Færsluflokkur: Dægurmál

Tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi

Samningar sjálfstætt starfandi sérfræðilækna renna út þ. 31. desember 2018. Heilbrigðisráðherra hefur ekki svarað forsvarsmönnum lækna með það hvort að endurgreiðslureglugerð verði sett eða ekki. 
Verði reglugerð sett verður líklega tekið mið af gömlu gjaldskránni og læknum í sjálf vald sett hvort að þeir styðjist við hana eður ei. Almannatryggingar landsmanna virðast því í algeru uppnámi og stefnir Ísland nú hraðbyri á tvöfalt heilbrigðiskerfi (ameríska kerfið) í boði ríkisstjórnarinnar. Hvað segir hinn almenni kjósandi við því?

medical-health_insurance-insurance_lobby-medical_cover-american_health_system-us_politics-jjnn67_low
Ameríska heilbrigðiskerfið

 


Arsenal lækkar rafmagnsreikninginn

Gífurleg eftirsókn er í löndum ESB eftir vistvænni ("grænni") raforku. Í Bretlandi, þar sem verð á raforku hefur nú náð hæstu hæðum eru menn hvattir til að setja upp sólarrafhlöður á þök og svalir húsa sinna ("rent-your-roof model") sem orkufyrirtæki setja upp án kostnaðar fyrir eigandann þrátt fyrir að sólarorka reynist afar dýr og óhagstæður kostur þegar upp er staðið. Mörg knattspyrnufélög á Bretlandseyjum hafa þrátt fyrir það látið setja upp sólarrafhlöður til að spara rafmagnskostnað.
(Um 2 megavött(MW)þarf til að lýsa upp hvern 90 mín knattspyrnuleik,
sem svarar til orkunotkunar 2.700 heimila í 2 klst.)

Arsenal-battery
Arsenal rafhlöðurnar

Knattspyrnufélagið Arsenal hefur hins vegar ákveðið að setja upp gífurlega öflugar lithium rafhlöður í kjallaranum á Emerates Stadium, sem tekur 60.000 manns. Um er að ræða stóra samstæðu rafgeyma (3MW/3.7MWh), sem félagið getur hlaðið utan álagstíma með ódýrara rafmagni og notað síðan þegar leikur stendur yfir á vellinum. Umframorkuna getur félagið selt aftur til orkufyrirtækisins til að lækka kostnaðinn enn frekar og lækka um leið álagið á raforkukerfið, sem er ærið fyrir og mun fara vaxandi með aukinni rafbílavæðingu í framtíðinni.
Fullyrt er að rafmagnið til Arsenal komi frá endurnýjanlegum orkulindum eingöngu. 
Til samanburðar er gert ráð fyrir að 1.200 km sæstrengur frá Íslandi geti flutt um 1.000 MW. Þar er orkutapið á leiðinni ekki reiknað inn í dæmið. Um 50MW kerfi þarf til að hlaða 100 rafbíla í einu.  

ref.
Power-technology.com
The Guardian
Burges-Salmon


22. vikna fóstur getur lifað

Nú liggur fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra sem leyfir fóstureyðingar fram að lok­um 22. viku meðgöngu. 

Hvar ætlar háttvirtur heilbrigðisráðherra að fá lækna, sem reiðubúnir eru að murka lífið úr heilbrigðum 22. vikna fyrirburum, sem vel geta lifað með réttri aðstoð sérhæfðs starfsfólks á nýburadeildum?

Myndin sýnir 22. vikna gamalt barn í móðurkviði
Scan_04aWeb

 


Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2017 til Kazuo Ishiguro

"Fáir rithöfundar dirfast að segja eins lítið og Ishiguru, um hvað þeir meina."
Mark Kamine, A Servant of Self-Deceit, Massachusetts Review 1989,22

Ef þú vilt frá Nóbelinn í bókmenntum skaltu skrifa á ensku. Það er öruggast.

Kazuo Ishiguro (f. 1954) er Breti, þrátt fyrir japanskt nafn sitt, því hann fluttist barnungur með foreldrum sínum frá Nagasaki til UK þar sem faðir hans starfaði sem haffræðingur. Ishiguro útskrifaðist frá Háskólanum í Kent árið 1978 með BA-gráðu og meistaragráðu í ritlist tveimur árum síðar frá Háskólanum í East Anglia. Hann hef­ur fjór­um sinn­um verið til­nefnd­ur til Man Booker verðlaunanna og hlaut þau reyndar árið 1989 fyrir bókina The Remains of the Day (Dreggjar dagsins).

Þrjár kvikmyndir hafa verið gerðar eftir bókum hans, The Remains of the Day (1993), The White Countess - (kvikmyndahandrit 2005) og Never Let Me Go (2010). Ishiguro hefur einnig skrifað söngtexta við lög jazzsöngkonunnar Stacey Kent o.fl.

Ishiguro hefur lengi verið mikils metinn rithöfundur einkum meðal enskumælandi bókmenntanörda. Margir nefna bækur hans Dreggjar dagsins og Slepptu mér aldrei sem bestu bækur sem þeir hafa lesið. Sú fyrri er mjög auðlesin og eftirminnileg ekki síst vegna frábærrar túlkunar leikaranna Anthony Hopkins og Emma Thompson á sögupersónum bókarinnar í samnefndri kvikmynd frá árinu 1993.

Til gamans má nefna að upphafssetningin í Slepptu mér aldrei hefur verið tilnefnd sem ein af tíu mest óspennandi upphafssenum bókmenntanna: "Ég heiti Kathy H. Ég er þrjátíu og eins árs gömul og ég hef nú unnið við liðveislu í ellefu ár."
Svar Ishiguro við þessum brandara er: "Þið getið sagt það sem þið viljið en það er ÉG, sem á senuna þegar Kathy missir blýantinn sinn."


Ishiguro er afar vandaður rithöfundur og að lesa bækur hans er eins og að borða upp úr stórum konfektkassa frá Anthon Berg. Allir molarnir eru frábærir en sumir eru þó bestir og maður vill meira þegar kassinn er tómur. Ishiguro er vel að Nóbelsverðlaunum kominn. 

Ishiguro hefur sagt, að sér finnist ekkert sérstaklega skemmtilegt að skrifa bækur, reyndar finnst honum það hálfgert púl ("That is always a bit of a slog." 1) 
Hann er lengi að skrifa, t.d. vann hann í þrjú ár að bók sinni Dreggjar dagsins. Af þeim fóru tvö ár í undirbúning og söfnun efnis.2)
Yfirleitt ver hann a.m.k einu ári í að undirbúa bók og einu ári til viðbótar í skriftir. 


Margir gagnrýndu sænsku akademíuna fyrir valið á Bob Dylan þá hann hafi átt þau verðlaun fyllilega skilið. Ishiguro er hæglátur og kurteis maður og verður ekki til vandræða eins og Dylan. Bækur hans hafa almenna skírskotun til lesenda og hann er vinsæll höfundur í Bretlandi og víðar. Hann er góður sögumaður og bækur hans hafa talsvert bókmenntalegt gildi. Sumir hafa þó haldið því fram, að Ishiguro skrifi ekki "alvöru" bókmenntir. Þeir hinir sömu eru einungis með þvi að gefa í skyn, að þeir viti sjálfir best hvað "alvöru" bókmenntir eru. Hitt er víst, að með valinu á Ishiguro beinist athygli heimsins að frábærum rithöfundi, sem hefur ekki notið þeirrar athygli sem hann á í raun skilið.
Bækur hans eru mjög ólíkar og fjalla um hin ýmsu málefni og hliðar mannlífsins. Hann er óhræddur við að fara nýrjar leiðir og er bók hans Slepptu mér aldrei t.d. hamfara-vísindaskáldsaga (dystrofia) um klónun manna og Grafni þursinn (The Buried Giant) ævintýri í anda Tolkiens þar sem þursinn gæti verið ták fyrir grafna stríðsöxi. Hann er afar næmur á samskipti fólks og áhrif minninga og drauma á vort daglegt líf. Minningar (og gleymska) stjórna oftar en ekki gerðum okkar og jafnvel ákvarðanir heilla þjóða. Hann leikur sér að orðum og hugtökum, hrærir í þeim í kollinum á okkur svo þau fá nýja merkingu. Í sögum hans eru orðin einungis toppurinn á ísjakanum, því margt býr undir, jafnvel án vitundar sögupersónunnar. En hann endurtekur sig aldrei, svo mikið er víst. 

“Ég hef ávalt haft áhuga á minningum, því þær eru sú sía eða filter, sem við horfum á fortíðina í gegn um, sem er þannig gjarnan lituð af sjálfsblekkingum, samviskubiti, stolti, eftirsjá o.s.frv. Mér finnst minnið óendanlega heillandi, ekki út frá læknisfræðilegum- eða heimspekilegum sjónarhornum, heldur sem tæki manna til að móta sína sjálfsmynd  og til útskýringa á því hvað leiðir við veljum í lífinu."
(Ishiguro, ‘Author Q & A’)

Aðrir höfundar sem hafa verið nefndir til bólmenntaverðlauna Nóbels og eiga þau verðlaun fyllilega skilið að mati undirritaðs eru: Haruki Murakami, Margaret Atwood, Joyce Carol Oates, Cormac McCarthy, Amos Oz, Karl Ove Knausgård,Jón Kalmann og Sjón og ekki síst Ian Russell McEwan CBE FRSA FRSL. (Auður Ava er enn á biðlista)

Fyrir þá, sem vilja kynna sér Ishiguro betur er hægt að benda á eftirfarandi bækur um hann og svo auðvitað hans frábæru skáldsögur og önnur rit:

Conversations with Kazuo Ishiguro (Literary Conversations Series)

Kazuo Ishiguro and Memory

Understanding Kazuo Ishiguro (Understanding Contemporary British Literature)

 Skáldsögur:

(1982) A Pale View of Hills (Heiðarblámi)
(1986) An Artist of the Floating World (Í heimi hvikuls ljóss)
(1989) The Remains of the Day (Dreggjar dagsins)
(1995) The Unconsoled (Óhuggandi)
(2000) When We Were Orphans (Veröld hinna vandalausu)
(2003) The Saddest Music in the World (handrit)
(2005) Never Let Me Go (Slepptu mér aldrei)
(2015) The Buried Giant (Grafni risinn)

Leikrit

(1984) A Profile of Arthur J. Mason (frumsamið fyrir Channel 4)
(1987) The Gourmet (frumsamið fyrir BBC; síðar útgefið í Granta 43)
(2003) The Saddest Music in the World (sjónvarpshandrit)
(2005) The White Countess (sjónvarpshandrit)

Smásögur

(1981) Introduction 7: Stories by New Writers (Faber and Faber): A Strange and Sometimes Sadness; Waiting for J og Getting Poisoned
(1990) A Family Supper (Esquire)
(2001) A Village After Dark (The New Yorker)
(2009) Nocturnes: Five Stories of Music and Nightfall (Faber and Faber)

Kauzo_Ishiguro_bækur

ref.

1) Conversations with Kazuo Ishiguro (Literary Conversations Series) bls. 26
2) Conversations with Kazuo Ishiguro (Literary Conversations Series) bls. 88

https://is.wikipedia.org/wiki/Kazuo_Ishiguro


”Allt það sem er viðurkenndur sannleikur getur orðið óraunverulegt, og öfugt”
Kazuo Ishiguru í viðtali við Florence Noiville, Le Monde

"Roll over Bob Dylan!"
Sagði Salman Rushdie, er hann frétti að Ishiguro hefði hlotið Nóbelinn




Hættum að úða garða með eitri! Verndum býflugurnar

Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.

Tími garðaúðunar dauðans er að hefjast. Eiturpésar ganga um með eiturkúta og gasgrímur. Eiturgufur þrengja sér inn um glugga og gættir. Krakkar og kettir kasta upp, fullorðnum verður bumbult.

Skordýraeitrið heitir "permetrín". Það er eitrað fyrir menn og spendýr en banvænt fyrir nær öll skordýr; fiðrildalifrur, blaðlýs, maura, köngulær, allar flugur jafnt bý- sem hunangsflugur. Permetrín drepur allt líf í garðinum. Það drepur fiska og það getur valdið ofnæmi hjá fólki. Það strádrepur ketti. Það brotnar þó fljótt niður en er mjög öflugt á meðan það er virkt.

Eitrið drepur öll skordýr, jafnt gagnleg sem "ógagnleg".
Garðaúðun raskar lífríki náttúrunnar.
Garðaúðun er hryðjuverk gegn lífríkinu.

Mikil vandamál hafa skapast víða t.d. á Bretlandseyjum. Þar er hunangsflugan horfin. Býflugur eru að hverfa í Bandaríkjunum. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega.

Til eru aðrar einfaldar leiðir til að halda skaðlegum skordýrum í skefjum en garðaúðun með banvænu eitri. T.d, með því að velja réttar tegundir gróðurs í garða. Tryggja nægilegt vatn og næringu. Úða bara með vatni á vorin þegar fiðrildalifrur kvikna.

Verndum lífríki náttúrunnar. Sláum skjaldborg um hunangsfluguna.

humla
Heilbrigð humla að störfum

 

Áhugaverðir hlekkir:


Bumbebees in Crisis
The Honey Bee Crisis 
Um garðaúðun (Árni Davíðsson)
https://Xerces.org/pesticides/


Landakotsspítali - Landspítali - Sagan sem ekki má gleymast

Árið 1901 lá fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp um byggingu Landspítala með 24 sjúkrarúmum. Þingmenn voru ekki á eitt sáttir um byggingu spítalans (gisp!). Þá buðust fátækar nunnur af reglu heilags Jósefs til að reisa og reka spítala í Reykjavík með ákveðnum skilyrðum. Ekki leist mönnun á þær hugmyndir (gisp!) og var Landspítalafrumvarpið sömuleiðis fellt. Nunnurnar lögðu þó ekki árar í bát og með söfnunarfé sem Jón Sveinsson (Nonni) safnaði í Frakklandi, Belgíu og víðar til byggingar St. Jósefsspítala í Reykjavík, viðbótarsöfnunarfé og láni erlendis frá var hafist handa við byggingu spítalans. Hornsteinn að nýrri spítalabyggingu á Landakotshæð var lagður í lok apríl 1902 og var spítalinn vígður 16. október sama ár. 

Íslenska ríkið sveik á sínum tíma þann samning, sem gerður hafði verið við nunnurnar í Landakoti fimm árum áður en samningur ríkisins við þær rann út og flæmdu þær úr landi þó svo Landakotsspítalinn hafi á sínum tíma verið eina sjúkrahúsið sem rekið var með hagnaði (gisp!) hér á landi og eina kennslusjúkrahús landsins í yfir þrjátíu ár.

Þar með hófst Der Untergang hins íslenska heilbrigðiskerfis en að öllum líkindum þarf einhvers konar karmasérfræðing til að leiðbeina íslenskum ráðamönnum um það hvernig hægt er að snúa þeirri slæmu þróun við. Það verður ekki gert með auknum fjáraustri í kerfið eingöngu. 

Keep it Simple!
BB King

Landakot_700
St:Jósefsspítalinn Landakoti

Lambakjötsfjallið - Einföld lausn

Stjórnvöld áætla að eyða 100 milljónum í markaðssetningu á íslensku lambakjöti í útlöndum, svo ekki komi til verðlækkana á kjöti hér á landi. Íslenskir neytendur skulu borga fullt gjald fyrir lambalærið, hvað sem það kostar. 
Ef 100.000.000 krónurnar skila árangri þá á eftir að flytja kjötið til útlanda með ærum viðbótarkostnaði. Íslendingar eru jú bjánar upp til hópa, það vita menn.

En það er til einföld lausn á þessari vitleysu en það er "Lambakjötspassinn", sem einungis er ætlaður erlendum ferðamönnum hér á landi. Með passanum geta útlendingar keypt lambakjöt í verslunum og á veitingastöðum hér á landi á mun lægra verði en íslenskur almúgi. Þetta eykur ánægju ferðamanna, ferðamannastraumurinn til landsins eykst, kjötfjallið minnkar, gjaldeyrisforðinn stækkar, verslanir og veitingahúsin blómstra, gengið hækkar, skortur verður á lambakjöti sem hækkar verðið enn meira til landsmanna, ríkið sparar, ríkið græðir og allir verða aftur ánægðir, nema almenningur í landinu.  En það er aukaatriði.

Keep it simple!
BB King
 

345-bakad_lambalaeri_grasker_forsida
Lambalæri og meðlæti

 

   


Kratakrísa í Evrópu

Samfylkingin er horfin. Hún hvarf fyrir horn þar sem hún bíður nú eftir því að íslenska þjóðin óski eftir því að taka upp evru og ganga í ESB. Eitthvað sem þjóðin hefur aldrei beðið um. Það er afar undarlegt að hér á landi eru enn til stjórnmálaflokkar sem byggja stefnu sína á því að ganga í ESB. Mönnum er það fyrir löngu orðið ljóst, að ESB veitir ENGAR varanlegar undanþágur. Það er tálsýn.
Jafnaðarstefnan á undir högg að sækja í Evrópu, einkum á Ítalíu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og í Frakklandi, ef marka má skoðanakannanir. Jafnaðarmannaflokkurinn er að hverfa í Hollandi og í Póllandi komst flokkur krata ekki á þing. Eðalkratinn Martin Schulz er horfinn af Evrópuþinginu.   

Hægri stefnan virðist vera í mikilli uppleið í valdamestu ríkjum Evrópu, þ.e. í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu og á Spáni. Ef fram heldur sem horfir verða Svíar eina fjárhagslega vel stadda ríkið í Evrópu þar sem jafnaðarmenn ráða ríkjum.

Margir jafnaðarmenn í Evrópu eru óánægðir með þá þróun, sem orðið hefur í milliríkjaviðskiptum einkum í sambandi við TTIP og CETA og aðhaldsaðgerðir og niðurskurð ESB og raðir þeirra tvístrast bæði lengra til vinstri og jafnvel til hægri. Velgengni hægri flokka í Evrópu er mest þar sem menn sjá atvinnuleysi, flóttamannavandamál og alþjóðavæðingu sem sína helstu ógn. 

Á Íslandi eru menn í eðli sínu upp til hópa kristilegir demókratar. Jafnrétti, bræðralag og frelsi eru okkar boðorð, þó með áherslu á frelsið.

Martin Schulz
Martin Schulz



 


Íslenska krónan - góður kostur fyrir fjárfesta

Íslenski fjármálamarkaðurinn er orðinn einn áhugaverðasti valkosturinn í heiminum fyrir erlenda fjárfesta.  Fjárhagur íslenska ríkisins stendur nú með miklum blóma á mörgum veigamiklum sviðum. Íslenska krónan er orðinn traustur gjaldmiðill á nýjan leik. Menn treysta krónunni.   

Búast má við, sé miðað við úrslit Alþingiskosninganna þ. 29. oktober s.l. að íslensk stjórnvöld muni halda áfram á þeirri braut, sem þegar hefur verið mörkuð til enn meiri fjármálalegs stöðugleika og hagsældar.  

Íslenska krónan hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki í þessu sambandi ekki síst í tengslum við vaxtamunaviðskipti og er því mikilvægt að aðhaldsaðgerðir stjórnvalda t.d. í banka- og gjaldeyrismálum skerði ekki þessa hagstæðu eiginleia íslensku krónunnar sem frjáls og óháðs gjaldmiðils.

krona

ref.
http://seekingalpha.com/article/4018879-worlds-investable-currency


Sýrland - Aleppo brennur

Hvers vegna brennur Aleppo?
Stríðið í Sýrlandi hefur nú staði í um fimm ár. Það er erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir því hvers vegna Rússar halda áfran að murka lífið úr íbúum Aleppo með aðstoð ríkisstjórnar Bashar al-Assads. Fyrir þessum atburðum eru þó margar ástæður, bæði stjórmálalegar og hernaðarlegar. 

Aleppo
Aleppo hefur í margar aldir verið stærsta borg Sýrlands og þriðja stærsta borg ríkis Ottómana. Þar búa rúmlega tvær milljónir manna og fyrir styrjöldina, sem nú geysar þar var hún mesta viðskiptaborg landsins. Saga borgarinnar nær aftur til 5000 f.Kr. og hafa mörg hverfi borgarinnar verið nær óbreytt frá 12. öld þ.e. frá þeim tíma, er Íslendingar hófu að rita Íslendingasögurnar. Íbúar borgarinnar eru flestir Súnnítar. Borgin hefur verið á valdi uppreisnarmanna í Sýrlandi og því yrði það bæði hernaðarlegur og um leið sálfræðilegur sigur fyrir stjórn Assads að ná borginni aftur á sitt vald. Hernaður Assads gengur út á það að einangra einstök svæði, sem eru á valdi uppreisnarmanna og einbeita sér að þeim fremur en að hefja allsherjarárás á þá.      

Rússar og Sýrlendingar hafa verið bandamenn frá 6. áratug síðustu aldar. Þetta samband styrktist á 8. áratugnum þegar faðir Bashar al-Assads, Hafez al-Assad komst til valda. Rússar vilja viðhalda þessu trausta sambandi þjóðanna. Vesturveldin steyptu Gaddafi af stóli í Lýbíu árið 2011 og Rússar vilja koma í veg fyrir að þeir atburðir endurtaki sig í Sýrlandi og hindra að Bandaríkjunum takist að koma stjórnum fleiri ríkja frá völdum. Þeir líta á þátttöku vesturveldanna í stríðinu eingöngu sem viðleitin þeirra til að koma stjórn landsins frá völdum fremur en hernaðaríhlutun af mannúðarástæðum.

Eina herstöð Rússa við Miðjarðarhafið er í Sýrlandi. Þar er bæði herflugvöllur og höfn fyrir herskip. Stefna Rússa er að hafa herstöðvar sem víðast í heiminum eins og í kalda stríðinu og var nýlegt hernaðarbrölt þeirra á Krímskaga liður í þeirri þróun.

Baráttan gegn hryðjuverkasamtökum. Pútín telur að ef stjórnarskipti yrðu í Sýrlandi myndi það leiða til útbreiðslu íslamskra hryðjuverkasamtaka. Þess ber þó að geta að með því að ganga til liðs við Assad þá ganga Rússar um leið til liðs við Íran og Hizbollah, sem stjórnað er af Sjíta-múslimum. Það getur aftur leitt til árása á þá frá hryðjuverasamtökum Súnníta, svo sem íslamska ríkinu. Það er því ekki bæði sleppt og haldið í þessu efni.

Hvar endar þetta? 

Þáttaka Rússa í stríðinu í Sýrlandi getur haft slæm áhrif á annars gott samband þeirra við önnur ríki í miðausturlöndum svo sem Ísrael, Egyptaland og Tryrkland. Þetta, ásamt háum útgjöldum til hernaðarins svo og fall rússneskra hermanna getur haft áhrif á ákvarðanir Rússa um áframhandandi stríðsrekstur í Sýrlandi. 

Pútín heldur þó áfram að kasta sprengjum á Aleppo, þrátt fyrir ályktanir Sameinuðu þjóðanna og getur Aleppo því auðveldlega þróast í nýtt Rwanda eða Srebrenica

HI282020250

Sheraton hótelið í Aleppo

ref.
Svenska Dagbladet
The Guardian
Al Jazeera
The Independent


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband