Færsluflokkur: Dægurmál

Rödd úr fortíðinni

Ísland er að stækka. Og verður verðmætara fyrir vikið. Þá er við hæfi að rifja upp fornan texta:

Þá svarar Einar [Þveræingur]:

Því em ek fáræðinn um þetta mál að engi hefir mig að kvatt. En ef eg skal segja mína ætlan þá hygg eg að sá muni til vera hérlandsmönnum að ganga eigi undir skattgjafir við Ólaf konung [Haraldsson] og allar álögur hér, þvílíkar sem hann hefur við menn í Noregi. Og munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri þeirri er þetta land byggir og mun ánauð sú aldregi ganga eða hverfa af þessu landi. En þótt konungur sjá sé góður maður, sem eg trúi vel að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til þá er konungaskipti verður að þeir eru ójafnir, sumir góðir en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu því er þeir hafa haft síðan er þetta land byggðist þá mun sá til vera að ljá konungi einskis fangstaðar á, hvorki um landaeign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir þær er til lýðskyldu megi metast.
Snorri Sturluson (Heimskringla) 1991:406.



Mynd: ruv.is


Brjálaður blús

Blúshátíð Reykjavíkur fór vel af stað.

Nóg fjör er eftir næstu daga, sjá  http://blues.is/

Blúsdívan Deitra Farr og Crister Palais eiginmaður hennar
Fleiri myndir

blues_800_img_2871.jpg

 

Keep it simple
BB King


Greiningardeildin

Greiningardeildin er nú stödd á Goðabungu. Menn einblína á skjáina. Þetta eru óróamælingar.
Á yfirborðinu er allt slétt og fellt þó gos sé í Grend.  Undir kraumar og gröfin tala sínu máli: 

godabunga_973322.gif

Keep it simple
BB King


Nýr Guttormur?

Margir sakna Guttorms úr Húsdýragarðinum. Gutti var lengi stórasta naut í heimi, a.m.k. í augum litla fólksins.
Nú er lag að fá í garðinn nýjan geðgóðan nautkálf, en þó með sjálfstæða vilja. Hann ætti auðvitað að heita Ögmundur.

gutti.jpg
Stóri og litli Gutti


mbl.is Risakálfur undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprakk vetnisbólan, eða þarf hún meiri straum?

Íslendingar eru skynsöm þjóð. Við höfum löngum talið okkur til þeirra, sem helst hvetja til og stuðla að framþróun og framförum á ýmsum sviðum. Tæknin er okkur afar hugleikin. Hér á landi býr vel menntuð þjóð með ríka réttlætiskennd. Sannleikurinn, þó það sé heimspekilegt hugtak, er hér á landi mikilvægur gjaldmiðill í samskiptum manna. Án sannleikans erum við lítils virði. Án sannleikans er allt í plati. Tæknilega séð.

 truth_964674.gif  Margir muna eftir vetnisvæðingunni svonefndu. Hrein orka fallvatnanna skyldi virkjuð til að framleiða vetni, sem notað yrði til að knýja farartæki ýmiss konar. Græn orka, engin mengun, hljómar mjög vel. Vetnisstöðin við Suðurlandsveg var opnuð almenningi við hátíðlega athöfn í nóvember 2007. Atburðurinn vakti talsverða athygli fjölmiðla og sá Reuters fréttastofan ástæðu til að vera með sérstaka umfjöllun um málið.

VIDEO

Um tíma spókuðu sig á götum Reykjavíkur glæsilegir strætisvagnar knúnir vetni. Mengunarlaus strætó virðist auðvitað góður kostur. Enginn reykur, enginn koltvísýringur, engin lykt, enginn mengandi útblástur, einungis hreint vatn. Nú eru þeir algjörlega horfnir af götunum og enginn veit af hverju. Dæmið gekk ekki upp að því er virðist.

 straeto_964677.jpg

Þegar vetnisbílar eru skoðaðir nánar kemur í ljós, að vetnið er framleitt með rafgreiningu þ.e. rafmagn er notað til að framleiða vetni. Vetnið er aftur notað til að búa til raforku. Vetnisbílarnir voru þá þegar allt kom til alls ekki knúnir af vetni heldur raforku. Hverjum hefði dottið þetta í hug? Vetnisbíllinn notar því í raun rafmagn til að komast áfram. Þá vaknar ný spurning?

 electric-car.jpg

Hvers vegna ekki að nota rafmagnið beint á bílinn og losna við vetnið sem millistig og það orkutap sem óhjákvæmilega á sér stað við það (allt að 40%)? Ljóst er, að nýlegir rafbílar nota litla rafgeyma eða rafhlöður, sem eru sambærilegar við þær sem fartölvur nota (einungis stærri) og hægt er að aka venjulegum fólksbíl allt að 400 km á einni hleðslu. Rafhlaðan er því ekki lengur nein fyrirstaða. Hvers vegna eru þá vetnisbílar enn inni í myndinni? Hvers vegna eru vetnisbílar á Íslandi kallaðir "rafbílar" af yfirvöldum. Er vetnið enn sett ofar sjálfu rafmagninu, sem við eigum þó nóg af? Er etv. ástæða til að gefa vetnisbólunni smá straum svo hún springi? Bólur geta verið til ama.

Þetta er áhugaverðar spurningar einkum fyrir þjóð sem setur sannleikann ofar öllu.

ps
Það er engin ástæða til að hætta að framleiða vetni. Við getum selt það þeim, sem ekki hafa aðgang að nægu rafmagni og sem vilja nota vetnisbíla. Þeir hinir sömu myndu varla kalla slíka bíla "rafbíla". Eða hvað?

Áhugaverðar síður:

http://agust.net/vetni/

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/616428/



bb_king_964688.jpg"Keep it simple!"
BB King


Speisað veður

Norðurljósanördar gleðjast nú yfir aukinni virkni sólarinnar.  Árið 2009 var sólin án sólbetta í 260 daga (þ.e. 71% af árinu). 

aurora-borealis_963283.jpg

Í fyrsta skipti í langan tíma sjást nú sólbletti (sunspots) á okkar ylhýru sól. Meiri sólvindur veldur auknum norðurljósum ef sólvindurinn lendir á Jörðinni.

Hægt er að fylgjast með virkni sólarinnar og norðurljósa á norðurhjara veraldar í rauntíma á vefnum:

Spaceweather.com

filament_anim.gif

 


Hin rísandi sól hagfræðinnar

"Í garðinum eru fjórar árstíðir, sumar, vetur, vor og haust" sagði garðyrkjumaðurinn Chance á sínum tíma. Sá hinn sami varð um skeið einn helsti efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Bandaríkjanna, vegna þessarar einföldu en djúpu speki, a.m.k. ef trúa má kvikmyndinni Being there.

Nú er vor í lofti í aldingarði hagfræðinnar á Íslandi, ef marka má orð Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í frægu útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu þ. 12. febrúar 2010.

"Að hagvöxtur aukist hér á landi er jafn víst og að sólin kemur upp á morgun".
Þetta eru góðar fréttir. Það vakti athygli að prófessorinn mátti ekki vera að því klára viðtalið. Efnahagur þjóðarinnar er í beinu samhengi við gang himintunglanna og snúning jarðar og sveiflast er ekki einungis með árstíðunum. Prófessorinn skundaði út að þessu mæltu með spekingssvip. Hann þurfti væntanlega að sinna garðyrkjustörfum og gá til veðurs, hver veit? Stjörnubjart var orðið þegar viðtalinu lauk.

Það vekur athygli þegar menn rjúka á dyr og skella hurðum í miðjum viðtölum. Eitthvað var því látið ósagt. Hins vegar var það, sem sagt var í þættinum væntanlega mun merkilegra en það sem ekki var sagt. Ég hvet því alla, jafnt aðdáendur Jerzy Kosińskis sem og aðdáendur íslenskrar hagfræðispeki, að hlusta á þetta athyglisverða viðtal á Útvarpi Sögu.

Það vorar í garðinum. Íslenskir garðyrkjubændur eru bæði vel menntaðir og skýrir í hugsun. Uppskeran er eftir því. Og á morgun rís sólin í austri.   

being_there.jpg
Keep it simple!
BB King


Viltu vera með í að gera kvikmynd um Ísland?

S.l. haust voru staddir hér á landi ungir Íslandsvinir frá Stóru-Bretlandsyjunni. Um er um að ræða lítinn hóp sjálfstæðra kvikmyndagerðamanna sér hafa það markmið að gera heimildarmynd um Ísland eftir bankaránið mikla.

Myndin nefnist "FUTURE OF HOPE" – Feature-length Documentary.

Markmið þessarar heimildarmyndar, sem dreift verður um allan heim, er að sýna og kynna það jákvæða sem komið hefur fram eftir efnahagshrunið hér á landi og bæta orðspor og ímynd landsins.  Einnig er markmiðið að vekja von og sjálfstraust meðal Íslendinga.

(sýnishorn úr öðrum myndum SweetChilliFilms)


traktor_908659.jpg

Hægt er að sjá búta úr myndinni hér.

Einnig er stuðningshópur á Facebook.

 

 

Allir þeir, sem vilja leggja þessu verkefni lið á einhvern hátt geta haft samband við framleiðanda myndarinnar Heather Millard 

 Heather og Svalaheather.jpg

foss.jpg


Melódíur Minninganna

Munið bara að heimsækja tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar söngvara á Bíoldudal. Safnið nefnist "Melídíur Minninganna" og státar m.a. af því að hafa til varðveislu rauða jakkann hans Hauks Morthens söngvara o.fl. dýrgripi.

jon_kr_olafsson_958042.jpg
Jón Kr. Ólafsson söngvari


mbl.is Stefnir í gott ferðasumar á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboð að handan

Heyrði í dag viðtal við ágæta maddömu á Útvarpi Sögu, sem framleiðir græðandi smyrsl fyrir menn og gæludýr, sem svínvirka. Uppskriftina hafði hún ekki fengið frá ömmu sinni að vestan eins og við hin, heldur "að handan".

Önnur skilaboð að handan komu fram í þætti Egils Helgasonar, Kiljunni í kvöld. Þau voru frá ekki ómerkari manni en PJ Salinger og voru tileinkuð íslensku þjóðinni:

"- it may be as well to tell you what I really thought when your messages reached me: That I feel you're all very lycky (and I hope all or most of you feel so, too) to be living in a relatively remote, relatively unspoiled, unpolluted, relatively independant part of the planet. Do try to be aware of it, and to rejoice a little, as often as you can, or now and then."

salinger_957619.jpg
Keep it simple!
BB King


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband