Færsluflokkur: Dægurmál

Magnaður fundur í Sandgerði

Hvers virði er fullveldi þjóðar? Hvers vegna ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að framselja löggjafarvald Alþingis til ESB? Magnaður fundur í Sandgerði 10. október 2023 um Bókun 35 o.fl. 


Hugmyndakonur halda hugmyndaþing

Til þess að ná eyrum fjölmiðla þarftu að fjalla um "hamfarahlýnun", "hatursorðræðu" eða "hánaskap" þ.e. eitthvað sem byrjar á stafnum "h".

https://elinora.blog.is/blog/elinora/entry/2294547/


Stokkhólmsheilkennið og stjórnarskráin

Horfði í gær á þátt í sænska sjónvarpinu um hann Jóhann Gustafson frá Smálöndum í Suður Svíþjóð. Duglegur ungur drengur sem fór á mótorhjóli um Afríku ásamt vinum sínum. Í Malí datt þeim í huga að skoða borgina Timbuktu, aðallega til að merkja við hana á ferðakortinu. Þar var honum og félögum hans rænt af al-Qaeda skæruliðum og haldið í gíslingu í rúm fimm ár (þ.e. í rúmt eitt kjörtímabil). Til þess að friðmælast við ræningjana þá tók hann múslimatrú og þá voru honum skyndilega allir vegir færir. Í stað þessa að kúldrast einn í búri í brennheitri Sahara eyðimörkinni á daginn og henni ískaldri á kvöldin drakk hann nú te með mannræningjunum, fékk sama mat og þeir, spjallaði kumpánlega við þá við varðeldinn og gat hreyft sig um að vild. Sem múslimi átti hann það ekki á hættu að vera tekinn af lífi. Honum þótti orðið vænt um ræningjana. Johann þakkar sínum sæla fyrir að hafa lesið um sænska bankaræningjann Jan-Erik Olsson sem „fann upp“ Stokkhólmsheilkennið árið 1973. Allir gíslar hans elskuðu og dáðu „Janne Olson“.

johann_gustafson
Gíslarnir í eyðimörkinni fyrir trúarskiptin

Þingmenn sjálfstæðisflokksins eru nú í sömu aðstæðum Johann hinn sænski í eyðimörkinni og gíslarnir í sænska bankanum við Norrmalmstorg. Þeim hefur verið rænt. Til þess að fá að drekka te með forystunni, spjalla óheft um menn og málefni og eiga það ekki á hættu að vera útskúfaðir þurfa þeir að samþykkja allar tilskipanir ESB, sama hvaða nafni þær nefnast, jafnvel þær sem stangast á við stjórnarskrána, og alla almenna skynsemi. Þeir fá jafnvel að skrifa greinar í Moggann um stefnu Sjálfstæðisflokksins og halda flokkráðsfundi svo lengi sem þeir minnast ekki einu orði á að þeim hafi verið rænt, 3. orkupakkann og alls ekki Bókun 35.  


Munu sjálfstæðismenn hafna bókun 35 á laugardaginn?

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fær tækifæri til að hafna frumvarpu utanríkisráðherra varðandi Bókun 35 við EES-samninginn laugardaginn 26. ágúst n.k. 

Það verður reyndar afar undarleg uppákoma, ef Bókun 35 yrði ekki hafnað af sjálfstæðismönnum, þá er eitthvað alvarlegt að í flokknum.

Í þessu myndbandi fjallar Arnar Þór Jónsson um Bókun 35 og afleiðingar innleiðingar hennar í íslensk lög:


Hvernig gengur rafbílavæðingin?

Nýlega var fjallað um rafbílavæðinguna í Svíþjóð í Svenska Dagbladet. Þar eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar að finna m.a. að þar í landi eru um 300 flutningabílar rafdrifnir og enn um 85.000 flutningabílar sem ganga fyrir dísel. Gott úrval af nýjum rafknúnum flutningabílum er að finna bæði hjá Scania og AB Volvo og mikil vinna er nú lögð í að koma upp stórum hleðslustöðvum um alla Svíþjóð en á móti kemur að rafbílavæðingin gengur mun hægar en raforkusalarnir höfðu vonast til. Þar kemur til m.a. stóraukinn fjárfestingarkostnaður þar sem „venjulegur“ flutningabíll kostar um 1,5 milljón SEK (um 20M ISK) en rafknúinn um 4 milljónir SEK (um 52M ISK) þó svo rekstrarkostnaður sé lægri fyrir rafbíla. Uppsafnaður kostnaður er þó mun hærri fyrir rafknúna flutningabíla þegar upp er staðið. Flutningafyrirtækin kaupa rafknúna bíla fyrst og fremst til að prófa þá og til þess að sýna að þau séu að „flýta orkuskiptum“ í nafni loftslagsmála. Svíar vilja því að sænska ríkið styðji í auknum mæli við rafbílavæðinguna en t.d. í Þýskalandi stendur ríkið að baki um 80% af aukakostnaði við rafvæðingu flutningabíla.

rafflutningabill
Sænskur flutningabíll í hleðslu

Þau fyrirtæki sem sjá um að setja upp hleðslustöðvar víða um Svíþjóð óttast nú að rafbílavæðing flutningafyrirtækjanna muni ganga allt of hægt fyrir sig og að raforkukerfið ráði ekki við aukið álag en hver hleðslustöð eyðir jafn miklu rafmagni og 3 – 4 einbýlishúsahverfi. Áætlað er að setja upp um 50 nýjar hleðslustöðvar fyrir flutningabíla í Svíþjóð og stóru bílaframleiðendurnir AB Volvo, Tranton/Scania og Daimler Truck áætla að setja upp um 1.700 hleðslustöðvar fyrir flutningabíla meðfram vegakerfi Evrópu fyrir lok september 2024. Koma þarf hleðslustöðvunum fyrir á sömu stöðum og bílstjórarnir taka sér lögbundin hvíldarhlé. Menn óttast þó eins og fyrr sagði að fjöldi rafknúinna flutningabíla verði ekki eins mikill og áætlað hefur verið fyrst og fremst vegna hás fjármagnskostnaðar. Ekki má heldur gleyma himinháu verði á raforku í ESB löndunum sem eykur stórlega kostnað flutningafyrirtækjanna.

Þess má geta að margir flutninga- og rútubílstjórar sem undirritaður hefur rætt við hér á landi telja algjörlega óraunhæft, eins og tæknin er í dag, að ætla sér að rafvæða þessi stóru faratæki. Vegakerfið okkar ráði einfaldalega ekki við hinn gríðarlega mikla þunga faratækjanna (rafhlaðan í einum rafdrifnum strætó vegur t.d. um 4 tonn!) og kostnaður er allt of hár þrátt fyrir lægra orkuverð (ennþá) hér á landi miðað við raforkuverðið í Evrópu. Menn sjá ekki fyrir sér rafknúnar rútur á hálendi og í óbyggðum Íslands. Þetta eigi þó eftir að breytast m.a. með bættri tækni í gerð rafhlaðna. Eitt er þó víst, en það er að rafeindin hefur enn ekki sungið sitt síðasta.      

ref./foto Svenska Dagbladet


Sannleikurinn er sagna verstur, vestur á Melum

Við lifum í afar vafasömu þjóðfélagi, sem beitir óspart ritskoðun og skoðanakúgun.
Jafnvel háskólar landsins taka þátt í þessum hildarleik sbr. mál Kristjáns Hreinsmögurs, mál sem allir eiga að kynna sér og hafa skoðun á.

https://www.facebook.com/kristjan.hreinsson

 ritskoðun


Hættum að úða garðana okkar með eitri!

Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.

Tími garðaúðunar dauðans er að hefjast. Eiturpésar ganga um með eiturkúta og gasgrímur. Eiturgufur þrengja sér inn um glugga og gættir. Krakkar og kettir kasta upp, fullorðnum verður bumbult.

Skordýraeitrið heitir "permetrín". Það er eitrað fyrir menn og spendýr en banvænt fyrir nær öll skordýr; fiðrildalifrur, blaðlýs, maura, köngulær, allar flugur jafnt býflugur sem hunangsflugur.
Permetrín drepur ALLT líf í garðinum. Það drepur fiska og það getur valdið ofnæmi hjá fólki. Það strádrepur ketti. Það brotnar þó fljótt niður en er mjög öflugt á meðan það er virkt.

Eitrið drepur öll skordýr, jafnt gagnleg sem "ógagnleg".

Garðaúðun raskar lífríki náttúrunnar.

Garðaúðun er hryðjuverk gegn lífríkinu.

Mikil vandamál hafa skapast víða t.d. á Bretlandseyjum. Þar er hunangsflugan horfin. Býflugur eru að hverfa í Bandaríkjunum. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega.

Til eru aðrar einfaldar leiðir til að halda skaðlegum skordýrum í skefjum en garðaúðun með banvænu eitri. T.d, með því að velja réttar tegundir gróðurs í garða. Tryggja nægilegt vatn og næringu. Úða bara með vatni á vorin þegar fiðrildalifrur kvikna.

Verndum lífríki náttúrunnar. Sláum skjaldborg um hunangsfluguna.

humla
Heilbrigð humla að störfum

Áhugaverðir hlekkir:

Verndum skordýrin á Jörðinni
Bumbebees in Crisis
The Honey Bee Crisis 
Practical Approaches to Pest Control: The Use of Natural Compounds


Seppuku Sjálfstæðisflokksins

Eins og kunnugt er hefur ráðherra Sjálfstæðisflokksins ákveðið að leggja fram lagafrumvarp sem hljómar svo:

Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.“

Þetta frumvarp kann að líta sakleysislega út en sannleikurinn er sá, að í því felst grundvallarbreyting á íslensku réttarfari. Skv. því geta þau íslensku lög sem Alþingi Íslendinga samþykkir í framtíðinni reynst algjörlega marklaus, enda þótt þau samrýmist að öllu leyti íslensku stjórnarskránni! Gera menn sér þetta ljóst? Að íslensk lög samin og samþykkt á Alþingi geti í raun talist til villutrúar í augum ESB og gert íslenska ríkið skaðabótaskylt! Eru menn ekki með öllu mjalla á Alþingi Íslendinga?

Aldrei stóð til að framselja löggjafarvald íslenska ríkisins til ESB með EES-samningnum. Engu að síður hefur eftirlitsstofnun EFTA í Brussel gert athugasemd við þá dómaframkvæmd og lögskýringarreglu sem hefur verið í gildi hér á landi frá því EES-samningurinn var lögfestur sem notuð hefur verið til að leysa þann vanda sem upp getur komið vegna árekstra innlendra lagareglna og þeirra reglna sem rekja má til EES-réttar. Þetta brölt Íslendinga samrýmist ekki bókun 35 við EES-samninginnað mati ESB.
 
Fjórfrelsið er í raun stjórnarskrá ESB en dómstóli ESB hefur aldrei tekist að fullu að skilgreina nákvæmlega hvað í því felst og það getur skapað núning við innlendar, þ.e. íslenskar lagareglur svo um munar t.d. varðandi meðalhófsregluna og aðrar greinar stjórnsýslulaga.

Þegar áðurnefnt frumvarp utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur verið samþykkt á Alþingi Íslendinga þá verður hið sama Alþingi gjörsamlega óþarft því Íslendingar geta þá ekki lengur treyst því að lagasetning lýðræðislega kosins Alþingis hafi gildi. Menn þurfa í öllum tilvikum að kynna sér lög og reglugerður ESB og niðurstaðna Evrópudómstólsins.

Er þetta ekki hreint pólitískt sjálfsmorð, harakiri Sjálfstæðisflokksins? 

valholl_harakiri
 Seppuku Sjálfstæðisflokksins er nú staðreynd

 

 

 


Fullveldis-ami Alþingis

Ríkisstjórnin amast við lýðræðinu, hún amast við fullveldinu, hún amast við kjósendum. Ríkisstjórnin amast við þeim sem taka eftir lýðræðishallanum en hún er smátt og smátt að lauma Íslandi inn í ESB, bakdyramegin. Hún amast mest við þeim kjósendum sem hafa rödd og sem hafa kjark til að skipta sér að. Ríkisstjórnin er nú að framselja löggjafarvalið úr landi til ESB og veikir þar með stöðu Alþingis og stöðu íslensks réttarkerfis svo um munar. Í dag á Alþingi síðasta orðið og Íslendingar geta treyst því sem stendur í íslenskum lögum. Með frumvarpi utanríkisráðherra um forgang ESB-laga fram fyrir íslensk lög er verið að segja að vegna fullveldis-ama ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega þingmanna Sjálfstæðisflokksins er það Brussel sem á síðasta orðið. Þingmennirnir þora hvorki að æmta né skræmta vegna hræðslugæða formannsins.    

Fullvelds-aminn krefst "leiðréttingaraðgerða" á íslenskri löggjöf, sem veldur óafturkræfum skaða. Fullveldinu skal fórnað lýðræðis- og fullveldissinnuðum Íslendingum til mikils ama. Frumvarpið samrýmist ekki lýðræðishefðum, vegur að réttaröryggi Íslendinga og það rýrir fyrirsjáanleika íslenskra laga. Íslendingar eiga að geta treyst og byggt á lögum sem Alþingi hefur samþykkt. Grunnforsenda EES-samningsins var á sínum tíma neitunarvald Íslands og annarra EFTA ríkja.  

Þetta frumvarp er lögleysa, og brýtur gróflega á íslensku stjórnarskránni. Undirlægjuháttur ríkisstjórnarinnar gagnvart ESB er orðinn afar ógeðfelldur svo ekki sé dýpra með árinni tekið. Öllum til ama. Kjósendur á Íslandi hafa rétt til að hafa síðasta orðið. Alþingi Íslendinga getur ekki afsalað ríkisvaldinu til erlends ríkis, skert lýðræðið eða skert fullveldið án samþykkis þjóðarinnar.

Við Íslendingar höfum aldrei haft kjark til þess að beita neitunarvaldi sem er þó skýlaus réttur okkar skv. EES. Kjósendur á Íslandi eru hvorki haldnir lýðræðis- né fullveldis-ama. Þann ama er hins vegar að finna nú í sölum og þá einkum afkimum Alþingis. Forseti Íslands má ekki og getur ekki skrifað undir frumvarp utanríkisráðherra um forgang laga ESB með hreinni samvisku. Íslenska þjóðin sem hefur áður sýnt það í verki að hún er ekki haldin lýðræðis- eða fullveldis-ama, skal hafa síðasta orðið.  

2019-07-16_08-49-10_r000

Nýju fötin utanríkisráðherra

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson, bendir réttilega á að utanríkisráðherra Íslands og aðrir í forystu XD, gangi erinda ESB og leggi fram frumvarp sem þverbrýtur stjórnarskrá íslenska lýðveldisins í því skyni að framselja löggjafarvaldið til ESB.

Sveipuð fána ESB tókst ráðherranum að lauma þessu andstyggilega frumvarpi í gegn um þingflokksherbergi XD þar sem flokksmenn sátu vígamóðir, sumir illa sáraðir og svekktir eftir ramman slag við forystuna um 3. orkupakkann.

Nýju fötin hanga nú í skápnum en verða örugglega tekin fram á ný í ræðustóli á Alþingi Íslendinga. 

esb_hoody

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband