Færsluflokkur: Dægurmál
29.11.2010
Lekaliðar Íslands
Íslendingar hafa á síðustu árum verið afspyrnu klaufalegir í alþjóða samskiptum. Nú hefur íslenska slúðurfréttastofan Wickedleaks með íslenskan stjörnufréttamann innanborðs birt milljónir sendiráðsbrandara á Netinu. Þar koma fram mjög óvænt atriði sem, mönnum hafði ekki órað fyrir. Stórveldin reyna sem sagt að njósna hvert um annað, gera grín að vitlausum þjóðarleiðtogum, nota óvönduð vinnubrögð og jafnvel drepa hermenn og saklausa borgara.
Vá! Þetta er eins og í vísindaskáldsögu. Hverjum hefði dottið þetta í hug?
Þessi leki á eflaust eftir að auka hróður landans í alþjóðlegum samskiptum. "Wickedleaks-Vikings of the North." Lekaliðar Íslands eru hetjur dagsins.
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2010
Kjarnorkuslys?
Svíar og fleiri þjóðir hafa lengi haft talsverðar áhyggjur af öryggismálum kjarnorkuvera í Litháen og Rússlandi og hafa m.a. harðlega gagnrýnt öryggismál í kjarnorkuverinu Ignalina í Litháen. Sitt sýnist þó hverjum um hvort raunveruleg hætta stafi af Ignalina, sem er af sömu tegund og það sem var í Tsjernóbíl en orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti á sínum tíma Ignalina-kjarnorkuverinu sem einum hættulegasta kjarnorkubúnaði í heimi.
Það var reist á 9. áratugnum í borginni Visaginas í Litháen þegar landið var enn hluti af Sovétríkjunum sálugu. Verinu var formlega lokað á gamlársdag 2009 með aðstoð norræns fjármagns til að uppfylla skilyrði ESB fyrir inngöngu Litháens í sambandið. Lokun versins hófst þó mun fyrri eða árið 2004. Nú berst orðrómur um að um 300 tonn af geislavirkri eðju hafi lekið úr kjarnorkuverinu í Ignalina þ. 5. október 2010. Þetta er haft eftir sjónarvottum. Ef rétt reynist er hér um að ræða mjög alvarlegt umhverfisslys, sem merkilega lítið hefur verið fjallað um í fréttum.
Keep it simple
BB King
ref.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1067380
http://www.bellona.org/articles/articles_2010/ignalina_leak
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2010
Fiskafótsnyrting - ný della?
Tyrkir hafa í yfir 400 ár notað tannlausa fiskitegund til að snyrta á sér fæturna. Fiskarnir narta í dauða húð á fótunum svo sem líkþorn en láta heilbrigða húð í friði. Tilfinningin er eins og að loftbólur leiki um húðina. Einfalt og gott.
Íslendingar er þekktir fyrir að fá allir sömu delluna í einu: Fótanuddtæki, vídeóleigur, refabú, bankarán. Hvers vegna ekki núna fiska-fótsnyrti-stofur (Fish Pedicure)?
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2010
https
í stað http er málið. Ein lausn á þessu hvimleiða galla í Firefox (Firesheep viðbótinni) er hér:
http://techcrunch.com/2010/10/25/firesheep/
Þráðlaus net hættuleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010
Áhrif farsíma á býflugur
Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.
Á Bretlandseyjum er hunangsflugan nánast að hverfa. Stofn býflugna hefur það í landi minnkað um 17% skv. mælingum. Býflugur eru einnig að hverfa í Bandaríkjunum og hefur fækkað um 30%. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega. Talið er að býflugurnar frjóvgi um 90% af öllum nytjaplöngum heimsins.
Menn hafa lengi velt því fyrir sér, hverju er um að kenna. Þar eru nefnd til sögunnar snýkjudýr, varroa, veðurfarsbreytingar og notkun skordýraeiturs. Nýjar rannsóknir benda til þes, að geislun frá farsímum geti einnig verið um að kanna að einhverju leyti.
Í Panjab University í Chandigarh, norður hluta Indlands festu menn farsíma á býflugnabú og höfðu kveikt á honum í 15 mínútur tvisvar á dag. Í ljós kom, að býflugurnar hættu að framleiða hunang og eggjum drottningarinnar fækkaði um helming og stærð þeirra minnkaði mikið.
Andrew Goldsworthy, líffræðingur hjá Imperial College, London, hefur rannsakað líffræðileg áhrif segulrafsviðs á lífverur. Hann telur hugsanlegt að geislunin frá farsímunum hafi áhrif á litarefnið cryptochrome, sem býflutur og önnur dýr nota til að rata um með hjálp segulsviðs jarðar. Geislunin frá farsímunum geti valdi því, að býflugurnar einfaldlega rati ekki aftur heim. Það megi þó "afrugla" býflugurnar með því að breyta tíðnisviði farsímanna.
Íslendingar gætu stuðlað að framþróun á þessu sviði með rannsóknum á áhrifum segulrafsviðs á býflugur og önnur dýr. Afla mætti fjár t.d. með því að draga úr útgjöldum RÚV.
Keep it simple BB King |
áhugaverðir hlekkir:
CNN
Bumbebees in Crisis (UK)
The Honey Bee Crisis (USA)
Dægurmál | Breytt 10.10.2010 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er með ólíkindum, að þessi ungi drengur skuli vera orðinn 70 ára. Hann er einn af þessum eðal mönnum að vestan, sem enn eru spurðir um skilríki í ÁTVR, og í Fríhöfninni. Hann ber aldurinn vel hann Jón. Nýlega var hann tilnefndur heiðursborgari Vesturbyggðar (loksins) og í kvöld var hann heiðraður bæði af FÍH og Fjallabræðrum. Troðfullt var út úr dyrum í FÍH salnum þar sem upp tróðu helstu söngvarar og skemmtikraftar þjóðarinnar, Jóni Kr. Ólafssyni til heiðurs. Hann átti það svo sannarlega skilið. Stofnuð hafa verið hollvinasamtök til styrktar tónlistarsafni Jóns Kr. á Bíldudal.
Haustlaufin falla, en Jóni Kr. stendur enn hnarreistur í haustkulinu og skiptir ekki litum eftir pöntun
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2010
Fullkomið frelsi þjóðar
"Í baráttunni fyrir fullkomnu i frelsi treysta hinar undirokuðu þjóðir fyrst og fremst á það, sem þær sjálfar leggja að mörkum og því næst á alþjóðlega aðstoð. Þeim þjóðum, sem hafa sigrað í sinni byltingu, ber að hjálpa hinum, er enn heyja frelsisbaráttu. Þetta er alþjóðleg skylda vor."
Maó Tse-Tung, 1963
Keep it simple BB King | |
Dægurmál | Breytt 21.9.2010 kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2010
KK - Lang flottastur
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2010
Ormar á hráskinni
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)