Færsluflokkur: Dægurmál
28.10.2010
Fiskafótsnyrting - ný della?
Tyrkir hafa í yfir 400 ár notað tannlausa fiskitegund til að snyrta á sér fæturna. Fiskarnir narta í dauða húð á fótunum svo sem líkþorn en láta heilbrigða húð í friði. Tilfinningin er eins og að loftbólur leiki um húðina. Einfalt og gott.
Íslendingar er þekktir fyrir að fá allir sömu delluna í einu: Fótanuddtæki, vídeóleigur, refabú, bankarán. Hvers vegna ekki núna fiska-fótsnyrti-stofur (Fish Pedicure)?
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2010
https
í stað http er málið. Ein lausn á þessu hvimleiða galla í Firefox (Firesheep viðbótinni) er hér:
http://techcrunch.com/2010/10/25/firesheep/
![]() |
Þráðlaus net hættuleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2010
Áhrif farsíma á býflugur
Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.
Á Bretlandseyjum er hunangsflugan nánast að hverfa. Stofn býflugna hefur það í landi minnkað um 17% skv. mælingum. Býflugur eru einnig að hverfa í Bandaríkjunum og hefur fækkað um 30%. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega. Talið er að býflugurnar frjóvgi um 90% af öllum nytjaplöngum heimsins.
Menn hafa lengi velt því fyrir sér, hverju er um að kenna. Þar eru nefnd til sögunnar snýkjudýr, varroa, veðurfarsbreytingar og notkun skordýraeiturs. Nýjar rannsóknir benda til þes, að geislun frá farsímum geti einnig verið um að kanna að einhverju leyti.
Í Panjab University í Chandigarh, norður hluta Indlands festu menn farsíma á býflugnabú og höfðu kveikt á honum í 15 mínútur tvisvar á dag. Í ljós kom, að býflugurnar hættu að framleiða hunang og eggjum drottningarinnar fækkaði um helming og stærð þeirra minnkaði mikið.
Andrew Goldsworthy, líffræðingur hjá Imperial College, London, hefur rannsakað líffræðileg áhrif segulrafsviðs á lífverur. Hann telur hugsanlegt að geislunin frá farsímunum hafi áhrif á litarefnið cryptochrome, sem býflutur og önnur dýr nota til að rata um með hjálp segulsviðs jarðar. Geislunin frá farsímunum geti valdi því, að býflugurnar einfaldlega rati ekki aftur heim. Það megi þó "afrugla" býflugurnar með því að breyta tíðnisviði farsímanna.
Íslendingar gætu stuðlað að framþróun á þessu sviði með rannsóknum á áhrifum segulrafsviðs á býflugur og önnur dýr. Afla mætti fjár t.d. með því að draga úr útgjöldum RÚV.
![]() | Keep it simple BB King |
áhugaverðir hlekkir:
CNN
Bumbebees in Crisis (UK)
The Honey Bee Crisis (USA)
Dægurmál | Breytt 10.10.2010 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er með ólíkindum, að þessi ungi drengur skuli vera orðinn 70 ára. Hann er einn af þessum eðal mönnum að vestan, sem enn eru spurðir um skilríki í ÁTVR, og í Fríhöfninni. Hann ber aldurinn vel hann Jón. Nýlega var hann tilnefndur heiðursborgari Vesturbyggðar (loksins) og í kvöld var hann heiðraður bæði af FÍH og Fjallabræðrum. Troðfullt var út úr dyrum í FÍH salnum þar sem upp tróðu helstu söngvarar og skemmtikraftar þjóðarinnar, Jóni Kr. Ólafssyni til heiðurs. Hann átti það svo sannarlega skilið. Stofnuð hafa verið hollvinasamtök til styrktar tónlistarsafni Jóns Kr. á Bíldudal.
Haustlaufin falla, en Jóni Kr. stendur enn hnarreistur í haustkulinu og skiptir ekki litum eftir pöntun
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2010
Fullkomið frelsi þjóðar
"Í baráttunni fyrir fullkomnu i frelsi treysta hinar undirokuðu þjóðir fyrst og fremst á það, sem þær sjálfar leggja að mörkum og því næst á alþjóðlega aðstoð. Þeim þjóðum, sem hafa sigrað í sinni byltingu, ber að hjálpa hinum, er enn heyja frelsisbaráttu. Þetta er alþjóðleg skylda vor."
Maó Tse-Tung, 1963
![]() | Keep it simple BB King |
Dægurmál | Breytt 21.9.2010 kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2010
KK - Lang flottastur
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2010
Ormar á hráskinni

Keep it simple
BB King
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2010
Ný meðferð við sortuæxli
Sortuæxli er hættulegasta gerð húðkrabbameins. Það myndast í litafrumum húðarinnar t.d í fæðingarblettum. Tíðni sjúkdómsins hefur af einhverju orsökum margfaldast á undanförnum 20 árum. Árlega greinast u.þ.b. 30 sortuæxli og 30 forstigs sortuæxli á Íslandi. Árlega deyja að meðaltali 9 manns hér á landi vegna sjúkdómsins. Um 2000 manns greinast með sjúkdóminn árlega í Svíþjóð.
Tíðni
Sortuæxli er sjöunda algengasta tegund krabbameina hjá konum og það tólfta algengasta hjá körlum. Það er algengasta krabbamein hjá konum á aldrinum 20-35 ára fá. U.þ.b. helmingur allra sem fá sortuæxli er undir fimmtugu en sortuæxli eru mjög sjaldgæf hjá börnum.
Meðferð
Þegar sortuæxli greinist snemma og æxlið er þunnt (vaxið mjög grunnt ofan í húðina), er hægt að lækna sjúkdóminn með skurðaðgerð. Það skiptir megin máli að greina sortuæxli snemma því það eru bein tengsl á milli þykktar sortuæxlis í húð og lífslíka. Ef æxlið hefur sáð sér í eitla og önnur líffæri og mynda meinvörp geta þau verið með illvígari æxlum. Þá er beitt krabbameinslyfjum, ónæmismeðferð eða geislum. Bólusetningarmeðferð og rannsóknir á erfðum sjúkdómsins hefur lengi verið helsta von læknavísindanna um nýja meðferð við sortuæxli. Sortuæxli eru þó að sumu leyti nokkuð sérkennileg og í rauninni eina krabbameinsæxli manna, sem getur vakið mjög ákveðna ónæmissvörun. Þetta hefur verið þekkt lengi fyrir það að læknar tóku eftir því að sjúklingar með þessi æxli gátu átt það til að læknast eins og fyrir kraftaverk. Á síðari árum hafa læknar og vísindamenn síðan reynt að notfæra sér þetta og notið þá hliðsjónar af stóraukinni þekkingu í ónæmisfræði. Of snemmt er að segja að ónæmismeðferð gegn sortuæxlum sé komin af tilraunastigi en tilraunirnar lofa góðu.
Ný meðferð
Þegar læknar komust að þeirri staðreynd að í meirihluta sortuæxla (malignant melanoma) hefur orðið stökkbreyting í geni sem kóðar ákveðið prótein B-Raf proto-oncogene serine/threonine-protein kinase (B-RAF). Þetta prótein stjórnar m.a. frumuvexti. Þegar stökkbreyting verður í þessu geni í fóstri getur það leitt til fæðingagalla og ef það gerist hjá fullorðnum getur það leitt til myndun krabbameins.
Nýlega upplötvuðu læknarnæytt lyf, sem hefur áhrif á krabbamein með því að hemja B-RAF próteinið:
![]() | B-RAF prótein |
Plexxikon (PLX4032, einnig þekkt sem RG7204)
Í klíniskri rannsókn sem nýverið var gerð hjá Abramson Cancer Center of the University of Pennsylvania, Philadelphia í USA voru í byrjunarhópi 49 sjúklingar með sortuæxli og af þeim voru 32 sjúklingar með útbreiddan sjúkdóm, (þ.e. komnir með útbreidd meinvörp, BRAF með V600E stökkbreytingu) meðhöndlaðir með lyfinu. Lyfið var gefið í vaxandi skömmtum þ.e. þar til óþol myndaðist fyrir því (útbrot, þreyta og liðverkir). Sextán einstaklingar í byrjunarhópnum með sortuæxli sýndu góða svörun við meðferðinni með lyfinu og af þeim sem fengu hærri skammta var góður árangur hjá 10 sjúklingum til viðbótar og einn læknaðist alveg. Af þeim 32 sjúklingum, sem voru með útbreiddan sjúkdóm og héldu áfram í rannsókninni, sýndu 24 hlutasvörun (partial response) og tveir læknuðust alveg.
Það er mjög mikilvægt að benda á, að þessar rannsóknir eru á algjöru frumstigi og að lyfið er ekki enn komið á markað. Þetta vekur þó vonir um að frekari rannsóknarvinna lækna í USA muni leiða til meðferðar sem getur í vissum tilvikum haldið niðri og jafnvel læknað þennan alvarlega sjúkdóm en einnig önnur krabbamein svo sem krabbamein í skjaldkirtli og í ristli o.fl.
Myndir af sortuæxlum má finna á eftirfarandi síðum:
http://www.aftonbladet.se/kropphalsa/cancer/article486652.ab
http://knol.google.com/k/krishan-maggon/plx-4032-plexxikon-roche-melanoma-review/3fy5eowy8suq3/135#Melanoma
http://www.landlaeknir.is/Pages/669
ref.

http://www.hudlaeknastodin.is/page27/page27.php?categories=Sortu%C3%A6xli
http://atlasgeneticsoncology.org/Genes/BRAFID828.html
http://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMoa1002011
http://en.wikipedia.org/wiki/BRAF_%28gene%29
http://en.wikipedia.org/wiki/Serine/threonine-specific_protein_kinase
http://en.wikipedia.org/wiki/Protein_kinase
Dægurmál | Breytt 12.9.2010 kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2010
Hefnd Gúgglaranna
Microsoft (MSFT) hefur líklega kostað mannkynið meiri heilabrot og sóað meiri tíma saklausra borgara en öll þau fyirbæri, sem fram hafa komið eftir seinni heimstyrjöldina. Vel þekkt eru stríð fyrirtækisins við keppinauta sína og þær hrottalegu aðferðir sem það beitir til að útrýma þeim, sem leiðir hugann aftur að stríðsárunum.
Internet Explorer var lengi leiðinlegasti og um leið lélegasti netvafinn á markaðnum. Reyndar var hann algjörlega óþolandi. Þar til Mozilla Netscape kom fram. Þá fóru (MSFT) menn að hugsa sinn gang. Þegar Google Chrome hóf að ógna þeim, var fjandinn laus.
Svo virðist, sem tölvudrengirnir úti í hinum stóra heimi séu í stöðugu innbyrðis stríði og reyni að skemma sem mest fyrir hver öðrum. Þetta minnir einna helst á ástandið í stjórnmálunum hér á landi. Sagt er t.d., að (MSFT) hafi á síðasta ári komið fyrir alvarlegri truflun í Firefox vafrarann.
Margir sem nota að staðaldri Outlook póstforritið nýta sér leitarmöguleika forritsins til að finna ákveðna tölvupósta. Ef menn hins vegar falla í þá gildru að setja upp hjá sér forrit frá Google Chrome, sem heitir GoogleAppSync, þá klippir það forrit á alla leitarmöguleika í Outlook. Hið sama gerist ef menn asnast til að niðurhala og keyra upp forrit, sem samkeyrir dagbókina í Outlook (Outlook Calendar), sem nefnist GoogleCalendarSync. Hefnd Google segja sumir.
Gúggl dagsins er því "strokleður". (MSFT) á næsta leik...
Snjallt, eða heimskulegt? Dæmi hver fyrir sig.
Viðbót þ. 1. september 2010:
Hér er ókeypis forrit (Xobni), sem leysir þennan vanda að mestu.
Keep it simple
BB King
ref.
http://blogs.msdn.com/b/outlook/archive/2009/06/17/google-apps-sync-disables-outlook-search.aspx
http://www.zdnet.com/blog/btl/google-apps-sync-cuts-off-outlooks-desktop-search/19847
http://www.google.com/support/calendar/bin/answer.py?hl=en&answer=89955
eftirfarandi gæti virkað fyrir suma (Windows 7):
http://social.technet.microsoft.com/Forums/en/outlook/thread/1ca99ecf-5a31-4af5-8b3f-48c8112b4546
Dægurmál | Breytt 1.9.2010 kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)