Færsluflokkur: Dægurmál

Íslenska krónan - góður kostur fyrir fjárfesta

Íslenski fjármálamarkaðurinn er orðinn einn áhugaverðasti valkosturinn í heiminum fyrir erlenda fjárfesta.  Fjárhagur íslenska ríkisins stendur nú með miklum blóma á mörgum veigamiklum sviðum. Íslenska krónan er orðinn traustur gjaldmiðill á nýjan leik. Menn treysta krónunni.   

Búast má við, sé miðað við úrslit Alþingiskosninganna þ. 29. oktober s.l. að íslensk stjórnvöld muni halda áfram á þeirri braut, sem þegar hefur verið mörkuð til enn meiri fjármálalegs stöðugleika og hagsældar.  

Íslenska krónan hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki í þessu sambandi ekki síst í tengslum við vaxtamunaviðskipti og er því mikilvægt að aðhaldsaðgerðir stjórnvalda t.d. í banka- og gjaldeyrismálum skerði ekki þessa hagstæðu eiginleia íslensku krónunnar sem frjáls og óháðs gjaldmiðils.

krona

ref.
http://seekingalpha.com/article/4018879-worlds-investable-currency


Sýrland - Aleppo brennur

Hvers vegna brennur Aleppo?
Stríðið í Sýrlandi hefur nú staði í um fimm ár. Það er erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir því hvers vegna Rússar halda áfran að murka lífið úr íbúum Aleppo með aðstoð ríkisstjórnar Bashar al-Assads. Fyrir þessum atburðum eru þó margar ástæður, bæði stjórmálalegar og hernaðarlegar. 

Aleppo
Aleppo hefur í margar aldir verið stærsta borg Sýrlands og þriðja stærsta borg ríkis Ottómana. Þar búa rúmlega tvær milljónir manna og fyrir styrjöldina, sem nú geysar þar var hún mesta viðskiptaborg landsins. Saga borgarinnar nær aftur til 5000 f.Kr. og hafa mörg hverfi borgarinnar verið nær óbreytt frá 12. öld þ.e. frá þeim tíma, er Íslendingar hófu að rita Íslendingasögurnar. Íbúar borgarinnar eru flestir Súnnítar. Borgin hefur verið á valdi uppreisnarmanna í Sýrlandi og því yrði það bæði hernaðarlegur og um leið sálfræðilegur sigur fyrir stjórn Assads að ná borginni aftur á sitt vald. Hernaður Assads gengur út á það að einangra einstök svæði, sem eru á valdi uppreisnarmanna og einbeita sér að þeim fremur en að hefja allsherjarárás á þá.      

Rússar og Sýrlendingar hafa verið bandamenn frá 6. áratug síðustu aldar. Þetta samband styrktist á 8. áratugnum þegar faðir Bashar al-Assads, Hafez al-Assad komst til valda. Rússar vilja viðhalda þessu trausta sambandi þjóðanna. Vesturveldin steyptu Gaddafi af stóli í Lýbíu árið 2011 og Rússar vilja koma í veg fyrir að þeir atburðir endurtaki sig í Sýrlandi og hindra að Bandaríkjunum takist að koma stjórnum fleiri ríkja frá völdum. Þeir líta á þátttöku vesturveldanna í stríðinu eingöngu sem viðleitin þeirra til að koma stjórn landsins frá völdum fremur en hernaðaríhlutun af mannúðarástæðum.

Eina herstöð Rússa við Miðjarðarhafið er í Sýrlandi. Þar er bæði herflugvöllur og höfn fyrir herskip. Stefna Rússa er að hafa herstöðvar sem víðast í heiminum eins og í kalda stríðinu og var nýlegt hernaðarbrölt þeirra á Krímskaga liður í þeirri þróun.

Baráttan gegn hryðjuverkasamtökum. Pútín telur að ef stjórnarskipti yrðu í Sýrlandi myndi það leiða til útbreiðslu íslamskra hryðjuverkasamtaka. Þess ber þó að geta að með því að ganga til liðs við Assad þá ganga Rússar um leið til liðs við Íran og Hizbollah, sem stjórnað er af Sjíta-múslimum. Það getur aftur leitt til árása á þá frá hryðjuverasamtökum Súnníta, svo sem íslamska ríkinu. Það er því ekki bæði sleppt og haldið í þessu efni.

Hvar endar þetta? 

Þáttaka Rússa í stríðinu í Sýrlandi getur haft slæm áhrif á annars gott samband þeirra við önnur ríki í miðausturlöndum svo sem Ísrael, Egyptaland og Tryrkland. Þetta, ásamt háum útgjöldum til hernaðarins svo og fall rússneskra hermanna getur haft áhrif á ákvarðanir Rússa um áframhandandi stríðsrekstur í Sýrlandi. 

Pútín heldur þó áfram að kasta sprengjum á Aleppo, þrátt fyrir ályktanir Sameinuðu þjóðanna og getur Aleppo því auðveldlega þróast í nýtt Rwanda eða Srebrenica

HI282020250

Sheraton hótelið í Aleppo

ref.
Svenska Dagbladet
The Guardian
Al Jazeera
The Independent


Öflugur sólstormur skellur á jörðinni

Öflugur sólstormur skellur á jörðinni í dag (Geomagnetic storm >700 km/s, Class G1 and G2). Helst er talið að þetta geti haft áhrif á gervihnetti og háspenukerfi standi hann lengi svo og á ferðir farfugla. Einnig hafa norðurljósin verið óvenju öflug í gær og verða það áfram í kvöld og hefur Reykjavíkurborg ákveðið að slökkva á götuljósunum að þessu tilefni, sem fer vel.

Svo er bara að vona að sólin okkar breytist ekki strax í "hvítan dverg".

Magnetosphere_rendition
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Sjá nánar hér:

 

Korka frá Miðhrauni er besti íslenski smalahundurinn 2016

Smalahundafélag Íslands stóð fyrir Landskeppni smalahunda dagana 27. og 28. ágúst að Bæ í Miðdölum. Dómari var Bevis Jordan, en hann er starfandi sauðfjárbóndi og reynslubolti þegar kemur að smalahundum og bauð hann upp á námskeið og leiðsögnfyrir dagana á undan, fyrir þá sem eru að temja fjárhunda á Snæfellsnesi.

Keppt í þremur flokkum:
– A-flokkur, opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B-flokki.
– B-flokkur, fyrir hunda 3 ára og eldri sem ekki hafa náð 50 stigum í keppni.
– Unghundaflokkur, fyrir hunda yngri en 3 ára
.


Keppnin í A flokki var gífurlega hörð, bæði smalar og fjárhundar sýndu glæsileg tilþrif þrátt fyrir sauðfé, sem hvorki var mjög hundvant né auðvelt í meðförum (les: ekki geðgott.) Aðeins munaði 1 -2 stigum á 1. og 2. sæti. Til svona keppni geti gengið upp þarf a.m.k. 60 - 70 kindur sem ekki er svo auðvelt að útvega á þessum árstíma.   

Úrslitin urðu eftirfarandi:

- A- flokkur: 
1. sæti: Korka frá Miðhrauni (5 ára). Smali: Svanur Guðmundsson

2. sæti: Frigg frá Kýrholti (3jaára). Smali: Aðalsteinn Aðalsteinsson

3. sæti: Karvel Taff frá UK (8 ára). Smali: Gunnar Guðmundsson

- B - flokkur:
Sigurvegari: Þristur frá Daðastöðum (4 ára). Smali: Brynjar Hildibrandsson
2. sæti: Kobbi frá Húsatóftum IIa (4 ára). Smali: Brynjar Hildibrandsson.
3. sæti: Tinna frá Stokkseyri (6 ára). Smali: Björn Viggó Björnsson.

Unghundaflokkur:

Sigurvegari: Píla frá Húsatóftum II (18. mánaða). Smali: Aðalsteinn Aðalsteinsson 

2. sæti: Elsa frá Hallgilsstöðum (19 mánaða). Smali: Maríus Snær Halldórsson.
3. sæti: Mist frá U.K. 32ja mánaða. Smali: Kristinn S. Hákonarson. 
 

smali_2_2500

Korka frá Miðhrauni

 

smali_3_2500
Sigurvegarar í A flokki
 smali_4_1500
 Samvinna Korku og Svans vakti mikla athygli

 

 


Pólitískur tvískinnungur eða einelti?

Stjórnmálaumræðan á Íslandi er merkileg.

Á milli kosninga hvetja þingmenn til aukinnar samvinnu á öllum sviðum, innanlanda sem erlendis, án allra fordóma. Hin ýmsu þjóðríki samanstanda jú af fólki og þingmenn virðast ekkert hafa á móti fólki af mismunandi uppruna, jafnvel þeim sem aðhyllast hin ýmsu trúarbrögð og margvíslegar skoðanir, þó svo þær samrýmist ekki alltaf okkar eigin.
Við viljum taka á móti flóttafólki með opnum hug sama hvaðan þeir koma. Við viljum ganga í EFTA, SHENGEN, NAFTA og jafnvel ESB (og skrifa undir TISA) og ávallt vinna þar með öllum og undanskiljum ekki einstök lönd. Það væri rangt. Þetta er jú fólk. Fólk þarf að vinna saman eins og Guðni Th. benti réttilega á nýlega. 

Og þetta viðhorf selur.   

Þegar nálgast kosningar breytist tónninn. Það vekur furðu hve mörgum hinum sömu þingmönnum þykir þá sjálfsagt að lýsa því yfir í fullri alvöru að þeir munu aldrei vinna með ákveðnum stjórnmálaflokki eða flokkum þó svo þessir stjórnmálaflokkar samanstandi bara af fólki, oft með mismunandi skoðanir og lífssýn og vilji öllum vel og eru sáralík okkur hinum.

Og þetta viðhorf selur. Eða hvað? 

Einelti_bæklingur_forsida_1296975997


Flóaveiki hjá Flugleiðum?

Á hverjum tíma hefur mannkynið þörf fyrir sjúkdóma, sem enginn skilur. Sammerkt með þessum sjúkdómum eða réttara sagt heilkennum (syndromes) er að ekki er hægt með neinu móti að sanna eða afsanna tilvist þeirra með nokkrum þekktum rannsóknaraðferðum eða mælingum. Þekktust er líklega svokölluð "Flóaveiki" (Gulf War Syndrome). Stundum kölluð "Gulf War Veterans’ Medically Unexplained Illnesses"

Helstu einkenni Flóaveiki eru:

Höfuðverkir, þreyta, vöðva- og liðverkir, meltingartruflanir (oftast ógleði og niðurgangur), minnis- og einbeitingarerfiðleikar, húðútbrot, öndunarfæraeinkenni, taugatitringur og svefnleysi. 


Fréttir berast nú af veiku starfsfólki í Boing 757 flugvélum Flugleiða. Helstu einkennin eru: 

Höfuðverkir, þreyta, vöðva- og liðverkir, meltingartruflanir (oftast ógleði og niðurgangur), minnis- og einbeitingarerfiðleikar, húðútbrot, öndunarfæraeinkenni, taugatitringur og svefnleysi.

Menn hafa lengi rannsakað orsakir slíkra heilkenna en niðurstaðan er ávallt sú sama. Við þurfum bara á þessu að halda. Einkum undir álagi. 

gulf_war

 


Er kaupið of lágt?

Ef kaupið er of lágt, farðu í verkfall og heimtaðu 100% launahækkun, sem þú færð örugglega ekki. Það veistu.
Þraukaðu, þraukaðu, þraukaðu. 

Að endingu fer málið fyrir Gerðardóm og þar færð þú margfalt hærri launahækkun en þú hefðir fengið fengið með samningum. Einfalt ekki satt?

Keep it Simple!
BB King

 


Ratar einbreiður heili yfir einbreiða brú?

Á þjóðvega­kerf­inu á Íslandi eru 694 ein­breiðar brýr. Af þeim eru 197 ein­breiðar brýr þar sem há­marks­hraði er 90 km á klukku­stund. Meðal­ald­ur ein­breiðra brúa er 50 ár. A.m.k. ein þeirra er á fjölförnustu leið landsins, veginum í Biskupstungum að Gullfossi og Geysi. Hvaða andskotans vitleysisgangur er þetta?

einbreid_bru


Garðaúðun? Nei takk!

Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.


Tími garðaúðunar dauðans er að hefjast. Eiturpésar ganga um með eiturkúta og gasgrímur. Eiturgufur þrengja sér inn um glugga og gættir. Krakkar og kettir kasta upp, fullorðnum verður bumbult.

Skordýraeitrið heitir "permetrín". Það er eitrað fyrir menn og spendýr en banvænt fyrir nær öll skordýr; fiðrildalifrur, blaðlýs, maura, köngulær, allar flugur jafnt bý- sem hunangsflugur.  Permetrín drepur allt líf í garðinum. Það drepur fiska og það getur valdið ofnæmi hjá fólki. Það strádrepur ketti. Það brotnar þó fljótt niður en er mjög öflugt á meðan það er virkt. 

Eitrið drepur öll skordýr, jafnt gagnleg sem "ógagnleg".   
Garðaúðun raskar lífríki náttúrunnar. 
Garðaúðun er hryðjuverk gegn lífríkinu. 

Mikil vandamál hafa skapast víða t.d. á Bretlandseyjum. Þar er hunangsflugan horfin. Býflugur eru að hverfa í Bandaríkjunum. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega. 

Til eru aðrar einfaldar leiðir til að halda skaðlegum skordýrum í skefjum en garðaúðun með banvænu eitri. T.d, með því að velja réttar tegundir gróðurs í garða. Tryggja nægilegt vatn og næringu. Úða bara með vatni á vorin þegar fiðrildalifrur kvikna. 

Verndum lífríki náttúrunnar. Sláum skjaldborg um hunangsfluguna.

Can-bumblebees-really-fly-2-PS (1)

 

 

áhugaverðir hlekkir:
Bumbebees in Crisis (UK)
The Honey Bee Crisis (USA)
Um garðaúðun (Árni Davíðsson)
http://www.xerces.org/pesticides/
http://www.greenpeace.org/usa/en/campaigns/genetic-engineering/Bees-in-Crisis/ 


Bólstraberg í Hafnarfirði.

Óvenju fallegt bólstraberg í hrauninu við Herjólfsgötu í Hafnarfirði. Verður því þyrmt?

bostrar_Herjolfsg_Hf



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband