Færsluflokkur: Dægurmál
17.12.2016
Lambakjötsfjallið - Einföld lausn
Stjórnvöld áætla að eyða 100 milljónum í markaðssetningu á íslensku lambakjöti í útlöndum, svo ekki komi til verðlækkana á kjöti hér á landi. Íslenskir neytendur skulu borga fullt gjald fyrir lambalærið, hvað sem það kostar.
Ef 100.000.000 krónurnar skila árangri þá á eftir að flytja kjötið til útlanda með ærum viðbótarkostnaði. Íslendingar eru jú bjánar upp til hópa, það vita menn.
En það er til einföld lausn á þessari vitleysu en það er "Lambakjötspassinn", sem einungis er ætlaður erlendum ferðamönnum hér á landi. Með passanum geta útlendingar keypt lambakjöt í verslunum og á veitingastöðum hér á landi á mun lægra verði en íslenskur almúgi. Þetta eykur ánægju ferðamanna, ferðamannastraumurinn til landsins eykst, kjötfjallið minnkar, gjaldeyrisforðinn stækkar, verslanir og veitingahúsin blómstra, gengið hækkar, skortur verður á lambakjöti sem hækkar verðið enn meira til landsmanna, ríkið sparar, ríkið græðir og allir verða aftur ánægðir, nema almenningur í landinu. En það er aukaatriði.
Keep it simple!
BB King
Lambalæri og meðlæti |
6.12.2016
Kratakrísa í Evrópu
Samfylkingin er horfin. Hún hvarf fyrir horn þar sem hún bíður nú eftir því að íslenska þjóðin óski eftir því að taka upp evru og ganga í ESB. Eitthvað sem þjóðin hefur aldrei beðið um. Það er afar undarlegt að hér á landi eru enn til stjórnmálaflokkar sem byggja stefnu sína á því að ganga í ESB. Mönnum er það fyrir löngu orðið ljóst, að ESB veitir ENGAR varanlegar undanþágur. Það er tálsýn.
Jafnaðarstefnan á undir högg að sækja í Evrópu, einkum á Ítalíu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og í Frakklandi, ef marka má skoðanakannanir. Jafnaðarmannaflokkurinn er að hverfa í Hollandi og í Póllandi komst flokkur krata ekki á þing. Eðalkratinn Martin Schulz er horfinn af Evrópuþinginu.
Hægri stefnan virðist vera í mikilli uppleið í valdamestu ríkjum Evrópu, þ.e. í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu og á Spáni. Ef fram heldur sem horfir verða Svíar eina fjárhagslega vel stadda ríkið í Evrópu þar sem jafnaðarmenn ráða ríkjum.
Margir jafnaðarmenn í Evrópu eru óánægðir með þá þróun, sem orðið hefur í milliríkjaviðskiptum einkum í sambandi við TTIP og CETA og aðhaldsaðgerðir og niðurskurð ESB og raðir þeirra tvístrast bæði lengra til vinstri og jafnvel til hægri. Velgengni hægri flokka í Evrópu er mest þar sem menn sjá atvinnuleysi, flóttamannavandamál og alþjóðavæðingu sem sína helstu ógn.
Á Íslandi eru menn í eðli sínu upp til hópa kristilegir demókratar. Jafnrétti, bræðralag og frelsi eru okkar boðorð, þó með áherslu á frelsið.
Martin Schulz |
Íslenski fjármálamarkaðurinn er orðinn einn áhugaverðasti valkosturinn í heiminum fyrir erlenda fjárfesta. Fjárhagur íslenska ríkisins stendur nú með miklum blóma á mörgum veigamiklum sviðum. Íslenska krónan er orðinn traustur gjaldmiðill á nýjan leik. Menn treysta krónunni.
Búast má við, sé miðað við úrslit Alþingiskosninganna þ. 29. oktober s.l. að íslensk stjórnvöld muni halda áfram á þeirri braut, sem þegar hefur verið mörkuð til enn meiri fjármálalegs stöðugleika og hagsældar.
Íslenska krónan hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki í þessu sambandi ekki síst í tengslum við vaxtamunaviðskipti og er því mikilvægt að aðhaldsaðgerðir stjórnvalda t.d. í banka- og gjaldeyrismálum skerði ekki þessa hagstæðu eiginleia íslensku krónunnar sem frjáls og óháðs gjaldmiðils.
ref.
http://seekingalpha.com/article/4018879-worlds-investable-currency
10.10.2016
Sýrland - Aleppo brennur
Hvers vegna brennur Aleppo?
Stríðið í Sýrlandi hefur nú staði í um fimm ár. Það er erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir því hvers vegna Rússar halda áfran að murka lífið úr íbúum Aleppo með aðstoð ríkisstjórnar Bashar al-Assads. Fyrir þessum atburðum eru þó margar ástæður, bæði stjórmálalegar og hernaðarlegar.
Aleppo
Aleppo hefur í margar aldir verið stærsta borg Sýrlands og þriðja stærsta borg ríkis Ottómana. Þar búa rúmlega tvær milljónir manna og fyrir styrjöldina, sem nú geysar þar var hún mesta viðskiptaborg landsins. Saga borgarinnar nær aftur til 5000 f.Kr. og hafa mörg hverfi borgarinnar verið nær óbreytt frá 12. öld þ.e. frá þeim tíma, er Íslendingar hófu að rita Íslendingasögurnar. Íbúar borgarinnar eru flestir Súnnítar. Borgin hefur verið á valdi uppreisnarmanna í Sýrlandi og því yrði það bæði hernaðarlegur og um leið sálfræðilegur sigur fyrir stjórn Assads að ná borginni aftur á sitt vald. Hernaður Assads gengur út á það að einangra einstök svæði, sem eru á valdi uppreisnarmanna og einbeita sér að þeim fremur en að hefja allsherjarárás á þá.
Rússar og Sýrlendingar hafa verið bandamenn frá 6. áratug síðustu aldar. Þetta samband styrktist á 8. áratugnum þegar faðir Bashar al-Assads, Hafez al-Assad komst til valda. Rússar vilja viðhalda þessu trausta sambandi þjóðanna. Vesturveldin steyptu Gaddafi af stóli í Lýbíu árið 2011 og Rússar vilja koma í veg fyrir að þeir atburðir endurtaki sig í Sýrlandi og hindra að Bandaríkjunum takist að koma stjórnum fleiri ríkja frá völdum. Þeir líta á þátttöku vesturveldanna í stríðinu eingöngu sem viðleitin þeirra til að koma stjórn landsins frá völdum fremur en hernaðaríhlutun af mannúðarástæðum.
Eina herstöð Rússa við Miðjarðarhafið er í Sýrlandi. Þar er bæði herflugvöllur og höfn fyrir herskip. Stefna Rússa er að hafa herstöðvar sem víðast í heiminum eins og í kalda stríðinu og var nýlegt hernaðarbrölt þeirra á Krímskaga liður í þeirri þróun.
Baráttan gegn hryðjuverkasamtökum. Pútín telur að ef stjórnarskipti yrðu í Sýrlandi myndi það leiða til útbreiðslu íslamskra hryðjuverkasamtaka. Þess ber þó að geta að með því að ganga til liðs við Assad þá ganga Rússar um leið til liðs við Íran og Hizbollah, sem stjórnað er af Sjíta-múslimum. Það getur aftur leitt til árása á þá frá hryðjuverasamtökum Súnníta, svo sem íslamska ríkinu. Það er því ekki bæði sleppt og haldið í þessu efni.
Hvar endar þetta?
Þáttaka Rússa í stríðinu í Sýrlandi getur haft slæm áhrif á annars gott samband þeirra við önnur ríki í miðausturlöndum svo sem Ísrael, Egyptaland og Tryrkland. Þetta, ásamt háum útgjöldum til hernaðarins svo og fall rússneskra hermanna getur haft áhrif á ákvarðanir Rússa um áframhandandi stríðsrekstur í Sýrlandi.
Pútín heldur þó áfram að kasta sprengjum á Aleppo, þrátt fyrir ályktanir Sameinuðu þjóðanna og getur Aleppo því auðveldlega þróast í nýtt Rwanda eða Srebrenica.
ref.
Svenska Dagbladet
The Guardian
Al Jazeera
The Independent
28.9.2016
Öflugur sólstormur skellur á jörðinni
Sjá nánar hér:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smalahundafélag Íslands stóð fyrir Landskeppni smalahunda dagana 27. og 28. ágúst að Bæ í Miðdölum. Dómari var Bevis Jordan, en hann er starfandi sauðfjárbóndi og reynslubolti þegar kemur að smalahundum og bauð hann upp á námskeið og leiðsögnfyrir dagana á undan, fyrir þá sem eru að temja fjárhunda á Snæfellsnesi.
Keppt í þremur flokkum:
A-flokkur, opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B-flokki.
B-flokkur, fyrir hunda 3 ára og eldri sem ekki hafa náð 50 stigum í keppni.
Unghundaflokkur, fyrir hunda yngri en 3 ára.
Keppnin í A flokki var gífurlega hörð, bæði smalar og fjárhundar sýndu glæsileg tilþrif þrátt fyrir sauðfé, sem hvorki var mjög hundvant né auðvelt í meðförum (les: ekki geðgott.) Aðeins munaði 1 -2 stigum á 1. og 2. sæti. Til svona keppni geti gengið upp þarf a.m.k. 60 - 70 kindur sem ekki er svo auðvelt að útvega á þessum árstíma.
Úrslitin urðu eftirfarandi:
- A- flokkur:
1. sæti: Korka frá Miðhrauni (5 ára). Smali: Svanur Guðmundsson
2. sæti: Frigg frá Kýrholti (3jaára). Smali: Aðalsteinn Aðalsteinsson
3. sæti: Karvel Taff frá UK (8 ára). Smali: Gunnar Guðmundsson
- B - flokkur:
Sigurvegari: Þristur frá Daðastöðum (4 ára). Smali: Brynjar Hildibrandsson
2. sæti: Kobbi frá Húsatóftum IIa (4 ára). Smali: Brynjar Hildibrandsson.
3. sæti: Tinna frá Stokkseyri (6 ára). Smali: Björn Viggó Björnsson.
Unghundaflokkur:
Sigurvegari: Píla frá Húsatóftum II (18. mánaða). Smali: Aðalsteinn Aðalsteinsson
2. sæti: Elsa frá Hallgilsstöðum (19 mánaða). Smali: Maríus Snær Halldórsson.
3. sæti: Mist frá U.K. 32ja mánaða. Smali: Kristinn S. Hákonarson.
Korka frá Miðhrauni
|
Sigurvegarar í A flokki |
Samvinna Korku og Svans vakti mikla athygli |
Dægurmál | Breytt 29.8.2016 kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2016
Pólitískur tvískinnungur eða einelti?
Stjórnmálaumræðan á Íslandi er merkileg.
Á milli kosninga hvetja þingmenn til aukinnar samvinnu á öllum sviðum, innanlanda sem erlendis, án allra fordóma. Hin ýmsu þjóðríki samanstanda jú af fólki og þingmenn virðast ekkert hafa á móti fólki af mismunandi uppruna, jafnvel þeim sem aðhyllast hin ýmsu trúarbrögð og margvíslegar skoðanir, þó svo þær samrýmist ekki alltaf okkar eigin.
Við viljum taka á móti flóttafólki með opnum hug sama hvaðan þeir koma. Við viljum ganga í EFTA, SHENGEN, NAFTA og jafnvel ESB (og skrifa undir TISA) og ávallt vinna þar með öllum og undanskiljum ekki einstök lönd. Það væri rangt. Þetta er jú fólk. Fólk þarf að vinna saman eins og Guðni Th. benti réttilega á nýlega.
Og þetta viðhorf selur.
Þegar nálgast kosningar breytist tónninn. Það vekur furðu hve mörgum hinum sömu þingmönnum þykir þá sjálfsagt að lýsa því yfir í fullri alvöru að þeir munu aldrei vinna með ákveðnum stjórnmálaflokki eða flokkum þó svo þessir stjórnmálaflokkar samanstandi bara af fólki, oft með mismunandi skoðanir og lífssýn og vilji öllum vel og eru sáralík okkur hinum.
Og þetta viðhorf selur. Eða hvað?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2016
Flóaveiki hjá Flugleiðum?
Á hverjum tíma hefur mannkynið þörf fyrir sjúkdóma, sem enginn skilur. Sammerkt með þessum sjúkdómum eða réttara sagt heilkennum (syndromes) er að ekki er hægt með neinu móti að sanna eða afsanna tilvist þeirra með nokkrum þekktum rannsóknaraðferðum eða mælingum. Þekktust er líklega svokölluð "Flóaveiki" (Gulf War Syndrome). Stundum kölluð "Gulf War Veterans Medically Unexplained Illnesses"
Helstu einkenni Flóaveiki eru:
Höfuðverkir, þreyta, vöðva- og liðverkir, meltingartruflanir (oftast ógleði og niðurgangur), minnis- og einbeitingarerfiðleikar, húðútbrot, öndunarfæraeinkenni, taugatitringur og svefnleysi.
Fréttir berast nú af veiku starfsfólki í Boing 757 flugvélum Flugleiða. Helstu einkennin eru:
Höfuðverkir, þreyta, vöðva- og liðverkir, meltingartruflanir (oftast ógleði og niðurgangur), minnis- og einbeitingarerfiðleikar, húðútbrot, öndunarfæraeinkenni, taugatitringur og svefnleysi.
Menn hafa lengi rannsakað orsakir slíkra heilkenna en niðurstaðan er ávallt sú sama. Við þurfum bara á þessu að halda. Einkum undir álagi.
Dægurmál | Breytt 25.8.2016 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2016
Er kaupið of lágt?
Ef kaupið er of lágt, farðu í verkfall og heimtaðu 100% launahækkun, sem þú færð örugglega ekki. Það veistu.
Þraukaðu, þraukaðu, þraukaðu.
Að endingu fer málið fyrir Gerðardóm og þar færð þú margfalt hærri launahækkun en þú hefðir fengið fengið með samningum. Einfalt ekki satt?
Keep it Simple!
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á þjóðvegakerfinu á Íslandi eru 694 einbreiðar brýr. Af þeim eru 197 einbreiðar brýr þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meðalaldur einbreiðra brúa er 50 ár. A.m.k. ein þeirra er á fjölförnustu leið landsins, veginum í Biskupstungum að Gullfossi og Geysi. Hvaða andskotans vitleysisgangur er þetta?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)