Færsluflokkur: Dægurmál
12.9.2010
Ormar á hráskinni
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2010
Ný meðferð við sortuæxli
Sortuæxli er hættulegasta gerð húðkrabbameins. Það myndast í litafrumum húðarinnar t.d í fæðingarblettum. Tíðni sjúkdómsins hefur af einhverju orsökum margfaldast á undanförnum 20 árum. Árlega greinast u.þ.b. 30 sortuæxli og 30 forstigs sortuæxli á Íslandi. Árlega deyja að meðaltali 9 manns hér á landi vegna sjúkdómsins. Um 2000 manns greinast með sjúkdóminn árlega í Svíþjóð.
Tíðni
Sortuæxli er sjöunda algengasta tegund krabbameina hjá konum og það tólfta algengasta hjá körlum. Það er algengasta krabbamein hjá konum á aldrinum 20-35 ára fá. U.þ.b. helmingur allra sem fá sortuæxli er undir fimmtugu en sortuæxli eru mjög sjaldgæf hjá börnum.
Meðferð
Þegar sortuæxli greinist snemma og æxlið er þunnt (vaxið mjög grunnt ofan í húðina), er hægt að lækna sjúkdóminn með skurðaðgerð. Það skiptir megin máli að greina sortuæxli snemma því það eru bein tengsl á milli þykktar sortuæxlis í húð og lífslíka. Ef æxlið hefur sáð sér í eitla og önnur líffæri og mynda meinvörp geta þau verið með illvígari æxlum. Þá er beitt krabbameinslyfjum, ónæmismeðferð eða geislum. Bólusetningarmeðferð og rannsóknir á erfðum sjúkdómsins hefur lengi verið helsta von læknavísindanna um nýja meðferð við sortuæxli. Sortuæxli eru þó að sumu leyti nokkuð sérkennileg og í rauninni eina krabbameinsæxli manna, sem getur vakið mjög ákveðna ónæmissvörun. Þetta hefur verið þekkt lengi fyrir það að læknar tóku eftir því að sjúklingar með þessi æxli gátu átt það til að læknast eins og fyrir kraftaverk. Á síðari árum hafa læknar og vísindamenn síðan reynt að notfæra sér þetta og notið þá hliðsjónar af stóraukinni þekkingu í ónæmisfræði. Of snemmt er að segja að ónæmismeðferð gegn sortuæxlum sé komin af tilraunastigi en tilraunirnar lofa góðu.
Ný meðferð
Þegar læknar komust að þeirri staðreynd að í meirihluta sortuæxla (malignant melanoma) hefur orðið stökkbreyting í geni sem kóðar ákveðið prótein B-Raf proto-oncogene serine/threonine-protein kinase (B-RAF). Þetta prótein stjórnar m.a. frumuvexti. Þegar stökkbreyting verður í þessu geni í fóstri getur það leitt til fæðingagalla og ef það gerist hjá fullorðnum getur það leitt til myndun krabbameins.
Nýlega upplötvuðu læknarnæytt lyf, sem hefur áhrif á krabbamein með því að hemja B-RAF próteinið:
B-RAF prótein |
Plexxikon (PLX4032, einnig þekkt sem RG7204)
Í klíniskri rannsókn sem nýverið var gerð hjá Abramson Cancer Center of the University of Pennsylvania, Philadelphia í USA voru í byrjunarhópi 49 sjúklingar með sortuæxli og af þeim voru 32 sjúklingar með útbreiddan sjúkdóm, (þ.e. komnir með útbreidd meinvörp, BRAF með V600E stökkbreytingu) meðhöndlaðir með lyfinu. Lyfið var gefið í vaxandi skömmtum þ.e. þar til óþol myndaðist fyrir því (útbrot, þreyta og liðverkir). Sextán einstaklingar í byrjunarhópnum með sortuæxli sýndu góða svörun við meðferðinni með lyfinu og af þeim sem fengu hærri skammta var góður árangur hjá 10 sjúklingum til viðbótar og einn læknaðist alveg. Af þeim 32 sjúklingum, sem voru með útbreiddan sjúkdóm og héldu áfram í rannsókninni, sýndu 24 hlutasvörun (partial response) og tveir læknuðust alveg.
Það er mjög mikilvægt að benda á, að þessar rannsóknir eru á algjöru frumstigi og að lyfið er ekki enn komið á markað. Þetta vekur þó vonir um að frekari rannsóknarvinna lækna í USA muni leiða til meðferðar sem getur í vissum tilvikum haldið niðri og jafnvel læknað þennan alvarlega sjúkdóm en einnig önnur krabbamein svo sem krabbamein í skjaldkirtli og í ristli o.fl.
Myndir af sortuæxlum má finna á eftirfarandi síðum:
http://www.aftonbladet.se/kropphalsa/cancer/article486652.ab
http://knol.google.com/k/krishan-maggon/plx-4032-plexxikon-roche-melanoma-review/3fy5eowy8suq3/135#Melanoma
http://www.landlaeknir.is/Pages/669
ref.

http://www.hudlaeknastodin.is/page27/page27.php?categories=Sortu%C3%A6xli
http://atlasgeneticsoncology.org/Genes/BRAFID828.html
http://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMoa1002011
http://en.wikipedia.org/wiki/BRAF_%28gene%29
http://en.wikipedia.org/wiki/Serine/threonine-specific_protein_kinase
http://en.wikipedia.org/wiki/Protein_kinase
Dægurmál | Breytt 12.9.2010 kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2010
Hefnd Gúgglaranna
Microsoft (MSFT) hefur líklega kostað mannkynið meiri heilabrot og sóað meiri tíma saklausra borgara en öll þau fyirbæri, sem fram hafa komið eftir seinni heimstyrjöldina. Vel þekkt eru stríð fyrirtækisins við keppinauta sína og þær hrottalegu aðferðir sem það beitir til að útrýma þeim, sem leiðir hugann aftur að stríðsárunum.
Internet Explorer var lengi leiðinlegasti og um leið lélegasti netvafinn á markaðnum. Reyndar var hann algjörlega óþolandi. Þar til Mozilla Netscape kom fram. Þá fóru (MSFT) menn að hugsa sinn gang. Þegar Google Chrome hóf að ógna þeim, var fjandinn laus.
Svo virðist, sem tölvudrengirnir úti í hinum stóra heimi séu í stöðugu innbyrðis stríði og reyni að skemma sem mest fyrir hver öðrum. Þetta minnir einna helst á ástandið í stjórnmálunum hér á landi. Sagt er t.d., að (MSFT) hafi á síðasta ári komið fyrir alvarlegri truflun í Firefox vafrarann.
Margir sem nota að staðaldri Outlook póstforritið nýta sér leitarmöguleika forritsins til að finna ákveðna tölvupósta. Ef menn hins vegar falla í þá gildru að setja upp hjá sér forrit frá Google Chrome, sem heitir GoogleAppSync, þá klippir það forrit á alla leitarmöguleika í Outlook. Hið sama gerist ef menn asnast til að niðurhala og keyra upp forrit, sem samkeyrir dagbókina í Outlook (Outlook Calendar), sem nefnist GoogleCalendarSync. Hefnd Google segja sumir.
Gúggl dagsins er því "strokleður". (MSFT) á næsta leik...
Snjallt, eða heimskulegt? Dæmi hver fyrir sig.
Viðbót þ. 1. september 2010:
Hér er ókeypis forrit (Xobni), sem leysir þennan vanda að mestu.
Keep it simple
BB King
ref.
http://blogs.msdn.com/b/outlook/archive/2009/06/17/google-apps-sync-disables-outlook-search.aspx
http://www.zdnet.com/blog/btl/google-apps-sync-cuts-off-outlooks-desktop-search/19847
http://www.google.com/support/calendar/bin/answer.py?hl=en&answer=89955
eftirfarandi gæti virkað fyrir suma (Windows 7):
http://social.technet.microsoft.com/Forums/en/outlook/thread/1ca99ecf-5a31-4af5-8b3f-48c8112b4546
Dægurmál | Breytt 1.9.2010 kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2010
Þvagorka hf.
Fjöldi manna á jarðkringlunni er nú um 7 milljarðar. Allir þurfa að pissa og er talið að allt þetta fólk gefi frá sér um 10 milljarða lítra af þvagi á degi hverjum. Þá er eftir að reikna með öllu því þvagi, sem kemur frá blessuðum skepnunum. Þvag er lang algengengasta úrgangsefnið á Jörðinni og skapar það vaxandi vandamál einkum vegna fjölgunar mannkynsins. Það kostar tíma, fé og fyrirhöfn að losa okkur við allt þetta þvag úr umhverfinu.
Efnafræðiverkfræðingi nokkrum í Ohio í Bandaríkjunum (Gerardine Botte) datt í hug árið 2002 ákveðin lausn á þessu vandamáli. Hann sá fyrir sér þann möguleika, að nýta mætti þvag til þess að framleiða vetni (H2). Hægt er reyndar að framleiða vetni í miklum mæli úr olíu en það skapar viss vandkvæði varðandi geymslu og flutning. Annar möguleiki er að rafgreina vatn á staðnum, eins og gert hefur verið m.a. hér á landi. Þetta er þó mjög orkukrefjandi ferli. Enn annar möguleiki er að nota þvag í stað vatns. Þvagið inniheldur um 2% þvagefni (urea), miðað við þyngd og hvert mólikúl af þvagefni inniheldur 4 vetnisatóm (Formúla: CO(NH2)2).
UREA (þvagefni) |
Vetnisatómin eru mun laustengdari í þvagefni en í vatni (H2O), sem þýðir að það þarf mun minni orku til að kljúfa þvagefni en vatn. Botte hefur þegar tekist að smíða tæki (sellu), sem framleiðir vetni úr þvagi með mun minni raforku en sem þarf til að framleiða vetni úr vatni (0,37 volt í stað 1,23 volta). Hreint vetni streymdi úr katóðunni en köfnunarefni og kolefni úr anóðunni.
Tilraunir eru nú hafnar við að framleiða raforku beint úr þvagi, m.ö.o. að nota þvag sem hreinan orkugjafa.
Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir mikil þvaglát, einkum um helgar. Menn leggja því til talsvert af þvagi hér á landi á degi hverjum. Nú hafa nokkrir framtakssamir menn undir forystu ransóknar teymis prof. Nielsson frá Ohio sett á fót fyrirtækið Þvagorka hf. Þar feta þeir í fótspor meistara Botte (sem þeir uppnefna í gríni Mr. Bottle).
Erlendis er víða farið að tala um "gula gullið" og er þar átt við þau verðmæti sem búa í hinum fagra gula vökva en sem menn hingað til hafa sóað. Hreinlega sturtað niður.
Frumkvöðlarnir ungu hjá Þvagorku hf eru staðráðanir í því nýta þvag landsmanna til verðmætasköpunar og að pissa ekki bara í skóinn sinn í framtíðinni.
Frekari upplýsingar um fyrirtækið fást hjá talsmönnum Þvagorku hf: thvagorka@gmail.com
Keep it simple
BB King
Heimildir:
Pee is for power: Your electrifying excretions. New Scientist, 21 ágúst 2010, bls. 37
Chemical Communications, 2009, bls. 4859
www.thvagorka.com
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Blýantar eru til margra hluta nytsamlegir. Á einu augabragði getur eitt blýantsstrik breytt gangi heimsmálanna. Blýantsstrik urðu nýlega kveikjan að nýjum uppgötvunum í eðlis- og efnafræði, sem geta hugsanlega gjörbreytt heimsmynd okkar. Því er jafnvel haldið fram, að inni í litlum blýantsstúf leynist nifteindastjarna, sem vill brjótast út. Til að leysa hana úr læðingi þurfi einungis að draga eitt blýantsstrik. Þetta kann að vekja furðu og getur sett strik í reikninginn, a.m.k. fyrir eðlisfræðinga, sem aðhyllast afstæðiskenningu Einsteins.
Graphene |
Petr Horava |
Tékkneski eðlisfræðingurinn Petr Hořava tók eftir því að við stofuhita var hægt að skýra ferli rafeindanna í grapheni með skammtafræðinni. Rafeindir eru mjög smáar og ferðast með mun minni hraða en hraða ljóssins svo ekki var þörf á því að grípa til afstæðiskenningarinnar til að útskýra hegðun og eðli þeirrara. Afstæðiskenningin gengur m.a. út á það, að visst samræmi (Lorentz symmetria) sé á milli tíma og rúms, rúmið togi sig og teygi til að hraði ljósssins haldist sá sami óháð því úr hvaða átt horft er á ýmis fyrirbæri. Ef graphen er hins vegnar kælt niður í hitastig, sem er nærri alkuli þá gerist nokkuð merkilegt. Rafeindirnar fara þá að hamast eins og óðar væru. Samræmið milli ljóshraðans og rúmsins virðist stundum riðlast. Við þær aðstæður verður að grípa til afstæðinnar. Tíma-rúms-bjögun
Eintóm sjónhverfing?
Horava fór þá að velta því fyrir sér hvort yfirfæra mætti þessar upgötvanir á stærri einingar, alheiminn sjálfan. Hugsa mætti sér að lögmál skammtafræðinnar hafi ráðið ríkjum við upphaf Stóra-Hvells en afstæðið ráði í dag þ.e. þegar allt hefur náð að kólna niður líkt og gerist með graphen? Hann hóf að endurbæta formúlur og útreikinga Einsteins og setti saman nýjar kenningar án samhverfu Lorentz. Með þessum aðferðum tókst honum að skilgreina þyngdaraflið sem einn af frumkröftum náttúrunnar; Þyngdaraflið stafi af aðdráttarkrafti vegna frumeinda, sem hann nefnir "gravitónur", (eins konar þyngdarjónur) á svipaðan hátt og að rafsegulbylgjur megi rekja til ljóseinda. Kenningar hans auðvelda vísindamönnum mjög alla stærðfræðilega úrteikninga. Einstein hafði reyndar sjálfur megnustu óbeit á ljótum, ólistrænum formúlum og kenningum.
Horava gjörbylti einnig kenningum Einsteins um tímann þ.e að hinn þungi niður tímans geti "streymt" í allar áttir. Hann heldur því fram, að tímans rás sé einungis í eina átt þ.e. frá fortíð til framtíðar. Vera kann að hin eftisótta "allsherjarkenning" sé nú í farvatninu en það mun tíminn leiða í ljós. Menn hafa þó ekki tekið kenningum Horava gagnrýnilaust. Ljóst er þó, að kenningar hans hafa varpa nýju ljósi á eðli svarthola, einkum hinna smærri en einnig myrku-aflanna (dark-energy), huldu-efnis (dark-matter) og ekki síst eðli þyngdaraflsins í hinu stóra sem hinu smáa í veröldinni í bæði tíma og rúmi.
E.t.v. sannast nú hið fornkveðna: "Það sem er algjörlega óskiljanlegt, er bara eintómt bull".
Keep it simple BB King |
ps
Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur með hjálp tölvulíkana hannað nýtt segulmagnað nanóefni "graphone" byggt á grafíti, sem virkar sem hálfleiðari og gæti verið hvatinn að smíði næstu kynslóðar raftækja og örflagna. Það eru því spennandi tímar framundan í þesum efnum.
Helstu heimildir:
Anil Ananthaswamy: The end of Time-Space; New Scientist, 7 ágúst 2010, bls. 28
http://news.sciencemag.org/sciencenow/2010/06/graphene-finally-goes-big.html
http://en.wikipedia.org/wiki/Graphene
http://www-theory.lbl.gov/~horava/
http://www.stjornuskodun.is/nifteindastjornur
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=49413
http://www.rsc.org/chemistryworld/News/2010/June/20061001.asp
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2010
Gleðigangan
Þó eru nokkrir, sem ekki geta tekið þátt í gleðnni. Þeir láta sér nægja að hlusta á sömbuna úr fjarlægð þar sem hún ómar á milli húsa í skuggahverfum borgarinnar. Þar sitja fatlaður, öryrkjar og aldraðir, sem ekki hafa efni á dýru dragi. Þetta fólk hefur engan gleðihala til að sveifla, einungis misþunga skuldahala. Það horfir á græna tölvustafi á vasareiknivél, sem gefa til kynna hvað það þarf að endurgreiða á mánuði vegna ofgreiddra bóta. Þeirra er þrautargangan.
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2010
Hin rísandi sól
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Keep it simple
BB King
Icesave er skaðabótamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2010
Með lúpínunni hverfur lyngið
Með lúpínunni hverfur lyngið
og með skóginum hverfur útsýnið
Ekki auðvelt að eyða lúpínu með eitri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.7.2010
Hnoða og hnoða. Óþarft að blása
Mikilvægt er að bregðast strax við hjartastoppi með hjartahnoði. Nýjar rannsóknir sýna, að óþarft er að beita öndunarhljálp um leið og hnoðað er. Það er því óþarft að blása í vit sjúklingsins og getur jafnvel verið skaðlegt. Þetta auðveldar endurlífgun mjög mikið. Ef brjóst sjúklingsins er hnoðað á réttan hátt berst nægilegt súrefni til lungna hans.
Ráðlegg öllum að lesa þessa grein.
Keep it simple
B.B. King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)