Færsluflokkur: Dægurmál
Svo langt hefur þetta gengið að skólar landsins eru nú alvarlega að íhuga að innleiða "hollari" fæðu sem t.d. inniheldur ekki kjötmeti en þar kemur einnig til önnur pólitísk þráhyggja, sem er hamfarahlýnun af mannavöldum. Skólabörnin geta nú leyst okkur undan náttúruhamförum og jafnvel heimsendi t.d. með því að skrópa í skólanum og tyggja gulrætur. Hvers vegna datt okkur þetta ekki í hug fyrr? Eða er ábyrgð barnanna okkar orðin þeim byrgði?
Átta hættumerki Orthorexia nervosa:
1) Þráhyggja vegna gæði matvæla.
2) Ósveigjanleiki í neyslumynstri.
3) Sterk tilfinningaleg viðbrögð við brot á "næringar-reglum".
4) Einhæft fæðisval t.d. eingöngu nærst á grænmeti og/eða ávöxtum.
5) Heilsukvíði; stöðugar áhyggjur af sjúkdómum og veikindum
6) Kvíðaviðbrögð við að vera nálægt vissum fæðutegundum.
7) Ástandið tengist ekki ákveðinni líkamsímynd.
8) Þyngdartap.
Mikilvægt er að skólar landsins ýti ekki undir þessa þróun með einhæfu fæðuvali, hamfarahugsunum, og stöðugri heilsu- og fæðu-þráhyggju.
ps
svo legg ég til að börnin okkar fái áfram að halda upp á Litlu-Jólin í skólunum
ref.
Scarff JR. Orthorexia Nervosa: An Obsession With Healthy Eating. Fed Pract. 2017;34(6):3639.
Dunn, T. M. og Bratman, S. (2016). On orthorexia nervosa: A review of the literature and proposed diagnostic criteria. Eating Behaviors, 21, 11-17.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2019
Ísland er kjarnorkuþjóð.
Árið 2017 var langt frá því að vera "grænt ár" eða "sjálfbært ár" eða "endurnýtanlegt ár" í orkumálum Íslendinga ef marka má skýrslu Orkustofnunar. Það vekur hins vegar furðu hve geislavirkur úrgangur er lítill miðað við kjarnorkunotkununa en spurning vaknar:
Hvar er kolabingurinn geymdur og hvert fer öll askan?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2018
Tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi
Samningar sjálfstætt starfandi sérfræðilækna renna út þ. 31. desember 2018. Heilbrigðisráðherra hefur ekki svarað forsvarsmönnum lækna með það hvort að endurgreiðslureglugerð verði sett eða ekki.
Verði reglugerð sett verður líklega tekið mið af gömlu gjaldskránni og læknum í sjálf vald sett hvort að þeir styðjist við hana eður ei. Almannatryggingar landsmanna virðast því í algeru uppnámi og stefnir Ísland nú hraðbyri á tvöfalt heilbrigðiskerfi (ameríska kerfið) í boði ríkisstjórnarinnar. Hvað segir hinn almenni kjósandi við því?
Ameríska heilbrigðiskerfið |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2018
Arsenal lækkar rafmagnsreikninginn
Gífurleg eftirsókn er í löndum ESB eftir vistvænni ("grænni") raforku. Í Bretlandi, þar sem verð á raforku hefur nú náð hæstu hæðum eru menn hvattir til að setja upp sólarrafhlöður á þök og svalir húsa sinna ("rent-your-roof model") sem orkufyrirtæki setja upp án kostnaðar fyrir eigandann þrátt fyrir að sólarorka reynist afar dýr og óhagstæður kostur þegar upp er staðið. Mörg knattspyrnufélög á Bretlandseyjum hafa þrátt fyrir það látið setja upp sólarrafhlöður til að spara rafmagnskostnað.
(Um 2 megavött(MW)þarf til að lýsa upp hvern 90 mín knattspyrnuleik,
sem svarar til orkunotkunar 2.700 heimila í 2 klst.)
Arsenal rafhlöðurnar |
Knattspyrnufélagið Arsenal hefur hins vegar ákveðið að setja upp gífurlega öflugar lithium rafhlöður í kjallaranum á Emerates Stadium, sem tekur 60.000 manns. Um er að ræða stóra samstæðu rafgeyma (3MW/3.7MWh), sem félagið getur hlaðið utan álagstíma með ódýrara rafmagni og notað síðan þegar leikur stendur yfir á vellinum. Umframorkuna getur félagið selt aftur til orkufyrirtækisins til að lækka kostnaðinn enn frekar og lækka um leið álagið á raforkukerfið, sem er ærið fyrir og mun fara vaxandi með aukinni rafbílavæðingu í framtíðinni.
Fullyrt er að rafmagnið til Arsenal komi frá endurnýjanlegum orkulindum eingöngu.
Til samanburðar er gert ráð fyrir að 1.200 km sæstrengur frá Íslandi geti flutt um 1.000 MW. Þar er orkutapið á leiðinni ekki reiknað inn í dæmið. Um 50MW kerfi þarf til að hlaða 100 rafbíla í einu.
ref.
Power-technology.com
The Guardian
Burges-Salmon
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2018
22. vikna fóstur getur lifað
Nú liggur fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra sem leyfir fóstureyðingar fram að lokum 22. viku meðgöngu.
Hvar ætlar háttvirtur heilbrigðisráðherra að fá lækna, sem reiðubúnir eru að murka lífið úr heilbrigðum 22. vikna fyrirburum, sem vel geta lifað með réttri aðstoð sérhæfðs starfsfólks á nýburadeildum?
Myndin sýnir 22. vikna gamalt barn í móðurkviði |
"Fáir rithöfundar dirfast að segja eins lítið og Ishiguru, um hvað þeir meina."
Mark Kamine, A Servant of Self-Deceit, Massachusetts Review 1989,22
Ef þú vilt frá Nóbelinn í bókmenntum skaltu skrifa á ensku. Það er öruggast.
Kazuo Ishiguro (f. 1954) er Breti, þrátt fyrir japanskt nafn sitt, því hann fluttist barnungur með foreldrum sínum frá Nagasaki til UK þar sem faðir hans starfaði sem haffræðingur. Ishiguro útskrifaðist frá Háskólanum í Kent árið 1978 með BA-gráðu og meistaragráðu í ritlist tveimur árum síðar frá Háskólanum í East Anglia. Hann hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Man Booker verðlaunanna og hlaut þau reyndar árið 1989 fyrir bókina The Remains of the Day (Dreggjar dagsins).
Þrjár kvikmyndir hafa verið gerðar eftir bókum hans, The Remains of the Day (1993), The White Countess - (kvikmyndahandrit 2005) og Never Let Me Go (2010). Ishiguro hefur einnig skrifað söngtexta við lög jazzsöngkonunnar Stacey Kent o.fl.
Ishiguro hefur lengi verið mikils metinn rithöfundur einkum meðal enskumælandi bókmenntanörda. Margir nefna bækur hans Dreggjar dagsins og Slepptu mér aldrei sem bestu bækur sem þeir hafa lesið. Sú fyrri er mjög auðlesin og eftirminnileg ekki síst vegna frábærrar túlkunar leikaranna Anthony Hopkins og Emma Thompson á sögupersónum bókarinnar í samnefndri kvikmynd frá árinu 1993.
Til gamans má nefna að upphafssetningin í Slepptu mér aldrei hefur verið tilnefnd sem ein af tíu mest óspennandi upphafssenum bókmenntanna: "Ég heiti Kathy H. Ég er þrjátíu og eins árs gömul og ég hef nú unnið við liðveislu í ellefu ár." Svar Ishiguro við þessum brandara er: "Þið getið sagt það sem þið viljið en það er ÉG, sem á senuna þegar Kathy missir blýantinn sinn." |
Ishiguro er afar vandaður rithöfundur og að lesa bækur hans er eins og að borða upp úr stórum konfektkassa frá Anthon Berg. Allir molarnir eru frábærir en sumir eru þó bestir og maður vill meira þegar kassinn er tómur. Ishiguro er vel að Nóbelsverðlaunum kominn.
Ishiguro hefur sagt, að sér finnist ekkert sérstaklega skemmtilegt að skrifa bækur, reyndar finnst honum það hálfgert púl ("That is always a bit of a slog." 1)
Hann er lengi að skrifa, t.d. vann hann í þrjú ár að bók sinni Dreggjar dagsins. Af þeim fóru tvö ár í undirbúning og söfnun efnis.2)
Yfirleitt ver hann a.m.k einu ári í að undirbúa bók og einu ári til viðbótar í skriftir.
Margir gagnrýndu sænsku akademíuna fyrir valið á Bob Dylan þá hann hafi átt þau verðlaun fyllilega skilið. Ishiguro er hæglátur og kurteis maður og verður ekki til vandræða eins og Dylan. Bækur hans hafa almenna skírskotun til lesenda og hann er vinsæll höfundur í Bretlandi og víðar. Hann er góður sögumaður og bækur hans hafa talsvert bókmenntalegt gildi. Sumir hafa þó haldið því fram, að Ishiguro skrifi ekki "alvöru" bókmenntir. Þeir hinir sömu eru einungis með þvi að gefa í skyn, að þeir viti sjálfir best hvað "alvöru" bókmenntir eru. Hitt er víst, að með valinu á Ishiguro beinist athygli heimsins að frábærum rithöfundi, sem hefur ekki notið þeirrar athygli sem hann á í raun skilið.
Bækur hans eru mjög ólíkar og fjalla um hin ýmsu málefni og hliðar mannlífsins. Hann er óhræddur við að fara nýrjar leiðir og er bók hans Slepptu mér aldrei t.d. hamfara-vísindaskáldsaga (dystrofia) um klónun manna og Grafni þursinn (The Buried Giant) ævintýri í anda Tolkiens þar sem þursinn gæti verið ták fyrir grafna stríðsöxi. Hann er afar næmur á samskipti fólks og áhrif minninga og drauma á vort daglegt líf. Minningar (og gleymska) stjórna oftar en ekki gerðum okkar og jafnvel ákvarðanir heilla þjóða. Hann leikur sér að orðum og hugtökum, hrærir í þeim í kollinum á okkur svo þau fá nýja merkingu. Í sögum hans eru orðin einungis toppurinn á ísjakanum, því margt býr undir, jafnvel án vitundar sögupersónunnar. En hann endurtekur sig aldrei, svo mikið er víst.
Ég hef ávalt haft áhuga á minningum, því þær eru sú sía eða filter, sem við horfum á fortíðina í gegn um, sem er þannig gjarnan lituð af sjálfsblekkingum, samviskubiti, stolti, eftirsjá o.s.frv. Mér finnst minnið óendanlega heillandi, ekki út frá læknisfræðilegum- eða heimspekilegum sjónarhornum, heldur sem tæki manna til að móta sína sjálfsmynd og til útskýringa á því hvað leiðir við veljum í lífinu." |
Aðrir höfundar sem hafa verið nefndir til bólmenntaverðlauna Nóbels og eiga þau verðlaun fyllilega skilið að mati undirritaðs eru: Haruki Murakami, Margaret Atwood, Joyce Carol Oates, Cormac McCarthy, Amos Oz, Karl Ove Knausgård,Jón Kalmann og Sjón og ekki síst Ian Russell McEwan CBE FRSA FRSL. (Auður Ava er enn á biðlista)
Fyrir þá, sem vilja kynna sér Ishiguro betur er hægt að benda á eftirfarandi bækur um hann og svo auðvitað hans frábæru skáldsögur og önnur rit:
Conversations with Kazuo Ishiguro (Literary Conversations Series)
Kazuo Ishiguro and Memory
Understanding Kazuo Ishiguro (Understanding Contemporary British Literature)
Skáldsögur:
(1982) A Pale View of Hills (Heiðarblámi)
(1986) An Artist of the Floating World (Í heimi hvikuls ljóss)
(1989) The Remains of the Day (Dreggjar dagsins)
(1995) The Unconsoled (Óhuggandi)
(2000) When We Were Orphans (Veröld hinna vandalausu)
(2003) The Saddest Music in the World (handrit)
(2005) Never Let Me Go (Slepptu mér aldrei)
(2015) The Buried Giant (Grafni risinn)
Leikrit
(1984) A Profile of Arthur J. Mason (frumsamið fyrir Channel 4)
(1987) The Gourmet (frumsamið fyrir BBC; síðar útgefið í Granta 43)
(2003) The Saddest Music in the World (sjónvarpshandrit)
(2005) The White Countess (sjónvarpshandrit)
Smásögur
(1981) Introduction 7: Stories by New Writers (Faber and Faber): A Strange and Sometimes Sadness; Waiting for J og Getting Poisoned
(1990) A Family Supper (Esquire)
(2001) A Village After Dark (The New Yorker)
(2009) Nocturnes: Five Stories of Music and Nightfall (Faber and Faber)
Allt það sem er viðurkenndur sannleikur getur orðið óraunverulegt, og öfugt
Kazuo Ishiguru í viðtali við Florence Noiville, Le Monde
"Roll over Bob Dylan!"
Sagði Salman Rushdie, er hann frétti að Ishiguro hefði hlotið Nóbelinn
Dægurmál | Breytt 25.10.2017 kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Torfajökull gaus síðast árið 1480 en það sama ár fæddist landkönnuðurin Ferdinand Magellan og Domenico Ghirlandajo málaði þá heilagan Jeremías með gleraugu, (en hann hefur síðan verið verndardýrlingur gleraugnasmiða). Jökullinn er nefndur eftir Torfa Jónssyni frá Klofa á Landi í Rangárvallasýslu, sem átti í stríði við marga og vann sér það m.a. til frægðar að taka Lénharð fógeta af lífi. Vegna drepsóttar sem upp kom flutist hann búferlum frá Klofa og upp á Landmannaafrétt rétt við Tofajökul.
Ari Trausti segir þetta um Torfajökulsvæðið:
"Einkenni Torfajökulsmegineldstöðvarinnar, auk stórrar öskju, eru útbreiddar myndanir úr kísilríku (súru) bergi. Sprungukerfi Bárðabungu og norðurhluti öskju Torfajökuls skarast og gliðnunarhrinur í því fyrrnefnda kalla fram óróa og jafnvel eldgos í því síðarnefnda. Þannig var með jarðeldana í kringum árið 100 og 877. Einnig 1477 en þá gaus hressilega þar sem nú eru Veiðivötn (í Bárðarbungukerfinu) og í litlum mæli á Torfajökulssvæðinu (m.a. rann þá Laugahraun). Alltíðar jarðskjálftahrinur ganga yfir Torfajökulssvæðið og vísa til þess að við verðum að gera þar ráð fyrir eldsumbrotum fyrr eða síðar."
Torfajökulseldstöðin er um margt merkileg. Askjan, sem er stærsta askja landsins nær yfir 200 ferkílómetra og er miðja hennar við Hrafntinnusker. Merki eru um gríðarlega öflug þeytigos í kerfinu sem hafa skilað allt að 20 km3. af gosefnum. Angi úr Bárðarbungukerfinu teygir sig inn í Torfajökulskerfið og hefur valdið endurteknum kvikuinnskotum í það. Kvika getur einnig borist úr vestri, úr Vatnafjallakerfinu, sem hugsanlega tengist Heklu. Atburðarrásin virðist endurtaka sig nokkuð reglulega á 6700 ára fresti, fyrst um árið 100, síðan árið 870 og síðast árið 1480 og ætti því að vera farið að styttast í nýtt gos. Hugsanlegt er, að aukinn óróleiki í Bárðarbungu undanfarna tvo áratugi geti á endanum leitt til öflugrar gos og rekhrinu á þessum slóðum. Mun Torfarisinn nú vera að vakna til lífsins öllum að óvörum? Það gæti vissulega orðið sögulegt...
Skjalftar í Torfa 3. ágúst 2017 |
heimildir:
http://www.eldgos.is/torfajokull
http://www.vedur.is/um-vi/frettir/bigimg/2239?ListID=0
http://www.snerpa.is/net/thj
https://kjarninn.is/skodun/eldgos-og-jardskjalftar
Þeim sem hafa áhuga á jarðfræði Torfajökulssvæðinu skal bent á ítarlega skýrslu Orkustofnunar frá 2001: Í Torfajökli
Dægurmál | Breytt 7.12.2021 kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.
Tími garðaúðunar dauðans er að hefjast. Eiturpésar ganga um með eiturkúta og gasgrímur. Eiturgufur þrengja sér inn um glugga og gættir. Krakkar og kettir kasta upp, fullorðnum verður bumbult.
Skordýraeitrið heitir "permetrín". Það er eitrað fyrir menn og spendýr en banvænt fyrir nær öll skordýr; fiðrildalifrur, blaðlýs, maura, köngulær, allar flugur jafnt bý- sem hunangsflugur. Permetrín drepur allt líf í garðinum. Það drepur fiska og það getur valdið ofnæmi hjá fólki. Það strádrepur ketti. Það brotnar þó fljótt niður en er mjög öflugt á meðan það er virkt.
Eitrið drepur öll skordýr, jafnt gagnleg sem "ógagnleg".
Garðaúðun raskar lífríki náttúrunnar.
Garðaúðun er hryðjuverk gegn lífríkinu.
Mikil vandamál hafa skapast víða t.d. á Bretlandseyjum. Þar er hunangsflugan horfin. Býflugur eru að hverfa í Bandaríkjunum. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega.
Til eru aðrar einfaldar leiðir til að halda skaðlegum skordýrum í skefjum en garðaúðun með banvænu eitri. T.d, með því að velja réttar tegundir gróðurs í garða. Tryggja nægilegt vatn og næringu. Úða bara með vatni á vorin þegar fiðrildalifrur kvikna.
Verndum lífríki náttúrunnar. Sláum skjaldborg um hunangsfluguna.
Heilbrigð humla að störfum |
Áhugaverðir hlekkir:
Bumbebees in Crisis
The Honey Bee Crisis
Um garðaúðun (Árni Davíðsson)
https://Xerces.org/pesticides/
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 1901 lá fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp um byggingu Landspítala með 24 sjúkrarúmum. Þingmenn voru ekki á eitt sáttir um byggingu spítalans (gisp!). Þá buðust fátækar nunnur af reglu heilags Jósefs til að reisa og reka spítala í Reykjavík með ákveðnum skilyrðum. Ekki leist mönnun á þær hugmyndir (gisp!) og var Landspítalafrumvarpið sömuleiðis fellt. Nunnurnar lögðu þó ekki árar í bát og með söfnunarfé sem Jón Sveinsson (Nonni) safnaði í Frakklandi, Belgíu og víðar til byggingar St. Jósefsspítala í Reykjavík, viðbótarsöfnunarfé og láni erlendis frá var hafist handa við byggingu spítalans. Hornsteinn að nýrri spítalabyggingu á Landakotshæð var lagður í lok apríl 1902 og var spítalinn vígður 16. október sama ár.
Íslenska ríkið sveik á sínum tíma þann samning, sem gerður hafði verið við nunnurnar í Landakoti fimm árum áður en samningur ríkisins við þær rann út og flæmdu þær úr landi þó svo Landakotsspítalinn hafi á sínum tíma verið eina sjúkrahúsið sem rekið var með hagnaði (gisp!) hér á landi og eina kennslusjúkrahús landsins í yfir þrjátíu ár.
Þar með hófst Der Untergang hins íslenska heilbrigðiskerfis en að öllum líkindum þarf einhvers konar karmasérfræðing til að leiðbeina íslenskum ráðamönnum um það hvernig hægt er að snúa þeirri slæmu þróun við. Það verður ekki gert með auknum fjáraustri í kerfið eingöngu.
Keep it Simple!
BB King
St:Jósefsspítalinn Landakoti |