Nýja inflúensan A/H1N1

Margt er enn á huldu varðandi flensuna, sem nú herjar á heimsbyggðina. Um er að ræða nýja veiru, sem smitast hratt á milli manna og nefnd hefur verið Inflúensa A H1N1 þ.e. inflúensa af A stofni, sem er algengasta inflúensa hjá mönnum. (Bókstafirnir H og N í (H1N1) vísa til próteina á yfirborði vírusins, haemagglutinins og neuraminidase.)

Nýjar veirur eru ávallt mjög varasamar þar sem þær geta stökkbreyst mjög hratt. Athygli hefur vakið, hve veikin breiðist út hratt á milli manna (menn eru þó að eitthvað draga úr varðandi það). Einnig er merkilegt að allir þeir sem hafa látist úr veikinni eru ungir og hraustir einstaklingar, sem að öllu jöfnu ættu að hafa mestu mótstöðu gegn slíku smiti. Þar að auki hafa flestir, sem  látist hafa vegna veikinnar hingað til verið búsettir í Mexíkó og höfðu smitast þar. Meðalaldur þeirra sem hafa veikst eru 17 ár. Mjög fáir yfir fimmtugt hafa veikst. Þeir, sem veiktust alvarlega í fyrstu, bjuggu flestir úti á landi. Veikin hefur verið mjög væg utan Mexíkó, jafnvel mun vægari en venjuleg inflúensa.

Það  vekur upp margar spurningar.

swineflu-cp-rtxei3d.jpg

 Rafeindasmásjármynd af A/H1N1 veirunni

 

 

 

 

 

Mögulegt er, að einungis sé um að ræða toppinn á ísjakanum þ.e. að veikin hafi verið lengi að hreiðra um sig í fátækrakverfum Mexíkó án þess að það hafi vakið neina sérstaka athygli þar til nokkrir bandaríkir unglinga komu smitaðir heim til NY úr ferðalagi til Mexíkó. Þetta gæti þýtt,i að mun fleiri eru í raun smitaðir en vitað er um og að mikið sé um væg tilfelli, sem enginn hefur veitt neina sérstaka athygli hingað til.

Skýringar á hárri tíðni dauðsfalla í Mexíkógeta geta verið æði margar:

1) Sérstök erfðasamsetning íbúanna þar
2) Lyfjanotkun t.d. notkun náttúrulyfja og/eða töfralyfja
3) Aðrir sjúkdómar og sýkingar
4) Enn óþekktir umhverfisþættir
5) Lélegt næringarástand og almennt bágborið heilsufar þeirra sem smitast
6) Lélegt aðgengi að læknismenntuðum sérfræðingum og að heilsutengdum upplýsingum
7) Lélegt heilbrigðiskerfi og illa búin sjúkrahús
8) Gífurlegur fjöldi smitaðra (í "venjulegum" flensufaröldrum deyja um 1% þeirra sem veikjast alvarlega) 
9) Um gæti verið að ræða tvö mishættuleg afbrigði af vírusnum annars vegnar hættulegt afbrigði, sem sýkir öll lungun og vægara afbrigði, sem einungis sýkir efri hluta loftveganna.


Þar sem hér er um að ræða nýja veiru getur það eitt og sér valdið hærri dánartíðni þar sem menn hafa enn ekki myndað ónæmi gegn henni. Slíkar veirur geta stökkbreyst mjög hratt og þarf því að fylgjast vel með þróun þeirra.  Smit af slíkri veiru getur leitt til vissrar ofvirkni ónæmiskerfisins "cytokine storm" þar sem líkaminn reynir með öllum tiltækum ráðum að vinna bug á henni. Þetta getur haft ýmsar auka- og hliðarverkanir í för með sér. Algengast er að mikil bólga myndast í lungunum, sem leiðir til vökvasöfnunar og í verstu tilvikum jafnvel til öndunarbilunar (acute respiratory distress syndrome, sem m.a. hefur lengi verið vel þekkt fyrirbæri hjá fyrirburum). Vírusinn virðist vera blanda af veirustofnum; þ.e. blanda af  fugla-, svína- og mannaflensustofnum. Hann virðist ekki bera með sér þau gen, sem gerði vísusinn sem olli heimsfaraldrinum 1918 svo hættulegan. Menn vita þó ekki gjörla hvað var þar á seyði og bíða spenntir eftir að sjá hvað gerist þegar og ef A/H1N1 vírusinn blandast "venjulegri" inflúensaveiru t.d.  næsta haust. Hann gæti einnig blandast fuglaflensuvírusnum H5N1 með ófyrirséðum afleiðingum. Nýjar influensuveirur hafa tilhneigingu til að byrja hægt en koma fram síðar með fullum krafti og gæti það gerst næsta haust.

swine_846952.jpg

Mikilvægt er þó að benda á, að þessi nýja veira er EKKI sama veiran og fuglaflensuveiran H5N1, sem berst til manna úr fuglum (ekki á milli manna) og er mjög hættuleg mönnum.  


Fuglaflensan er hættuleg mönnum


Sumir telja möguleika á því, að flensan sé ekki komin frá Mexíkó heldur upprunnin frá Kaliforníu. Þar hafi hún ekki vakið neina sérstaka athygli og verið meðhöndluð sem venjuleg flensa. Nýja flensan fannst þar fyrst fyrir tilviljun hjá 10 ára dreng þ. 30. mars er tekið var hjá honum hálsstroksýni vegna flensueinkenna. Aðrir telja mögulegt að hún hafi borist til Mexíkó með innflytjendum frá Asíu þ.e. Pakistan eða Bangladesh. Mjög líklegt er, að svínainflúensuvírus hafi stökkbreyst einhvers staðar í heiminum og borist í og smitað menn. 

fluvirus_846817.gif

Margt er enn óljóst varðandi þennan nýja sjúkdóm. Hins vegar er einnig ljóst, að hann hefur þegar vakið upp mikinn ugg meðal almennings. Ekki er þó ástæða til mikils ótta enn sem komið er. Skv. upplýsingum WHO er þessi nýja flensa í raun ekki frábrugðin venjulegum flensum. Einkennin geta verið mjög mild og í einstaka tilvikum mjög alvarleg. Það má telja víst, að H1N1 flensan berist til landsins fyrr en síðar. Íslenska heilbrigðiskerfið er þó mjög vel í stakk búið til að taka á þessum vanda. Svo virðist sem veirulyfin Tamiflu og Relenza gagnist vel gegn veirunni og miklar byrgðir slíkra veirulyfja eru til í landinu. Einnig er heilbrigðis- -næringar og menntunarástand landsmanna gott sem hefur mikið að segja ekki síst þegar samhæfa þarf allar aðgerðir. Ekki er til sértækt bóluefni gegn flensunni fyrir menn en ekki líður þó á löngu þar til slíkt bóluefni verður framleitt. Það verður þó líklega ekki fyrr en með haustinu.

Reynslan af fyrri  inflúensufaröldrum sýnir, að búast má við að um helmingur alls mannkyns muni væntanlega smitast af nýju veirunni. Af þeim sem smitast mun væntanlega um þriðjungur (1/3) ekki verða varir við smitið og fá engin einkenni. Af þeim sem veikjast mun einungis um 4% verða svo veikir að þeir þurfi að leggjast á sjúkrahús. 

Fuglaflensan (H5N1), sem er mun skæðari veiki en svínaflensan, og sem olli talsverðum skaða árið 2003, hefur þrátt fyrir alt kennt okkur margt og aukið á möguleikana að ráða við veirusýkingar. Við erum þó ekki alveg berskjölduð en í rauninni enn almennt mjög vanmáttug þegar veirur eiga í hlut. Fyrir um áratug síðan benti ýmislegt til þess að skæður faraldur af svínainflúensu væri í aðsigi en menn hafa virt það að vettugi að verulegu leyti. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að fimmtungur svínaræktenda í USA eru með mótefni gegn veirunni, sem bendir til þess að þeir hafi sýkst einhvern tímann af henni. Þa eitt hefði átt að hringja einhverjum aðvörunarbjöllum.    

 bolusetning_3.jpg

Besta vörnin gegn veirusýkingum er bólusetning. Ekki er ólíklegt að þau inflúensubóluefni, sem þegar hafa verið notuð hér á landi geti varið menn gegn þessari nýju veiru að einhverju leyti (þar sem þau gagnast almennt gegn H1N1 veirum í mönnum) en það er þó ekki enn vitað með vissu. Vírusinn gæti  þó hafa breytt sér hratt áður en menn ná að búa til bóluefni. Vísindamenn hafa þegar ákveðið hvernig inflúensubóluefnið fyrir veturinn 2009/2010 á að vera, en það þarf að gera með minnst 6 mánaða fyrirvara og er því erfitt að breyta því núna. Framleiðsla veirubóluefnis er mjög seinleg þar sem veiran er ræktuð í eggjum; eitt egg þarf fyrir einn skammt. Menn eru því að leita annarra leiða, til að herða á framleiðslunni. Hafa ber í huga, að mannkynið telur nú um 7 milljarða manna. Mjög fáar þjóðir framleiða bóluefni og raunar eru flestar þeirra í Evrópu og gætu þær verið tregar til útflutnings. Skynsamlegt virðist að framleiða bóluefni gegn þeim hluta veirunnar, sem ekki getur stökkbreyst. 

A.m.k. fjögur lyfjafyrirtæki eru nú í startholunum til að hefja framleiðsju bóluefnis gegna H1N1 um leið og ræktun veirunnar er lokið. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa nú gert samning við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline um kaup á 300.000 skömmtum af nýja bóluefninu.

Nú vinna vísindamenn hörðum höndum við að framleiða eitt "allsherjar" bóluefni gegn flensuvírusum í líkingu við þau bóluefni, sem notuð eru gegn mislingum og mænusótt. Slíkt bóluefni gæti í besta falli gefið ævilanga vernd gegn öllum stofnum inflúensunnar. Það myndi einnig sórlega hefta útbreiðslu veirunnar en árlega deyja um 36.000 manns af völdum inflúensu í USA.

bolusetning_2.jpg   
bolusetning_1.jpg

Þess bera að geta, að þegar svínainflúensufarandur gekk yfir Bandaríkin árið 1976 var gripið til fjöldabólusetninga til að hefta dreifingu veikinnar. Einn einstaklingur dó úr flensunni en 25 dóu  vegna aukaverkana af völdum bólusetningarinnar.  

Veirulyfin Tamiflu og Relensa virka á þann hátt að þau hefta ákveðið prótein á yfirborði vírussins, sem nefnist "neuraminidase" og kemur þannig í veg fyrir að vírusinn geti dreift sér um líkamann. Lyfin virka vel gegn H1N1 enn sem komið er a.m.k en hugsanlega gæti vírusinnmeð tímanum myndað ónæmi gegn þessum lyfjum, sem tekur um 8 mánuði að framleiða.

Hvað er hægt að gera til að forðast smit?

1) Halda höndunum frá andlitinu þ.e. augunum, munni og nefi, það minnkar hættuna á smiti.
2) Þvoðu þér reglulega um hendurnar með sápu og naglabursta, a.m.k. 20 - 30 sek í senn.
3) Notaðu handspritt, sérstaklega þar sem þú hefur ekki aðgang að vatni (gildi þó varla hér á landi)
4) Haltu þig í a.m.k. 1 m fjarlægð frá smituðum einstaklingum
5) Notaðu maska ef þú er innan um smitaða einstaklinga (N95 maskar duga vel, venjulegir maskar duga ekki eða illa).

 hand_washing.jpg

 Hvað eiga menn að gera ef þeir veikjast?

1) Hafa samband við lækni ef alvarleg einkenni gera vart við sig hjá sjúklingi með flensu svo sem mæði, brjóstverkir eða ruglástand.
2) Haltu þig heima (í 7 daga), ekki taka þá áhættu að smita aðra
3) Ekki senda veik börn í skólann
4) Ef menn fá háan hita, taka þá veirulyf innan 2ja sólarhringa
5) Nota maska til að draga úr dreifingu veirunnar (virðast þó ekki verja menn smiti, nema sérstakir sérhannaðir veirumaskar).
6) Halda fyrir vitin (nef og munn) þegar menn hósta og þvo sér reglulega vel um hendurnar (eftir HVERN hnerra og hósta), sem virðist lang áhrifamesta vörnin til að draga úr smiti. 
7) Almennt hreinlæti, nota sprittsótthreinsun fyrir hendur og t.d. eldhúsborð.
8) Hvíldu þig vel og borðaðu fjölbreytt og hollt fæði
9) Sumar rannsóknir benda til gagnsemi C-vítamíns við flensusmiti

Við höfum þegar séð mjög heimskuleg viðbrögð við flensunni t.d. þegar Egyptar ákváðu að slátra öllum svínum í landinu og þegar eitt barn með flensueinkenni leiddi til lokunar á öllu skólakerfinu í Texas. Rússar og Kínverjar hafa nú bannað allan influttning á svínakjöti frá Mexíkó án þess þó að slíkt bann sé hæg að rökstyðja með neinum skynsömum hætti. Inflúensan A/H1N1 virðist eins og er, einungis vera venjuleg flensa og hagar sér sem slík. Ekki er hægt að bera aðstæður nú saman við þær aðstæður sem ríktu þegar Spánska veikin geysaði fyrir tæpum 100 árum. Í dag væri hægt að bjarga flestum sem veikjast alvarlega t.d. með sýklalyfjagjöf við slæmum bakteríusýkingum sem geta fylgt kjölfar veirusýkinga.     

"We are constantly told that pork is not dangerous. But at the same time, nobody has proved that it is safe"
   Nikolai Vlasov
   Russian chief veterinary inspector

Um 300 hótelgestir voru nýlega settir í algjöra einangrun á hóteli í Hong Kong. Þar hafði einn hótelgestur greinst með smit. Gestirnir voru orðnir mjög leiðir, og þá sérstaklega á einhæfu (hrísgrjóna-)fæði að sögn.

Þrátt fyrir allt hefur nýja flensan virkað sem vítamínsprauta á ýmiss konar viðskipti með lyf og lækningavörur, bóluefni og jafnvel tölvuforrit o.fl., sem vegur e.t.v. eitthvað upp á móti þeim skaða sem hún veldur með fækkun flugferða og minnkuðum samskiptum manna á milli. Fækkun ferðalaga og aukið atvinnuleysi dregur hins vegar eitthvað úr úrbreiðslu veikinnar.

 E.t.v. gerir nýja flensan út af við kreppuna? Það er ávallt von.

Benda má á insflúensuvef Landlæknis varðandi frekari upplýsingar

surgical-mask.jpg


Tónleikar í Bíósalnum

plagat_832855.jpg Í gær voru tónleikar í Bíósalnum á Hótel Loftleiðum til
styrktar Fjölskylduhjálp Íslands

Þetta er einn besti tónleikasalur landsins. Og þar voru m.a. bestu tónlistarmenn landsins. 

Hér má sjá nokkrar minningar frá þessum frábæru tónleikum í máli og myndum.
 

Meira síðar.

 
  

Eru Myrku öflin á undanhaldi?

gravity_828718.jpg

 

 

 

 

Í almennu afstæðiskenningunni, sem er kenning Einsteins um tímarúmið (þyngdaraflið), er hreyfingu hluta lýst með öðrum hætti en tíðkast í sígildri eðlisfræði. Í kenningunni er ekki litið svo á að þyngdarkraftar verki milli hluta heldur er þyngdaráhrifum lýst út frá rúmfræðilegum eiginleikum tíma og rúms.

Í sígildri eðlisfræði er hreyfing hluta í þrívíðu evklíðsku rúmi (sbr. rúmfræði Evklíðs) mæld í algildum tíma, sem tifar áfram óháð öllu sem fram fer. Í afstæðiskenningunni er rúmi og tíma hins vegar fléttað saman í eina heild, svonefnt tímarúm sem hefur fjögur hnit: þrjú rúmhnit og eitt tímahnit. Jöfnur Einsteins lýsa því hvernig efnið, eða réttara sagt sú orka sem fólgin er í efninu, hefur áhrif á tímarúmið.


Bandaríski stjarnfræðingurinn Hubble (sem frægur geimsjónauki er nefndur eftir) sem birti athuganir símar árið 1929, benti á að svonefnt "rauðvik" þ.e. rauðleitur litur stjörnuþoku, sem er að fjarlægjast okkur (bláleitar eru að nálgast okkur) er ekki tilviljanakenndur, heldur er það því meira sem þokan er lengra frá okkur. Því fjarlægari sem stjörnuþoka er, þeim mun hraðar flýr hún frá okkur.  Það kom mjög á óvart að flestar stjörnuþokur reyndust hafa rauðvik þ.e. þær voru að fjarlægjast okkur. Af þessu leiddi að alheimurinn gat ekki verið kyrrstæður, eins og allir höfðu talið fram til þessa, heldur virtist hann vera að þenjast út.

hubble_edwin_powell.jpg
Edwin Powell Hubble



Þegar stjarnfræðingar voru búnir að átta sig á þeirri staðreynd að alheimurinn er að þenjast út í stað þess að vera kyrrstæður þá vaknaði sú spurning hvernig á þessari þenslu stæði.

Það virðist ótrúlegt að heimurinn sé að þenjast út, úr því að þyngdarkrafturinn ræður lögum og lofum í alheimi og hann er aðdráttarkraftur sem reynir að þjappa hlutum saman en ekki teygja þá sundur.

Líklegasta skýringin á þenslunni er sú að heimurinn hafi í upphafi búið yfir geysilegri orku sem hafi losnað úr læðingi við eitthvað sem minnir á sprengingu. Það sem blasir við sjónum nú eru eftirstöðvarnar eftir þessa sprengingu sem hefur hlotið nafnið Miklihvellur.
einstein_fiddle.jpg

Til þess eru vísindin að varast þau?

Þótt vísindamenn hafi almennt verið sammála afstæðiskenningu Einsteins, þá hefur gengið bölvanlega að samrýma kenningu hans ýmsum þáttum eðlisfræðinnar svo sem lögmálum skammtafræðinnar. Hið heilaga gral eðlisfræðinnar í dag er að finna nýtt lögmál, sem sameinar þessar kenningar í eina heild, eins konar þyngdaraflsskammtafræði. Einnig hefur reynst erfitt að heimfæra uppruna alheimsins og samfall stjarna undan eigin þunga undir afstæðiskenningu Einsteins (black holes). Strengjafræðin sameinar þó eðlisfræðina og skammtafræðina að mestu leyti. 
supernova1007.jpg   
Hvorki kenningar Newtons né Einsteins hafa getað skýrt til hlítar hreyfingar stjörnuþoka í fjarlægasta hluta alheimisins að teknu tilliti þeirra þyngdaraflskrafta sem ættu að ríkja ef einungis er tekið tillit sýnilegra hluta þeirra þ.e. sé miðað við sýnilega stærð þeirra. M.ö.o. þessar stjörnur hreyfast í raun mun hraðar en þær ættu að gera skv. þessum kenningum. Til að bjarga þessum ágætu kenningum "fyrir horn" hafa vísindamenn bent á, að þar hljóta að vera að verki mun sterkari öfl en áður var talið, svokölluð "myrk öfl" (dark energy). Flestir vísindamenn telja reyndar að án þessara myrku afla (og reyndar myrks efnis - dark matter) þá gætu ekki hópar stjörnuþoka haldist í stöðugu ástandi. Einnig hafa vísindamenn haldið því fram, að útrás alheimsins sé í raun að herða á sér fremur en hitt, sem mjög erfitt hefur reynst að útskýra. Skv. þessum kenningum er um 96% alls efnis og orku alheimsins ósýnileg og ómælanleg! Glætan!
Þannig varð kenningin um "svarthol" til. Um tíma voru flestir sáttir við þessar nýju kenningar og "horfðu" á svartholin aðdáunaraugum og það fór gæsahúð um á sem "skynjuðu" kraft myrku aflanna.  Einsteini voru í raun ljós öll þessi vandamál á sínum tíma en honum entist ekki aldur til að leysa þau.
dark_knight.jpg    


Nýtt babb í bátinn?


Skv. athugunum Dr. Armans Shafieloo við háskólann í Oxford þá virðast myrku öflin nú vera að missa tökin á alheiminum, sem ekki virðist vera á sama útrásarhraða og áður. Þetta byggir hann á nýlegum rannsóknum sínum á fjarlægum sprengistjörnum (supernova). Reyndar gengur hann svo langt að fullyrða að myrku öflin hafi verið að veikjast síðustu 2 billjón árin og þannig dregið úr útrásarhraðanum. Nú er menn að reyna að hressa upp á eldri kenningar með því að segja að myrku öflin séu ekki jafnvirk alls staðar í geimnum og að kraftur þeirra breytist með tímanum.  Þá vitum við það.

E.t.v kemur gamli góði eterinn aftur?

Gleðilega Páska!   

 paskalilja.jpg

Keep it Simple!
BB King

ref.
Reinventing Gravity, John W. Moffat, HarperCollins 2008
New Scientist, 11. apríl 2009
Gravity, from the ground up, Bernard Schutz, Cambridge University Press 2003
http://www.gravityfromthegroundup.org/
http://is.wikipedia.org/wiki/Evkl%C3%AD%C3%B0
http://is.wikipedia.org/wiki/Afst%C3%A6%C3%B0iskenningin

http://www3.gardaskoli.is/stjornur/alheim.htm

 


Rúten við framleðslu vetnis

Vetni
Vetni virðist að mörgu leyti vera ákjósanlegt framtíðareldsneyti. Notkun þess er afar náttúruvæn og hentar vel þeim, sem aðhyllast sjálfbærni. Framleiðsla vetnis kostar hins vegar mikla orku.

hydrogen_cycle.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Vetni er algengasta frumefni jarðar en vatn, H2O er um 71% af heildarmassanum. Orkulindin er því í raun nánast óþrjótandi. Vetnið er bundið í vatni, kolefnisorkugjöfum og lífverum. Vetnisframleiðsla úr kolefnisorkugjöfum losar koltvísýring og er því ekki ákjósanleg framleiðsluaðferð. Vinnsla vetnis úr vatni með rafgreiningu (elektrólysu) er hins vegar algjörlega mengunarfrír ferill þar sem afurðin er einungis vetni og súrefni. Rafgreiningin þarf þó mikla raforku sem eðli málsins samkvæmt mengar, ef orkan er framleidd með olíu eða gasi, en er nánast mengunarfrí ef orkan kemur frá orkuverum sem byggja á fallvötnum, jarðhita, sólarorku, vindorku, orku sjávarfalla, hafstrauma o.s.frv.

nyorka.jpg

 



 

 

 

Þjóðir, sem ekki hafa greiðan aðgang að ódýru rafmagni, sem framleitt er með mengunarlitlum ferlum, hafa lengi leitað að ódýrum og vistvænum aðferðum til að framleiða orkugjafa.  Einungis sólarljósið virðist vera fýsilegur, mengunarfrír kostur. Nokkrar aðferðir til að breyta umbreyta sólarorkunni með beinum eða óbeinum hætti í nýtanlega orku eru þekktar:

a) breyta sólarokunni beint í raforku með t.d. sólarrafhlöðum, tækni sem enn eru að þróast
b) breyta korni í etanól 
c) ræktun korntegunda til eldsneytisgerðar

Ný aðferð til að vinna vetni
Vandamálið sem þarf að leysa er að nýta sólarljósið þ.e. sólarorkuna til að kljúfa vatn í vetni og súrefni.
Nú hafa vísindamen við efnafræðideild Háskólans í Rochester, New York í Bandaríkjunum bent á leið til að framleiða vetni á einfaldan og ódýran hátt.  Aðferðin byggist á því að herma eftir sjálfri náttúrunni þ.e. ljóstillífuninni á efnafræðilegan hátt á efnafræðistofu. Tilraunir í þessa átt hafa hingað til ekki sýnt fram á arðbærar aðferðir til að framleiða vetni og súrefnisframleiðsla virðist enn flóknari.  Rannsóknarteymi undir stjórn Dr. Kohl hefur nú kynnt til sögunnar nýja aðferð sem felur í sér notkun efnasambands frumefnisins rútens og hvata til að kljúfa vatn í vetni og súrefni og framleiða rafeindir. Athygli vekur að á vissum stigum ferilsins er notast við 25 gráðu og 100 gráðu heitt vatn.

 Etv. er þetta eitthvað fyrir hugvitsama Íslendinga til að nýta jarðvarmann enn betur? Eða kemur þessi uppgötvun til með að gera út af við drauma Íslands til að verða vetnisframleiðsluland? Gaman væri að fá að heyra álit sérfræðinga á þessu.    

ruthenium.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Rúten
Rúten (ruthenium) er frumefni og telst til svokallaðra "hliðarmálma". Það er silfurlitað og sveigjanlegt. Það hefur sætistöluna 44 og finnst of í samböndum með platínu. Það hefur verið nýtt á ýmsan hátt t.d. hafa menn blandað því í gullhúð á vönduðum oddum sjálfblekunga t.d. Parker 51 pennans. Íblandað títan í litlum mæli minnkar það tæringu málmsins 100 falt.   

Til hliðarmálma teljast 38 frumefni. Hliðarmálmarnir eru teygjanlegir og leiða hita og rafmagn vel, líkt og allir málmar. Athyglisvert er að gildisrafeindir hliðarmálma (rafeindirnar sem þeir nota til að bindast öðrum efnum) eru í nokkrum hvolfum en ekki einu eins og algengast er. Meðal hliðarmálma eru til dæmis járn, kóbalt og nikkel en það eru einu frumefnin sem við vitum að mynda segulsvið.
straeto.jpg

 

"Keep it Simple"
BB King

 

 

ref.
Science, 3. apríl 2009
http://svavarjonatans.blog.is/blog/svavarjonatans/
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=4966
http://en.wikipedia.org/wiki/Ruthenium

RUTHENIUM. A hard, silvery-white metal, symbol Ru, having a specific
gravity of 12.4, a melting point of about 4190°F (2310°C), and a
Brinell hardness of 220 in the annealed state. The metal is obtained
from the residue of platinum ores by heat reduction of ruthenium
810 RUTHENIUM
oxide, RuO2, in hydrogen. Ruthenium is the most chemically resistant
of the platinum metals and is not dissolved by aqua regia. It is
used as a catalyst to combine nitrogen in chemicals. As ruthenium
tetroxide, RuO4, it is a powerful catalyst for organic synthesis, oxidizing
alcohols to acids, ethers to esters, and amides to imides.
Ruthenium has a close-packed hexagonal crystal structure. It has a
hardening effect on platinum, 50% addition of ruthenium raising
Brinell hardness from 30 to 130 and the electrical resistivity to double
that of pure platinum. Ruthenium-platinum alloys are used for
electric contacts, electronic wires, chemical equipment, and jewelry.
The alloy with 5% ruthenium has a tensile strength, annealed, of
60,000 lb/in2 (414 MPa) with elongation of 34% and Brinell hardness
of 130. The hard metal has a Brinell hardness of 210. The alloy with
10% ruthenium as a tensile strength of 85,000 lb/in2 (586 MPa), and a
Brinell hardness of 190 in the soft condition and 280 when
hard-drawn.
Several ruthenium intermetallic compounds hold promise for
potential high-temperature, aircraft-turbine parts because of their
high melting temperature and evidence of room-temperature ductility.
Identified at General Electric’s Research & Development
Center are aluminum ruthenium with a specific gravity of 7.95
and a melting temperature of 4100°F (2060°C); ruthenium scandium,
7.40, 3992°F (2200°C); and ruthenium tantalum, 14.83,
3776°F (2080°C). AlRu and RuSc are the most promising because
of their light weight and better ductility. Al47Ru53 is the most
oxidation-resistant, and Al48RuY could be used at temperatures up
to 2280°F (1250°C).


Taktur og tregi uppi á Esju

Á Blúshátíð Dóra Braga á Hótel Esju (Halta Hananum) í gærkveldi spiluðu Willie "Big Eyes" Smith, Pinetop Perkins, Vinir Dóra, Mugison og Blúsmenn Andreu. 

img_7012_800.jpg

 

Willie "Big eyes" Smith og Krister Palais

 

 

 

Willie "Big eye" Smith er með kunnari núlifandi blúsurum vesanhafs.  Hann fæddist árið 1936 i bbænum Helena, Arkansas. Seitján ára gamall flæktist hann til Chicago þar sem hann heyrði í Muddy Waters í fyrsta sinn og heillaðist af blústónlist.  Hann lék jafnhliða á munnhörpu og trommur og árið 1954 stofnaði hann tríó með trommaranum Clifton James. Á sama tíma lék hann á munnhörpu með mörgum kunnum blúsköppum svo sem Bo Diddley, Arthur "Big Boy" Spires og Johnny Shines. 

Hann lék á trommur um tíma með Little Hudson's Red Devil Trio en einnig með Muddy Waters og varð fastur trommuleikari með Muddy árið 1961.

Um skeið vann hann fyrir sér með því að vinna á veitingastöðum og með því að aka leigubíl. Hann hóf síðan aftur að spila með Muddy Waters en síðar einnig með the Legendary Blues Band með Pinetop Perkins, Louis Myers, Calvin Jones, Jerry Portnoy, Buddy Guy, Howlin' Wolf, Junior Wells, Bob Dylan, the Rolling Stones, Cindy Laupher, Eric Clapton og Vinum Dóra. 

Hann kemur m.a. fram í myndunum The Last Waltz The Blues Brothers ( með John Lee Hooker). Ekki furða þótt Willie haldi stundum á munnhörpunni sinni eins og trommukjuðum. 

img_7028_800.jpg
 
img_7064_800.jpg
 
img_7097a_800.jpg
 
img_7100a_800.jpg
 
img_7171a_800.jpg
 
img_7174a_800.jpg
 
img_7204a_800.jpg
 
img_7212_800.jpg
 
img_7222_800.jpg
 
img_7270_800.jpg
 
img_7271_800.jpg
 
img_7332_800.jpg
 
img_7327_800.jpg
 
img_7302a_800.jpg
 
img_7338a_800.jpg
 
img_7341a_800.jpg
 
img_7350a_800.jpg
 
img_7367a_800.jpg
 
img_7401_800.jpg
 

 


Pinetop Perkins 95 ára gamall blúsari á Blúshátíð Reykjavíkur!

Hann fæddist árið 1913 í bænum Belzoni, Mississippi í Bandaríkjunum og var skýrður Joe Willie Perkins. Þetta sama ár fæddust m.a. þeir Jóhann Svarfdælingur, Richard Nixon og Albert Camus. Hann hóf tónlistarferil sinn sem gítarleikari en eftir að hafa skaddað handleggssin í áflogum við kórstelpu snéri hann sér að píanóleik. Svo segir sagan.

Hann lék á sínum tíma m.a. með Sonny Boy Williamson, Earl Hooker, Muddy Waters, Hubert Sumlin og Willie "Big Eyes" Smith, sem nú leikur með honum á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica Hótelinu dagana 7. til 9. apríl 2009.

Pinetop Perkins kom fyrst til Íslands árið 1992 og spilaði þá á Púlsinum við Vitastíg og var það ógleymanlegt þeim sem á hlýddu. Í framhaldi af þeim tónleikum kom út platan "Pinetop Perkins with the Blue Ice Band", sem fékk afburða dóma og mörg verðlaun. Þá var kappinn áttrætt gamalmenni.  Hann hætti um svipað leyti að þamba whisky (eftir að hafa spilað í fertugsafmælinu hans Sigga Þórodds) en reykir enn eins og skorsteinn. Hann er einn mest verðlaunaði núlifandi blúsarinn að BB undanskildum.  

Nú er hann 95 ára og hefur aldrei verið betri og í að spila blúsaðann Boogie-Woogie. Og Willie "Big Eyes" Smith (fæddur árið 1936 í bænum Helena í Arkansas) var einnig hreint frábær í gærkveldi ásamt Vinum Dóra. Þeir kappar ætla að spila öll blúskvöldin og láta því ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur. Willie hefur komið víða við og m.a. spilað með Muddy Waters, Guy, Junior Wells, Rolling Stones, Bob Dylan og Eric Clapton, Bítlunum, Cindy Laupher og Vinum Dóra.

Ekki má gleyma blúsdívunni Deitra Farr, sem nú enn og aftur heimsækir Ísland. Hún kom fram ásamt eiginmanni sínum Krister, mjóa sænska bassaleikaranum í Nordic All Stars Blues Ban. Dóri Braga kynnti þau um árið á blúsballi í Noregi og það varð til blúsást við fyrsta tón.

Vinir Dóra eru að verað eitt besta blúsband sem menn geta fundið, þó víða sé leitað.  Gummi Pé er þvílíkur snillingur að hann hefur ekki sjálfur enn ekki upgötvað eigin snilld. Hann er t.d nokkrum gæðaflokkum ofar sjálfum E.C.

Á blúshátíðinni í kvöld á Nordica verða m.a. á sviðinu með köppunum Blúsmenn Andreu og Mugison.    

 
 
img_6626_800_826224.jpg
 
img_6635_800_826182.jpg
 
img_6661_800.jpg
 
img_6695_800.jpg
 
img_6716_800_826081.jpg
 
img_6739_800.jpg
 
img_6748_800.jpg
 
img_6783_800.jpg
 
img_6789_800_826088.jpg
 
img_6825_800.jpg
 
img_6848_800_826091.jpg
 
img_6881_800.jpg
 
img_6894_800.jpg
 
img_6906_800.jpg
 
img_6934_800.jpg
 
img_6940_800.jpg
 

 


Tunglið, tunglið, taka tvö

Tunglið, sem gárungarnir kalla stundum mána* hefur nú aftur komist í sviðsljóðið. Frá lokum Apollo geimferðaráætlunarinnar fyrir rúmum þremur áratugum hefur tunglið fengið litla athygli. Menn hafa verið uppteknir af fjarlægari plánetum og öðrum meira spennandi tunglum. Tunglsljósið drukknar gjarnan í rafljósaflóði stórborganna. Varúlfar og vampírur sjást varla lengur. Nema til sveita, kannski, og í mjög dimmum bakherbergjum. Tunglsýki er að mestu læknuð.

Þrátt fyrir þetta, hafa jarðbundnir vísindamenn haldið áfram að vinna úr upplýsingum frá tunglgrjóti og mælingarniðurstöðum sem m.a. gervihnettirnir Clementine (sem er reyndar í útliti eins og klementína og dregur nafn sitt af því) og Lunar Prospector (sem lítur út eins og dæmigerður tunglkanni og dregur nafn sitt af því) hafa aflað á síðustu árum. Þessir svifrótsveinar (robots) hafa verið ötulir í því að safna ýmiss konar upplýsingum um tunglið okkar ekki síst pólana og fjarhlið tunglsins, sem löngum hefur þótt dularfull og spennandi. Nákvæmar upplýsingar hafa þannig fengist um bergtegundir, yfirborðseiginleka, efnasamsetningu og þyngdarafl o.fl. Æði margt er þó enn á huldu um uppruna tulngsins.   

Clementineclementine_822288.jpg

 Lunar Prospector lunarprospector.jpg

Möntulhalli tunglsins er einungis um 1,5 gráða (til samanburðar þá er möntulhalli jarðar um 23,5 gráður) sem m.a. veldur því að pólarnir hafa mikla sérstöðu og eru harla ólíkir þar sem sumir staðir þeirra eru stöðugt baðaðir sólarljósi meðan aðrir eru ávallt í fimbulkulda. Þar er að finna miklar gígaraðir. Vetni það, sem gæti hafa borist til tunglssins við árekstur loftsteina gæti hafa safnast saman í slíkum kuldapollum. Þetta vetni getur hugsanlega verið hluti af því vatni eða eldsneyti sem geimstöðvar framtíðarinnar munu nýta.
moon_825247.jpg

Ýmsar þjóðir keppast nú við að rannsaka tunglið nánar m.a. Kínverjar, Japanir, Indverjar og Bandaríkjamenn. Þau jarðvegssýni sem Apolló geimförin komu með til jarðar á sínum tíma benda til þess að þau hafi myndast fyrir 3,8 billjónum ára. Telja margir að á þeim tíma hafi mikið loftsteinaregn dunið á jörðinni og líf kviknað fyrst um svipað leyti, sem hlýtur að teljast athyglisvert.  

Talsvert er af járni og mangan og öðrum nýtanlegum málmum á tunglinu. Einnig er talsvert af rokgjörnum efnum á yfirborði tunglsins en ekki er þó vitað nákvæmlega hvernig þessi efni eru tilkomin eða hvaða tilgangi þau þjóna. Clementine hefur tekist að finna merki um ís á dimmu hliðinni með mælingum á örbylgjukliðnum. Vetnið getur verð merki um ís eða hafa myndast úr róteindum frá sólarvindinum.

moon_geology.jpg
Talið er að tunglskorpan sé um 20 km að þykkt og mikið magn plagioklass bendir til þess að yfirborðið hafi myndast úr fljótandi kviku. Þyngri steintegundir svo sem pyroxene og olivine hafa þá sokkið til botns. Þegar yfirborðið stoknaði myndaðist mikið magn af hörðu efni, sem ekki er að finna í þeim kristöllum sem áður höfðu myndast.  Þetta efni hefur fengið nafnið "KREEP"; (K = potassium, REE = rare-earth elements og P = phosphorus). Þetta efni er að finna í miklu magni á tunglinu. Þó er það sérstaklega áberandi á vesturhluta þeirrar hliðar, sem snýr að jörðunni á svæði sem nefnist Oceanus Procellarum (Stormahafið).    

Segja má, að tunglið sé nú aftur komið í sviðsljósið eftir nokkurt hlé. Google hefur boðið því einkafyrirtæki, sem fyrst verður til þess að senda geimfar til tunglsins og senda þaðan myndir og ferðast 500 m eftir yfirborði tunglsins 20 milljón dollara í verðlaun og eru þegar nokkur fyrirtæki komin í kapphlaup til að hneppa þessi verðlaun (Google X-price). E.t.v. eitthvað fyrir hugvitsama Íslendinga?

moonrise.jpg

 

 ref: Nature Geoscience apríl 2009

 

 

 

* máni er fremur bjánalegt orð og beygist því eins og orðið bjáni.
Hálfmáni
er hálf bjánalegt orð. 


Snúa bakinu við Saab

Sænsku flugvélaverksmiðjurnar Saab framleiddu sinn fyrsta bíl árið 1947, Saab 92. Bíllinn var að mörgu leyti afar nútímalegur, með framhjóladrifi, tvígengisvél, öryggisgrind og straumlínulagaður. Sabb bifreiðarnar hafa ávallt haft orð á sér fyrir að vera sterkar, sparneytnar og öruggar. Margir muna eflaust eftir Saab 95, sem var mjög vinsæl bifreið hér á landi. Saab 99 kom fram með fyrstu túrbóbílvélina árið 1977.

Nú hefur Saab í Svíþjóð beðið sænska ríkið um fjárhagsaðstoð. Ríkið hefur svarað: "Markaðurinn er frjáls og það er hann sem ræður. Ríkið hefur engann áhuga á því að eignast bílaverksmiðjur".

Sænsk yfirvöld hafa reyndar lengi gagnrýnt björgunartilraunir annarra ríkja, sem hafa reynt að endurlífga bílaverksmiðjur sínar. Saab er nú í eigu General Morors og mörgum Svíum þykir sem framleiðslan snúist nú fremur um magn en gæði. Gömlu Saab verksmiðjurnar voru einmitt þekktar fyrir hugvit og gæði. Margir Svíar hafna hugmyndafræði GM. Líkt og VOLVO og ABBA er Saab hluti af sjálfsímynd sænsku þjóðarinnar. En væntanlega ekki mikið lengur.

Nema markaðurinn sjái að sér.


Saab 92, árg 1953


Evran orðin of sterk?

Sterk evra ógnar nú efnahagi margra Evrópulanda. Þetta hefur mjög aukið þrýstinginn á Seðlabanka Evrópu til að lækka gengi evrunnar líkt og gert var á sínum tíma við dollarann, enska pundið og svissneska fránkann. Hátt gengi evrunnar hefur letjandi áhrif á útflutning og það hægir á allri innanlandsframleiðslu og eykur enn á atvinnuleysi. Ef gengi evrunnar hækkar enn meira, getur það haft mjög neikvæð áhrif í mörgum evrulöndum, sem þegar eru í miklum efnahagslegum kröggum.

Megin ástæðan fyrir hækkun evrunnar er aukið innflæði US dollara, svisnesskra fránka og UK punda vegna tilrauna viðkomandi ríkja til að endurlífga lánamarkaðinn, sem aftur eykur verðbólguna. Menn bíða því spenntir eftir næstu vibrögðum ráðamana í Frankfurt. Margir stjórnmálamenn Evrópu óttast afleiðingarnar og það misvægi sem getur skapast milli Evrópuríkja t.d. breskar vörur færu að streyma í auknum mæli út á markaðinn vegna lækkunar pundsins gagnvart evru. Einnig finnst mörgum evrusinnum að Evrópulöndin líði of mikið fyrir efnahagsvandamál heimsins í heild og ráðstafana þar að lútandi.

E.t.v. er þarna einhver vonarglæta fyrir krónuna?

euro.jpg
      

 ref. www.nytimes.com


Nýstúdentar 2009

Hann notaði heyrnartæki og gekk við staf. Rektor leiddi hann að púltinu og það ískraði hátt í heyrnartækinu, þegar hann gekk að hljóðnemanum. Líkaminn virtist uppgefinn en andinn var lifandi. Stúdentaárgangur 1944 var ekki stór en hann var stoltur. Stoltur af uppruna sínum og afrekum þjóðarinnar.

"Vorið 1944 vorum við full af bjartsýni á framtíð landsins. Við vorum ákaflega stolt af árangri þjóðarinnar í baráttunni fyrir sjálfstæðinu. Framtíðin var björt og við vorum uppfull af glæsilegum áformum. Eldmóðurinn var slíkur, að við hefðum vaðið eld og brennistein fyrir litla landið okkar."

Rödd gamla mannsins titraði eilítið er hann leit yfir salinn. Nýstúdentarnir virtust uppteknir við að mynda hvert annað með GSM símum og senda SMS.

Þau áttu öll eftir að vaða eld og brennistein.

sulfur.jpg

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband