Færsluflokkur: Dægurmál

Öflugur sólstormur skellur á jörðinni

Öflugur sólstormur skellur á jörðinni í dag (Geomagnetic storm >700 km/s, Class G1 and G2). Helst er talið að þetta geti haft áhrif á gervihnetti og háspenukerfi standi hann lengi svo og á ferðir farfugla. Einnig hafa norðurljósin verið óvenju öflug í gær og verða það áfram í kvöld og hefur Reykjavíkurborg ákveðið að slökkva á götuljósunum að þessu tilefni, sem fer vel.

Svo er bara að vona að sólin okkar breytist ekki strax í "hvítan dverg".

Magnetosphere_rendition
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Sjá nánar hér:

 

Korka frá Miðhrauni er besti íslenski smalahundurinn 2016

Smalahundafélag Íslands stóð fyrir Landskeppni smalahunda dagana 27. og 28. ágúst að Bæ í Miðdölum. Dómari var Bevis Jordan, en hann er starfandi sauðfjárbóndi og reynslubolti þegar kemur að smalahundum og bauð hann upp á námskeið og leiðsögnfyrir dagana á undan, fyrir þá sem eru að temja fjárhunda á Snæfellsnesi.

Keppt í þremur flokkum:
– A-flokkur, opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B-flokki.
– B-flokkur, fyrir hunda 3 ára og eldri sem ekki hafa náð 50 stigum í keppni.
– Unghundaflokkur, fyrir hunda yngri en 3 ára
.


Keppnin í A flokki var gífurlega hörð, bæði smalar og fjárhundar sýndu glæsileg tilþrif þrátt fyrir sauðfé, sem hvorki var mjög hundvant né auðvelt í meðförum (les: ekki geðgott.) Aðeins munaði 1 -2 stigum á 1. og 2. sæti. Til svona keppni geti gengið upp þarf a.m.k. 60 - 70 kindur sem ekki er svo auðvelt að útvega á þessum árstíma.   

Úrslitin urðu eftirfarandi:

- A- flokkur: 
1. sæti: Korka frá Miðhrauni (5 ára). Smali: Svanur Guðmundsson

2. sæti: Frigg frá Kýrholti (3jaára). Smali: Aðalsteinn Aðalsteinsson

3. sæti: Karvel Taff frá UK (8 ára). Smali: Gunnar Guðmundsson

- B - flokkur:
Sigurvegari: Þristur frá Daðastöðum (4 ára). Smali: Brynjar Hildibrandsson
2. sæti: Kobbi frá Húsatóftum IIa (4 ára). Smali: Brynjar Hildibrandsson.
3. sæti: Tinna frá Stokkseyri (6 ára). Smali: Björn Viggó Björnsson.

Unghundaflokkur:

Sigurvegari: Píla frá Húsatóftum II (18. mánaða). Smali: Aðalsteinn Aðalsteinsson 

2. sæti: Elsa frá Hallgilsstöðum (19 mánaða). Smali: Maríus Snær Halldórsson.
3. sæti: Mist frá U.K. 32ja mánaða. Smali: Kristinn S. Hákonarson. 
 

smali_2_2500

Korka frá Miðhrauni

 

smali_3_2500
Sigurvegarar í A flokki
 smali_4_1500
 Samvinna Korku og Svans vakti mikla athygli

 

 


Pólitískur tvískinnungur eða einelti?

Stjórnmálaumræðan á Íslandi er merkileg.

Á milli kosninga hvetja þingmenn til aukinnar samvinnu á öllum sviðum, innanlanda sem erlendis, án allra fordóma. Hin ýmsu þjóðríki samanstanda jú af fólki og þingmenn virðast ekkert hafa á móti fólki af mismunandi uppruna, jafnvel þeim sem aðhyllast hin ýmsu trúarbrögð og margvíslegar skoðanir, þó svo þær samrýmist ekki alltaf okkar eigin.
Við viljum taka á móti flóttafólki með opnum hug sama hvaðan þeir koma. Við viljum ganga í EFTA, SHENGEN, NAFTA og jafnvel ESB (og skrifa undir TISA) og ávallt vinna þar með öllum og undanskiljum ekki einstök lönd. Það væri rangt. Þetta er jú fólk. Fólk þarf að vinna saman eins og Guðni Th. benti réttilega á nýlega. 

Og þetta viðhorf selur.   

Þegar nálgast kosningar breytist tónninn. Það vekur furðu hve mörgum hinum sömu þingmönnum þykir þá sjálfsagt að lýsa því yfir í fullri alvöru að þeir munu aldrei vinna með ákveðnum stjórnmálaflokki eða flokkum þó svo þessir stjórnmálaflokkar samanstandi bara af fólki, oft með mismunandi skoðanir og lífssýn og vilji öllum vel og eru sáralík okkur hinum.

Og þetta viðhorf selur. Eða hvað? 

Einelti_bæklingur_forsida_1296975997


Flóaveiki hjá Flugleiðum?

Á hverjum tíma hefur mannkynið þörf fyrir sjúkdóma, sem enginn skilur. Sammerkt með þessum sjúkdómum eða réttara sagt heilkennum (syndromes) er að ekki er hægt með neinu móti að sanna eða afsanna tilvist þeirra með nokkrum þekktum rannsóknaraðferðum eða mælingum. Þekktust er líklega svokölluð "Flóaveiki" (Gulf War Syndrome). Stundum kölluð "Gulf War Veterans’ Medically Unexplained Illnesses"

Helstu einkenni Flóaveiki eru:

Höfuðverkir, þreyta, vöðva- og liðverkir, meltingartruflanir (oftast ógleði og niðurgangur), minnis- og einbeitingarerfiðleikar, húðútbrot, öndunarfæraeinkenni, taugatitringur og svefnleysi. 


Fréttir berast nú af veiku starfsfólki í Boing 757 flugvélum Flugleiða. Helstu einkennin eru: 

Höfuðverkir, þreyta, vöðva- og liðverkir, meltingartruflanir (oftast ógleði og niðurgangur), minnis- og einbeitingarerfiðleikar, húðútbrot, öndunarfæraeinkenni, taugatitringur og svefnleysi.

Menn hafa lengi rannsakað orsakir slíkra heilkenna en niðurstaðan er ávallt sú sama. Við þurfum bara á þessu að halda. Einkum undir álagi. 

gulf_war

 


Er kaupið of lágt?

Ef kaupið er of lágt, farðu í verkfall og heimtaðu 100% launahækkun, sem þú færð örugglega ekki. Það veistu.
Þraukaðu, þraukaðu, þraukaðu. 

Að endingu fer málið fyrir Gerðardóm og þar færð þú margfalt hærri launahækkun en þú hefðir fengið fengið með samningum. Einfalt ekki satt?

Keep it Simple!
BB King

 


Ratar einbreiður heili yfir einbreiða brú?

Á þjóðvega­kerf­inu á Íslandi eru 694 ein­breiðar brýr. Af þeim eru 197 ein­breiðar brýr þar sem há­marks­hraði er 90 km á klukku­stund. Meðal­ald­ur ein­breiðra brúa er 50 ár. A.m.k. ein þeirra er á fjölförnustu leið landsins, veginum í Biskupstungum að Gullfossi og Geysi. Hvaða andskotans vitleysisgangur er þetta?

einbreid_bru


Garðaúðun? Nei takk!

Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.


Tími garðaúðunar dauðans er að hefjast. Eiturpésar ganga um með eiturkúta og gasgrímur. Eiturgufur þrengja sér inn um glugga og gættir. Krakkar og kettir kasta upp, fullorðnum verður bumbult.

Skordýraeitrið heitir "permetrín". Það er eitrað fyrir menn og spendýr en banvænt fyrir nær öll skordýr; fiðrildalifrur, blaðlýs, maura, köngulær, allar flugur jafnt bý- sem hunangsflugur.  Permetrín drepur allt líf í garðinum. Það drepur fiska og það getur valdið ofnæmi hjá fólki. Það strádrepur ketti. Það brotnar þó fljótt niður en er mjög öflugt á meðan það er virkt. 

Eitrið drepur öll skordýr, jafnt gagnleg sem "ógagnleg".   
Garðaúðun raskar lífríki náttúrunnar. 
Garðaúðun er hryðjuverk gegn lífríkinu. 

Mikil vandamál hafa skapast víða t.d. á Bretlandseyjum. Þar er hunangsflugan horfin. Býflugur eru að hverfa í Bandaríkjunum. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega. 

Til eru aðrar einfaldar leiðir til að halda skaðlegum skordýrum í skefjum en garðaúðun með banvænu eitri. T.d, með því að velja réttar tegundir gróðurs í garða. Tryggja nægilegt vatn og næringu. Úða bara með vatni á vorin þegar fiðrildalifrur kvikna. 

Verndum lífríki náttúrunnar. Sláum skjaldborg um hunangsfluguna.

Can-bumblebees-really-fly-2-PS (1)

 

 

áhugaverðir hlekkir:
Bumbebees in Crisis (UK)
The Honey Bee Crisis (USA)
Um garðaúðun (Árni Davíðsson)
http://www.xerces.org/pesticides/
http://www.greenpeace.org/usa/en/campaigns/genetic-engineering/Bees-in-Crisis/ 


Bólstraberg í Hafnarfirði.

Óvenju fallegt bólstraberg í hrauninu við Herjólfsgötu í Hafnarfirði. Verður því þyrmt?

bostrar_Herjolfsg_Hf



D-vítamínskortur getur leitt til þunglyndis

Ný rannsókn sem gerð var á 185 konum í Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna leiddi í ljós, að samband var á milli D-vítamíns í blóði og þunglyndis þ.e. skortur á D-vítamíni geti leitt til þunglyndis.
Forspárgildi D-vítamínskorts fyrir þunglyndi var talið marktækt.

Ekki er þó hægt að útiloka aðrar skýringar eins og þá að þunglyndir haldi sig meira innivið og fái þvi minna D-vítamín úr sólarljósi. 

 

ref. 
Psychiatry Research, March 6 2015.


Stjórnarkænska eða heimska?

Fréttir hafa nú borist af því, að Ísland sé ekki lengur í hópi þeirra þjóða, sem sækja um aðild að ESB. 

Hefur umsóknin þá verið dregin til baka? Ekki veit ég. 

Fréttir hafa einnig borist af því, að stjórnarandstaðan á Íslandi hafi skrifað bréf til ESM mannsins og lýst þvi yfir þeir séu þvi ósammála að Ísland sé ekki lengur í hópi þeirra þjóða, sem sækja um inngöngu í ESB. 


Er einhver í útlöndum, sem hefur áhuga á áliti stjórnarandstöðuflokka á Íslandi? Ekki veit ég. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband