31.7.2010
Hnoða og hnoða. Óþarft að blása
Mikilvægt er að bregðast strax við hjartastoppi með hjartahnoði. Nýjar rannsóknir sýna, að óþarft er að beita öndunarhljálp um leið og hnoðað er. Það er því óþarft að blása í vit sjúklingsins og getur jafnvel verið skaðlegt. Þetta auðveldar endurlífgun mjög mikið. Ef brjóst sjúklingsins er hnoðað á réttan hátt berst nægilegt súrefni til lungna hans.
Ráðlegg öllum að lesa þessa grein.

Keep it simple
B.B. King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2010
Magnað og meiri háttar hjá Minor
Nýja platan heitir: "Höldum í átt að óreiðu" og hefur að geyma 10 instrumental lög. FaMR eru nú á leiðinni í hljómleikaferðalag til Evrópulanda í september. Svona ESB ferð.
Nú er bara að drífa í því að heilsa drengjunum áður en þeir verða ofboðslega frægir :)
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
Keep it simple BB king |
Dægurmál | Breytt 26.7.2010 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2010
Er sólin að hressast?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2010
Ódýrar rafhlöður
Þetta myndband sýnir hvernig spara má kosnað við rafhöðukaup:
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010
Nú er lag! ....Ómari til handa
Nú er lag að þakka Ómari fyrir frábær störf hans á öllum sviðum, sem óþarft er að rekja. Hann hefur unnið mjög óeigingjarnt starf við verndun náttúru landsins og sýnt okkur Ísland á einstakan og á óviðjafnanlegan hátt.
Stofnuð hefur verið Facebook síða honum til handa þar sem er að finna allar upplýsingar um það hvernig menn geta sýnt Ómari virðingu í tilefni af sjötugsafmæli hans og þakklæti um leið:
Afmælisgjöf til Ómars
Keep it simple - BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2010
Skammtapólitík
![]() |
*Stephan Hawking var þarna reyndar að gera grín að ljóðskáldi Nazista Hanns Johst og í fyrstu útgáfu kenningar Schrödingar var kötturinn drepinn með byssu.

Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt 2.7.2010 kl. 05:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010
Stóra ESB-málið snýst ekki um peninga
Það snýst ekki um það hvort við þurfum að borga 4 milljarða fyrir umsóknina eða hvort við fáum 4 milljarða í (van-)þróunarstyrki frá ESB. Það snýst að vissu leyti um það, hvort við fáum að veiða fisk, rækta fé og íslenskar agúrkur. Það snýst þó meira um það, hvort við fáum áfram að borða hvalkjöt og súrt hvalsrengi, hákarl, súrsaða hrútspunga og reykt sauðakjöt.
Það snýst algjörlega um það, hvort við fáum að kalla matinn okkar áfram sínu rétta nafni. Það er nefnilega svo, að í ESB ræður nefndin því, hvað menn láta ofan í sig og ekki síst hvað menn kalla matinn sinn. Allt þarf að fylgja Evrópustöðlum. "Hólavallahangikjöt" yrði væntanlega bannorð. "Þorramatur" myndi gera menn óða.
Veljum íslenskt.

Euro-sheep-you-knows
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt 30.6.2010 kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2010
Skjóta menn nú hvali?
Fréttir (Bylgjan) berast nú af því, að veiðimenn skjóti nú hvali hér við land. Þetta vekur furðu. Hvalir eru blóðheit spendýr. Dauður hvalur sekkur því eins og steinn. Áður fyrr höfðu menn vit á því að skutla hvali. Það hljómar mun betur. Þeir nást þá a.m.k. á land
Keep it simple
BB King
ljósm. Atli Harðarsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2010
Lélegt lýðræði
Það er merkilegt hve lýðræðið á orðið erfitt uppdráttar. Það er enn vinsælt, það vantar ekki. Það er bara orðið svo lélegt að menn treysta ekki á það lengur. Menn hrópa eftir auknu lýðræði, íbúalýðræði, beinu lýðræði, þjóðaratvæðagreiðslum og hvað eina. Svo fá menn tækifæri til að tjá skoðanir sínar, félög, heilu stjórnmálaflokkarnir og jafnvel öll þjóðin. Lýðræðisleg niðurstaða fæst í málum þar sem einfaldur meirihluti ræður. En það er bara ekki nógu gott. Menn sætta sig alls ekki við niðurstöðurnar.
Lýðræðið er orðið svo lélegt.

Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2010
Styðjum Jónsa
NPR (National Public Radio) í USA er nú með skoðanakönnun meðal netverja um besta lag sumarsins. Það á meðal er eitt lag Jónsa litla. Hægt er að greiða honum atkvæði hér.
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)