Færsluflokkur: Dægurmál
7.5.2015
Garðaúðun? Nei takk!
Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.
Tími garðaúðunar dauðans er að hefjast. Eiturpésar ganga um með eiturkúta og gasgrímur. Eiturgufur þrengja sér inn um glugga og gættir. Krakkar og kettir kasta upp, fullorðnum verður bumbult.
Skordýraeitrið heitir "permetrín". Það er eitrað fyrir menn og spendýr en banvænt fyrir nær öll skordýr; fiðrildalifrur, blaðlýs, maura, köngulær, allar flugur jafnt bý- sem hunangsflugur. Permetrín drepur allt líf í garðinum. Það drepur fiska og það getur valdið ofnæmi hjá fólki. Það strádrepur ketti. Það brotnar þó fljótt niður en er mjög öflugt á meðan það er virkt.
Eitrið drepur öll skordýr, jafnt gagnleg sem "ógagnleg".
Garðaúðun raskar lífríki náttúrunnar.
Garðaúðun er hryðjuverk gegn lífríkinu.
Mikil vandamál hafa skapast víða t.d. á Bretlandseyjum. Þar er hunangsflugan horfin. Býflugur eru að hverfa í Bandaríkjunum. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega.
Til eru aðrar einfaldar leiðir til að halda skaðlegum skordýrum í skefjum en garðaúðun með banvænu eitri. T.d, með því að velja réttar tegundir gróðurs í garða. Tryggja nægilegt vatn og næringu. Úða bara með vatni á vorin þegar fiðrildalifrur kvikna.
Verndum lífríki náttúrunnar. Sláum skjaldborg um hunangsfluguna.
|
áhugaverðir hlekkir:
Bumbebees in Crisis (UK)
The Honey Bee Crisis (USA)
Um garðaúðun (Árni Davíðsson)
http://www.xerces.org/pesticides/
http://www.greenpeace.org/usa/en/campaigns/genetic-engineering/Bees-in-Crisis/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2015
Bólstraberg í Hafnarfirði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný rannsókn sem gerð var á 185 konum í Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna leiddi í ljós, að samband var á milli D-vítamíns í blóði og þunglyndis þ.e. skortur á D-vítamíni geti leitt til þunglyndis.
Forspárgildi D-vítamínskorts fyrir þunglyndi var talið marktækt.
Ekki er þó hægt að útiloka aðrar skýringar eins og þá að þunglyndir haldi sig meira innivið og fái þvi minna D-vítamín úr sólarljósi.
ref.
Psychiatry Research, March 6 2015.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2015
Stjórnarkænska eða heimska?
Fréttir hafa nú borist af því, að Ísland sé ekki lengur í hópi þeirra þjóða, sem sækja um aðild að ESB.
Hefur umsóknin þá verið dregin til baka? Ekki veit ég.
Fréttir hafa einnig borist af því, að stjórnarandstaðan á Íslandi hafi skrifað bréf til ESM mannsins og lýst þvi yfir þeir séu þvi ósammála að Ísland sé ekki lengur í hópi þeirra þjóða, sem sækja um inngöngu í ESB.
Er einhver í útlöndum, sem hefur áhuga á áliti stjórnarandstöðuflokka á Íslandi? Ekki veit ég.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2013
Saknar einhver Þjóðminjasafnsins?
Það var samkomulag um það á sínum tíma að "endurbæta" gamla Þjóðminjasafnið. Það tók reyndar fleiri ár að eyðileggja gamla safnið, sem hafði verið mjög haganlega og í raun mjög hugvitsamlega sett upp af ýmsum merkismönnum svo sem Kristjáni Eldjárn. Það hlýtur að hafa kostað fleiri milljarða. Í gamla Þjóðminjasafninu hafði saga þjóðarinnar og þjóðarsálin fundið sér sameiginlegan griðarstað. Það var ómetanlegt lífsreynsla að ganga hljóðlega um salina, helst seinni part dags í miðri viku, þegar fáir voru á ferli. Heyra fótatakið bergmála á hvítmáluðum veggjunum. Skoða beinagrindurnar, ryðguð víkingasverð, gömlu askana, merkileg manntöfl, hurðina, öxina og öll hin verkfærin, gamla peninga og skraut frá víkingatímanum og flotta stiftamtmannsbúninginn með beittum korða. Þar var einnig herbergi Jóns Sigurðssonar og taflborð Fischers og Spasskís. Heil stofa broddborgara frá 19. öld í dönskun stíl. Það vantaði bara skrifborð Davíðs.
Maður gekk ávallt sama hringinn, réttsælis. Annað var ómark. Byrjað var á því að heilsa kunnuglegum andlitunum á málverkum Sigurðar Guðmundssonar listmálara í anddyrinu. Dularfullar mannverur, sem klæddar voru eins og munkar frá miðöldum, sátu teinréttar á fíngerðum stólum og þóttust vera að vinna að hannyrðum en voru í raun að fylgjast náið með þeim fáu krakkaormum, sem slæddust inn á safnið á daginn. Þetta var fyrir daga gæslumyndavélanna. Maður reyndi stundum viljandi á athygli og þolinmæði þessara dularfullu vera með því að færa sig smám saman nær og nær safngripunum þar til verurnar stóðu skyndilega á fætur og gáfu út stuttar en hnitmiðaðar yfirlýsingar um rétta hegðun ungra safngesta. Stundum liðu þær hljóðlaust um safnið, að þvi er virtist án þess að hreyfa fæturna og birtust skyndilega fyrir aftan mann og maður skynjaði návist þeirra fremur en að sjá þær beinlínis eða heyra. E.t.v. var þar ein og ein vitsuga á ferðinni? Ekki andaði þó frá þeim köldu, nema stundum.
Það sem einkenndi Þjóðminjasafnið (a.m.k. í minningunni) var fyrst og fremst lyktin. Það var mjög sérstök lykt í aðalsalnum. Ekta Þjóðminjasafnslykt. Gömul lykt en góð lykt. Lykt, eins og lykt á að vera. Eins og hjá afa. Lykt eins og í hlöðu eða á gömlu trésmíðaverkstæði. Þú getur farið á svona stað með bundið fyrir augun, en áttar þig samt strax hvar þú ert staddur, á lyktinni. "Aha! Ég veit hvar ég er! Á Þjóðminjasafninu! Gast ekki platað mig!"
Lyktin var ekkert sérstök í Bogasalnum nema þegar ný olíumálverk héngu þar á veggjunum, t.d. málverk eftir Kristján Davíðsson. Þau málverk lyktuðu vel. Nýmálaðar og óræðar. Litasymfoníur. Í Bogasalnum sá maður stundum tilsýndar frægt fólk skála fyrir listamönnum. Þá breyttist lyktin í Bogasalnum.
Það var einhver virðuleg lykt á efstu hæð Þjóðminjasafnsins þar sem Listasafn Íslands var til húsa. Gömul málverkalykt eins og hjá heldri, ríkum frænkum í Vesturbænum. Vottur af þungu ilmvatni, koníak og smá vindill. Jafnvel konfekt. Kjarval, Jón Stefánsson, Scheving, Blöndal, Karl Kvaran, Jóhann Briem, allir mættir.
Besta lyktin var þó í kjallaranum. Þar voru skipin. Þar var sjórinn, særokið, eldstæði járnsmiðsins. Sviti og tár. Þar var tjörulykt eins og er oft af gömlum rússneskum rifflum. Sjófær sexæringur. Skutlar til að drepa hákarla og sæskrímsli. Ýmis gömul tól og tæki fyrir landbúnað og sjósókn. Manni varð hugsað til aðbúnaðar tómthúsamanna fyrr á öldum. Baldur Hermannson* hefur eflaust einhvern tímann staldrað þarna við og fengið innblástur. Hellingur af ýmsum fróðlegum græjum meira að segja gamlir söðlar. Leðurlykt.
Maður endaði alltaf heimsóknina í kjallaranum. Þar niðri gekk maður auðvitað einnig réttsælis og skoðaði vel í hvern krók og kima. Á leiðinni út kastaði maður að sjálfsögðu kveðju á konurnar í afgreiðslunni, sem seldu rándýr Þórslíkneski úr silfri. Þær virtust dauðfegnar að losna við krakkaormana úr safninu, svo þær gætu haldið áfram að masa. Stundum buðu þær okkur póstkort eða bækling.
Svo gekk maður út í sólina endurnærður á sál og líkama (á líkama, eftir að hafa hlaupið nokkrm sinnum upp og niður stóru tröppurnar, svo bergmálaði í stigahúsinu). Stundum kíkti maður á gluggann hjá Dr. Kristjáni á jarðhæðinni. Hann lét sér ekki bregða. Ég sakna hans líka.
Við hornið á Gamla kirkjugarðinum var reykjarlykt. Einhver reykti sígarettur í logninu. Alfreð Flóki smeygði sér inn um eitt garðshliðið og ungar tvær konur, sem virtust tala dönsku komu fast á hæla honum. Á leiðinni niður Tjarnargötuna varð manni hugsað til Listamannaskálans sáluga. Mikið væri nú gaman að geta farið á enn eina málverkasýninguna í gamla Listamannaskálanum! Eða tombólu! Maður lifandi! Man einhver lyktina í Listamannaskálanum? Hverjar verða minningar okkar frá vorinu 2007?
*Baldur gerði á sínum tíma sjónvarpsþættina frábæru: "Þjóð í hlekkjum hugarfars"
"Keep it simple!"
B.B.King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2013
Síþreyta af mannavöldum?
Það er ekki einleikið hve íslenska þjóðin er orðin þreytt. Jafnvel fólk á besta aldri kemur sér ekki fram úr rúmi vegna þreytu og fjölmargir þjást af óútskýrðum einkennum svo sem höfuðverk, vöðvaverkjum, einbeitingarskorti og meltingartruflunum. Læknar standa ráðþrota gagnvart þessum vanda en einkennin líkjast helst þeim, sem sjást gjarnan hjá hermönnum, sem lifað hafa af eitranir (Gulf War Syndrome). Þegar engin merki finnast um hefðbundna sjúkdóma, er eðlilegt að athyglin beinist að ytri þáttum svo sem eiturefnum í umhverfinu.
Nú berast fréttir af því að Vegagerð ríkisins úði stórhættulegu eiturefni Roundup meðfram vegum landsins til að hefta gróðurvöxt. Roundup er eiturefni af flokki glyphosate og er eitt algengasta eiturefni, sem notað er í heiminum í dag ekki síst þar sem framleiðandi þess hefur ávallt haldið því fram að það sé hættulaust skepnum og skordýrum. Menn héldu því fram að þar væri komið hinn fullkomni illgresis- og gróðureyðir. En það er öðru nær..
(Man einhver eftir "Agent Orange" úr Víet Nam stríðinu? - Sami framleiðandi)
Nýleg rannsókn bendir til þess að virka efnið í Roundup hafi hamlandi áhrif á mikilvæg ensím í mönnum og dýrum þ.e. cytochrome P450. Þetta getur haft mikil áhrif á niðurbrot annarra eiturefna í líkamanum. Um 75% lyfja eru brotin niður með hjálp þessa ensíms. Það er deginum ljósara, að eiturefni sem hefur svo víðtæk áhrif á líkamsstarfsemi manna og dýra er afar varasamt. Það vekur því furðu að íslenska ríkið skuli dreifa slíkum ósóma yfir gróður landsins. Nóg er nú samt af eiturefnum í umhverfi okkar nú þegar. Leita verður annarra ráða.
Viljum við fá Roundup í grunnvatnið? Það er þegar orðið mikið vandamál í Danmörku og Svíþjóð þar sem eiturefnið mælist nú bæði í grunn- og drykkjarvatni. Það gæti reynst erfitt fyrir okkur að selja slíkt vatn að ekki sé minnst á þann skaða sem það getur valdið lífríki Íslands og eflaust heilsu landsmanna. Er Ríkið að eitra fyrir okkur?
"Með býflununni hverfa blómin"
Heimildir:
Samsel A, Seneff S. Glyphosates Suppression of Cytochrome P450 Enzymes and Amino Acid Biosynthesis by the Gut Microbiome: Pathways to Modern Diseases. Entropy. 2013; 15(4):1416-1463.
Glyphosate
Monsanto - Um framleiðanda Roundup
Dægurmál | Breytt 2.9.2013 kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2013
Einokun Íslandspósts hf. Útreiknuð.
"Þeir einir fá hér inngöngu, sem kunna stærðfræði", sagði heimspekingurinn Platón við þá sem óskuðu inngöngu í Akademíu hans. Platón gerði sér fulla grein fyrir gildi stærðfræðinnar í öllu námi og sem mikilvægum þekkingargrunni í hinu daglega lífi. Í Akademíunni sem og í hinni klassísku heimspeki voru stærðfræðireglur Pýþagórasar lagðar til grundvallar tónlist, útreikningum gangs himintunglanna og í raun allri þjóðfélagsskipuninni. Þar var talan 10 talin heilög tala og ekkert fékk þeirri tölu haggað.
|
Nú er öldin önnur. Íslandspóstur hf virðist ekki hafa farið varhluta af þeirri öfugþróun og afturför sem nú ríkir. Í samfélagi þar sem karllæg gildi eru ríkjandi og þar sem lestrar - og stærðfræðikunnátta drengja er orðin takmörkuð er almennt ekki hægt að búast við mikilli skynsemi eða rökvísi. Sauðsvartur almúginn er því berskjaldaður fyrir alls kyns rökleysu og svindli ekki síst þar sem um er að ræða útreikninga á vísitölum, vöxtum og öðrum kostnaði eins og þekkt er orðið. Greiningardeildir heimilanna og lítilla fyrirtækja, hvað þá frumkvöðlafyrirtækja hafa ekki undan að ráða fram úr vitleysunni og ósómanum sem enn virðist viðgangast.
Ég rekst stundum á heldri mann, sem rekur lítið útflutningsfyrirtæki og hefur því oft þurft að notfæra sér þjónustu Íslandspósts hf. Aðrir valkostir eru ekki í boði, því Íslandspóstur hf er hreinræktað einokunarfyrirtæki, rekið í skjóli ríkisvaldsins. Honum hefur eflaust oft verið hugsað til Platóns gamla þegar hann hefur borgað reikninginn fyrir pakkasendingar til útlanda þar sem hann hefur þurft að brjóta heilann um reikniaðferðir Íslandspósts hf .
Fyrir nokkru þurfti þessi ágæti maður að senda til útlanda pakka sem vóg 3,1 kg. Starfsmaður Íslandspósts hf . "námundaði" kílóafjöldann upp í 4 kg þrátt fyrir athugasemdir hans og andmæli. Honum var þá bent á gjaldskrá Íslandspósts hf og á heimasíðu fyrirtækisins en þar er eftirfarandi reglu að finna undir kaflanum: VERÐ - PAKKAR TIL ÚTLANDA:
Reikniregla: Grunnverð + (fjöldi kílóa* x kílóverð) = heildarverð *Fjöldi kílóa er námundaður í næsta kíló fyrir ofan. Verð er reiknað út fyrir hvern pakka í sendingu. Dæmi: 0,8 kg með flugpósti til Danmerkur: 2.195 +(1 kg x 550) = 2.745 kr.:
Þannig verður talan 10, hin heilaga tala Pýþagórasar að tölunni 11 hjá Íslandspósti hf með undraverðum hætti og á sama hátt verður talan 11 að tölunni 12 o.sfrv. Þetta minnir á töfrabrögð gömlu bankanna þar sem einn milljarður varð auðveldlega að tveimur á einu augabragði. Já, á einu augabragði. Þessi töfrabrögð kallar Íslandspóstur hf "námundun". Námundun á tölunni 1,1 getur því fræðilega séð hækkað kostnað neytandans umfram grunnverðið um tæp 82%! Geggjað ekki satt?
Námundun er reyndar vel þekkt aðferð í grunnskólum landsins, jafnvel þeim ríkisreknu. Í kennsluefni grunnskóla er eftirfarandi reglu að finna:
"Við námundun er alltaf farið eftir síðasta tölustafnum á eftir þeim sem ætlunin er að námunda að. Ef þessi tölustafur er 0, 1, 2, 3 eða 4 á að námunda niður, það er lækka töluna. Ef tölustafurinn væri aftur á móti 5 eða hærri ætti að námunda upp."
Íslandspóstur hf getur auðvitað sett sér hvaða reglur sem er og námundað eins gróflega og hann kýs. Ílla upplýstir viðskiptavinir verða að sætta sig við hvað sem er því þeir hafa einfaldlega ekkert val.
|
Ekki námunda nærri allir.
"Keep it Simple"
BB King
Dægurmál | Breytt 25.11.2018 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.5.2013
Everest er ekkert grín
Af og til heyrum við að fólki, sem klífur Everest. Fáir gera sér þó fyllilega grein fyrir því hve það er erfitt og hættulegt. Hér er ágæt fræðslumynd (í tveimur hlutum) á YouTube, sem útskýrir hætturnar og erfiðlikana sem fylgja því að klífa hæsta fjall jarðarinnar:
Doctors in the Death Zone:
Fyrri huti:
http://youtu.be/JHtu7Ix_d8s
Seinni hluti:
http://youtu.be/1kDmBWNO4Oc
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2013
Upprisa söngtifunnar
Söngtifan (lat: Cicadidae, e: Cicadia) er merkilegt skordýr af ætt skortítna. Nafn hennar þýðir líklega "trjá-engispretta". Einkennandi er hávært tíst, sem karldýrið gefur frá sér til að heilla kvendýrið. Lífsferill þeirra er afar sérkennilegur en þær eyða aðeins litlum hluta lífs síns á yfirborði jarðar og þá rétt svo til að þroskast, makast og koma eggjunum fyrir, oftast á trjágrein sem tekur aðeins nokkra daga upp í nokkrar vikur. Þegar eggin klekjast þá detta þau niður og grafa sig niður í jarðveginn þar sem þau dvelja í nokkur ár, allt frá 2 upp í 17 ár (mismunandi eftir undirættum) og nærast á jarðveginum þangað til það er kominn tími til að grafa sig upp á yfirborðið og endurtaka leikinn.
Söngtifa (Cicadidae) | |
Söngtifan er algeng í Mið-Evrópu og á austurströnd Bandaríkjanna. Þar um slóðir gekk yfir mikill söngtifufaraldur árið 2004 er milljónir söngtifa stigu upp á yfirborð jarðar í makaleit og karldýrin hófu upp raust sína í miklum, ærandi kór. Söngtifurnar þöktu götur og torg og var atgangurinn svo mikill að menn töluðu um "Swarmageddon". Hávaðinn var ærandi og náði allt að 90 decibelum. Söngtifan er þó alveg meinlaus og margir nýta hana sér til matar þar sem hún er næringarrík og bragðgóð einkum djúpsteikt.
Grillað að kveldi |
Nú bíða menn spenntir eftir nýjum faraldri en enginn veit hvernig dýrið reiknar út hvenær hún á að skríða upp á yfirborð jarðar, með svo mikilli nákvæmni.
Sagt er að söngtifa hafi fundist í Símonsgarðí í Tunguskógi á Ísafirði í apríl 2007 og er talið að hún hafi borist til landsins með innfluttu lerki.
I guess I felt attached to my weakness. My pain and suffering too. Summer light, the smell of a breeze, the sound of cicadas - if I like these things, why should I apologize?
Haruki Murakami, A Wild Sheep Chase
ref.
http://youtu.be/rXlIeUmqrpk
http://www.huffingtonpost.com/2013/04/08/billions-of-cicadas-east-coast_n_3038412.html
http://project.wnyc.org/cicadas/
http://youtu.be/tjLiWy2nT7U
http://youtu.be/nloGf9SGPwE
http://www.magicicada.org/magicicada_ii.php
http://www.time.com/time/interactive/0,31813,2022391,00.html
http://www.foxnews.com/science/2013/05/06/bugged-by-billions-east-coast-about-to-see-power-big-numbers-in-coming-cicada/
http://www.dailyprogress.com/news/hills-to-be-alive-with-the-sound-of-cicadas/article_f33d4680-a4ac-11e2-9b36-001a4bcf6878.html
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=98809
http://is.wikipedia.org/wiki/S%C3%B6ngtifur
http://www.time.com/time/nation/article/0,8599,2078830,00.html
Dægurmál | Breytt 22.5.2013 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)