjaði Danmörk/Noregur á rangan hest og eftir tap Frakka neyddist Danmörk til að afsala sér völdum yfir Noregi til Svíþjóðar en hélt yfirráðum sínum yfir Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, sem höfðu verið hluti af norska konungsríkinu. (Kiel sáttmálinn 1814). Grænland hafði verið undir Noregi frá 1261 og fór með Noregi inn í danska ríkið.
Frá þeim tíma er hægt að tala um formleg dönsk yfirráð yfir Grænlandi, sem eftir það var dönsk nýlenda. Með stjórnarskrárbreytingu 1953 var staða Grænlands sem dönsk nýlenda afnumin og landið formlega skilgreint sem hérað (amt) í danska ríkinu. Grænlendingar urðu þá danskir ríkisborgarar.
![]() |
Grænland og ESB
Þegar Danmörk gekk í ESB árið 1973 (þá Efnahagsbandalagið, EBE) fylgdi Grænland með í kaupunum, enda var það þá danskt hérað. Eftir að Grænlendingar fengu aukna sjálfstjórn árið 1979 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla 1982 um aðild að ESB. Niðurstaðan var að meirihluti Grænlendinga vildi úrsögn úr ESB, aðallega vegna óánægju þeirra með sjávarútvegsstefnu ESB, sem Grænlendingar töldu skerða stjórn þeirra á eigin fiskimiðum. Grænland yfirgaf svo ESB árið 1985, en er þó enn hluti af Danmörku.
Grænland er skilgreint af ESB sem hluti af Ytri löndum og landsvæðum ESB (Overseas Countries and Territories, OCT) sem eru svæði sem tengjast ESB ríkjum stjórnarfarslega en sem eru ekki hluti af ESB. Þetta þýðir að Grænland er ekki hluti af innri markaðnum eða tollabandalaginu, en hefur sérstök viðskiptakjör og samstarfssamninga við ESB. Þrátt fyrir aukna heimastjórn og sjálfstjórn hafa Danir enn formlegt vald yfir mikilvægum málum á Grænlandi, svo sem utanríkismálum, varnarmálum og myntmálum.
Grænland er auðugasta ríki heims.
Grænland býr yfir gífurlegum náttúruauðlindum: sjávardýrum, málmum (sjaldgæfum jarðefnum, úrani, gulli, járni o.fl.), vatnsafli og möguleikum á olíu- og gasvinnslu. Margir telja að tekjur af þessum auðlindum ættu að renna beint til Grænlendinga, ekki Dana. Sjálfstæði gæti gert Grænlendingum kleift að gera eigin samninga við ríki og fyrirtæki um nýtingu auðlinda myndi færa Grænlendingum óskorað vald yfir eigin framtíð og stefnumótun.
Sjálfstæði Grænlands
Samkvæmt alþjóðalögum, meðal annars stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, eiga þjóðir rétt á sjálfsákvörðun. Margir Grænlendingar telja að fullveldi sé eðlilegt framhald af sjálfstæðisbaráttu sinni. Grænlendingar eru flestir Inúítar með eigin tungumál, hefðir og menningu, sem er mjög frábrugðin dönsku og danskri menningu. Margir telja því að sjálfstæði Grænlands styrki og verndi grænlenska menningu betur en tengsl við Danmörku, þar sem danska hefur lengi haft yfirburði í stjórnsýslu og menntakerfi landsins. Í hugum Grænlendinga hafa áhrif danskra yfirráða verið neikvæð, sem kemur fram meðal annars í ójafnræði í menntun, launum, heilbrigðisþjónustu, nauðungarflutningum og alvarlegu misrétti gagnvart íbúum og menningu landsins (sbr. spíralmálið). Sjálfstæði væri táknrænn réttarbót og leið til að endurheimta þjóðarstolt.
Spíralmálið
Spíralmálið (lykkjumálið) í Grænlandi var skipulagt verkefni þar sem þúsundir grænlenskra stúlkna og kvenna fengu spírala (getnaðarvarnerlykkjur) settan upp á sjöunda áratugnum, oftast án samþykkis. Málið er nú rannsakað sem alvarlegt mannréttindabrot og sem tákn um nýlenduarfleifð Dana í Grænlandi. Málið kom fyrst að fullu fram í fjölmiðlum árið 2017, þegar danskir blaðamenn opinberuðu skjöl sem sýndu umfang málsins. Um helmingur kynþroska stúlkna á Grænlandi voru þá gerðar ófrjóar. Í kjölfarið kröfðust grænlensk stjórnvöld opinberrar rannsóknar og viðurkenningar á brotum Dana gegn grænlenskum konum. Spíralmálið er oft nefnt sem dæmi um nýlenduvald Dana og um skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti Grænlendinga.
Ísland og Grænland
Fullveldi Íslands árið 1918 og stofnun lýðveldis árið 1944 voru góð fordæmi fyrir aðrar þjóðir á Norðurlöndum sem vildu losna undan yfirráðum Dana. Grænlenskir sjálfstæðissinnar hafa oft nefnt Ísland sem innblástur og fyrirmynd, þar sem Íslendingar sýndu að lítið þjóðríki geti staðið á eigin fótum. Íslensk stjórnvöld hafa jafnan viðurkennt rétt Grænlendinga til sjálfsákvörðunarréttar samkvæmt alþjóðalögum. Á vettvangi Norðurlandaráðs hefur Ísland verið jákvætt gagnvart því að styrkja stöðu Grænlendinga og Færeyinga sem sjálfstæðra fulltrúa í ráðinu, og Ísland hefur oft tekið undir sjónarmið um að Grænland þurfi að hafa sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi, jafnvel þótt það sé enn hluti af danska ríkinu.
![]() |
Bandaríkin hafa sýnt Grænlandi aukinn áhuga og vilja efla beint samband við grænlensk stjórnvöld, án afskipta frá Danmörku. Þetta vakti mikla athygli árið 2019 þegar Donald Trump forseti Bandaríjanna lét kanna möguleikann á að kaupa Grænland af Dönum. Þótt mörgum hafi þótt hugmyndin fjarstæðukennd, endurspeglaði hún raunverulega áhuga Bandaríkjanna á að tryggja sér áhrif á svæðinu. Bandaríkin hafa aukið fjárhagslega og pólitíska aðstoð til Grænlands, til dæmis með því að opna bandaríska ræðisskrifstofu í Nuuk árið 2020. Bandaríkin líta á Grænland sem afar mikilvægt hernaðarlegt varnar- og eftirlitssvæði, auðlindageymslu og lykilhlutverk í norðurslóðapólitík, og vilja tryggja áframhaldandi áhrif sín og bandalagsríkja sinna á Grænlandi.
Grænlendingar eiga sjálfir að ráða sinni framtíð og sínum örlögum. Þeir ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu og vilja nú slíta sig alfarið úr sambandi við Dani, þrátt fyrir rúmlega 3 milljarða danskra króna í árlegan styrk frá Dönum.
Íslendingar ættu að stórefla tengslin við Grænland og styðja af fullum krafti og af heilum hug við sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga.
Því vekur því furðu að íslenskir ráðamenn lýsi ítrekað yfir að þeir standi með Dönum.
Í sjálfstæðismálum Grænlands ætti Ísland að styðja málstað Grænlendinga!
Greinarhöfundur er fullveldissinni
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á meðan Norðmenn bjuggu sig undir þingkosningarnar 2025 var lítið rætt um raunveruleg vandamál og brýn verkefni í landinu. Í stað þess snérist umræðan í kosningabaráttunni um alþjóðamál eins og stríðið í Úkraínu og ástandið í Gaza, mál sem norska stjórnmálamenn hafa takmarkað vald til að breyta (hljómar kunnuglega, ekki satt?).
En undir kraumar mikil óánægja sem á rætur að rekja til dýpri og flóknari vandamála. Og það er ein bók sem virðist hafa hitt beint í hjartað á þeirri umræðu: Landet som ble for rikt eða Landið sem varð of ríkt eftir hagfræðinginn Martin Bech Holte.
Velgengni sem hömlur á breytingar
Þótt bókin hafi komið fyrst út árið 2023 er hún enn mikið til umræðu, sérstaklega nú í aðdraganda kosninganna. Holte setur fram ögrandi en mikilvæga spurningu: Hvað gerist þegar samfélag verður svo auðugt að það hættir að virka? Er hægt að verða svo ríkur að maður hætti að spyrja óþægilegra spurninga?
Noregur er eitt af auðugustu löndum heims. Olíusjóður landsins nemur yfir 15.000 milljarða íslenskra króna og hefur verið notaður sem fyrirmynd að ábyrgri auðlindanýtingu. Samfélagið er stöðugt, velferðarkerfið örlátt og atvinnuleysi lágt. Á yfirborðinu virðist allt í góðu lagi.
En Holte dregur upp aðra mynd. Þetta ríkidæmi hafi sljóvgandi áhrif á samfélagið: þegar flestir búa við efnahagslegt öryggi og velferðarkerfið styður rausnarlega við borgarana dregur úr hvata einstaklinga og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta hefur verið kallað auðlindabölvun ekki endilega spilling eða valdníðsla eins og oft sést í þróunarríkjum, heldur pólitískur sljóleiki, félagsleg leti og hnignun í menntun sem stafar af of þægilegri tilveru.
Leti og rýr menntun: birtingarmynd vandans
Í bókinni bendir Holte á tölfræði sem vekur athygli. Um 75% Norðmanna á kosningaaldri eru annaðhvort á bótum eða í opinberri þjónustu. Einkaframtak dregst saman; aðeins um 15% starfa hjá einkareknum fyrirtækjum í Noregi. Skattar á auðmenn hafa hækkað svo mikið að margir ríkustu einstaklingar landsins hafa flust til Sviss.
Jafnvel menntakerfið virðist ekki njóta góðs af ríkidæminu: niðurstöður úr PISA-könnunum sýna slaka frammistöðu norskra nemenda í lestri og stærðfræði, og sífellt færri sækja framhalds- eða háskólanám. Olíusjóðurinn upphaflega ætlaður til fjárfestingar í þekkingu og framtíð hefur ekki verið nýttur í þeim tilgangi, að mati höfundarins.
Spurningin sem Holte varpar fram kaldhæðnisleg en alvarleg er þessi: Þegar allir fá sitt skerf af kökunni, hver nennir þá að gagnrýna stjórnvöld?
Hvað með Ísland erum við á sömu braut?
Þótt ádeilan beinist að Noregi er hún jafnframt viðvörun til Íslands. Íslendingar byggja velferð sína ekki á olíu heldur á vatnsafli og jarðvarma, og nú er deilt um vindorku. En spurningarnar sem Holte varpar fram eiga ekki síður við hér: Hvernig nýtum við auðlindir til hvers og með hvaða afleiðingum fyrir samfélagið?
Við stöndum á tímamótum í orkumálum, bæði tæknilega og pólitískt. Umræða um vindorkuverkefni, orkuflutningskerfi og nýtingu náttúruauðlinda hefur orðið sífellt pólitískari. Umræðan snýst ekki eingöngu um krónur og aura heldur einnig um sjálfsmynd þjóðarinnar, lýðræðisþátttöku, fullveldi og framtíðarsýn.
Ef einblínt er á hagfræðilegu hliðina má spyrja: Ef græna orkustefnan verður aðallega rekin sem útflutningsverkefni í fjáröflunarskyni, hvað verður þá um samfélagslega samstöðu, sköpunarkraft og gagnrýna hugsun?
Ríkidæmi: ávinningur eða byrði?
Það sem Holte undirstrikar í bók sinni, og sem ætti að hvetja okkur Íslendinga til íhugunar, er að auðlindanýting hvort sem hún byggist á jarðefnaeldsneyti eða grænni orku krefst meira en hagfræðilegra útreikninga. Hún krefst pólitískrar meðvitundar, menningar- og menntunarlegra sjónarmiða og siðferðilegrar stefnumótunar.
Við þurfum, líkt og Norðmenn, að spyrja okkur:
- Hvernig samfélag viljum við byggja til framtíðar?
- Viljum við virkt lýðræði og öflugt borgarasamfélag?
- Eða þægilegt kerfi sem gefur öllum eitthvað en gerir engan fúsan til að breyta nokkru og þar sem allir starfa hjá ríkinu?
- Þurfum við að fórna fullveldinu fyrir þægilega stóla við borðið í Brussel?
Lokaorð: að spyrja óþægilegra spurninga
Við gætum orðið landið sem varð of ríkt á ný nema við lærum að spyrja óþægilegra spurninga í tæka tíð, segir Holte í bók sinni. Þetta er ekki eingöngu áskorun til Norðmanna. Hún á einnig við okkur Íslendinga, sem nú þurfa að vega og meta hvernig framtíð grænnar orkunýtingar eigi að líta út og hvernig hún í raun og veru þjónar fólkinu í landinu.
Að verða rík(ur) eitt og sér er ekki afrek. Spurningin er hvort við reynum að nýta þann auð af visku til að byggja réttlátt, gagnrýnið, frjálst og sjálfbært samfélag.
Heimildir
- https://www.norli.no/boker/dokumentar-og-fakta/historie-og-dokumentar/debatt-og-samfunn/landet-som-ble-for-rikt-9788248938262
- https://www.svd.se/a/1MEaOM/ekonomen-bech-holte-om-norges-problem-lata-lontagare-och-undermaliga-studenter
- https://www.nrk.no/anmeldelser/anmeldelse_-_landet-som-ble-for-rikt_-av-martin-bech-holte-1.17201297
- https://www.akademibokhandeln.se/sok?sokfraga=Martin+Bech+Holte
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lög um þjóðaratkvæðagreiðslur má fyrst og fremst finna í stjórnarskránni og lögum nr. 91/2010 um framkvæmd þeirra. Forseti Íslands getur vísað lögum til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef frumvarp er samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, öðlast það gildi sem lög. Niðurstaðan er lagalega bindandi.
Alþingi getur samþykkt ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Alþingi getur einnig sérstaklega mælt fyrir um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu með stjórnarskrárbreytingu.
Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi eru í raun pólitískt bindandi, þar sem afar ólíklegt er að Alþingi eða Forseti Íslands gangi gegn vilja þjóðarinnar
Umsókn um aðild að ESB er óheimil samkvæmt stjórnarskránni
Stjórnarskráin heimilar ekki aðild Íslands að ESB. Skilyrði fyrir aðild Íslands er að stjórnarskránni verði breytt og þar kveðið á um heimild stjórnvalda til að framselja ríkisvald til alþjóðlegra ríkjasambanda, eins og ESB.
Fulltrúum Íslands sem taka þátt í viðræðum við ESB er því óheimilt að semja um þau málefni sem stjórnarskráin bannar. Hafa fulltrúar ráðuneytisins upplýst fulltrúa ESB um að stjórnarskráin heimili ekki slíkar samningaviðræður án undanfarandi stjórnarskrárbreytingar?
Er ætlunin að breyta stjórnarskránni eftir á ef þjóðin samþykkir að hefja aðlögunarviðræður, sem utanríkisráðherra kallar gjarnan samningaviðræður eða aðildarviðræður?
Er vilji meðal Íslendinga til að afsala fullveldi? Fyrir hvað?
Er líklegt að Íslendingar samþykki svo róttækar breytingar á stjórnarskránni að þær leiði til þess að Ísland láti af fullveldi og framselji valdheimildir til erlends ríkjasambands?
Er vilji hjá meirihluta þjóðarinnar til að afsala sjálfstæði landsins, auðlindum þess, orku, landi, vatni og fiskimiðum? Hvað með löggjafarvaldið, dómsvaldið og framkvæmdavaldið?
Á að fela embættismönnum Evrópusambandsins vald til að hafa áhrif á stjórnun landsins í framtíðinni? Er það sú framtíðarsýn sem við viljum fyrir Ísland? Er það sú framtíðarsýn sem við óskum fyrir komandi kynslóðir Íslendinga sem nú eru að vaxa úr grasi? Hvað stendur þá eftir?
Niðurstaða:
Umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðlögunarferli vegna inngöngu í ESB stenst ekki ákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem slíkt ferli krefst undanfarandi stjórnarskrárbreytinga.
Til að setja þetta í samhengi mætti ímynda sér að boðað væri til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland innleiddi nauðungarvinnu eða dauðarefsingu.
Hvoru tveggja er bannað samkvæmt stjórnarskránni og aðeins mögulegt að undangengnum stjórnarskrárbreytingum og það sama gildir um aðild Íslands að ESB. Myndi íslenska þjóðin samþykkja slíkar róttækar stjórnarskrárbreytingar?
Ekki er hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarviðræður um inngöngu Íslands í ESB, án undanfarandi stjórnarskrárbreytinga!
![]() |
Áfram frjálst Ísland! |
ref.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944
Jón Steinar Gunnlaugsson Mbl. 20. mars 2015, bls.23
#ESB #Bókun 35 #fullveldi Íslands #frelsi #EES-samningur #sjálfstæði #lýðræði #Ísland #stjórnarskrá #stjórnarskrárbrot #raforkumarkaður #þjóðaratkvæði #þjóðaratkvæðagreiðsla #landráð
Dægurmál | Breytt 5.8.2025 kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað þarf mikið efni; járn og steypu (miðað við eðlisþyngd 2.3002.400 kg/m³) og hve marga steypubíla í undirstöður fyrir 28 rafmagnsvindtúrbínur Landsvirkjunar á Vaðöldu?
ChatGPT reiknar það út fyrir okkur miðað við 500 fermetra undirstöður, hver þeirra 2,5 m á þykkt og vindtúrbínur (Enerkon DE) sem eru 150 m á hæð hver:
Heildartölur fyrir 28 túrbínur:
Efni: | Fyrir eina túrbínu | Fyrir 28 túrbínur | |
Steypumagn: | 1250 m³ | 35.000 m³ | (8084 þúsund tonn) |
Bindistál: | 125 tonn | 3.500 tonn | |
Steypubílar: | 167 bílar | 4.676 steypubílar |
Þessar tölur eru mjög svipaðar fyrir vindtúrbínuþyrpinguna í Garpsdal.
Orkarnir telja þetta vera "lítið jarðrask"!
Viljum við fá þetta "litla jarðrask" út um allt land?
Tölurnar eru ískyggilegar fyrir vindtúrbínur Orkuveitu Reykjavíkur á Mosfellsheiði, sem eru 40 talsins (plús þær 20 sem erlendir aðilar ætla að reisa þar) en hver vindtúrbína verður 210m á hæð (þrjár Hallgrímskirkjur)!
Kostnaðartölur vegna Vaðöldu og arðsemi fáum við líklega aldrei en stofnkostnaður vegna Garpsdals er sagður vera 18 milljarðar.
Þarna koma samkeppnisreglur og orkupakkar ESB sterkir inn.
Lesa má skýrslu samtakanna Orkan okkar um inngöngu Íslands í Orkusamband ESB
hér: Skýrsla O.O. um Ísland og Orkusamband ESB
ref.
https://www.landsvirkjun.is/vadolduver/spurt-og-svarad-vadolduver
Forsendur útreikninga ChatGPT:
Flatarmál undirstöðu: 500 m²
Þykkt undirstöðu (meðaltal): 2,5 m (dæmigert fyrir svona háar myllur)
Steypuþéttleiki: 2400 kg/m³ (ekki nauðsynlegt í rúmmálsreikningi, en nytsamlegt síðar)
Bendistál: 100 kg/m³ (miðgildi fyrir slíkar undirstöður)
Hver steypubíll flytur u.þ.b.: 7,5 m³
Áfram frjálst Ísland!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2025
Hver er svikaraflokkurinn?
Flokkur fólksins (FF) lagði fram alls 20 lagafrumvörp á nýloknu þingi. Ekkert af þeim hlaut brautargengi. Þar voru þó ýmis þjóðþrifamál, svo sem breytingar á almannatryggingum og endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga, húsaleigulög, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, skipulag haf- og strandsvæða og lög um leigubifreiðaakstur. Öll þessi mikilvægu mál eru enn óafgreidd í Alþingi. Hvers vegna?
Ríkisstjórn Íslands er nú skipuð þremur stjórnmálaflokkum. Tveir þeirra hafa í stefnuskrá sinni að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB) en einn þeirra, FF, hefur slíkt ekki í stefnuskrá sinni og forysta flokksins hefur ítrekað fullyrt að hún sé alfarið andvíg aðild Íslands að ESB. Evrópumálin voru ekki forgangsmál í kosningabaráttu Viðreisnar og formaður Samfylkingarinnar lofaði í kosningabaráttunni vorið 2025 að aðild að ESB yrði ekki á dagskrá, þ.e. yrði ekki forgangsmál kæmist flokkurinn til valda, hún vildi ekki kljúfa þjóðina.
Ríkisstjórnin hefur samt sem áður einungis haft tvö forgangsmál á sinni könnu eftir að hún komst til valda: að veikja stærstu sjávarútvegsfyrirtækin og fiskvinnsluna í landinu og ganga í ESB. Forystumönnum hennar dettur ekki í hug að snúa sér að þeim málum sem helst brenna á fólkinu í landinu: húsnæðismálum ungs fólks, málefnum eldri borgara og fatlaðs fólks, ástandinu í heilbrigðismálum, handónýtu menntakerfi, vegakerfinu, útlendingamálum og verðbólgu, sem haldið er uppi með gegndarlausu fjáraustri í gjörsamlega gagnslaus og ómerkileg málefni, svo sem stríðsrekstur í Austur-Evrópu, hernaðaruppbyggingu ESB (sic), loftslagsmál o.fl.
Slæmt ástand í húsnæðismálum, vaxtaokur og verðtrygging eru notuð sem gulrætur fyrir ESB-aðild auk þess er hermangið í Evrópu og Rússagrýlan notuð til að gera lítið úr varnarmálum Íslands, sem í raun hafa aldrei verið tryggari með aðild að NATO og öflugum varnarsamningi við Bandaríkin, voldugasta herveldi heims. Öll vandamál Íslands eru sögð hverfa með ESB-aðild.
Staðreyndirnar eru þær að vaxtarstig er mjög mismunandi í ríkjum ESB, og verðtrygging er þar alls ekki bönnuð, þó hún sé ekki algeng. Alþingi getur, ef vilji er fyrir hendi, auðveldlega breytt reglum um starfsskilyrði banka, svo fleiri geti sótt um húsnæðislán, t.d. þeir sem nú greiða himinháa húsaleigu. Vaxtaokrið er heimatilbúið. Útlenskir bankar leysa ekki þann vanda sem er heimatilbúinn. Arion banki er í eigu útlendinga, en lánakjör hans eru ekki betri en hjá hinum bönkunum.
Öryggis- og varnarsamningur við ESB er í raun lélegur brandari og hreint lýðskrum. Aðstæður eldri borgara og öryrkja batna ekki við ESB-aðild. Íslensk lagasetning getur hins vegar stórbætt kjör þessara hópa, ef vilji er fyrir hendi. Íslandi mun ávallt vera betur borgið utan ESB!
Flokkur fólksins var svikinn af öðrum flokkum í ríkisstjórninni. Það var aldrei ætlunin að þeir kæmu upp á dekk. Það var forseti Alþingis, sem setti frumvarpið um veiðigjöldin endurtekið á dagskrá til að koma óorði á stjórnarandstöðina og tið að hindra afgreiðslu annarra og mikilvægari mála, einkum þeirra mála sem FF stendur fyrir.
Svikaraflokkarnir eru tveir: Viðreisn og Samfylkingin.
Þessir flokkar sviku bæði FF og íslensku þjóðina. Öflugasta svar FF er að hafna Bókun 35 og þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn /aðlögunarviðræður að ESB án undangenginna og nauðsynlegra breytinga á stjórnarskránni. Þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi eru pólitískt bindandi, og afar ólíklegt er að Alþingi og/eða forseti Íslands gangi gegn vilja þjóðarinnar.
Aðild að Evrópusambandinu felur í sér umfangsmikið framsal löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB, s.s. framkvæmdastjórnarinnar, Evrópuþingsins og Evrópudómstólsins. Ríkisstjórn Íslands getur ekki efnt til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild eða aðlögun að ESB, nema að gerðar verði áður breytingar á stjórnarskrá sem heimili framsal ríkisvalds.
Ríkisstjórnin getur því hvorki lagt málið fyrir þjóðina í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu né gerst aðili að ESB án undangenginna stjórnarskrárbreytinga.
Flokkur fólksins getur nú ráðið örlögum svikastjórnarinnar, sem ekki hefur staðið við neitt af sínum kosningaloforðum, nema að hafa gert sjávarútvegsfyrirtækjum og fiskvinnslunni í landinu erfitt fyrir.
Áfram Ísland!
Dægurmál | Breytt 25.7.2025 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2025
Hvert fara þingmennirnir okkar í sund?
Í hvaða sundlaug fara þingmennirnir okkar?
Fara þeir í sturtu fyrir sundið og heita pottinn? eða...
Fara þeir kappklæddir í sund án þess að þvo sér?
![]() |
Þessi þarf ekki að sinna skyldubundnu hreinlæti á sundstöðum. Hvers vegna ekki? |
Fara þingmennirnir okkar í sundlaugina í Reykjanesbæ eða kjósa þeir frekar sundlaugina í Sandgerði þar sem allir sundlaugargestir þurfa að hlíta heilbrigðisreglum:
skv.
Reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum?
ref.
https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/814-2010
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2025
Um moldvörpur í ráðuneytinu
Moldvörpur eru víða óvinsælar skepnur. Þær sjást ekki en skilja eftir sig skýr ummerki á yfirborðinu með því að grafa göng undir jarðveginn og mynda moldarhrúgur. Þær starfa neðanjarðar og erfitt er að halda þeim í skefjum og moldarhrúgurnar halda áfram að vaxa öllum til ama.
Það virðist skipta litlu máli hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi sér um málefni orkumála. Niðurstaðan er sú sama: moldvörpurnar í ráðuneytinu vinna hörðum höndum að því að færa stjórn orkumála og orkumarkaðinn í landinu alfarið undir skrifstofuveldið í Brussel, þar sem áhersla er á einkavæðingu orkumarkaðarins, markaðssetningu raforkunnar með uppboðsmarkaði, sölu Landsvirkjunar, ásamt því að drita niður vindmyllum og smávirkjunum víðs vegar um landið.
Allt þetta er leitt af ESB og erlendum stórfyrirtækjum, oft undir formerkjum loftslagsmála og orkuskipta eða jafnvel hamfarahlýnunar. Með mikilli leynd er nú unnið að undirbúningi 4. orkupakka ESB og í beinu framhaldi af honum lagningu sæstrengs til Bretlands, sem mun hafa í för með sér mikla hækkun á raforkuverði hér á landi eins og þekkist frá frændþjóðunum í Noregi og Svíþjóð.
![]() |
Nú hefur ráðherra orkumála, aðalmoldvarpan, fullyrt hróðugur í fjölmiðlum að honum hafi tekist að fá samþykkt frumvarp á Alþingi sem tryggir forgangsraforku til heimilanna á viðráðanlegu verði á tímum orkuskorts. Þeir sem þekkja til orkupakka ESB vita að þessi gjöf til íslensku þjóðarinnar er ekki merki um gjafmildi og góðmennsku ráðherrans eða embættismannanna í ráðuneytinu, heldur staðfestir hann hér nær orðréttan texta úr 1., 2. og 3. orkupakkanum, sem í raun hefði getað verið innleiddur fyrir löngu.
Gallinn er hins vegar sá, að hér er einungis tryggð forgangsorka til heimila á Íslandi við hörmulegar aðstæður og hamfarir, svo sem eldgos, jarðskjálfta eða stríð, þ.e. þegar nauðsynlegt er að skammta raforku vegna slíkra eða enn verri aðstæðna. Hvað ráðherrann og embættismennirnir meina með viðráðanlegu verði er hins vegar algjörlega óljóst. Þeir þurfa líklega að leita skýringa á því hjá ESB. En hversu oft hefur í raun þurft að skammta raforku á Íslandi vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka?
Þetta frumvarp orkumálaráðherrans er því algjörlega gagnslaust fyrir almenning og smærri fyrirtæki!
Þau þurfa áfram að keppa við stórnotendur á raforkumarkaði, nema þegar landið stendur frammi fyrir alvarlegum náttúruhamförum eða stríðsátökum.
![]() |
Ráðherranum (yfirmoldvörpunni) dettur ekki í hug að setja þak á raforkuverð til heimila eða arðsemisþak á raforkusölu/dreifingu til heimila og smærri fyrirtækja í landinu. Það samræmist ekki reglum ESB og ljóst er að Íslendingar geta ekki lengur sett eigin orkulög án afskipta ESB, sem er bæði áhyggjuefni og afar niðurlægjandi.
Ísland er að þróast í að verða áhrifalaust jaðarríki sem framleiðir orku og hráefni fyrir Brussel. Ekki að undra þó ráðherranum og öðrum ESB-sinnum liggi á að innleiða Bókun 35, sem gerir allar þessar aðgerðir ESB mun auðveldari þar sem reglur og lög ESB gilda þá alfarið í stað íslenskra og Alþingi Íslendinga þvælist þá ekki lengur fyrir.
Líkt og alvöru moldvarpa grefur ráðherrann hægt og bítandi undan traustum, skilvirkum og ódýrum raforkumarkaði fyrir heimilin og smærri fyrirtæki á Íslandi og skilur eftir moldarhrúgur og ringulreið sem þjóðin áttar sig á of seint, þ.e. ekki fyrr en henni berst orkureikningurinn.
Íslandi er stjórnað af moldvörpum.
Ref.
https://eur-lex.europa.eu/eli/dir/2009/72/oj/eng
#ESB #Bókun 35 #fullveldi Íslands #frelsi #EES-samningur #sjálfstæði #lýðræði #Ísland #stjórnarskrá #stjórnarskrárbrot #orkupakki #orkupakkar #þriðju orkupakkinn #raforka #raforkumarkaður Top of Form
Dægurmál | Breytt 15.7.2025 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland stendur nú frammi fyrir ákvörðun, sem kann að virðast tæknileg og fjarlæg, en sem snertir eitt af helgustu gildi íslenskrar stjórnskipunar:
Fullveldi þjóðarinnar.
Hér er átt við fyrirhugaðar breytingar á Alþjóðlegu heilbrigðisreglugerðinni (IHR) og nýjan heimsfaraldurssamning sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vinnur að. Breytingarnar taka sjálfkrafa gildi hjá aðildarríkjum 19. júlí næstkomandi, nema þeim sé hafnað með formlegri yfirlýsingu.
Ísland er meðal aðildarríkjanna en stjórnvöld hafa ekki tjáð sig opinberlega um málið.
Hvers vegna veit nú enginn. Eru það hagsmunir eða heimska?
RÚV fjallar ekki málið. Kemur það á óvart?
Ógn við fullveldi Íslands
Í stjórnarskrá Íslands segir skýrt í 1. grein að Ísland sé fullvalda ríki. Öll valdheimild stjórnvalda á upptök sín hjá íslensku þjóðinni, engum öðrum. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að WHO geti í framtíðinni tekið sér vald til að lýsa yfir alþjóðlegum neyðarástandi og leggja fyrir einstök aðildarríki að framkvæma tilteknar ráðstafanir.
Við Íslendingar verðum að spyrja okkur: Erum við reiðubúin að framselja vald yfir eigin sóttvarnaráætlunum til aðila alþjóðastofnunar sem enginn Íslendingur hefur kosið?
![]() |
Enn eitt framsalið á fullveldi Íslands? Enn eitt stjórnarskrárbrotið? |
Mannréttindi og lýðræði í húfi
Hér er ekki bara spurning um fullveldi ríkisins, heldur einnig um grundvallarréttindi borgaranna. Breytingarnar á IHR og nýi samningurinn gætu opnað dyrnar að eftirfarandi ráðstöfunum:
- Ferðatakmörkunum sem ákveðnar eru utan Íslands.
- Upplýsingasöfnun um heilsufar einstaklinga án innlends lýðræðislegs aðhalds eða eftirlits.
- Skyldubundnum bólusetningum, sóttkví eða öðrum aðgerðum sem óvíst er hvort Alþingi hefði samþykkt.
- Heilsufarsrannsóknir á ferðafólki, rafræn heilsuvottorð, skráningu upplýsinga og aukin fjármálaleg aðkoma einkaaðila að starfsemi stofnunarinnar.
Við Íslendingar höfum áratugum saman lagt áherslu á mannréttindi, friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Eigum við að leggja þessi verðmæti í hendur ólýðræðislegra embættismanna í Genf?
Aðrar þjóðir eru varfærnar erum við það einnig?
Nokkur Evrópuríki hafa þegar vakið athygli á að breytingarnar gangi of langt og geti brotið gegn þeirra eigin stjórnarskrá. Sviss, sem hýsir höfuðstöðvar WHO, hefur kallað eftir skýrum fyrirvörum. Ísland má ekki sýna minni varfærni.
Hvað eiga Íslendingar að gera?
Við eigum að standa vörð um:
a) Fullveldi þjóðarinnar.
b) Rétt Alþingis til að ákveða aðgerðir á íslensku yfirráðasvæði.
c) Lýðræðislegt aðhald og gagnsæi.
Það þarf ekki að þýða að Ísland standi utan alþjóðlegrar samvinnu. En við verðum að tryggja að samvinna við WHO verði á okkar eigin forsendum og skilyrðislaust innan þeirra marka sem stjórnarskráin heimilar.
Niðurstaða: Höfum kjark til að segja NEI?
Ég skora á íslensk stjórnvöld að hafna þessum breytingum að óbreyttu. Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti lýðheilsu þetta snýst um það hver fær að taka ákvarðanir fyrir íslensku þjóðina.
Það er kominn tími til að við spyrjum okkur og lýðræðiskjörna fulltrúa okkar:
Ef ekki við sjálf hver á þá að verja fullveldi Íslands?
Fresturinn er að renna út
Fresturinn til að senda höfnun rennur út 19. júlí 2025. Hafi slík yfirlýsing ekki borist WHO fyrir þann tíma, verða breytingarnar bindandi fyrir Ísland án frekari aðkomu löggjafans. Ljóst er að mikil leynd hvílir yfir málinu á Íslandi, á sama tíma og umræðan hefur farið vaxandi í ýmsum ríkjum sem telja fullveldi sitt í hættu vegna fyrirkomulagsins.
Áram Ísland!
#WHO #ESB #Bókun 35 #fullveldi Íslands #frelsi #EES-samningur #sjálfstæði #lýðræði #Ísland #stjórnarskrá #stjórnarskrárbrot "alþjóðlega heilbrigðisreglugerðin (IHR) #IHR #nýr heimsfaraldurssamningur #alþjóðaheilbrigðismálastofnunin #WHO
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Orkuveita Reykjavíkur: "Verndum Reykjavík en dælum erlendri iðnaðarmengun niður í Hafnarfjörð, Þorlákshöfn, Helguvík og Húsavík með milljarðastyrkjum frá ESB í nafni "loftslagsmála"".
Til Skipulagsstofnunar.
Umsögn undirritaðs um Mál nr.690/2025: Heiðmörk - USK24030262
Gott neysluvatn er líklega ein verðmætasta auðlind Íslendinga. Vatnsból höfuðborgarsvæðisins eru aðallega staðsett í Heiðmörk og nágrenni og spannar vatnsverndarsvæðið um 250 ferkílómetra. Veitur hafa áhyggjur af vaxandi umferð um vatnsverndarsvæðið og sérstaklega sérstaklega vegna flutnings mikils magns olíu um Suðurlandsveg sem liggur við jaðar vatnsverndarsvæðisins.
Skv. skipulagslýsingu vegna nýs deiliskipulags Heiðmerkur frá maí 2025 er markmiðið að draga úr umferð ökutækja á grannsvæði vatnsverndar. Veitur vilja því takmarka bílaumferð um Heiðmörk verði takmörkuð og loka fyrir umferð almennra ökutækja.
Reykjavíkurborg vinnur ásamt Veitum að breyttu deiliskipulagi fyrir Heiðmörk. Stefnt er að því að vinna ljúki í upphafi næsta árs og er deiliskipulagið forsenda fyrir uppbyggingu nýrra bílastæða í nágrenni Heiðmerkur. Farartæki á vegum Skógræktarinnar og Veitna munu áfram hafa aðgang að friðlandinu. Almennri bílaumferð verður beint á ný bílastæði, en staðsetning þeirra liggur ekki enn fyrir.
Í Vatnaáætlun Íslands 2022-2027 segir m.a.: "Landsskipulagsstefna er fyrsta samræmda stefnan um skipulagsmál á landsvísu. Með henni eru settar fram leiðbeiningar til sveitarfélaga um skipulagsgerð og áætlanir um landnotkun og byggðaþróun. Í lögum um stjórn vatnamála kemur fram að opinberar áætlanir á vegum stjórnvalda t.d. vegna skipulagsmála skulu vera í samræmi við þá stefnumörkun um vatnsvernd sem fram kemur í vatnaáætlun. Við endurskoðun/breytingu skipulagsáætlunar skal samræma hana vatnaáætlun innan sex ára frá staðfestingu vatnaáætlunar.
Allt vatn á Íslandi skal vera í mjög góðu eða góðu ástandi og þurfa skipulagsáætlanir að taka mið af því."
Í 4. kafla koma fram eftirfarandi upplýsingar:
"Álag á vatn Þegar búið er að afmarka vatnshlotin þarf að greina álag á vatnsauðlindina en margs konar umsvif manna geta valdið álagi á yfirborðsvatn og grunnvatn. Vatnshlot geta verið undir álagi ef í þau eru losuð efni í því magni sem veldur mengun. Álag getur einnig skapast vegna vatnsformfræðilegra breytinga svo sem vegna breytinga á árfarvegum, stíflugerð, vegagerð, hafnargerð eða efnistöku. Jafnframt er vatnstaka umfram endurnýjun skilgreind sem álag. Álagi af völdum mengunar er skipt í tvennt, þ.e. punktlosun og dreifða losun. Punktlosun nefnist það þegar uppspretta losunar er afmörkuð t.d. frá útrásaropi fráveitu eða starfsleyfisskyldri starfsemi (iðnaði). Dreifð losun er hins vegar álag sem ekki er hægt að afmarka á ákveðnum stað og má þar nefna áburðarnotkun í landbúnaði, afrennsli af þéttum flötum, s.s. iðnaðarsvæðum og götum í þéttbýli." Ísland hefur nú hlotið 3,5 milljarða styrk frá ESB til að koma vatnsverndarmálum Íslands í betra horf.
Lokun grannsvæðis vatnsverndar í Heiðmörk myndi þýða að ekki væri lengur hægt að aka að Elliðavatni og að bílastæði yrðu staðsett við Suðurlandsveg, annaðhvort við Rauðhóla eða Búrfellsgjá.
Til að komast að Elliðavatni gætu veiðimenn þurft að ganga nokkra kílómetra og sem hefði þær afleiðingar að Heiðmörk yrði lokað fyrir þorra þeirra silungsveiðimanna sem Elliðavatn heimsækja.
Ferðafélag Íslands telur að hægt sé að ná markmiðum um vatnsvernd með mörgum leiðum án þess að skerða útivist og jafnvel Landsamtök hjólreiðamanna (LHM) telja að tillögur Orkuveitu Reykjavíkur um vatnsvernd í núverandi mynd gangi of langt gagnvart útivist á svæðinu.
Aðalfundur Landverndar hvetur alla sem koma að framtíðarskipulagi Heiðmerkur til að virða almannarétt og beita meðalhófi í ákvarðanatöku. Þannig má tryggja að nauðsynleg verndun vatnsbóla verði ekki á kostnað aðgengis almennings að náttúru og útivistarsvæðum. Leita skal allra leiða til að samræma markmið um vatnsvernd og rétt fólks til aðgangs að náttúru, í anda sjálfbærrar þróunar og lýðræðislegra sjónarmiða.
Enginn skynsamur maður getur verið á móti vatnsvernd en það vekur upp spurningu um hvort afstaða Veitna til verndar vatnsbóla Reykvíkinga sé í mótsögn við afstöðu eigandans í öðru máli þ.e. afstöðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), sérstaklega í ljósi áætlaðrar áhættufjárfestingar fyrirtækisins í umdeildu verkefni í Hafnarfirði; Coda Terminal, sem fólst í að dæla allt að 4,8 milljónum tonna af fljótandi iðnaðarmengun frá Evrópu niður í jarðlög og grunnvatn Hafnarfjarðar árlega. Allt í nafni "loftslagsmála".
![]() |
Þetta er ekki mynd af alvöru CarbFFix drykk heldur AI myndlistarverk |
Samkvæmt Umhverfisstofnun eru þetta aðskilin vatnasvið og þau hafa verið skilgreind sem slík í stjórn vatnamála á Íslandi þ.e. sem ótengd og sjálfstæð vatnshlot. Samkvæmt Veitum og Orkuveitu Reykjavíkur njóta Gvendarbrunnar sérstakrar verndar og Coda Terminal/CarbFix-svæðið staðsett utan vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins.
Þrátt fyrir það voru sett fram rök og áhyggjur komu fram í umsögnum um Coda Terminal verkefnið í Hafnarfirði þar sem bent er á að ef öryggi bregst í dælingu eða holum geti mengun borist í grunnvatnsstrauma sem hugsanlega nái til jaðars Heiðmerkur sérstaklega ef þrýstikerfi grunnvatns raskast. Áhrifasvæði CarbFix í Hafnarfirði var áætlað vera um 100 ferkílómetrar, ekki má gleyma því.
Hafnfirðingar höfnuðu tilboði OR og ESB um að dæla milljónum tonna af iðnaðarúrgangi niður í sitt nærsamfélag og nú er Orkuveita Reykjavíkur / CarbFix að leita að nýjum staðsetningum fyrir verkefnið utan höfuðborgarsvæðisins þar á meðal í Þorlákshöfn/Ölfusi, Helguvík og á Húsavík. Þar virðist ekki, frekar en í Hafnarfirði, vera litið til ákvæða Vatnaáætlunar Íslands 20222027.
Á sama tíma njóta íbúar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar þess að ganga og hjóla um Heiðmörk með vatnsbrúsa fulla af hreinu vatni úr Gvendarbrunnum eða "sódavatni" frá CarbFix og sumir þeirra mæra jafnvel bíllausan lífsstíl. Mun Borgarlínan á endanum ná alla leið upp í Heiðmörk?
Reykjavík, 2. júlí 2025
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um átta milljónir manna búa í borginni Napólí á Ítalíu og nærliggjandi byggðum. Borgin er vinsæll ferðamannastaður og í fyrra heimsóttu hana um fjórtán milljónir ferðamanna. Napólí er staðsett á vesturströnd Suður-Ítalíu, nánar tiltekið við flóann Golfo di Pozzuoli.
Campi Flegrei lítur ekki út eins og eldfjall, að minnsta kosti séð utan frá, en er engu að síður stærsta megineldstöð Ítalíu og getur gosið hvenær sem er. Eldfjallið Vesúvíus, sem lagði Pompeii í rúst árið 79 e.Kr., er lítið eitt í samanburði við þessa risaeldstöð sem talin er sú varasamasta á Ítalíu.
Undanfarið hafa mælst fjölmargir jarðskjálftar í Campi Flegrei og í næsta nágrenni Napólí, og landið risið um tugi sentímetra, sem bendir til þess að kvika eða gas safnist undir yfirborðinu.
Þó svo að jarðskjálftarnir séu flestir litlir (oft á bilinu 24 að stærð), eru þeir fjölmargir og stöðugir og þeim hefur fjölgað.
Þetta þýðir að jarðskorpan er stöðugt á hreyfingu og jarðvísindamenn fylgjast náið með því hvort skjálftarnir séu undanfari goss eða merki um kvikuhreyfingar.
Yfirvöld hafa hækkað viðvörunarstigið á svæðinu, en enn hefur ekki verið gefin út skipun um rýmingu borgarinnar eða hluta hennar sem er ekki áhlaupaverk. Neyðaráætlanir eru þó til staðar ef ástandið versnar.
Ref.
https://www.volcanodiscovery.com/campi-flegrei-earthquakes.html
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)