Nú vantar leiðbeiningar

Íslendingar eiga afar erfitt með að standa saman sem ein þjóð. Það er okkar helst veikleiki og það vita menn í útlöndum. Sundurlyndisfjandinn og allt það...

Nýleg grein í Financial Times fjallar ítarlega um Icesave málið. Þar kemur m.a. fram að Bretar og Hollendinga þyrsti í peninga og séu þessi ríki að traðka á öðru ríki þ.e. á Íslandi, sem vill fá aðild að ESB. Lokað hefur verið fyrir viðræður nema Bretar og Hollendingar fái peninga sína. ESB hafi það fyrir reglu að fara illa með lítil ríki. Greinarhöfundur blaðsins veltir fyrir sér hvort útspil forsetans um að skrifa ekki undir muni virka og Íslendingar nái sínu fram en hefur miklar efasemdir þar um. Síðast þegar Ísland hafi reynt slíkt, á tímum þorskastríða, var heimurinn annar en hann er nú. Nú ráði stórar alþjóðlegar stofnanir, ESB og AGS. Það ásamt áhrifum markaðarins gerir það að verkum að staðan sé ekki sérstaklega góð fyrir Ísland. Næstu áratugina munu Íslendingar sjá eftir útrás sinni á alþjóðlega fjármálamarkaði og munu eflaust óska þess að þeir hefðu haldið sig við fiskveiðar.

Greinarhöfundur Wall Street Journal gleymir því, að heimurinn í dag er mikið breyttur frá tímum þorskastríðsins. Það er auðvitað rétt, að stórar alþjóðlegar stofnanir eru nú stærri og sterkari en áður. Þó svo litlar þjóðir eigi í vök að verkjast þá er litli maðurunn sterkari en nokkru sinni fyrr, þökk sé Netinu. Samskipti manna á milli eru nú mun meiri og betri en þau voru fyrir rúmum 30 árum.

Nú þurfa stjórnvöld og í raun allir ritfærir menn, einu sinni, að taka höndum saman til nýta Netið okkur til hagsbóta og málstað Íslands til framdráttar. Mynda þarf öflugan gagnabanka með upplýsingum á ensku, þýsku og frönsku ásamt norðurlandamálunum og koma þeim fyrir á aðgengilegum stað á Netinu þar sem bloggarar og greinarhöfunar geta sótt sér efni.

Menn úti í hinum stóra heimi þurfa að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Það snýst ekki um það hvort Íslendingar vilja eða vilja ekki borga skuldir sínar. Málið snýst um réttlæti og rétt einstaklingsins og smáþjóða í samskiptum við risavaxnar stofnanir og þjóðríki.  

Íslendingar þurfa að vanda málstað sinn og standa saman, einu sinni. Fréttamannafundur ríkisstjórnaríslands í gær er líklega eitt mesta pr-flopp Íslandssögunnar.

Svona klúður má bara ekki endurtaka! Ef ríkisstjórnin getur ekki varið okkur, þá verðurm við bara að verja okkur sjálf.

little-man.gif
Keep it simple
BB King


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Heyr, heyr. Það var ömurlegt að hlusta á talsmenn Ríkisstjórnarinnar tala eins og ráðamenn í Bretlandi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 6.1.2010 kl. 11:22

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er mikil bjartsýni að halda að duglegir PR menn geti fært hlutina í lag.

Heimurinn er harður og Íslendingar verða að gera sér grein fyrir því að við erum háð umheiminum en hann getiur verið án okkar.

Þetta er bara hinn kaldi veruleiki.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 12:20

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er hins vegar mikil svartsýni að reikna með því, að meirihluti þjóðarinnar sé reiðubúinn til að afhenda útlendingum á silfurfati alla okkar peninga, fiskimið, orkuauðlindir og vatn. Þá eru bara handritin eftir og e.t.v. vill væri best að éta þau strax?

Júlíus Valsson, 6.1.2010 kl. 12:35

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það koma sífellt fleiri fletir upp í þessum málum. Nú kemur fram í skoðanakönnun að 56% Íslendinga styður ákvörðun Ólafs Ragnars. Nú má velta því fyrir sér hvað þeir sem ekki vilja borga neitt geta kosið um. Lögin um þjóðaratkvæðagreiðslu snúast um leiðir til að greiða fyrir skítinn.

Það eru því þrjár fylkingar: við borgum ekki (skila auðu/ógildu eða mæta ekki) - já-fylkingin og nei-fylkingin.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 12:43

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„afhenda útlendingum á silfurfati alla okkar peninga, fiskimið, orkuauðlindir og vatn“.

Voðaleg dramatík og hístería er þetta!

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 12:45

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Já, þetta snýst alt um að komast innundir styrkjafeldinn hjá ESB. Fínt fyrir ungskáld en afar slæmt fyrir hinn almenna borgara. Sjáðu bara atvinnuleysi ungs fólks í Sverige, sem fer vaxandi.

Júlíus Valsson, 6.1.2010 kl. 12:49

7 Smámynd: Júlíus Valsson

"Fáum ekki að vara með á alþjóðlegum fjármálamörkuðum". Hvaða erindi eiga Íslendingar á erlenda fjármálamarkað?

Við þurfum fyrst að æfa okkur betur á innlendum mörkuðum.

Júlíus Valsson, 6.1.2010 kl. 13:29

8 identicon

"Greinarhöfundur Wall Street Journal gleymir því, að heimurinn í dag er mikið breyttur frá tímum þorskastríðsins"

Hann tekur það reyndar fram að heimurinn HAFI breyst frá tímum þorskastríðsins. En í hvaða átt? Ef eitthvað er, þá held ég að möguleikarnir séu betri, og þökk sé, meðal annars, samskiptum nútímans. Nú væri erfitt fyrir Breta að reyna það (sem ég er nógu gamall til að muna eftir) að sannfæra alla um að við séum ljóti kallinn í sama stíl og þeir reyndu að sannfæra sína þjóð og aðrar um að við værum að ráðast á freigátur þeirra og klessa þær niður.

Það er þó erfitt þegar þessir kálhausar í stjórninni, án B-plans, - byrja á algeru niðurrifi á okkar möguleikum fyrir nokkra samúð.

Og talandi um samúð, þá var það að hluta til lóðið sem velti okkar vogarskál til sigurs í ÞorskastríðunUM, því að umheimurinn (sem er stærri en ESB) sá okkur sem kjarnmikla smáþjóð sem stóð upp í hárinu á stórveldi sem ætlaði að traðka okkur niður. Okkar vettvangur í þessu væri hugsanlega Sameinuðu Þjóðirnar

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:06

9 Smámynd: Júlíus Valsson

Rétt hjá þér Jón Logi.
Einmitt þess vegna eigum við nú öll sem einn að vera dugleg í því að koma skoðunum okkar á framfæri. Blogga, skrifa greinar, gera athugasemdir o.fl. Það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að koma í framkvæmd í dag með aðstoð Netsins. Netið flytur kanski ekki fjöll en það flytur skoðanir mjög auðveldlega.

Júlíus Valsson, 6.1.2010 kl. 16:24

10 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Íslendingar fóru um allar jarðir með áróður fyrir bönkunum 2006 og svo aftur 2007. Allt til staðfestingar á því hvað þetta væru frábærar stofnanir og það virtist lukkast um tíma. Núna vitum við bankarnir settu upp leikmynd og þóttust hafa lagfært sig og tekið mið af gagnrýninni. Þá var landráð ef menn krítiseruðu bullið og þjóðin stóð saman um vitleysuna. Danir öfunduðu okkur einog allir muna. Þessi stemming er aftur að ná flugi. Það verður þá bara að horfa á hrapið þegar það kemur. Hér eftir munu fáir trúa okkur og okkar sölumönnum. "don´t fool me twice" heitir örugglega gott blúslag eftir BB King.

Gísli Ingvarsson, 6.1.2010 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband