Icesave í salt?

Miklar vetrarhörkur eru nú á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu, Al Gore og fylgismönnum hans til mikillar armæðu.  Fréttir berast nú af því, að götusalt sé nú uppurið á Bretlandseyjum og þvi renna bifreiðar þvers og kruss um götur þarlendis. Einnig peningavagnar.  

Nú ættu Íslendingar að brjóta odd af oflæti sínu og senda Bretum nokkra skipsfarma af salti. Setja salt í sárin, ef svo má að orði komast. Með þessum söltu sendingum, sem væri framlag okkar til breska heimsveldisins gætum við brætt vetrarísinn þar í landi og eflaust einnig einhver bresk hjörtu í leiðinni.

Svo mætti með vorinu stofna nyja reikninga í Evrópu - SALTSAVE?

large-salt-pile.jpg

 

Við söltum þetta bara

 

Keep it Simple!
BB King


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

góður!

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.1.2010 kl. 16:20

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þessi hugmynd fær "thumbs up" frá mér. Bara drífa í að stofa feisbúkk grúppu fyrir þetta

Ellert Júlíusson, 18.1.2010 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband