Færsluflokkur: Dægurmál
27.8.2010
Þvagorka hf.
Fjöldi manna á jarðkringlunni er nú um 7 milljarðar. Allir þurfa að pissa og er talið að allt þetta fólk gefi frá sér um 10 milljarða lítra af þvagi á degi hverjum. Þá er eftir að reikna með öllu því þvagi, sem kemur frá blessuðum skepnunum. Þvag er lang algengengasta úrgangsefnið á Jörðinni og skapar það vaxandi vandamál einkum vegna fjölgunar mannkynsins. Það kostar tíma, fé og fyrirhöfn að losa okkur við allt þetta þvag úr umhverfinu.
Efnafræðiverkfræðingi nokkrum í Ohio í Bandaríkjunum (Gerardine Botte) datt í hug árið 2002 ákveðin lausn á þessu vandamáli. Hann sá fyrir sér þann möguleika, að nýta mætti þvag til þess að framleiða vetni (H2). Hægt er reyndar að framleiða vetni í miklum mæli úr olíu en það skapar viss vandkvæði varðandi geymslu og flutning. Annar möguleiki er að rafgreina vatn á staðnum, eins og gert hefur verið m.a. hér á landi. Þetta er þó mjög orkukrefjandi ferli. Enn annar möguleiki er að nota þvag í stað vatns. Þvagið inniheldur um 2% þvagefni (urea), miðað við þyngd og hvert mólikúl af þvagefni inniheldur 4 vetnisatóm (Formúla: CO(NH2)2).
![]() | UREA (þvagefni) |
Vetnisatómin eru mun laustengdari í þvagefni en í vatni (H2O), sem þýðir að það þarf mun minni orku til að kljúfa þvagefni en vatn. Botte hefur þegar tekist að smíða tæki (sellu), sem framleiðir vetni úr þvagi með mun minni raforku en sem þarf til að framleiða vetni úr vatni (0,37 volt í stað 1,23 volta). Hreint vetni streymdi úr katóðunni en köfnunarefni og kolefni úr anóðunni.
Tilraunir eru nú hafnar við að framleiða raforku beint úr þvagi, m.ö.o. að nota þvag sem hreinan orkugjafa.
![]() |
Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir mikil þvaglát, einkum um helgar. Menn leggja því til talsvert af þvagi hér á landi á degi hverjum. Nú hafa nokkrir framtakssamir menn undir forystu ransóknar teymis prof. Nielsson frá Ohio sett á fót fyrirtækið Þvagorka hf. Þar feta þeir í fótspor meistara Botte (sem þeir uppnefna í gríni Mr. Bottle).
Erlendis er víða farið að tala um "gula gullið" og er þar átt við þau verðmæti sem búa í hinum fagra gula vökva en sem menn hingað til hafa sóað. Hreinlega sturtað niður.
Frumkvöðlarnir ungu hjá Þvagorku hf eru staðráðanir í því nýta þvag landsmanna til verðmætasköpunar og að pissa ekki bara í skóinn sinn í framtíðinni.
Frekari upplýsingar um fyrirtækið fást hjá talsmönnum Þvagorku hf: thvagorka@gmail.com
Keep it simple
BB King
Heimildir:
Pee is for power: Your electrifying excretions. New Scientist, 21 ágúst 2010, bls. 37
Chemical Communications, 2009, bls. 4859
www.thvagorka.com
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Blýantar eru til margra hluta nytsamlegir. Á einu augabragði getur eitt blýantsstrik breytt gangi heimsmálanna. Blýantsstrik urðu nýlega kveikjan að nýjum uppgötvunum í eðlis- og efnafræði, sem geta hugsanlega gjörbreytt heimsmynd okkar. Því er jafnvel haldið fram, að inni í litlum blýantsstúf leynist nifteindastjarna, sem vill brjótast út. Til að leysa hana úr læðingi þurfi einungis að draga eitt blýantsstrik. Þetta kann að vekja furðu og getur sett strik í reikninginn, a.m.k. fyrir eðlisfræðinga, sem aðhyllast afstæðiskenningu Einsteins.
![]() |
![]() |
![]() | Graphene |
![]() | Petr Horava |
Tékkneski eðlisfræðingurinn Petr Hořava tók eftir því að við stofuhita var hægt að skýra ferli rafeindanna í grapheni með skammtafræðinni. Rafeindir eru mjög smáar og ferðast með mun minni hraða en hraða ljóssins svo ekki var þörf á því að grípa til afstæðiskenningarinnar til að útskýra hegðun og eðli þeirrara. Afstæðiskenningin gengur m.a. út á það, að visst samræmi (Lorentz symmetria) sé á milli tíma og rúms, rúmið togi sig og teygi til að hraði ljósssins haldist sá sami óháð því úr hvaða átt horft er á ýmis fyrirbæri. Ef graphen er hins vegnar kælt niður í hitastig, sem er nærri alkuli þá gerist nokkuð merkilegt. Rafeindirnar fara þá að hamast eins og óðar væru. Samræmið milli ljóshraðans og rúmsins virðist stundum riðlast. Við þær aðstæður verður að grípa til afstæðinnar. Tíma-rúms-bjögun
Eintóm sjónhverfing?
Horava fór þá að velta því fyrir sér hvort yfirfæra mætti þessar upgötvanir á stærri einingar, alheiminn sjálfan. Hugsa mætti sér að lögmál skammtafræðinnar hafi ráðið ríkjum við upphaf Stóra-Hvells en afstæðið ráði í dag þ.e. þegar allt hefur náð að kólna niður líkt og gerist með graphen? Hann hóf að endurbæta formúlur og útreikinga Einsteins og setti saman nýjar kenningar án samhverfu Lorentz. Með þessum aðferðum tókst honum að skilgreina þyngdaraflið sem einn af frumkröftum náttúrunnar; Þyngdaraflið stafi af aðdráttarkrafti vegna frumeinda, sem hann nefnir "gravitónur", (eins konar þyngdarjónur) á svipaðan hátt og að rafsegulbylgjur megi rekja til ljóseinda. Kenningar hans auðvelda vísindamönnum mjög alla stærðfræðilega úrteikninga. Einstein hafði reyndar sjálfur megnustu óbeit á ljótum, ólistrænum formúlum og kenningum.
Horava gjörbylti einnig kenningum Einsteins um tímann þ.e að hinn þungi niður tímans geti "streymt" í allar áttir. Hann heldur því fram, að tímans rás sé einungis í eina átt þ.e. frá fortíð til framtíðar. Vera kann að hin eftisótta "allsherjarkenning" sé nú í farvatninu en það mun tíminn leiða í ljós. Menn hafa þó ekki tekið kenningum Horava gagnrýnilaust. Ljóst er þó, að kenningar hans hafa varpa nýju ljósi á eðli svarthola, einkum hinna smærri en einnig myrku-aflanna (dark-energy), huldu-efnis (dark-matter) og ekki síst eðli þyngdaraflsins í hinu stóra sem hinu smáa í veröldinni í bæði tíma og rúmi.
E.t.v. sannast nú hið fornkveðna: "Það sem er algjörlega óskiljanlegt, er bara eintómt bull".
![]() | Keep it simple BB King |
ps
Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur með hjálp tölvulíkana hannað nýtt segulmagnað nanóefni "graphone" byggt á grafíti, sem virkar sem hálfleiðari og gæti verið hvatinn að smíði næstu kynslóðar raftækja og örflagna. Það eru því spennandi tímar framundan í þesum efnum.
Helstu heimildir:
Anil Ananthaswamy: The end of Time-Space; New Scientist, 7 ágúst 2010, bls. 28
http://news.sciencemag.org/sciencenow/2010/06/graphene-finally-goes-big.html
http://en.wikipedia.org/wiki/Graphene
http://www-theory.lbl.gov/~horava/
http://www.stjornuskodun.is/nifteindastjornur
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=49413
http://www.rsc.org/chemistryworld/News/2010/June/20061001.asp
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2010
Gleðigangan
Þó eru nokkrir, sem ekki geta tekið þátt í gleðnni. Þeir láta sér nægja að hlusta á sömbuna úr fjarlægð þar sem hún ómar á milli húsa í skuggahverfum borgarinnar. Þar sitja fatlaður, öryrkjar og aldraðir, sem ekki hafa efni á dýru dragi. Þetta fólk hefur engan gleðihala til að sveifla, einungis misþunga skuldahala. Það horfir á græna tölvustafi á vasareiknivél, sem gefa til kynna hvað það þarf að endurgreiða á mánuði vegna ofgreiddra bóta. Þeirra er þrautargangan.

Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2010
Hin rísandi sól

Keep it simple
BB King
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Keep it simple
BB King
![]() |
Icesave er skaðabótamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2010
Með lúpínunni hverfur lyngið
Með lúpínunni hverfur lyngið
og með skóginum hverfur útsýnið
![]() |
Ekki auðvelt að eyða lúpínu með eitri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.7.2010
Hnoða og hnoða. Óþarft að blása
Mikilvægt er að bregðast strax við hjartastoppi með hjartahnoði. Nýjar rannsóknir sýna, að óþarft er að beita öndunarhljálp um leið og hnoðað er. Það er því óþarft að blása í vit sjúklingsins og getur jafnvel verið skaðlegt. Þetta auðveldar endurlífgun mjög mikið. Ef brjóst sjúklingsins er hnoðað á réttan hátt berst nægilegt súrefni til lungna hans.
Ráðlegg öllum að lesa þessa grein.

Keep it simple
B.B. King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2010
Magnað og meiri háttar hjá Minor
Nýja platan heitir: "Höldum í átt að óreiðu" og hefur að geyma 10 instrumental lög. FaMR eru nú á leiðinni í hljómleikaferðalag til Evrópulanda í september. Svona ESB ferð.
Nú er bara að drífa í því að heilsa drengjunum áður en þeir verða ofboðslega frægir :)
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|
Keep it simple BB king |
Dægurmál | Breytt 26.7.2010 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2010
Er sólin að hressast?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2010
Ódýrar rafhlöður
Þetta myndband sýnir hvernig spara má kosnað við rafhöðukaup:
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)