Færsluflokkur: Dægurmál
25.7.2010
Magnað og meiri háttar hjá Minor
Nýja platan heitir: "Höldum í átt að óreiðu" og hefur að geyma 10 instrumental lög. FaMR eru nú á leiðinni í hljómleikaferðalag til Evrópulanda í september. Svona ESB ferð.
Nú er bara að drífa í því að heilsa drengjunum áður en þeir verða ofboðslega frægir :)
|
|
|
|
|
|
|
|
Keep it simple BB king |
Dægurmál | Breytt 26.7.2010 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2010
Er sólin að hressast?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2010
Ódýrar rafhlöður
Þetta myndband sýnir hvernig spara má kosnað við rafhöðukaup:
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010
Nú er lag! ....Ómari til handa
Nú er lag að þakka Ómari fyrir frábær störf hans á öllum sviðum, sem óþarft er að rekja. Hann hefur unnið mjög óeigingjarnt starf við verndun náttúru landsins og sýnt okkur Ísland á einstakan og á óviðjafnanlegan hátt.
Stofnuð hefur verið Facebook síða honum til handa þar sem er að finna allar upplýsingar um það hvernig menn geta sýnt Ómari virðingu í tilefni af sjötugsafmæli hans og þakklæti um leið:
Afmælisgjöf til Ómars
Keep it simple - BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2010
Skammtapólitík
*Stephan Hawking var þarna reyndar að gera grín að ljóðskáldi Nazista Hanns Johst og í fyrstu útgáfu kenningar Schrödingar var kötturinn drepinn með byssu.
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt 2.7.2010 kl. 05:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010
Stóra ESB-málið snýst ekki um peninga
Það snýst ekki um það hvort við þurfum að borga 4 milljarða fyrir umsóknina eða hvort við fáum 4 milljarða í (van-)þróunarstyrki frá ESB. Það snýst að vissu leyti um það, hvort við fáum að veiða fisk, rækta fé og íslenskar agúrkur. Það snýst þó meira um það, hvort við fáum áfram að borða hvalkjöt og súrt hvalsrengi, hákarl, súrsaða hrútspunga og reykt sauðakjöt.
Það snýst algjörlega um það, hvort við fáum að kalla matinn okkar áfram sínu rétta nafni. Það er nefnilega svo, að í ESB ræður nefndin því, hvað menn láta ofan í sig og ekki síst hvað menn kalla matinn sinn. Allt þarf að fylgja Evrópustöðlum. "Hólavallahangikjöt" yrði væntanlega bannorð. "Þorramatur" myndi gera menn óða.
Veljum íslenskt.
Euro-sheep-you-knows
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt 30.6.2010 kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2010
Skjóta menn nú hvali?
Fréttir (Bylgjan) berast nú af því, að veiðimenn skjóti nú hvali hér við land. Þetta vekur furðu. Hvalir eru blóðheit spendýr. Dauður hvalur sekkur því eins og steinn. Áður fyrr höfðu menn vit á því að skutla hvali. Það hljómar mun betur. Þeir nást þá a.m.k. á land
Keep it simple
BB King
ljósm. Atli Harðarsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2010
Lélegt lýðræði
Það er merkilegt hve lýðræðið á orðið erfitt uppdráttar. Það er enn vinsælt, það vantar ekki. Það er bara orðið svo lélegt að menn treysta ekki á það lengur. Menn hrópa eftir auknu lýðræði, íbúalýðræði, beinu lýðræði, þjóðaratvæðagreiðslum og hvað eina. Svo fá menn tækifæri til að tjá skoðanir sínar, félög, heilu stjórnmálaflokkarnir og jafnvel öll þjóðin. Lýðræðisleg niðurstaða fæst í málum þar sem einfaldur meirihluti ræður. En það er bara ekki nógu gott. Menn sætta sig alls ekki við niðurstöðurnar.
Lýðræðið er orðið svo lélegt.
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2010
Styðjum Jónsa
NPR (National Public Radio) í USA er nú með skoðanakönnun meðal netverja um besta lag sumarsins. Það á meðal er eitt lag Jónsa litla. Hægt er að greiða honum atkvæði hér.
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2010
Óreiða, normalkúrva eða list
Einstein entist ekki ævin til að setja saman eina allsherjarkenningu um lögmál alheimsins, svokallaða sameinaða sviðskenningu. Fyrst honum tókst það ekki, verður einhver bið á að það verði gert (a.m.k. að fram komi kenning, sem A.E. sjálfum hefði líkað, þ.e sem sett er saman á "listrænan hátt", eins og hann hefði orðað það).
Flestir vilja hafa gott skipulag á hlutunum, finnst það öruggara. Fyrirsjáanleiki þykir æskilegur. Jarðfræðingar sáu þó ekki fyrir stóra jarðskjálftann í Kaliforníu árið 1989 og veðurfræðingar sáu ekki fyrir gífurleg flóð af völdum mikils úrhellis í Miðausturlöndum árið 1993. Enginn sá fyrir gos í Eyjó, nema einn strákur í Mosó með brennandi áhuga á jarðskjálftum. Og enginn sá fyrir, að ReyKóp yrði stjórnað af anarkistum árið 2010. Það virðist því ekki vanþörf á einni allsherjarkenningu, sem getur sagt fyrir um allskonar.
Hagfræðin hefur gert ráð fyrir því, að verðbréfamiðlarar vegna djúps skilnings þeirra á peningum og stjórnarfari, geti spáð fyrir um gengi verðbréfa og að ákvarðanamynstur þeirra fylgi í raun normalkúrvu, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið. Þeir geti nýtt sér djúpan skilning á þjóðmálum og fyrri reynslu til að sjá fyrir hreyfingar á markaðnum. (sbr. Lakatosian hard core axiom of the economic research program - Rosser 1993). Reynslan hefur þó sýnt að þessar ályktanir standast þó ekki raunveruleikaprófið. Í rauninni gilda þar lögmál óreiðu. Hin minnsta yfirsjón getur haft afdrifaríkar afleiðingar.
Stjórnmálamenn trúa því stundum, að þeir geti séð fyrir og stjórnað hegðun kjósenda, sem séu í raun bara normalkúrfuafglapar. Þetta stenst heldur ekki raunveruleikaprófið. Kjósendur haga sér nefnilega ekki eftir línulegu mynstri. Langtímaspár eru því útilokaðar vegna þeirrar óvissu, sem ríkir í upphafi hvers ferlis og sem margfaldast hratt með tímanum. Stjórnmálafræðingar virðast alltaf jafn undrandi á þessu.
Lýðræðið stendur mitt á milli alræðis og stjórnleysis en getur fallið í hvora áttina sem er. Almennar kosningar eru oft fyrsta skrefið í átt til lýðræðis í þeim löndum þar sem stjórnleysi hefur ríkt. Til að lýðræðið haldi velli þurfa kosningar að þjóna tilgangi sínum, þ.e. hafa áhrif á stjórnmálaþróunina. Að öðrum kosti missa þær marks. Kjósendur vilja, og geta haft áhrif. Þeir eru þó ekki eylönd og margt í umhverfinu hefur áhrif á hegðun þeirra. Þeir hópast saman. Möguleikar nýrra framboða til að komast til valda eru því afar litlir og það krefst mjög sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. (sbr. Sznajd model (Stauffer, 2001)).
Þegar normalkúrfuatkvæðin uppgötva að þau hafa lítil sem engin áhrif í lýðræðislegu þjóðfélagi er fjandinn laus. Þá skapast jarðvegur fyrir aukinni óreiðu. Menn verða eins og hengdir upp á þráð (eða vír). Þá skapast jarðvegur fyrir stjórnleysi. En það þarf snillinga eða allskonar listamenn til að sannfæra þá sem áður dreymdi um íbúalýðræði eða jafnvel ofurlýðræði um að stjórnleysið sé framtíðin. Í því er listin fólgin.
Keep it Simple
BB KING
ps
óreiða leiðir til nýs stöðugleika
Dægurmál | Breytt 1.6.2010 kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)