Færsluflokkur: Dægurmál
21.4.2011
Vasti Jackson í kvöld á Blúshátíð
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2011
Kemur BB King á Blúshátíðina í apríl?
Kannski, kannski ekki. Það er óvíst hvort hann treysti sér. Hitt er víst að hingað kemur ungur blúsari, sem reyndar verður tvítugur á þessu ári. Hér er um að ræða Marquise Knox. Hann lærði að syngja og spila blús af afa sínum (auðvitað). Það er greinilegt að hann er með blúsinn í genunum. Það verður mikill heiður að fá þennan unga blúsara hingað til lands en hann mun spila á Blúshátíðinni í Reykjavík í apríl n.k. Það er engin spurning að hann verður einn af þeim stóru a.m.k. ef honum tekst að forðast kvenfólk, viskí og vindla :)
Keep it simple BB King | |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2011
Miðinn
Í landi grænu nýbylgjunnar hefur ný venja rutt sér til rúms. Þeir, sem kaupa vörur og þjónustu fá ekki lengur kvittun fyrir kaupunum. Þetta hefur ýmsa kosti í för með sér. Menn þurfa ekki lengur að ergja sig yfir dýrtíðinni, verðbólgunni og losna algjörlega við að rífa kjaft ef svindlað er á þeim. Hvað þá að útskýra eyðsluna eða vitlausar fjárfestingar. Þessi nýja venja hefur teygt anga sína út fyrir landsteinana. Heyrst hefur, að þeir sem sömdu um Icesave fyrir okkar hönd hafi vakið aðdáun Breta og Hollendinga fyrir lítillæti og hógværð.
Eftirfarandi samtal átt sér stað þegar íslenska samninganefndin kvaddi viðmælendur sína:
Bretar: "Viltu fá afritið?
Íslendingar: "Ha?"
Bretar: "Viltu fá miðann?"
Íslendingar: "Nei hent'onum bara."
Keep it Simple
BB King
Dægurmál | Breytt 16.1.2011 kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2010
Skálmað yfir ómaldanna skildi
Nýja hljómplata víkinga-málm-rokksveitinni Skálmaldar markar tímamót íslenskri tónlistarsögu. Þeir, sem enn hafa ekki barið þessa rammíslensku ómvíkinga augum og eyrum á tónleikum eru eindregið hvattir að gera hið snarasta. Þeir eru nú komnir í flokk með Björk, Sigurrós, Jónsa og Emilíönu. Sjáið bara til.
Unnendur málmgjalladi víkingarokks skipta milljónum í hinum stóra heimi enda stefna þessir víkingar ótrauðir á útrás. Já, þið lásuð rétt: Útrás!
Skálmöld hefur þegar fengið boð um að spila á tónlistarhátiðinni í Wacken á næsta haustjafndægri. Þetta er æðsta viðurkenning rafmálmgjallandans.
Þar mun verða um að ræða alvöru útrás, sem ekki byggist eingöngu á væntingum og loftköstulum. Þeir sem kaupa nýju plötuna og borga sig inn á tónleika með Skálmöld fá að upplifa raunverulega skálmöld. Víkingakvæði, rímnasöng, skínandi vopn, leðurbrynjur og skálmar, heitstreningar, ramman seið, blót og svita. Engin tár og tapaða milljarða. Hér fá menn að upplifa stolt, von um betri tíð, styrk og djöfrung hins unga víkings. Tónlist Skálmaldar er heiðarleg og sönn íslensk tónlist. Er hægt að biðja um meira?
Öll umgjörð plötunnar, hugmyndasmíði, tónlist, útsetningar, upptökur og ekki síst plötualbúmið sjálft er hreint listaverk og mikið í lagt. Þessi plata á eftir að vekja íslensku þjóðina upp af svefni liðleskjunnar.
Ég óska Skálmöd innilega til hamingju með þessa frábæru plötu, sem heitir einfaldlega "Baldur". Baldur er mættur á svæðið og boðar betri tíð.
Keep it Simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2010
Hæfileg óreiða lýsir til lifunar
Það hefur lengi verið draumur manna að geta virkjað sólarorkuna með beinum hætti. Ljóstillífun plantanna hefur verið hulin leyndarhjúpi. Smám saman er uvísindamenn að afhjúpa þessa leyndardóma náttúrunnar. Plöntur, þörungar, vissar bakteríur, frumdýr og jafnvel þróðari dýr svo sem salamöndrur geta unnið orku úr sólarljósinu með ljóstillífun, til að framleiða næringu. Þetta ferli er undirstaða tilveru þeirra lífvera, sem ofar eru í fæðukeðjunni. Plöntur fanga orku sólarljóssins með hvatberum, svokölluðum "grænukornum" sem nýta vissar bylgjulengdir sólarljóssins til að breyta koltvíoxíði og vatni í sykur, sem er orkuríkt efnasamband, og súrefni sem aukaafurð:
6H2O + 6CO2 + ljós → C6H12O6 (glúkósi) + 6O2
Í Massachusetts Institute of Technology í Bandaríkjunum er ansi klár náungi, efnafræðingur að mennt, sem heitir Jianshu Cao. Hann lítur út eins og brjálaðir prófessorinn, tryllt augnaráð undir stríðu hári stendur beint upp í loftið eins og ergjarnan á hljómsveitastjórum. Maðurinn er þar að auki óðamála. Honum hefur tekist þrátt fyrir þetta og með hjálp aðstoðarmanna sinna, sem eru ekki nærri eins skrýtnir, að kortleggja ljóstillífunina með nokkuð nákvæmum hætti. Hann komst að því, að plönturnar nýta sér lögmál skammtafræðinnar til að fanga sólarljósið með áhrifaríkri aðferð, þó svo þær geti einungis nýtt sér um 2% af því sólarljósi, sem á þær falla. Rafeindir í ysta lagi grænukornanna taka til sín orku frá ljóseindunum og miðla henni til annarra orkuminni sameinda. Þessi ferill er endurtekinn í keðju sameinda innan grænukornanna þar til rafeindin þ.e. orkan losnar frá keðjunni og geymist sem kolvetni. Grænukornin gegna því þrenns konar hlutverki í þessu ferli; móttaka orku, flutningur hennar og miðlun. Dr. Cao hefur tekist að þróa tölvulíkan, sem segir til um hagstæðasta hlutfallið á milli þessara þriggja þátta. Þessa þekkingu geta erfðafræðingar nú nýtt til að hanna og smíða lífverur, sem nýta sólarljósið með áhrifamiklum hætti (sumir tala jafnvel um að þróa lífverur sem "borða" sólarljós)​.
Draumurinn er að framleiða erfðabreytta fiska, svín og hænur, sem nærast eingöngu á sólarljósi. Namm! Það mætti t.d. koma fyrir ljóstillífunar-bakteríum í þessum dýrum.
Í flestum rannsóknarstörfum leitast menn við að minnka og jafnvel útiloka allar truflanir. Komið hefur hins vegar í ljós, að plönturnar, eins og aðrar lífverur,​ nýta sér vissar skammtafræðilegar sveiflur eða truflanir í flutningi rafeindanna ​til að ná fram sem bestri nýtingu​. Hér gildir því lögmálið "Hvorki of eða van, er best" (e:"Keep it simple, but not too simple"). Nú líður því ekki á löngu, þar til menn geti á björtum sólardegi sett nýja lífræna-erfðafræðilega-undraorkutækið hans Dr. Cao út glugga og stuttu seinna hellt á bílinn lífrænu eldsneyti. Einnig mætti bæta út á sykurgrautinn smá geri og halda svo partý. ​
Verði ljós - til lifunar..
Keep it Simple but not too simple Dr. Cao |
http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=power-plants-engineers-mimic-photosynthesis
New Scientist - 11 December 2010
http://is.wikipedia.org/wiki/Lj%C3%B3still%C3%ADfun
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2010
Kýldur einu sinni eða tvisvar?
Nú var verið að færa úr stað eitt elsta og virðulegasta hús bæjarins, Vonarstæti 12. Ég bjó í þessu húsi öll mín æskuár og á þaðan margar góðar og áhugaverðar minningar. Húsið er mjög sérstakt að mörgu leyti og​ á sér merkilega sögu. Nú er það nefnt Skúlahús og hýsir skrifstofur 4-hjóla-flokksins.
Oddfellowhúsið, var næsti nágranninn og þar voru Loftleiðir með veitingasölu fyrir "stoppover" farþega á sínum tíma. Mikið af matvælum var hent á degi hverjum og því söfnuðust rónar og fátæklingar bak við​ húsið ​og átu upp úr ruslatunnunum. Eftir matinn settust rónarnir gjarnan á lága steingirðinguna fyrir framan Vonarstræti 12, settu upp sólgleraugu, stönguðu út tönnunum, og fengu sér brennivín í hádegissólinni. Við krakkarnir þekktum þá flesta með nafni og lærðum mikið af þeim í praktískum róna​fræðum t.d. hvernig hægt er að komast í vímu af skósvertu, hvaða rakspíri hentar best til drykkju, notkun kökudropa eftir bakstur og að ​drekka spíra ofan í antabus, sem er alls ekki einfalt. Svo voru drykkjuvísurnar ekki af lakara taginu. Mikið bræðralag ríkti vanalega ​meðal þessara óreglumanna og þeir skiptu bróðurlega á milli sín öllum veraldlegum eigum í eins konar norrænu rónakerfi. Stundum kastaðist þó í kekki.
Eitt sinn sátu tvei​r rónar á veggnum og var annar þeirra með litla brennivín. Eignarhaldið var þó ekki á hreinu og þóttust báðir eiga hana. ​Hinn bað um sjúss og var það auðsótt mál. Hann greip flöskuna og í stað þess að fá sér sopa hljóp hann með hana af stað niður á tjarnarbakkann og ætlaði greinilega að eigna sér bokkuna og klára hana í einum teig​. Hann var byrjandi. Hinn róninn varð auðvitað ævareiður og öskraði á eftir ræningjanum, að ef hann skilaði ekki ránsfengnum þá yrði hann kýldur. Ræninginn lét sér ekki segjast og bar sig til við að fara að tæma flöskuna og hótaði jafnvel að hella innihaldinu niður. Hinn kallaði þá, að hann myndi kýla hann tvisvar ef hann tæmdi flöskuna.
"Ég ætlaði bara að fá mér sopa, ekki að tæma flöskuna. Ég er ekki einu sinni byrjaður" svaraði þá ræninginn. ​
"Hvort viltu verða kýldur einu sinni eða tvisvar?"
"Því er erfitt að svara, þegar maður veit ekki hvað hvert högg er þungt", svaraði þá ræninginn og tæmdi flöskuna í einum teig, því þetta var hans brennivín. ​
Vonarstræti 12 var nýlega ​snúið á grunn​inum, rangsælis​ í ​norður ​og snýr nú rassinum að Tjörninni og ráðhúsinu, sem reist í þeirri tíð er Davíðs réði og Geir var óbreyttur (svona óbarinn biskup).
Í gamla herberginu mínu í risinu hefur til skamms tíma haldið skrifstofu fjármálaráðherra þjóðarinnar, Steingrímur frá ​Gunnarsstöðum. Ekki veit ég hvort hann situr þar enn. Hann virðist þó eitthvað hafa hafa snúist.​
Keep it simple
BB King
Mynd: http://www.flickr.com/photos/7265246@N07/5002105023/sizes/m/in/photostream/
Dægurmál | Breytt 11.12.2010 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2010
Eldgosafóbía
Ari Trausti skrifar mjög áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. Eins og flestir vita þá hafa jarðskjálftar verið tíðir á þessu svæði undanfarin misseri og skemmst er að minnast mikillar sprengingar í hver í Krýsuvík og breytinga á Gunnuhver, sem nú er orðinn stæsti hver landsins. Nú skelfur allt og titrar í Krýsuvík og nær skjálftavirknin allt norður á Tvídægru.
Ari Trausti segir m.a: "Jarðhræringar eru tíðar á Reykjanesskaga. Þar eru fjögur eldstöðvakerfi með tilheyrandi sprungusvæðum og það austasta hreykir Hengli, ungri megineldstöð, en hin bera ekki þróuð eldfjöll. Margar sprungur á skaganum stefna í norðaustur, innan eldstöðvakerfanna. Þar skelfur alloft og stundum gýs, einmitt í hrinum ekki ólíkum Kröflueldum. Svo er annað sett af sprungum að finna á skaganum. Þær stefna norður og einnig þar skelfur jörð en gýs ekki. Ástæðu þessarar tvískiptingar er m.a. að finna í þeirri staðreynd að plötuskilin á skaganum eru þvinguð og beygð til austurs en tengjast þar á Suðurlandsskjálftabeltinu og Hengilskerfinu."
Síðar segir: "Saga eldvirkni á Reykjanesskaga eftir lok síðasta jökulskeiðs (á umliðinum 12.000 árum eða svo) er fjölbreytt. Fyrstu árþúsundin voru svokölluð dyngjugos algeng, með þunnfljótandi hrauni. Einnig kom þá upp jarðeldur á sprungum með bæði þunn- og þykkfljótandi hraunum, í öllum kerfunum. Eftir því sem lengra leið á hlýskeiðið hurfu dyngjugosin úr sögunni og slitnar gígaraðir á sprungum urðu algengustu nýju eldstöðvarnar.
Jarðeldurinn hefur gjarnan gengið yfir í hrinum, jafnvel svo að fleiri en eitt eldstöðvakerfi hafa verið virk á ólíkum tímum, innan tveggja til þriggja alda. Engar "reglur" eru þó algildar. Á milli slíkra eldvirknistímabila eða óróalda virðast líða 500-1000 ár."
Þessi stórmerka grein Ara Trausta hefur gjörsamlega læknað mig af eldgosafóbíunni og hamfarahugsunum. Nú get ég loks slappað af.
ps
við hefðum kannski ekki átt að stofna þessa Icesave reikninga...
Keep it Simple
BB King
Dægurmál | Breytt 9.12.2010 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2010
Arsenik, einum ragn, öðrum gagn
Arsenik er eitur. Í nógu stórum skömmtum drepur það lífverur. Þó ekki allar. Nú hafa bandarískir vísindamenn fundið bakteríur; GFAJ-1, sem tilheyra stofni Halomonadaceae baktería af ætt Gammaproteobakteria, sem nýta arsenik í stað fosfórs í líkama sínum. Þessar bakteríur fundust í seti stöðuvatnsins Mono Lake í Kaliforníu. Þessar bakteríur eða svipaðar hafa reyndar verið þekktar undanfarin tvö ár eða svo.
Fosfór er uppistaðan í erfðaefni okkar, DNA og RNA. Allar þekktar lífverur nota þar að auki orkuríkt fosfórsamband, ATP, sem er nokkurs konar lífræn rafhlaða. Arsenik er beint undir fosfóri í lotukerfinu svo þessi efni hafa svipaða efniseiginleika, þótt efnafræði þeirra sé of ólík til þess að arsenik geti leyst fosfór af hólmi í flestum lífverum. Eitrunaráhrif arseniks eru vegna truflandi áhrifa þess á ATP og aðra þætti í orkuflutningi frumanna einmitt vegna þess hve arsenik er líkt fosfór að efnafræðilegri uppbyggingu. Einnig hefur það skaðleg áhrif á fosfólípíð, sem eru í frumuhimnum. Blæðingar frá slímhúð er eitt af einkennum arsenikeitrunar.
Þessi uppgötvun þó einföld sé, kann að hafa gífurleg áhrif á skoðanir manna á lífi í alheiminum. Nú hafa vísindmenn komist að því að lífverur geta haft allt aðra uppbyggingu en þá, sem hefur fram að þessu verið kennd í kennslubókum. Enn fleiri möguleikar kunna því að fyrirfinnast í alheimnum. NASA hefur verið að læðupúkast með rannsóknir á þessum bakteríum og marga grunar að þeir hafi nú uppgötvað líf á öðrum hnöttum en sú ekki enn reiðubúnir til að greina frá því. E.t.v. eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli. Geimverufræðingar gleðjast mjög þessa dagana.
Keep it Simple
BB King
ref.
http://www.nasa.gov/topics/universe/features/astrobiology_toxic_chemical.html
http://stjornuskodun.blog.is/blog/stjornuskodun/entry/1122015/
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2010
Egils Gull
Skapandi menningarstarfsemi er orðinn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Að skrifa um glæp skilar meiri arði en glæpurinn sjálfur. Stofnaðir hafa verið glæpaskólar þar sem ungu fólki er kennt að fremja glæpi, en bara í huganum að sjálfsögðu, og skrifa um þá glæpaspennusögur.
Íslenskar glæpasögur seljast í tonnatali á Oxford Street og Wall Street. Gjaldeyrisforði landsins gildnar, ekki lengur vegna bankarána heldur vegna glæpasagnaritunar, sem aflar nú þjóðinni meiri gjaldeyris en álverin. Listamenn og skáld ganga ekki lengur hungraðir um götur bæjarins eða hanga á kaffihúsum. Þeir sitja við rándýra uppljómaða tölvuskjái og skipuleggja nýja glæpi, í huganum.
Þeir eru orðnir fjárfestar.
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2010
Lýðræðið krufið in að beini
Fréttir berast nú af því að illa sé komið fyrir Lýðræðiðinu. Á það hafi verið krotað með vitlausum HB blýanti, það brotið í tvennt, og það strokað út. Það hvarf þó ekki alveg af borðinu þar sem notað var vitlaust strokleður. Sem betur fer segja margir.
Reynt var að kryfja Lýðræðið á grófu tréborði í Laugardalshöllinni, sem áður fyrr hafi verið notað af gömlum krufningameistara. Sá gamli var víst talnablindur, gat ekki greint á milli 1 og 7 og 4 og 9. Krufningaskýrslur hans má því túlka á ýmsa vegu. Þær eru ógildar.
Nú þarf að kryfja Lýðræðið aftur og nú inn að beini.
Töfralæknir hefur verið fenginn frá Zimbabwe til verksins en þar kunna menn víst til verka.
Töfralæknir frá Zimbabwe
býr sig undir krufningu
Keep it Simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)